Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞROTTIR ÞREMUDAGUR 22. ÁGÚST 1989 B 3 Gunnar í stað Atla Óvíst með Sigurð Grétarsson KR-ingurinn Gunnar Oddsson var valinn í landslið í fyrsta sinn fyrir leikinn gegn Austurríkis- mönnum á morgun. Gunnar kemur í stað fyrirliðans Atla Eðvaldsson- ar, sem er meiddur í baki og getur því ekki verið með. Þá er óvíst hvort Sigurður Grétarsson leikur með lið- inu en hann gat ekki leikið með félagsliði sínu í Sviss, Luzern, um helgina. „Það er mjög gaman að hafa verið valinn í hópinn og mikill heið- ur, andinn er góður og ánægjulegt að fá að taka þátt í þessu öllu sam- an,“ sagði nýliðinn Gunnar Odds- son. „Ég held að við eigum mögu- leika ef baráttuhugurinn er í lagi og við sýndum það heima að við eigum í fullu tré við þetta lið,“ sagði Gunnar. 1. deild í sjónmáli hjá Stjörnunni Stjörnumenn eru komnir með annan fótinn í 1. deild eftir stórsigur á Einheija í gærkvöldi. Leikurinn var í jafnræði framan af og þrátt fyrir FráBirni markalausan fyrri Björnssyniá hálfleik fengu bæði Vopnafirði jjg ágætis mark- tækifæri. Eftir því sem leið á síðari hálf- leik þyngdust sóknir Stjörnumanna og mörkin fjögur komu síðan á færibandi um miðjan hálfleikinn. Á 65. mínútu skoraði Sigurður Hilm- arsson fyrsta mark Stjörnunnar eftir að þvaga hafði myndast við Einheijamarkið. Tíu mínútum síðar skoraði Bjarni Benediktsson svipað mark og þriðja markið kom beint úr aukaspymu á 80. mínútu. Ingólf- ur Ingólfsson tók aukaspymuna rétt fyrir utan vítateig og mark- vörður Einheija misreiknaði knött- inn sem hafnaði í markinu. Svein- björn Hákonarson batt svo enda á stórskotahríð Stjörnumanna tveim- ur mínútum síðar. Tryggvi slasaðist Markalaust jafntefli var n'iður- staðan í annars tíðindalitlum leik ÍR og Leifturs á Valbjarnar- velli á sunnudagskvöldið. ÍR-ingar voru Skúli Unnar skárri aðilinn í fyrri Sveinsson hálfleik og fengu skrífar. eitt ágætis mark- tækifæri snemma í leiknum,þegar Tryggvi Gunnarsson skaut yfir af markteig. Tryggvi varð svo að yfirgefa völlinn á 20. mínútu eftir að hafa slasast á ökkla eftir slæma lendingu úr skallaein- vígi. Var hann fluttur i sjúkrabfl af vellinum, og er óvíst hvort meira verður úr hans knattspyrnuiðkun á þessu keppnistímabili. í síðari hálfleik voru Leifturmenn mun aðgangsharðari við mark and- stæðinganna, en þau færi sem þeir sköpuðu sér, tókst þeim að klúðra klaufalega. Morgunblaöið/Rúnar Þór Verölaunahafar í unglingameistaramótinu á Jaðri, sem fram fór um helgina: Neðri röð, talið frá vinstri: Þorleif- ur Karlsson, Karen Sævarsdóttir, Hjalti Níelsson og Herborg Arnarsdóttir. Aftari röð, talið frá vinstri: Jón Steind- ór Árnason, Sigurpáil Geir Sveinsson, Andrea Ásgrímsdóttir, Rakel Þorsteinsdóttir, Kristinn G. Bjarnason, Amar Ástþórsson, Halla Berglind Arna og Ólöf Jónsdóttir. Hjalti sigraði með tveggja högga mun eistaramót unglinga í golfi fór fram að Jaðri á Akureyri um helgina. Keppendur voru 112 talsins, en keppt var án forgjafar í flokki pilta og stúlkna, og drengja og telpna. Hörðust var keppn- in í piltaflokki, en þar sigraði Hjalti Frá Níelsson GL, með einungis tveggja Reyni högga mun. Ejnkssyni Keppnin fór fram föstudag, laug- s oreyn ardag og sunnudag, en á sunnudag varu leiknar 2x18 holur, en hina dagana einungis 18 holur hvorn dag. Hjalti Níelsson bar sigur úr býtum í piltaflokki eftir að hafa verið 9 höggum á eftir Kristni G. Bjarnasyni eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Kristinn var hins vegar heillum horfinn á sunnudeginum; hleypti Hjalta tveimur höggum upp fýrir sig, og þurfti að lokum að heyja bráðabana við Arnar Ástþórsson um annað sætið. Arnar sigraði svo í bráðabananum, en úrslit fengust ekki fyrr en á fjórðu holu. í drengjaflokki hafði Þorleifur Karlsson, GA, mikla yfirburði. Hann lék á 306 höggum en næsti maður lék á 325 höggum. Sömu sögu var að segja í stúlkna- og kvennaflokki; sigurvegararnir höfðu mikla yfirburði yfír næsta keppanda. í stúlkna- flokki sigraði Karen Sævarsdóttir, GS, lék á 332 höggum, og var 34 höggum á undan næsta kepp- anda, og í telpnaflokki sigraði Herborg Arnars- dóttir, GR, á 438 höggum, 31 höggi á undan næstu manneskju. KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Hádegishópurinn! Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson Leikmennirnir fimm sem mættir voru á fyrstu æfingu landsliðsins í gær: Bjarni Sigurðsson, Rúnar Kristinsson, Sævar Jónsson, Guðmundur Hreiðarsson og Gunnar Oddsson. Fimm á fyrstu æfingunni Íslenska landsliðið mætir Aust- urríkismönnum í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í knatt- spyrnu á morgun í Salzburg. Þessi leikur hefur mikla þýðingu fyrir lið- ið en ef íslendirigar ættu að stilla upp því liði sem mætti á fyrstu æfinguna væri víst hægt að gleyma öllum sigurvonum. Það voru nefni- lega ekki nema fimm leikmenn, sem voru mættir á æfingu landsliðsins á hádegi í gær, en hugsanlega hefði verið hægt að skrapa í lið hefðu fylgdarmenn og fararstjórar lands- liðsins dregið fram skóna! Rúnar Kristinsson, Gunnar Odds- son, Sævar Jónsson, Bjarni Sigurðs- son og Guðmundur Hreiðarsson voru þeir leikmenn sem fóru út á sunnudaginn og mættu á æfingu á hádegi í gær. Fimm leikmenn og þar af- tveir markverðir! Fjórir leikmenn Fram komu í gærkveldi. Aðrir leikmenn í lands- liðinu, sem leika með liðum í Eng- landi, Skotlandi, Noregi og Svíþjóð, komu fyrripartinn í gær og náðu flestir að vera með á annarri æf- ingu liðsins. Það var reyndar ekki til að bæta úr skák að breskir flugumferðar- stjórar eru í verkfalli um þessar mundir en leikmennirnir sem komu frá Bretlandi og Frömurum tókst að finna aðra leið og koma þannig í veg fyrir frekari tafir. Ómar eða Rúnar í byrjunariiði? Tveir leikmenn, sem voru í byij- unariiðinu gegn Austurríkismönn- um í fyrri leiknum, Atli Eðvaldsson og Ásgeir Sigurvinsson verða ekki með á morgun. Ágúst Már Jónsson mun líklega taka sæti sitt að nýju í liðinu í stað Atla og Ómar Torfa- son eða Rúnar Kristinsson koma í stað Ásgeirs. ípfémR FOLX ■ SIEGFRIED Held, landliðs- þjálfari, kom til Salzburgar að- faranótt mánudagsins frá Belgrad í Júgóslavíu þar var hann að fylgj- ast með'riæstu andstæðingum tyrk- neska liðsins Galatasaray Istanbul en Held hefur tekið við liðinu og mun stjórna því í vetur. Held kom með einkaþotu sem er í eigu for- seta Galatasaray. ■ ÍSLENSKU leikmennimir í Svíþjóð Gunnar Gíslason og Ágúst Már Jónsson sem leika með Hacken, komu um hádegisbilið í gær. Þeir léku á sunnudaginn í deildinni og sigruðu 3:1. Með þeiin kom Ólafur Þórðarson sem leikur með Brann í Noregi._ Lið hans gerði jafntefli 2:2 en Ólafur sat heima og hlustaði á útvarpið þar sem hann var í leikbanni. ■ AUSTURRÍSKIR fjölmiðlar hafa mikinn áhuga á leiknum. Flest blöðin gera ráð fyrir sigri enda vantar marga sterka leikmenn í íslenska liðið. „Andstæðingamir em spumingarmerki,“ segir dagblaðið Kuríer í fyriijsögn í gær. Þar sagði að eins og venjulega væru rnargir af bestu leikmönnum Islands meiddir og að Ásgeir Sigurvinsson væri ekki með. Austurríska liðið ætti því að sigra en „ .. .það er aldrei hægt að bóka sigur á Islend- ingum“. ■ LEIKUR íslands og Aust- urríkis á morgun fer fram á Le- hen-Ieikvanginum í Salzburg. Þetti er fyrsti landsleikurinn á vell- inum eftir miklar breytingar og hann tekur nú um 17 þúsund áhorf- endur í sæti. Uppselt er á leikinn GOLF / UNGLINGAMEISTARAMOTIÐ KNATTSPYRNA / 2. DEILD og á föstudaginn seldust 8 þúsund miðar á nokkram tímum. ■ PLATITO Domingo, ópera- söngvarinn heimsfrægi, er staddur í Salzburg og mun syngja í ópe- runni næstu daga á miklum, ár- legum tónlistardögum. í viðtali við austurríska sjónvarpið í gær var hann fenginn til að spá í leik- inn. Domingo sagðist gjarnan vilja sjá leikinn en gæti það líklega ekki. ■ ÍBÚAR í Salzburg era nokk- uð bjartsýnir fyrir leikinn enda hef- ur þeim gengið mjög vel á þessum velli, leikið þijá leiki og sigrað í þeim öllum. Fyrsti leikurinn var gegn Möltu í undankeppni heims- meistarakeppninnar í Argentínu 1978. Austurríkismenn sigraðu 9:0 og Hans Krankl gerði 7 mörk sem er met. Austurríkismenn komust svo áfram í lokakeppnina því markatala þeirra var einu marki betri en Austur-Þjóðveija. Næst léku þeir vináttulandsleik gegn Svíum árið 1986. Heimamenn sigr- uðu 1:0, og ári síðar sigraðu þeir Tékka, 2:0, í undankeppni Ólympíuleikanna. Það er því ekki að ástæðulausu að heimamenn era bjartsýnir. É LANDSLIÐ Austurríkis hef- ur leikið tvo æfíngaleiki gegn liðum úr neðri deildum. Á föstudaginn lék liðið gegn þriðju deildar liðinu Anif og sigraði 6:0.Á sunnudaginn sigr- aði lið þeirra svo Kuchl, sem leikur í fjórðu deild, 17:0. Gerhard Rodax gerði 7 mörk. Rodax þessi er reynd- ar markahæstur í austurrísku deild- inni, hefur gert 13 mörk í sjö leikj- um. ■ EITT íslenskt lið hefur leikið á vellinum í Salzburg. Það var árið 1985 er ÍBK tapaði fyrir Austria Salzburg 3:2 í vináttuleik. Logi B. Eiðsson skrifar frá Austurríki I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.