Morgunblaðið - 22.08.1989, Side 2

Morgunblaðið - 22.08.1989, Side 2
18 MORGUNBLAÐÍÐ, IÞROI I tR ÞRlÐJUBAGUR 22. ÁGÚST 1989 FRJALSAR IÞROTTIR / STIGAMOTIÐ I KOLN „Arangurínn vonum framar" - sagði Sigurður, sem tryggði sér þriðja sætið fyrir úrslitakeppnina SIGURÐUR Einarsson varð í öðru sæti á stigamótinu í Köln á sunnudaginn, og er það þriðja stigamótið í röð þar sem hann lendir í því sæti. Verður það að teljast frábær árangur. Sigurður kastaði 82,30 m ífyrstu tilraun og næstu tvö köst hans voru bæði yfir 80 metra. Það var ekki fyrr en í sjöttu og síðustu tilraun sem Bretanum Steve Backley, sem verið hefur nær ósigrandi á stigamótum í sumar, tókst að kasta lengra en Sigurður, og tryggja sér þar með sigur í mót- inu. Einar Vilhjáimsson varð í þriðja sæti; kastaði 81,80 m og ífjórða sæti varð Japaninn Kazu- hiro Mizoguchi; 8 cm. á eftir Ein- ari. Eg er mjög ánægður með árangur minn, hann hefur verið vonum framar, en það eru tvö sterk mót eftir, og þar á meðal úrslitamótið í Mónakó, og það dæmi þarf að klára,“ sagði Sigurður Einarsson eftir að kastkeppninni var lokið á sunnudag- inn. Sigurður sagðist einungis hafa tek- ið þrjú fyrstu köstin, því þá hefði hann aðeins verið farinn að fmna fyrir álagsmeiðslum, og því ekki vilj- að taka neina áhættu. „Þetta hefur verið mjög stíft að undanförnu; eða 6 mót á einungis 13 dögum, og það er tími til kominn að skrokkurinn fái hvíld,“ sagði hann. Hann kvaðst samt ætla að nota fríið til æfinga hér heima, en taka það fremur rólega, því hann ætlaði að reyna að ná úr sér taki í baki, sem hefði verið að hrjá hann að undanf- ömu. Með frammistöðu sinni í stigamót- unum er Sigurður í þriðja sæti; en auk þess að lenda þrisvar sinnum í öðru sæti, hefur hann lent tvisvar sinnum í þriðja sæti. Árangur Sigurðar á stigamótunum í ár er annars sem hér segir: 3. sætið í Rðm................78,30 m 3. sætið (Búdapest............81,88 m 2. sætið í Zurich.............80,64 m 2. sætið í Berlín...................82,68 m 2. sætið í Köln.....................82,30 m Það er Bretinn Steve Backley sem er í fyrsta sæti fyrir úrslitakeppnina í Mónakó; er með 45 stig, en á hæla honum kemur Japaninn Mizoguchi með 40 stig. Sigurður er svo í þriðja sæti með 33 stig og Einar í 4-5 sæti með 30 stig. Það er þvi töluvert bil sem aðgreinir þá frá tveimur efstu mönnum, en á það er samt að líta, að úrslitakeppnin gefur tvöfaldan stigafjölda á við stigamótin fram að þessu. Þar hreppir sigurvegarinn 18 stig, annað sætið gefur 16 stig og þriðja sætið 14, og síðan fækkar stig- unum í samræmi við þetta. Lítum ^S/EÍnar^Fáiui- því að lokum á stigafjölda þeirra átta, Sigurður sem rétt hafa til þátttöku í mótinu í Einarsson Mónakó, semframfer 1. september. varg ; öðru 1. Steve Baekley, Bretlandi..............45 sæti á þriðja 2. Kazohiro Mizuguchi, Japan.............40 stigamótinu í 3. Sigurður Einarsson, Islandi...........33 röð um helg- 4. Seppo Ráty, FinnlandL.................30 jna 0~ verAur 5. Einar Vilhjálnisson, Islandi..........30 , A , , , 6. Mike Hill, Bretlandi..................24 Þa.ðu að ^ljast 7. Jan Zelezny, Tékkóslóvakíu............19 trabaer arang- 8. Gerald Weiss, A-Þýskalandi............18 ur. KNATTSPYRNA / 1. DEILD Morgunblaðið/Rúnar Þór Júlíus Tryggvason og Luca Kostic höfðu ástæðu til'að fagna eftir leik Þórs og Fram. Þeir skoruðu báðir glæsileg mörk af löngu færi. Tvö glæsimörk Þórs - eríslandsmeistaramirvoru lagðir að velli ÞÓRSARAR unnu mjög mikil- vægan sigur; 2:0, á sunnudag- inn. Með sigri sínum bættu þeir verulega stöðu sína íbotn- baráttunni, en Framarar sáu aftur á móti af þremur dýrmæt- um stigum í baráttunni um ís- landsmeistaratitilinn. Þetta var það sem við nauðsyn- lega þurftum; menn lögðu sig alla fram í þennan leik, og það var alveg frábært að sigra í honum,“ sagði Nói Björnsson, Frá Reyni fyrirliði Þórs, eftir Eiríkssyni leikinn. áAkureyri. Þórsarar léku undan strekkins- FRJÁLSAR IÞROTTIR Aouida setti heimsmet í fimmta sinn í Köln SAID Aouida setti heimsmet í fimmta sinn á ferli sínum á sunnudaginn í Köln, er hann hljóp 3000 metrana á 7:29.45 mínútum og varð þar með fyrstu allra til að hlaupa þá vegalengd á skemmri tíma en sjö og hálfri mínútu. Aouida, sem orðinn er 29 ára gamall, bætti 11 ára gamalt heims- met í greininni um rúmlega tvær og hálfa sekúndu, og þar með hafa án efa þær raddir þagnað, sem héldu þvífram að hann væri búinn að segja sitt síðasta orð á hlaupa- brautinni. Það er óhætt að segja að Aouida hafi náð sér á strik eftir Ólympíuleikana í Seoul í fyrra. Þá hreppti hann einungis bronsverðlaun í 800 metra hlaupi, og varð að sjá vonir sínar um sig- ur í 1500 metra hlaupi verða að engu vegna meiðsla. Nú bætti hann hins vegar fimmta gildandi heimsmetinu við í safnið, en hann á heimsmet í 1500 m, 2000 m, 3000 m, 5000 m, og tveimur ensk- um mílum. Það verður því óhikað að telja hann- hlaupakonunginn í millivegalengdum, þó svo að nú séu að koma fram á sjónarsviðið menn, sem famir eru að veita honum harða keppni á hlaupa- brautinni. Þór—Fram 2 : O íslandsmótið 1. deild, Akureyrarvöllur, sunnudaginn 20. ágúst 1989. Mörk Þors: Luka Kostic 23. og Júlíus Tryggvason 34. Gul spjöld: Bojan Tanevsky, Þór. Þorsteinn Þorsteinsson, Jón Sveinsson, Ómar Torfason, Fram. Dómari: Friðgeir Hallgrímsson dæmdi ágætlega. Áhorfendur: 685 Lið Þórs: Baldvin Guðmundsson, Luka Kostic, Birgir Karlsson, Nói Bjömsson, Þorsteinn Jónsson, Ólafur Þorbergs- son, Kristján Kristjánsson (Sævar Ámason 78.), Bojan Tanevski, Júlíus Tryggvason, Árni Þór Árnason, Valdi- mar Pálsson. Lið Fram: Birkir Kristinsson, Þor- steinn Þorsteinsson, Kristján Jónsson, Helgi Bjamason (Ríkharður Daðason 51.), Viðar Þorkelsson, Kristinn R. Jónsson, Pétur Arnþórsson (Arnljótur Daviðsson 72.), Guðmundur Steinsson, Ragnar Margeirsson, Jóns Sveinsson, Ómar Torfarson. vindi í fyrri hálfleik, og tókst að færa sér það nokkuð í nyt. I heild- ina var hálfleikurinn nokkuð jafn, og reyndu Framarar að leika sín á milli gegn vindinum og tókst það bærilega. Fyrsta hættulega færið féll Fram í skaut, þegar Guðmund- ur Steinsson komst i gegnum Þórs- vörnina á 8. mínútu eftir laglegt samspil. Skot hans fór hins vegar rétt framjá. Fyrra mark Þórs kom svo á 23. mínútu, og var þar Luka Kostie að verki, og er það fyrsta mark hans í deildarkeppninni á íslandi. Luka tók aukaspyrnu rétt fyrir utan víta- teig, og þrumuskot hans fór fram- hjá varnarvegg Fram og efst i markhornið, gjörsamlega óveijandi fyrir Birki í Frammarkinu, og sann- kallað glæsimark. Á 34. mínútu var Birkir hins vegar vel á verði þegar hann varði vel skot frá Júlíusi Tryggvasyni. Tveimur mínútum síðar átti Birkir hins vegar ekkert svar við þrumu- skoti Júlíusar, sem jók forskot Þórs í leiknum í tvö mörk. Dæmd var aukaspyrna á Fram rétt við miðju- hringinn og virtist ekki mikil hætta vera á ferðum. Júlíus Tryggvason gerði sér hins vegar lítið fyrir og þrumaði í bláhornið. Birkir hreyfði hvorki legg né lið, enda vart búist við að Júlíus reyndi markskot úr þessu færi. Fagnaðarlátun hafði vart linnt á vellinum eftir markið, þegar Bojan Tanevski komst einn í gegnum vöm Fram, en Birkir náði að hirða knöttinn af tám hans með fallegu úthlaupi. í síðari hálfleik sóttu Framarar mun meira en tókst ekki að skora þrátt fyrir þokkaleg færi. Bestu færi þeirra áttu Ríkharður Daðason og Viðar Þorkelsson, sem þrumaði í þverslá af stuttu færi. Á lokamínútunum fengu Þorarar tvö góð færi, en mistókst í bæði skiptin að auka forskot sitt. „Þórsarar börðust eins og ljón og uppskáru eftir því,“ sagði Guð- mundur Steinsson, Framari eftir leikinn, og bætti við að Framliðið hefði aldrei komist í gang, og að mörk Þórs hefðu verið með þeim hætti að ekkert hefði verið hægt að gera við þeim. m Árni Þór Árnason, Júlíus Tryggvason, Luka Kostic Þór.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.