Morgunblaðið - 29.08.1989, Side 2

Morgunblaðið - 29.08.1989, Side 2
k írfÖRGUtiBLAÐlÐ ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1989 KNATTSPYRNA/ 1. DEILD KVENNA —- Hvarvar bikarinn? Það vakti athygli og jafnframt óánægju að loknum leik Vals og KA að enginn stjómarmanna KSÍ var viðstaddur til þess að krýna íslandsmeistarana. Þar sem Valsstúlkur leika síðasta leikinn í deildinni við Þór á Akureyri þótti við hæfi að af- henda þeim bikarinn á heima- velli þegar sýnt var að þær höfðu tryggt sér titilinn. Haft var samband við stjóm KSI fyr- ir leikinn og ákveðið að einhver myndi mæta frá þeim með Is- landsmeistarábikarinn og krýna liðið. Annað kom þó á daginn og hiýtur þetta að teljast nokk- uð léleg afgreiðsla af hálfu KSÍ. Taplausir titilhafar Valsstúlkur fslandsmeistarar þegar ein umferð er eftir. Hafa ekki tapað leik í deildinni í sumar VALSSTÚLKURtryggðu sér fs- landsmeistaratitilinn með sannkölluðum glæsibrag er þær unnu KA á Valsvelli á laug- ardag. Leikurinn var eign Vals- liðsins frá upphafi til enda og þrátt fyrir stórsigur, 4:0, hefði mörk Vals hæglega getað orðið mun fleiri. Nýkrýndir bikar- meistarar ÍA burstuðu Þórs- stúlkur 6:0 og eiga því góða möguleika á að ná öðru sætinu í deildinni. Þórsliðið lék annan leik f ferðinni suður og gerði 1:1 jafntefli við Breiðablik. Valsliðið hóf leikinn af miklum krafti og hver stórsóknin á •fætur annarri dundi á KA-liðinu sem varðist vel framan af. Um ^■■■■1 miðjan fyrri hálf- Katrín leikinn kom fyrsta Fríðríksen markið eftir eina af skrifar mörgum hornspym- um Vals. Kristín Arnþórsdóttir átti háa fyrirgjöf inn í markteig KA. Þar stóð Guðrún Sæmundsdóttir ein og óvölduð og afgreiddi knöttinn snyrtilega í markið með góðum skalla. Leikurinn róaðist aðeins eftir markið, en fór þó sem fyrr svo til einungis fram á vallarhelmingi KA-stúlkna. Síðari hálfleikur var þó hálfnaður þegar Valsstúlkurnar fundu aftur leiðina í mark norðan- stúlkna. Kristín fylgdi þá vel á eft- ir skoti Bryndísar Valsdóttur og skoraði örugglega af stuttu færi. Nokkrum mínútum síðar skoraði Guðrún sitt annað mark eftir óbeina aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig KA. Bryndís Valsdóttir gulltryggði síðan sigurinn rétt fyrir leikslok með fallegum skalla. Markheppinn varnarmaður Guðrún Sæmundsdótlir markahæst ÞAÐ er frekar sjaldgæft að aftasti leikmaður í vörn sé jafnframt markahæsti leikmaður liðs síns. Guðrún Sæmundsdóttir, kjölfestan í vörn Valsliðsins, hefur verið iðin við að skora mörk í sumar, og nú er svo komið að hún _er markahæsta stúlkan í 1. deildinni. Ein um- ferð er þó eftir og á Ásta Benediktsdóttir Skagastúlka mesta mögu- leika á að ná Guðrúnu að mörkum. Ásta hefur skorað 8 mörk, tveim- ur færra en Guðrún, en Helena Ólafsdóttir, KR, sem hefur skorað 9 mörk á ekki möguleika þar sem KR hefur lokið leikjum sínum í deildinni. Morgunblaðiö/Ari Bryndís Valsdóttir stekkur hér manna hæst og skallar boltann örugg- lega í mark KA eftir eina af horn- spymun Valsstúlkna sem ijölmenna inni í vítateig andstæðinganna. Mynd- in til hliðar sýnir íslandsmeistara Vals eftir að liðið tryggði sér íslandsmeist- aratitilinn annað árið í röð með því að sigra KA 4:0 á Hlíðarenda. ínémR FOLK KNATTSPYRNA / 1. DEILD ■ PAUL Davis, sem leikur með Sigurði Jónssyni hjá Arsenal, mun missa af fyrstu leikjum vetrar- ins vegna meiðsla. Hann lék lítið með í fyrra, enda Frá Bob kinnbeinsbrotnaði Ftennessy hann í sögulegum lEnglandi viðskiptum við Glenn Cockerill, leikmann Southampton. ■ TOTTENHAM, lið Guðna Bergssonar, hefur einnig misst marga leikmenn vegna meiðsla. Vinnie Samways meiddst illa í leik gegn Brann í Noregi og Gary Stevens missir einnig af fyrstu leikjum vetrarins og Paul Walsh. Þá er Marokkóbúinn Nayime meiddur. Einnig er líklegt að Mitc- hell Thomas fari frá liðinu. Portsmouth hefur boðið 400.000 pund í Thomas sem leikur sömu stöðu og Guðni. H FORRÁÐAMENN Liverpooí hafa ákveðið að fækka áhorfenda- stæðum á vellinum um 5.000. Nú munu aðeins 16.000 áhorfendur standa á Anfield Road í stað. 21.000 og völlurinn tekur aðeins 39.000 áhorfendur. Everton hefur gert svipaðar ráðstafanir og fækkað um 8.000 úr 50.000 í 42.000. Þetta er gert í kjöifar Hillsborough harm- leiksins þar sem margir stuðnings- menn Liverpool létust. Reiknað er með að þessar breytingar kosti liðin um 40.milljónir á keppnistímabilinu._ Keflvíkingar troða marvaðann Botnlaus botnbarátta framundan eftirtap gegn ÍA Staða Keflvíkinga er orðin frem- ur ískyggileg eftir tap gegn IA á Akranesi á laugardag. Um Skagamenn er það hins vegar að segja, að með þess- FráSigþórí um sigri eruþeirenn Eiríkssyni með í baráttunni um á Akranesi. í slandsmeistaratitil- inn; einungis þrem stigum á eftir toppliðunum. Skaga- menn voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og framan af þeim síðari, en þrátt fyrir mörg ágæt marktækifæri, tókst þeim bara að skora einu sinni. Undir lok leiksins gerðu Keflvíkingar svo harða hríð að marki Skagamanna en tókst ekki að klóra í bakkann. Fyrstu mínútumar var jafnræði með liðunum, en smám saman náðu heimamenn undirtökunum, og á 20. mínútu varð Ingvar Guðmundsson í vörn ÍBK að taka á honum stóra sínum, þegar hann varð að nikka boitanum frá með höfðinu, rétt í þann mund 'sem Karl Þórðarson bjó sig undir að skalla í mark. Fimm mínútum síðar komst Bjarki Pétursson inn fyrir vörn ÍBK eftir stungusendingu. Þorsteinn kom út á móti, en Bjarki Iék á Aðalsteinn Víglundsson skoraði sigurmark ÍA. hann, renndi til baka á Harald Ing- ólfsson, en skot hans var misheppn- að og fór framhjá. Bjarki var svo enn á ferðinni á 28. mínútu er hann einn inn fyrir , en Þorsteinn bjarg- aði glæsilega með úthlaupi. Á 39. mínútu átti Þorsteinn Bjarnason misheppnað útspark; sparkaði beint til Aðalsteins, sem var einn og óvaldaður fyrir utan vítateig, en viðstöðulaust skot hans að marki fór yfir. Þrátt fyrir þessa orrahríð að marki ÍBK voru það Keflvíkingar sem fengu besta færi háifleiksins. Þá átti Kjartan Einarsson þrumu- skot á 45. mínútu að marki Skaga- manna, en Ólafur Gottskálksson varði vægast sagt meistaralega. Sigurmarkið Mark Skagamanna kom strax á þriðju mínútu síðari .hálfleiks. Bjarki Pétursson átti þá góða fyrir- gjöf að marki, og þar kom Aðal- steinn og skallaði laglega yfir Þor- stein í markinu. í kjölfarið áttu Skagamenn mörg góð færi til að bæta við mörkum; Haraldur tvisvar, og Páll Guð- mundsson átti hörkuskot í þverslá. Sáu Keflvíkingar að ekki mátti láta þetta ganga yfir sig og tóku til við að sækja. Fengu þeir fljótlega tvö ágæt færi; þar á meðal skallaði Ivar Guðmundsson í þverslá af stuttu færi. IA—IBK 1 : O íslandsmótið 1. deild, Akranesvöllur, laugardaginn 26. ágúst 1989. Mark ÍA: Aðalsteinn Víglundsson (48.). Gul Spjöld: Kjartan Einarsson, ÍBK. Dómari: Sveinn Sveinsson átti ekki góðan dag, en það bitnaði ekki á öðru liðinu fremur en hinu. Lið ÍA: Ólafur Gottskálksson, Heimir Guðmundsson, Páll Guðmundsson, Sigurður B. Jonsson, Júlíus P. Ingólfsson, Karl Þórðarson, Sigursteinn Gíslason, Bjarki Pétursson, Guðbjörn Tryggvason, Haraldur Ingólfsson, Aðalsteinn Víglundsson (Arnar Gunnlaugs- son 85.). Lið ÍBK: Þorsteinn Bjarnson, Freyr Sverrisson, Valþór Sigþórsson, Ingvar Guðmunds- son, Gestur Gylfason, Kristján Geirson (ívar Guðmundsson 66.), Arni Vilhjálmsson (Jón Sveinsson 79.), Óli Þór Magnússon, Kjartan Einarsson, Siguijón Sveinsson, Jóhann B. Magnússon.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.