Morgunblaðið - 29.08.1989, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐŒ). IÞROH ÍIR ÞKlfJJUDAGUR 29. ÁGÚST
B 3
KNATTSPYRNA / 1. DEILD
Morgunblaöið/RAX
Vadið yfir Valsara!
Baldur Bjarnason, Fylki, átti stórleik í gærkvöldi og lék Valsvörnina
grátt hvað eftir annað. Hér smeygir hann sér framhjá nafna sínum
Bragasyni, Val, sem gerir örvæntingarfulla tilraun til að stöðva hann.
A minni myndinni fagna Fylkismenn marki Finns Kolbeinssonar.
Ungu strákarnir í Fylki tóku
stjömur Vals í kennslustund
Mm
FOLX
■ TVEIR leikmenn Fylkis léku
fyrstu leiki sína í 1. deild í gær.
Það voru þeir Þórhallur Jóhanns-.
son og Kristinn Tómasson. Þeir
og Finnur Kolbeinsson eru á
yngsta ári í 2. flokki. Allir þrír stóðu
sig mjög vel í ieiknum.
I LOFTUR Ólafsson, Fylki,
íurfti að fara af leikvelli í hálfleik
í gær vegna meiðsla í baki. Meiðsl-
in eru þó ekki alvarlegs eðlis.
H HALLDÓR Áskelsson, Val,
fór af leikvelli um miðjan fyrri hálf-
leik í gær. Hann hafði áður fengið
slæmt högg á bijóstkassann á æf-
ingu og þegar í leikinn var komið
fann hann fljótt, að hann væri ekki
orðinn nógu góður af meiðslunum
til að geta beitt sér sem skyldi.
H VALSMENN hafa. ekki fengið
á sig jafnmörg mörk í leik í sumar
og í gær gegn Fylki.
■ ERLINGUR Jóhannsson
náði besta árangri sínum í 800
metra hlaupi í ár á móti í Osló um
helgina. Hann hljóp á 1:52.16 mín.
Hann á sjálfur íslandsmetið,
1:48.80 mín., og var það sett 1987.
Steinn Jóhannsson á besta tíma
íslendings í ár, 1:51.8 mín.
■ SÍMON Gunnarsson, kylfing-
ur úr GA, átti ekki beint drauma-
högg á 6. braut Ekkjufellsvallar
á Egilsstöðum um helgina. Sló
hann bæði hátt og langt; svo langt
að kúlan íenti ofan í kerrupoka
keppanda á 5. braut. Varð sá frek-
ar hissa, og segir ekki frekar af
kylfingum fyrir austan.
H SOVÉSKI kúluvarparinn
Alexander Bagach hefur verið
dæmdur í tveggja ára keppnisbann
vegna lyfjanotkunar. Hann féll á
lyijaprófi á Evrópumótinu í fijálsum
íþróttum í Englandi fyrir skömmu
og það kostaði Sovétmenn sæti
sitt á heimsmeistaramótinu.
H ÓVÍST er hvort Glenn
Hoddle leiki með liði sínu Mónakó
í næsta mánuði þegar Evrópubik-
arkeppnin hefst. Hoddle hefur átt
við hnémeiðsli að stríða og í gær
var hann skorinn upp. Hann hefur
ekkert getað leikið með liðinu síðan
í vetur sem leið.
H EVERTON hefur verið að
sanka að sér nýjum leikmönnum í
sumar, og er nú svo komið að liðið
veit ekkert hvað á að gera við þá
alla. Þó var brugðið á það ráð að
lána Paul Bracewell til Sunder-
land um stundarsakir.
NÚ virðist vera komið í tízku,
að leikir fari 3;1 og að ö!l mörk-
in séu gerð í fyrri hálfleik. Þetta
átti sér stað í bikarúrslitaleik
Fram og KR ífyrradag og síðan
aftur á Arbæjarvelli í gærkvöldi
þegar Fylkismenn tóku Vals-
menn íbakaríið. Marteinn
Geirsson, þjálfari Fylkis, ákvað
að gera róttækar breytingar á
liði sínu og lét þrjá pilta á
yngsta ári í 2. flokki byrja inn
á. Þetta herbragð heppnaðist
fullkomlega og með mikilli bar-
áttu og leikgleði varð uppsker-
an sanngjarn sigur. Með tapinu
eru Valsmenn hins vegar end-
anlega úr leik í baráttunni um
íslandsmeistaratitilinn.
Fylkismenn vissu í upphafi leiks-
ins, að þeir væru að beijast
fyrir lífi sínu í 1. deild og báru
enga virðingu fyrir mótheijunum.
^■■■■1 Þeir höfðu trú á
Guðmundur sjálfum sér og var
Jóhannsson allt annað að sjá til
skrifar þeirra en í síðustu
leikjum. Þrátt fyrir
baráttugleði Fylkismanna strax í
upphafi, voru það Valsmenn, sem
skoruðu fyrsta markið. Dæmd var
vítaspyrna vegna brots á nýliðanum
Þórði Birgi Bogasyni inni í vítateig.
Sævar Jónsson skoraði úr henni af
öryggi.
Fylkir—Valur
3 : 1
Árbæjarvöllur, íslandsmótið 1. deild,
mánudaginn 28. ágúst 1989.
Mörk Fylkis: Baldur Bjamason (24.),
Öm Valdimarsson (27., víti), Finnur
Kolbeinsson (40.).
Mark Vals: Sævar Jónsson (11., víti).
Gult spjald: Pétur Óskarsson, Baldur
Bjamason, Fylki. Einar Páll Tómasson,
Sævar Jónsson, Val.
Dómari: Guðmundur Stefán Marías-
son.
Áhorfendur: 600.
Lið Fylkis: Guðmundur Baldursson,
Pétur Óskarsson, Gísli Hjálfntýsson,
Loftur Ólafsson (Gústaf Vífilsson vm.
á 46. mín.), Þórhallur Jóhannsson,
Anton Jakobsson, Hilmar Sighvatsson,
Finnur Kolbeinsson, Baldur Bjamason,
Öm Valdimarsson, Kristinn Tómasson
(Guðmundur Magnússon vm. á 84.
mín.).
° Lið Vals: Bjarni Sigurðsson, Þorgrím-
ur Þráinsson, Sigurjón Kristjánsson,
Magni Blöndal Pétursson, Einar Páll
Tómasson, Sævar Jónsson, Halldór
Áskelsson (Steinar Adólfsson vm. á 23.
mín.), Gunnlaugur Einarsson (Láms
Guðmundsson vm. á 46. mín.), Þórður
Birgir Bogason, Ingvar Guðmundsson,
Baldur Bragason.
En gleði Valsmanna var skamm-
vinn. A aðeins sextán mínútna kafla
breyttu Fylkismenn stöðunni í 3:1.
Fyrst var Baldur Bjarnason á ferð-
inni. Hann fékk boltann inni í víta-
teig, sneri á varnarmenn Vals og
sendi boltann í markið yfir Bjarna
Sigurðsson með þrumuskoti rétt
undir slá. Glæsilegt mark.
Annað marki Fylkis kom úr víta-
spyrnu, sem dæmd var á Þorgrím
Þráinsson fyrir brot á Kristni Tóm-
assyni. Ur henni skoraði Orn Valdi-
marsson, 2:1. Þriðja mark Fylkis-
manna kom síðan eftir skemmtilegt
spil í gegnum Valsvömina. Finnur
Kolbeinsson batt endahnútinn á
sóknina með góðu skoti neðst í blá-
hornið, 3:1.
Markalaus seinni hátfieikur
Síðari hálfleikur var markalaus
en bæði lið fengu sín færi til að
skora. Valsmenn reyndu að pressa
síðustu mínúturnar en Fylkismenn
vörðust vel og sigur þeirra var ekki
í hættu. Það sem gerði gæfumuninn
í þessum leik var að Fylkismenn
nýttu dauðafæri sín betur en and-
stæðingarnir, þveröfugt við það
sem venjan hefur verið í sumar.
Fylkisliðið á hrós skilið fyrir bar-
áttuna í leiknum. Ungu leikmenn-
irnir hleyptu nýju blóði í liðið og
gáfu sig alla í leikinn. Enginn Iék
þó eins vel og Baldur Bjarnason,
sem nú var í fremstu víglínu og lék
Valsvörnina upp úr skónum hvað
eftir annað.
Valsliðið á hins vegar afar erfitt
uppdráttar þessar vikurnar. Liðið
hefur aðeins hlotið fimm stig í
síðustu átta leikjum í 1. deildinni!
„Tók áhættu“
Marteinn Geirsson, þjálfari Fylk-
is, var að vonum ánægður með sig-
urinn. „Ég ákyað að gera breyting-
ar á liðinu og leyfa 2. flokksstrák-
unum að spila. Þar með tók ég vissa
áhættu en það kom í ljós að strák-
arnir höfðu enga minnimáttar-
kennd. Við eigum erfiða leiki fram-
undan, sá næsti er gegn KA-
mönnum fyrir norðan. Það verður
erfitt, því að þeir eru í toppbarát-
tunni. Þessi sigur mun hins vegar
efla okkur og við mætum með blóð-
bragð I munninum í næstu leiki.
Ætli við þurfum ekki svona sex
stig í viðbót til að halda okkur
uppi,“ sagði Marteinn.
H BELGÍSKA liðið Club
Brugge hefur fengið til sín ung-
verskan landsliðsmann, Laszlo
Disztl að nafni. Disztl er varnar-
maður og hefur skrifað undir
tveggja ára samning við liðið.
I kvöld
VÍKINGUR og KA leika í 1.
deild karla á Víkingsvelli í
kvöld.
HEinheiji og Stjarnan leika
í 2. deild á Vopnafirði.
Hí 1. deild kvenna verða þrír
leikir. ÍA og Stjarnan leika á
Akranesi, KA og UBK á KA-
velli og Þór og Valur á Þórs-
velli.
Allirleikirnirheíjastkl. 19.00.
Baldur Bjarnason, Fylki.
Finnur Kolbeinsson, Hilmar Sighvatsson, Fyiki.
Bjarki Pétursson,_Ólafur Gottskálksson, Páll Guðmundsson, Sigur-
steinn Gíslason, ÍA. Þorsteinn Bjarnason, Valþór Sigþórsson, Oli
Þór Magnússon, ÍBK.