Morgunblaðið - 29.08.1989, Síða 8

Morgunblaðið - 29.08.1989, Síða 8
T> ' ÍÞROntR KNATTSPYRNA / ENGLAND iðamir á toppnum Jafntefli hjá stórliðunum Kerry Dixon og félagar hans í Chelsea hafa gert það gott sem af er. EKKI ætlar að blása byrlega fyrir Sheffield Wednesday á keppnistímabilinu. Liðið hefur tapað öllum sínum leikjum til þessa og ekki skorað eitt ein- asta mark. Um helgina voru það nýliðar Chelsea sem tóku gamla félaga Sigurðar Jóns- sonar í kennslustund og sigr- uðu með fjórum mörkum gegn engu, og trónir Lundúnafélagið nú í efsta sæti deildarinnar með 7 stig ásamt Millwall. Jtr Ifyrri hálfleik var jarðarförinni lokið; Chelsea hafði skorað þijú mörk, og í síðari hálfleik bætti Kevin McAlister fjórða markinu við. Millwall sigraði Nottingham For- >st 1:0, og skoraði Carter markið 9 mínútum fyrir leikslok. Millwall KNATTSPYRNA / V-ÞYSKALAND Heimavöllur Mannheim sló meistarana út Stuttgart fékk skell gegn Bochum FráJoni Halldóri Garðarssyni ÍKöln. eistaramir frá Munchen töpuðu óvænt en verðskul- dað fyrir Waldhof Mannhéim á laugardaginn. Var þetta fyrsti leikur Mannheim á heimavelli sínum í nokkur ár, en ástand vallarins hefur verið með þeim hætti að liðið hefur orðið að leika annarsstaðar. Nú var sem sagt búið að laga völlinn, og á áhorfendapöllunum var hvert ein- asta sæti skipað, og virtist það setja Bayern Múnchen út af lag- inu því þeir töpuðu sínum fyrsta leik í deildinni 1:0. Bæjarar em nú í öðru sæti deildarinnar, koma rétt á hæla Eintracht Frankfurt, sem á ævin- týranlegan hátt bjargaði sér frá tapi gegn Bayer Uerdingen. Þeg- ar einungis þijár mínútur vom til leiksloka var staðan 0:1 fyrir Uerdingen, og Franz Becken- bauer, landsliðseinvaldur staðinn á fætur og á fömm. Var hann þá gripinn af sjónvarpsfrétta- manni á vellinum sem spurði hann um leikinn, og sagði Beckenbauer að sárt væri að sjá Frankfurt ná ekki stigi í leiknum, þeir hefðu verið betri aðilinn. í þeim orðum töluðum jafnaði Weber leikinn, og í þann mund sem Beckenbauer steig upp í bifreið sína skoraði Lothar Sippel sigurmark Frank- furt. Lélegt hjá Stuttgart Ásgeir Sigurvinsson lék ekki Beckenbauer sá ekki mörk Frankfurt. með Stuttgart um helgina vegna meiðsla í nára. Það var því fátt um fína drætti hjá Stuttgart þeg- ar leikstjórnandinn var fjarri, og tveggja marka tap gegn Bochum þótti vel sloppið. Þýsku blöðin gerðu mikið úr því að Asgeir hefði vantað í liðið, og gáfu Argentínu- manninum Basvaldo á miðjunni lægstu einkunn. Er langt síðan Stuttgart hefur Ieikið svona illa, og var vörnin ótrúlega slök. Ein- ungis frammistaða sóknarmanna Bochum kom í veg fyrir að tapið yrði stærra. I Urslit / B6 Staðan / B6 var mun betri aðilinn á vellinum, og sigur liðsins því sanngjarn. Nott- ingham Forest hefur hins vegar ekki unnið leik það sem af er keppn- istímabilinu, en gert tvö jafntefli. Guðni ekki með Stórliðin Arsenal og Liverpool riðu ekki feitum hesti frá viðureign- um helgarinnar. Arsenal gerði markalaust jafntefli á heimavelli gegn Wimbledon, og sama varð upp á teningnum í viðureign Luton og Liverpool. Þágerði Tottenhamjafn- tefli gegn Manchester City í Manc- hester, og var það Paul Gasgoigne sem jafnaði fyrir Tottenham í fyrri hálfleik. Guðni Bergsson lék ekki með Tottenham á laugardaginn, fremur en gegn Everton fyrir viku, og hef- ur Tottenham ekki gengið of vel án hans að ná í stig. Everton rúllaði hins vegar Sout- hampton upp með mörkum Nor- mans Whiteside, Newell og McCall. Þá voru leikmenn Derby sannfær- andi gegn Manchester United, sem virðist hins vegar ekki ætla að fylgja eftir glæsilegri byrjun sinni í deildinni. Þegar á 11. mínútu var staðan orðin 1:0, og á 78. mínútu fékk Derby vítaspyrnu sem Saund- ers skoraði úr. Þá sigraði Coventry SIGLINGAR Wk |§§ M ílHlHf Norman Whiteside skoraði sitt fyrsta mark fyrir Everton gegn Sout- hampton um helgina. á útivelli þegar liðið mætti Crystal Palace, en aðrir leikir í 1. deildinni fóru jafntefli. Morgunblaðið/Þorkell Skýjaborg úr siglingafélaginu Ymi í Kópavogi varð öruggur sigurvegari á íslandsmótinu um helgina. Skýjaborg sigraðí Um helgina lauk íslandsmóti í siglingum á kjölbátum. 14 bátar tóku þátt í mótinu, en alls voru sigldar 5 umferðir. Keppt var í fyrsta áfanganum 21. til 23. júlí og var þá siglt frá Reykjavík til Ólafsvíkur. Um helgina voru sigldar 4 umferðir á þríhyrningsbraut á Kollafirði og í ytri höfninni í Reykjavík. Skýjaborg úr siglingafélaginu Ymi í Kópavogi varð öruggur sigurveg- ari á mótinu. Áhöfn hennar skipa Óttar Hrafnkelsson, Baldvin Björgvins- son, ísleifur Friðriksson, Bjarki Amórsson og Hinrik Laxdal. í öðru sæti varð Funi frá siglingaklúbbnum Siglunesi í Reykjavík en áhafnarmeðlim- ir eru Guðmundur P. Guðmundsson, Guðjón Guðjónsson, Þórður Kolbeins- son og Jóhann Tómasson. Svala frá siglingaklúbbnum Ými hafnaði í þriðja sæti. Áhöfn Svölu skipa Jóhann Reynisson, Garðar Jóhannsson, Ingi Ásmundsson, Ingibjörg Einarsdóttir, Sigurður Ragnarsson og Snorri Vignisson. Mardöll frá Vogi varð í íjórða sæti og Sigurbjörg frá siglingafé- laginu Ými lenti í fimmta sæti. töm FOLK ■ GRAIG Parry frá Ástralíu sigraði á opna vestur-þýska golf- mótinu um helgina. Parry sigraði Mark James frá Bretlandi i bráða- bana. Að þessu móti loknu er ljóst hveijir verða í liðiEvrópu í Ryder- bikarnum. Lið Evrópu er þannig skipað: Ronan Rafferty, Mark James, Jose-Maria Olazabal, Nick Faldo, Ian Woosnam, Gord- on Brand, Severaino Ballesteros, Sam Torrance, Jose-Maria Caniz- ares, Bernad Langer, Philip Walton og Christy O’Connor. Sandy Lyle gaf ekki kost á sér. ■ ALÞJÓÐA ólympíunefndin hefur ákveðið að þeir íþróttamenn sem keppa í Suður-Afríku verði settir í keppnisbann. „Aðskilnaðar- stefna Suður-Afríku samræmist ekki ólympíuhugsjóninni og þeir sem vilja keppa þar verða að sætta sig við að fá ekki að keppa á Ólympíuleikunum," sagði Kevin Gosper, sem sæti á í framkvæmda- stjórn ólympíunefndarinnar. Þetta á sérstaklega við um tennis en það er eina íþróttagreinin sem leyft hefur keppni í Suður-Afríku. ■ DIEGO Maradona hefur loks- ins ákveðið að snúa aftur til Ítalíu og leika með liði sínu Napolí. Hann er í Argentínu en hefur boðað komu sína í lok vikunnar. Hann segir það af og frá aff hann muni byija að leika strax því hann þurfi mánuð til að ná af sér aukakílóum og koma sér í form. ítalskur sjón- varpsmaður, sem ræddi við Mara- dona í Buenos Aires, sagði að kappinn væri kominn með sítt skegg og væri heldur feitlaginn. ■ MANCHESTER United er félag sem veit ekki aura sinn tal. Liðið munaði því ekki mikið um að snara fram 2,3 milljónir punda fyr- ir Gary Pallister frá Middles- brough. Þetta er metupphæð fyrir leikmann milli félaga í Englandi. Middlesbrough, sem féll í 2. deild í vor, hafði áður neitað boði Man- chester United sem þljóðaði upp á 1,8 milljónir. Alex Ferguson, fram- kvæmdastjóri United, var þó ekki á því að gefast upp og bætti hálfri milljón við. ■ TÚNIS eða Kamerún munu taka þátt í lokakeppni heimsmeist- arakeppninnar í knattspyrnu. Liðin tryggðu sér sigur í C og D riðli í undankeppninni í Afríku um helg- ina og munu leika um hvort liðið kemst áfram. Tvær Afríkuþjóðir komast áfram og munu Egypta- land og Alsír leika um hitt sætið en þjóðirnar sigruðu í A og B riðli. ■ ZOLÁ Budd, berfætta hlaupakonan, mun líklega ekki keppa framar á alþjóðlegum móti. Hún tók þátt í götuhlaupi í heima- landi sínu, Suður-Afríku, og mun því ekki fá leyfi til að keppa utan heimalands síns. Budd keppti fyrir Bretland en sneri aftur heim til Suður-Afríku eftir mikla pressu frá samtökum gegn aðskilnaðar- stefnu. „Við vorum mjög ánægð með að sjá hana hér,“ sagði Leon Botha, skipuleggjandi hlaupsins. „En það er ljóst að hún mun aldrei framar frá að keppa í öðrum lönd- um.“ ■ HOLLENDINGARNIR Marco van Basten og Ruud Gull- it, sem leika með AC Mílanó, munu báðir missa af fyrstu vikum keppn- istímabilsins á Italíu. Gullit verður frá keppni í sex vikur og Van Bast- en í þijár. Frank Rijkaard var eini Hollendingurinn í liði AC Mílanó er liðið sigraði Cesena 3:0, í fyrstu umferð ítölsku deildarinnar um helgina. AC Mílanó hefur því ekki tapað í síðustu 30 leikjum sínum. Óvenju fáir útlendingar léku með ítölsku liðunum um helgina og ítalskir knattspyrnumenn gerðu 17 af 19 mörkum dagsins, sem er óvenju hátt hlutfall. GETRAUNIR: X X 1 211 X X 1 XXX LOTTO: 3 8 11 29 37 + 15

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.