Morgunblaðið - 14.09.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.09.1989, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14/ SEPTEMBER 1989 Tveir fatlaðir fá gullverðlaun í bogfími: Lifi fyrir bogfimina - segir Elísabet Vilhjálmsson, 68 ára TVEIR fatlaðir íþróttamenn, Elísabet Vilhjálmsson 68 ára og Óskar Konráðsson 54 ára, hlutu gullverðlaun á svæðismóti í bog- fimi sem haldið var í Hamborg þann 3. september sl. Mótið var haldið á vegum Bogfimifélagsins í Hamborg og tóku sex íslending- ar þátt í því, fjórir fatlaðir og tveir ófatlaðir. ar Sigurðsson 61 árs og Leifur Karlsson 50 ára. Björg Jónsdóttir 44 ára og Ingvar Oskarsson 24 ára kepptu í flokkum ófatlaðra. „Ég fór til Þýskalands fyrir tveimur árum tii að grafa upp félag, sem vildi leyfa okkur að keppa á útivelli hjá sér, en hér heima höfum við engan útivöll. Við æfum í sal Öryrkjabandalags- ins að Hátúni 10A, en það er tvennt ólíkt að skjóta af boga inni og úti. Venjulega er keppni á úti- velli á 30 og upp í 90 metra færi, en forráðamenn félagsins voru svo elskulegir að halda keppnina að þessu sinni á 25 metra færi eins og við höfðum óskað eftir,“ sagði Elísabet. „í fyrra fór ég út með fjórar ófatlaðar skyttur, sem þátt tóku í keppninni þá. Ég var þá ekki á meðal þátttakenda heldur var ég aðeins áhorfandi. Okkur var af- skaplega vel tekið i fyrra og var okkur boðið að koma aftur að ári sem við og gerðum. Þetta er auð- vitað mikið afrek fyrir okkur gamla fólkið enda lifi ég eiginlega bara fyrir bogfimina," sagði Elísa- bet. Keppt var í tveimur kynjaskipt- um flokkum fatlaðra, byijenda- flokkum kvenna og karla og flokki lengra kominna. Auk þeirra Elísa- betar og Óskars, fóru utan Ragn- Björg hlaut silfurverðlaun í sínum flokki og stóð sig með stakri prýði, að sögn Elísabetar, en hún hafði aldrei keppt áður í bogfimi. Elísabet sagðist harðákveðin í því, á meðan heilsan gæfi sig ekki, að fara með keppendur á þetta mót árlega. Hún hætti að mestu þátttöku í keppnum 1985, en fór ári síðar á þjálfaranám- skeið fyrir bogaskyttur og þjálfar nú skyttur þrisvar í viku í sal Öryrkjabandalagsins að Hátúni 10A. Morgunblaðið/Einar Falur Gullverðlaunahafarnir Óskar Konráðsson og Elísabet Vilhjálms- son í sal Öryrkjabandalagsins í gær. Óskar.sagði að bogfimin væri mjög góð þjálfun fyrir axlimar á móti hækjunum. „Við höfum lengi barist fyrir því að fá svæði hjá borgaryfirvöldum fyrir útivöll svo við getum stundað íþróttina. Það erfiði hefur hingað til ekki borið árangur, en við höfum mikinn hug á svæði inn við Elliðaár undir þetta. I sambandi við slíkar keppnir, finnst mér stærsti sigur- inn sá að fá að vera með,“ sagði Óskar. Grafarvogsprestakall: VEÐUR I DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurslofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) Fjórir umsækjendur hið FRESTUR til að sækja um nýja Grafarvogsprestakall í Iteykjavík rann út 10. september. Umsækjendur eru fjórir og mun 18 manna kjörmannaráð, aðal- og varamenn sóknarnefndar, kjósa prest næstkomandi fostudags- kvöld. Umsækjendurnir eru sr. Flóki Kristinsson í Tröð, Gnúpveijahreppi, sr. Jón Þorsteinsson í Grundarfirði, sr. Vigfús Þór Ámason á Siglufirði og sr. Þórsteinn Ragnarsson, prestur Óháða safnaðarins í Reykjavík. Söfnuðurinn í Grafarvogi er kirkjulaus, en fyrirhugað er að hann fái aðstöðu í Foldaskóla til að byija með. Bytjað er að huga að staðar- vali fyrir nýja kirkju. Stefanía Gissurardóttir vígslubiskupsfrú látin VEÐURHORFURIDAG, 14. SEPTEMBER YFIRLIT í GÆR: Nv. Kaldi á annesjum norðaustanlands, norð- austantil á Vestfjörðum en suðvestan gola eða breytileg átt um sunnanvert landið: Dálitlar skúrir víða um land. SPÁ: Hæg breytileg átt um land allt. Skúrir á víð og dreif um mest alit land. Hiti á bilinu 4-11 stig. 1/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Norðlæg eða breytileg átt og skúrir víða um land, þó ef til vill þurrt á suðaustur landi. HORFUR Á LAUGARDAG: Norðlæg eða norðvestlæg átt. Skúrir um norðanvert landið en léttir líklga til sunnanlands. Fremur svalt báða dagana og sums staöar hætt við næturfrosti. TAKN: x Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- Heiðskirt stefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. ■JQ° Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V E' / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / Þoka Þokumóða Súld OO Mistur * * * * * * * Snjókoma * * * Skafrenningur Þrumuveður xm VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veSur Akureyri 6 rigning Reykjavík 6 skúr Bergen 15 skýjað Helsinki 16 lénskýjað Kaupmannah. 18 skýjað Narssarssuaq 2 skýjað Nuuk 0 slydda Osló 15 skýjað Stokkhólmur 19 léttskýjað Þórshöfn 10 alskýjað Algarve 26 skýjað Amsterdam 17 rigning Barcelona 26 mistur Berlín 21 léttskýjað Chicago 12 rigning Feneyjar 22 þokumóða Frankfurt 20 skýjað Glasgow 15 mistur Hamborg 19 mistur Las Palmas 26 léttskýjað London 17 rigning Los Angeles 18 þokumóða Lúxemborg 15 skýjað Madríd 25 þokumóða Maiaga 26 skýjað Mallorca 25 léttskýjað Montreal 15 alskýjað New York 21 lénskýjað Orlando 24 léttskýjað París 16 skúr Róm 23 skýjað Vín 19 léttskýjað Washington 23 mistur Winnipeg vantar Selfossi. FRÚ Stefanía Gissurardóttir vígslubiskupsfrú lést í gær, 13. september, 80 ára að aldri. Frú Stefanía var dóttir Gissurar Gunnarssonar bónda í Byggðarhorni í Sandvíkurhreppi og Ingibjargar Sigurðardóttur frá Langholti, konu hans. Hún ólst upp frá 10 ára aldri hjá séra Ólafi Sæmundssyni í Hraun- gerði í Flóa og varð ráðskona þar síðustu æviár hans. Stefanía giftist 1934 séra Sigurði Pálssyni sem var prestur í Hraun- gerði og á Selfossi til 1971 og seinna prófastur í Árnessýslu og vígslubisk- up. Hún stofnaði kvenfélag Selfoss- kirkju og starfaði í Sjálfstæðis- kvennafélagi Árnessýslu. Frú Stefanía hafði alltaf mann- margt heimili þar sem mjög gest- Frú Stefanía Gissurardóttir. kvæmt var. Þau Sigurður eiguðust 7 börn. _Sig. jóns. Garður: Björn Finnbogason fv. oddviti látinn Garði. Látinn er á 87. aldursári Björn Finnbogason, fyrrverandi oddviti og verzlunarmaður í Garðinum. Björn fæddist í Gerðum 3. apríl 1903. Foreldrar hans voru Finn- bogi Guðmundur Lánisson og Björg Bjarnadóttir. Björn Finnbogason var mikill athafnamaður. Hann rak verzlun í Garðinum frá árinu 1937 til ára- móta 1978-79 auk þess sem hann rak fiskverkun í áratugi með verzl- unarrekstrinum. Bjöm var kosinn í hreppsnefnd 1934, þá liðlega þrítugur, og ijórum árum síðar varð hann oddviti Gerða- hrepps, en þeirri stöðu gegndi hann til 1974 eða í 36 ár. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Gerðahrepp. Hann sat m.a. í stjórn Sambands íslenzkra sveitarfélaga um árabil. Björn var gerður að heið- ursborgara Gerðahrepps 1974. Björn Finnbogason Eftirlifandi kona Björns Finn- bogasonar er Auður Tryggvadóttir. Þau eignuðust tvö börn, Björgu og Finnboga. Arnór -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.