Morgunblaðið - 14.09.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.09.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1989 Kaupin á Samvinnubankanum Um hvað er deilt? eftir Lúðvík Jósepsson Það hefur orðið mikið fjaðrafok út af fréttum um kaup Lands- bankans á Samvinnubankanum. Bankaráðsmenn deila og einn bankastjóri Landsbankans stendur stífur og neitar og neitar og talar um fleipur og fullyrðingar. Vegna beinna afskipta af málinu neyðist ég til að gera stutta grein fyrir aðalatriðum málsins. Ágreiningur um vinnubrögð Ágreiningur okkar Eyjólfs K. Siguijónssonar við Sverri Her- mannsson og meirihluta bankaráðs Landsbankans er um tvö veigamik- il, en þó aðskilin atriði. Annars veg- ar er ágreiningur okkar um vinnu- brögð, en hins vegar um efnisatriði málsins. Við áteljum að einn af bankastjórum Landsbankans skuli gera fast samkomulag við forstjóra SÍS um kaup á hlutabréfum í Sam- vinnubankanum sem jafngildir því að kaupa bankann fyrir um 1600 milljónii' króna. Það samkomulag var undirritað og birt í útvarpi og sjónv.arpi án þess að kaupverðið væri rætt í bankaráði Landsbank- ans. Samkvæmt lögum eru kaup á hlutabréfum og öðrum eignum í verkahring bankaráðs. Þannig að- farir tei ég brot á anda laganna um viðskiptabanka. Þá er skýrt ákveðið í þeim iögum að ríkisvið- skiptabanka sé óheimilt að yfirtaka aðra innlánsstofna nema samþykki bankamálaráðherra liggi fyrir. Eftir slíkri heimiid hafði ekki verið leitað þegar opinber tilkynning var gefin út um kaup Landsbankans á Sam- vinnubankanum. Þetta tel ég líka brot á lögum. Sverrir og meirihluti bankaráðs telja þessi vinnubrögð góð og gild því ætlunin hafi'verið að óska eftir formiegri ákvörðun bankaráðs síðar. Þá þykir okkur Eyjólfi K. Sigur- jónssyni það með fádæmum að Sverrir skuli gera samkomulag um slíkt stórmál og undirskrifa það á meðan 2 af 3 aðalbankastjórum bankans voru sannanlega utan- bæjar og ekkert samráð haft við bankaráð. Um þessi vinnubrögð er deilt. Ágreiningurinn um efiiisatriði Um efnisatriði málsins eru líka miklar deilur. Um hvað er þar deilt? Kaupverð Samvinnubankans er ákveðið um 1600 milljónir króna. Ekki er deilt um að þetta er verðið. Deilan er um sannvirði Samvinnu- bankans. Það liggur fyrir að Samvinnu- bankinn var á opinberum reikning- um metinn á 587 milljónir í nettó- eign um sl. áramót. Á þessu ári hefír bankinn tapað um 60 milljón- um. Bókfært eigið-verð er því um 527 milljónir. En hvað er að segja um eignir Samvinnubankans? Hann mun eiga hjá SIS um 1,1-1,5 millj- arða króna og hjá kaupfélögunum annað eins. Lán hans hjá einstökum kaupfélögum mun nema nokkrum hundruðum milijóna. Þau kaupfélög eru ýms í opinberum fjárkröggum. Varla eru öll útlán bankans gullsí- gildi. En samt kaupir Sverrir bank- ann á 1600 milljónir króna. Um þetta kaupverð er ágreining- ur. í þeim grunnsamningi eða ramma-samningi sem þeir Sverrir Hermannsson og Guðjón B. Ólafs- son gerðu og skýrðu opinberlega frá í útvarpi og sjónvarpi 1. septem- ber, segir að hvor aðili áskilji nokk- ur sérákvæði, en endanlegur lögleg- ur samningur verði gerður fyrir októberlok. Landsbankinn áskilur sér rétt í 5 töluliðum: Eins og að bankaráð Lands- bankans samþykki. Eins og að Seðlabankinn hjálpi bankanum til að standa við kaupin. Eins og að SÍS geri grein fyrir framtíðarrekstri sínum. Eins og að nægileg veð fáist o.s.frv. Ekkert af þeim atriðum sem Landsbankinn áskilur sér varðar SlS svo neinu skiptir. Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SIS, áskilur fyrir hönd seljanda ýmis atriði í 10 tölu- liðum. Það sem þar skiptir mestu máli er: 1. Að Landsbankinn greiði út af kaupverðinu 525 milljónir króna, þar af 1300 milljónir til að lækka skuld SÍS við Samvinnubankann. 100 milljónir vegna þegar fall- inna ábyrgða og innheimtu sem liggi í Landsbankanum og 125 milljónir til að greiða ia»- * ; , ■ V: „Þessi rammasamning- ur, sem samkomulagið um kaup Landsbankans á Samvinnubanka er byggt á, er undirritað- ur af Sverri Hermanns- syni og Guðjóni B. Olafssyni og báðir skrifa þeir sérstaklega undir áskilnaðarkröfiir hvors um sig. Þannig setur Sverrir stafí sína undir kröfur SÍS.“ opinber gjöld SÍS í septembermán- uði. 2. Að SÍS verði tryggð óbreytt lánafyrirgreiðsla í Landsbankanum næstu 15 árin og þó aukningu ef umsvif Sambandsins aukast. 3. Að lán til kaupfélaganna, dótt- urfélaga og samstarfsfélaga í Sam- vinnuhreyfingunni verði óskert. Síðan eru önnur skilyrði eins og varðandi lífeyrisréttindi starfsfólks o.fl. og fl. Þessi rammasamningur, sem samkomulagið um kaup Landsb ankans á Samvinnubanka er byggt á, er undirritaður af Sverri Her- mannssyni og Guðjóni B. Ólafssyni og báðir skrifa þeir sérstaklega undir áskilnaðarkröfur hvors um sig. Þannig setur Sverrir stafi sína undir kröfur SÍS. Deilur þær sem nú eru orðnar eru frá minni hálfu um efnisatriði þessa grunnsamnings. Sveri'ir reynir að skjóta sér undan vandanum með því að segja að þetta sé ekki endanlega samþykkt. Slíkt er orðaleikur og tilraun til að breiða yfir þegar gerða skyssu. Rammasamkomulagið sem til- kynnt var opinberlega er um efni þess samnings sem síðar á að gera lögformlegan. Það er út á ákvæði þessa ramma- samnings sem erlendir bankar hafa stöðvað í bili kröfugerð á hendur SÍS. Það eru ákvæðin í þessum grunn- samningi sem við Eyjólfur K. Sigur- jónsson höfum mótmælt. Þessi grunnsamningur lá fyrir fundi bankaráðs Landsbankans sl. sunnudag, þegar meirihluti banka- ráðs samþykkti samkomulag þeirra Sverris og Guðjóns um kaupin á 828 millj. ki'. og vísaði til ramma- samningsins. Það er þessi grundvöllur sem var samþykktur af stjórn SIS. Fjárhagsvandi SÍS er eflaust mikill og ekki kemut- mér til hugar að neita að hagsmunir Landsbank- ans koma þar við sögu. En mikil skuld SIS við Lands- bankann réttlætir ekki að greiða 1000 milljónum króna meira fyrir Samvinnubankann en hóflegt getur talist. Sverrir Hermannsson neitar því að skuld SÍS við Landsbankann sé 2,6 milljarðar og Morgunblaðið prentar með feitu letri að skuldin sé 1,9 milljarðar, hvaðan sem þær upplýsingar koma. Ég er með ljós- rit af upplýsingum frá Hagdeild Landsbankans dags. 29. ágúst 1989 um að skuldin sé 2.612 milljónir króna sundurliðað í 11 töluliði. Það er auðvitað tilgangslaust fyrir Sverri að standa stífur og ábúðar- mikill og neita þessum staðreynd- um. Þessi skuld SÍS er ekkert aðal- atriði málsins. Skuld þessi við bank- ann er breytileg eftir ýmsum birgð- um, en var þessi í lok ágúst. Sú staðreynd að heildarskuld SÍS við Landsbankann hafi verið á milli 2-3 milljarðar um langa hríð, hefir oft komið fram, og er ekkert banka- leyndarmál. Fyllyrðingar Sverris í þessu efni sýna best að hann reynir að veija sig með því að þumbast og segja nei-nei-nei- eða fleipur-fleipur. Ágreiningurinn um þessi kaup er skýr. Hann er ekki um það hvort Landsbankinn eigi að kaupa Sam- vinnubankann og hann er ekki um að veita skuli Samvinnuhreyfing- unni eðlileg lán. Hann er heldur ekki um útibúakerfi bankanna og aðra hugsanlega hagræðingu í rekstri. Ágreiningurinn er um dæmafá vinnubrögð og óvirðingu við banka- ráð, og um há-alvarleg efnisatriði málsins um yfirkaupverð á banka og ótrúlega greiðsluskilmála og hagsmunakröfur í framtíðar-lána- viðskiptum. Ég hefi enga-Jöngun til að koma höggi á Sverri Her- mannsson og ennþá síður á Lands- bankann. En ég uni ekki gerræði og gjörsamlega fráleitum ákvörð- unum sem varða hagsmuni Lands- bankans og um leið allra lands- manna. Höfundur er fyrrverandi ráðherra og alþingismaður ogá nú sæti í bankaráði Landsbankans. Kristinn H. Árnason Hlj óðfærahúsið: Gítartónleikar KRISTINN H. Árnason heldur gítartónleika í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur á Laugavegi 96 í kvöld. Til tónleikanna er efht í tilefiii þess að talsverðar breyting- ar hafa verið gerðar á versluninni nú í sumar. Hijómplötuútgáfan Skífan hf. keypti Hljóðfærahúsið fyrir rúmu ári. Kristinn H. Árnason fæddist í Reykjavík árið 1963. Hann nam gítarleik hjá Gunnari H. Jónssyni og Joseph Fung í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og lauk þaðan burt- fararprófi árið 1983. Árið 1987 lauk Kristinn BM-gráðu frá Manhattan School Of Music í New York. Síðan hefur hann verið við nám, meðal annars hjá José'Tom- as í Alicante á Spáni. Hann hefur tekið þátt í námskeiðum hjá Andrés Segovia og Manuel Barrueco. Á efnisskrá Kristins á fimmtu- dagskvöldið verða fimm prelúdíur eftir Heitor Villa Lobos, Hommage á Tarrega eftir Joaquin Turina og verkin Asturias, Cordoba, Mallorca og Sevilla eftir Isaac Albeniz. Tón- leikarnir í Hljóðfærahúsi Reykjavík- ur hefjast kiukkan átta. Laugarneskirkja: Kyrrðarstundir í DAG, fiinmf udaginn 14. septem- ber, heQast á ný kyrrðarstundir í hádeginu á fímmtudögum í Lau garneskirkju. Frá klukkan 12 er leikið á orgel kirkjunnar, en klukkan 12.10 hefst altarisganga og fyrirbænir. Um klukkan 12.30 er boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimili kirkjunnar. Þessar kyrrðarstundir voru í kirkjunni í allan fyrravetur og voru vel sóttar, en hættu í maí þegar kirkjunni var lokað vegna við- gerða. Nú er kirkjan orðin sem ný og haldið uppteknum hætti með kyrrðarstundirnar. Hjá okkur sitja gæðin í fyrirrúmi. % FAG Kúlu- og rúllulegur. TIMKEN Keilulegur. Ásþétti. op^'t (onlinenlal Viftu- og tímareimar. precision Hjöruliðir. SACHS Höggdeifar- og kúplingar. Þekking Reynsla Þjonusta FÁLKINN ® SUÐURLANDSBRAUT 8. SIMI 84670 (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.