Morgunblaðið - 14.09.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.09.1989, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1989 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1989 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Nýjar stóriðju- framkvæmdir J ón Sigurðsson, iðnaðarráð- herra, upplýsti á fundi á Egilsstöðum í fyrrakvöld, að ef þau áform, sem nú eru uppi um nýjar stóriðju- og virkjun- arframkvæmdar, yrðu að veru- leika, væri um að ræða fj'ár- /estingu upp á 130-140 millj- arða á fimm til tíu árum. Til samanburðar sagði ráðherr- ann, að fjárfesting á heilu ári í atvinnuvegum, íbúðarhús- næði og opinberum mannvirkj- um næmi 50-60 milljörðum króna. Það getur skipt sköpum um atvinnuþróun hér á landi fram að aldamótum, hvort þessar hugmyndir verða að veruleika. Samdrátturinn í atvinnulífi nú er mjög alvarlegur. Það er augljóst, að við þurfum mjög á að halda nýju fjármagni og nýrri uppbyggingu. Eins og málum er háttað er eini mögu- leikinn - fyrir utan stóriðju - sá að ná fram verulegri ha- græðingu f sjávarútvegi, sem leiðir til þess að nýir fjármunir verði til í þeirri atvinnugrein. Reynsla okkar er sú, að þegar nýtt líf færist í sjávarútveginn færist aukinn kraftur í allt atvinnulíf landsmanna. Hins vegar er fyrirsjáanlegt, að mikil átök verða um þær ráðstafanir, sem gera þarf til þess að koma slíkri hagræð- ingu á í sjávarútvegi og fisk- vinnslu. Kjarninn í slíkum að- gerðum er fækkun fiskiskipa. Þau orðaskipti, sem orðið hafa milli bæjarstjórnar Eskifjarðar og Morgunblaðsins vegna hug- mynda þar um kaup á nýju loðnuskipi eru vísbending um þær deilur, sem munu rísa, þegar markvisst verður unnið að fækkun fiskiskipa. Þess vegna er því miður hætta á, að nauðsynleg aðlögun í sjáv- arútvegi taki langan tíma. Og á meðan sú aðlögun stendur yfir þarf þjóðarbúið á nýrri vítamínsprautu að halda. Jón Sigurðsson ræddi um það á fundinum á Egilsstöðum, að álverið í Straumsvík yrði hugsanlega stækkað úr 90 þúsund tonna ársframleiðslu- getu í rúmlega 200 þúsund tonn. Þá nefndi hann byggingu í nýs álvers, sem gæti framleitt allt að 240 þúsund tonn. Slík fjórföldun álframleiðslu þýðir, } að stóriðja verður nálægt því hálfdrættingur á við sjávarút- veg í gjaldeyrisöflun. Iðnaðar- ráðherra sagði, að slíkum stór- iðjuframkvæmdum mundu fylgja framkvæmdir við nýjar virkjanir bæði á Þjórsár- Tungnaársvæðinu og í Fljóts- dal. Við hljótum að vona, að iðn- aðarráðherra hafi lagt raun- hæft mat á þá möguleika, sem fyrir hendi eru. Sannleikurinn er því miður sá, að ítrekaðar tilraunir ráðamanna í nærfellt tvo áratugi til þess að fá er- lenda aðila til samstarfs um frekari uppbyggingu stóriðju hér hafa verið árangurslitlar. Breytt viðhorf í þessum efnum geta gjörbreytt öllum aðstæð- um hér. Fólk er að byija að missa von um betri framtíð. Margir leita atvinnu á öðrum Norðurlöndum. Ástæðan er m.a. sú, að við höfum farið alltof hægt í nauðsynlegar breytingar í undirstöðuat- vinnuvegum okkar. Náist samningar nú um stórfelldar nýjar stóriðjufram- kvæmdir og virkjanafram- kvæmdir í tengslum við þær og verði jafnframt unnið mark- visst, að grundvallarbreyting- um í sjávarútvegi og land- búnaði ásamt niðurskurði á útgjöldum hins opinbera munu lífskjör fara batnandi á næstu árum. Reynist þessar hug- myndir hins vegar óraunhæfar er ekki um annað að ræða en herða mjög baráttuna fyrir breyttri fiskveiðistefnu og hagræðingu í sjávarútvegi þannig að sú aðlögun gangi hraðar fyrir sig en ella. í þessu sambandi verðum við íslendingar að gæta þess að vera raunsæir í samningum okkar við erlenda aðila. Það dugar ekki að hér hefjist hefð- bundnar umræður um , að við séum að selja orku fallvatn- anna á útsöluverði, þótt niður- staða samningaviðræðna verði sú, að orkuverð verði ekki eins hátt og margir mundu telja æskilegt. Við eigum einfald- lega í harðri samkeppni við aðrar þjóðir á þeim vettvangi og hljótum að horfast í augu við þá staðreynd að í tuttugu ár hefur ekki verið nein biðröð við bæjardyr okkar af erlend- um fyrirtækjum, sem vilja fjár- festa hér. GJALDÞROT FISKVINNSLUNNAR HF. A SEYÐISFIRÐI: Aðalatriðið að atviimu- lífið hér stöðvist ekki segir Sveinn Valgeirsson, verksljóri FISKVINNSLAN hf. á Seyðis- fírði var úrskurðuð gjaldþrota þriðjudaginn 5. september. Stöðvaðist þá allur rekstur hjá fyrirtækinu og Norðursíld hf., sem alfarið var í eigu þess. Alls hafa milli 100 og 120 mannsstarf- að á vegum fyrirtækisins. í sam- tölum við Morgunblaðið kemur fram, að fólkið er frekar bjart- sýnt á að reksturinn komist af stað að nýju og verði haldið áfram til áramóta, en hins vegar sé óvíst hvað þá taki við. Sömu aðilar sjái um reksturinn Borgþór Jóhannsson segir að starfsfólk hafi fyrir nokkru orðið vart við þá erfiðleika, sem Fisk- vinnslan hafi átt við að stríða, en hins vegar hafi sér brugðið, þegar Frá Seyðisfirði Óvíst með atvinnu- ástandið eftir áramót - segir formaður Verkamannafélagsins Fram HALLSTEINN Friðþórsson er formaður Verkamannafélagsins Fram á Seyðisfirði og á hann jafhframt sæti í bæjarsljórn. Hann segist ekki hafa teljandi áhyggjur af atvinnuástandinu fram til áramóta, en óvissa ríki um framhaldið. Verkamannafé- lagið muni gæta hagsmuna fé- lagsmanna sinna, en fyrirtækið hafi ekki staðið í skilum með fé- lagsgjöld starfsfólks um nokkurt skeið. Hallsteinn Friðþórsson, formaður Verkamannafélagsins Fram, segir að tryggja verði áframhaldandi rekstur Fiskvinnslunnar-Norð- ursíldar og að það hljóti að skaða kröfuhafa að rekstur fyrirtækisins stöðvist í einhvern tíma. Hann seg- ist ekki hafa verulegar áhyggjur af því að atvinnuleysi verði í bænum í bráð, en hins vegar sé enn óljóst hvað tekur við eftir áramót. Hallsteinn segir að meginþorri starfsmanna fyrirtækisins eigi aðild að verkamannafélaginu og af hálfu þess verði lögð áhersla á að gæta hagsmuna þeirra; til dæmis hvað varðar launakröfur í búið. Enn fremur muni félagið halda á rétti sínum en fyrirtækið hafi ekki stað- ið í skilum með félagsgjöld starfs- fólksins frá því í maí á síðasta ári. Fj ármagnskostnað- urinn var óheyrilegur - segir Adólf Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar inni geti ekkert fyrirtæki borið sig. Ymsir aðrir þættir eigi einnig þátt í því hvernig farið hafi hjá fyrirtæk- inu, svo sem minni kvóti og breytt útgerðarmynstur. Adólf segir að í nóvember hafi fyrirtækið leitað aðstoðar Atvinnu- tryggingarsjóðs útflutningsgreina en því hafi verið synjað í mars. í kjölfar þess hafi verið sótt um að- stoð frá Hlutaijársjóði, en sett hafi verið skilyrði fyrir aðstoð þaðan, sem ekki hafi verið hægt að ganga að; það er að sameina rekstur út- gerðarfélagsins Gullbergs og fyrir- tækisins. Að því hafi stjórn Gull- bergs ekki viljað ganga og þá hafi gjaldþrot verið eina úrræðið. ADÓLF Guðmundsson er fram- kvæmdasljóri Fiskvinnslunnar hf. á Seyðisfirði og jafnframt Gullbergs hf., sem gerir út togar- ann Gullver. Hann segir að óheyrilegur Ijármagnskostnaður og gengissteína undanfarinna ára hafí valdið mestu um gjald- þrot fiskvinnslunnar. Adólf Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Fiskvinnslunnar, seg- ir að vandræði fyrirtækisins hafi meðal annars stafað af því, að fjár- magnskostnaður þess hafi verið óheyrilegur. Einnig hafi sú gengis- stefna, sem ríkt hafi á undanförnum árum, komið fyrirtækinu illa. Miðað við rekstrarskilyrði í atvinnugrein- ljóst var að stefndi í gjaldþrot. Borgþór segist telja heillavænleg- ast, að sömu aðilar sjái áfram um rekstur fyrirtækisins. Ekki sé við þá að sakast vegna þess hvernig farið hefur, heldur hafi fyrst pg fremst vantað nægt hráefni. „Ég er bjartsýnn á stöðuna til áramóta, ef Gullberg fær að taka eignirnar á leigu. Maður veit ekki hvað þá tekur við, en það er náttúrulega neyðarúrræði að hið opinbera komi til aðstoðar," segir Borgþór. Ekki fararsnið á fólkinu „Það átti enginn von á að fyrir- tækið yrði gjaldþrota," segir Guð- jóna Vilmundardóttir. Hún segist halda, að starfsfólkið sé frekar vongott um að úr muni rætast og að ekki sé neitt fararsnið á fóiki úr bænum, þrátt fyrir að fyrirtækið hafi nú stöðvast. Undir þetta tekur Ljósbrá Guð- mundsdóttir og segist hún heldur ekki hafa heyrt um það að fólk hyggist fara. Það bíði nú og fylgist með þróun mála. „Maður vonar auðvitað að reksturinn komist sem fyrst af stað aftur og þurfa ekki að vera aðgerðalaus lengur.“ Ovissa eftir áramót Sveinn Valgeirsson segir að menn hafi lengi haldið í vonina um að ékki þyrfti að koma til gjald- þrots og haldið að opinber fyrir- greiðsla fengist. „Fólk er almennt bjartsýnt að ég held. Við höfum framleiðslutækin, en vantar meira hráefni. Það eina sem kemur til greina núna, er að Gullberg leigi reksturinn til áramóta, en hins veg- ar er meiri óvissa um það, hvað gerist þá. Aðalatriðið er bara að atvinnulífið hér stöðvist ekki,“ segir Sveinn Valgeirsson. Auðvitað er fólkið smeykt Sigríður Friðriksdóttir segir að auðvitað sé starfsfólkið smeykt vegna gjaldþrotsins og voni að starfsemi þess komist sem fyrst af stað aftur. Segist hún ekki sjá hvað taki við ef það gerist ekki. Önnur fyrirtæki í bænum geti ekki tekið við öllu starfsfólkinu og það sé hægara sagt en gert fyrir það að flytja þaðan. „Fólk á til dæmis hús- eignir á staðnum og ekki getur það tekið þær með sér.“ Trillukarlar áhyggjufullir Þeir sem gera út smábáta frá Seyðisfirði verða fyrir óþægindum vegna lokunar Fiskvinnslunnar, en þar hefur afli þeirra verið unninn. Að sögn Einars Ottesens hafa ein- hverjar trillur landað í nágranna- byggðarlögunum síðustu daga og einnig hafi menn ísað fisk í gáma. Hann segir að útlitið sé nú dökkt og nauðsynlegt sé að rekstri fyrir- tækisins sé komið í gang að nýju. Haraldur Sigmarsson segist ísa þann fisk sem nú veiðist og hafa sótt um Ieyfi til að flytja hann út. Hann segist vona að reksturinn komist fljótt af stað aftur og séu sömu aðilar best fallnir til að gera það. „Ég hef áður horft upp á að ekki hafi verið hægt að vinna fisk- inn hér og vil ekki að það endur- taki sig.“ Morgunblaðið Garðar Rúnar Sveinn Valgeirsson Borgþór Jóhannsson Ljósbrá Guðmundsdóttir Guðjóna Vilmundardóttir Sigríður Friðriksdóttir Einar Ottesen Haraldur Sigmarsson Reiðarslag fyrir byggðarlagið segir Jónas Hallgrímsson, forseti bæjarstjórnar JÖNAS Hallgrímsson, forseti bæjarsljórnar á Seyðisfirði segir það reiðarslag fyrir byggðarlag- ið að Fiskvinnslan hf. á Seyðis- firði hafi verið úrskurðuð gjald- þrota. Hann telur eðlilegt að leit- að verði aðstoðar opinberra aðila vegna gjaldþrotsins. Jónas Hallgrímsson, forseti bæj- arstjórnar Seyðisfjarðar, segir að gjaldþrot Fiskvinnslunnar hf. sé reiðarslag fyrir byggðarlagið. Hins vegar séu allar aðstæður fyrir hendi til þess að vinna sig frá vandanum og til dæmis hafi bæjarbúar ekki minnst neinn kvóta þótt fyrirtækið hafi verið úrskurðað gjaldþrota. Af hálfu bæjaryfirvalda verði reynt að bregðast við með þeim hætti, að sem minnstur skaði hljótist af. Jónas segist telja eðlilegt, að leít- að verði aðstoðar út fyrir byggðar- lagið. „Ég tel að við höfum fullan rétt á því í ljósi þess hver hlutur Seyðisfjarðar er í sköpun útflutn- ingstekna. Því getum við leitað aðstoðar samfélagsins í þessum erf- iðleikum án þess að líta á okkur sem einhveija þurfamenn. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra á fundi á Egilsstöðum: Framkvæmdir við stækkun álversins heflist næsta vor Hægt að hefjast handa við nýtt álver innan fárra ára JÓN Sigurðsson, iðnaðarráð- herra, sagði á fúndi uni atvinnu- og orkumál með Halldóri As- grímssyni, sjávarútvegsráðherra, á Egilsstöðum á þriðjudagskvöld, að nú væri unnið að hagkvæmniat- hugun á stækkun álversins í Straumsvík og væri endanlegra niðurstaðna að vænta um næstu mánaðamót. Viðræðum við er- lenda aðila miðaði vel og sagðist hann vongóður um að fram- kvæmdir'við stækkun álversins og nauðsynlegar virkjanir gætu haf- ist strax næsta vor að fengnu sam- þykki Alþingis. Þá væri hafinn undirbúningur að frumhag- kvæmniathugun á nýju álveri sem hægt yrði að hefjast handa við innan fárra ára þannig að það gæti komist í gagnið um miðbik næsta áratugar. Heildarfjárfest- ingu í virkjunum og iðjuverum sagði ráðherra geta numið 130-140 milljörðum króna sem myndi dreifast á 5-10 ár. Jón Sigurðsson sagði að þau áform sem nú væru efst á baugi væru stækkun álversins í Straumsvík úr tæpiega 90 þúsund tonna ársfram- leiðslugetu í rúmlega 200 þúsund tonna ársframleiðslugetu, bygging nýs álvers sem framleitt gæti á bilinu 185-240 þúsund tonn af áli og til- heyrandi virkjanir, þar á meðal á Þjórsár-/Tungnársvæðinu og í Fljótsdal. í slíkum virkjanaáformum fælist um það bil tvöföldun á raforku- framleiðslu í landinu úr um 4.500 GWh í um 9.000 GWh. Ekki yrði fram hjá því litið að nýjar atvinnu- greinar yrðu að koma tii ætti hag- vöxtur hér á ný að verða sambærileg- ur við það sem hann væri í nágranna- löndunum. Undanfarin tvö ár hefði verið unn- ið að athugun á aukinni álfram- leiðslu í Straumsvík í samvinnu við fjögur erlend álfyrirtæki, ATLAN- TAL-hópinn svo kallaða. Fyrst í stað hefði athugunin miðast við að byggt yrði nýtt 185 þúsund tonna álver en undanfarna mánuði hefði athyglin fyrst og fremst beinst að stækkun álversins í Straumsvík um 120 þús- und tonn sem kæmi í gagnið á árun- um 1992/1993. Viðræðum fulltrúa íslenskra stjórnvalda við hin erlendu fyrirtæki hefði miðáð vel þótt eigin- legar samningaviðræður til dæmis um raforkuverð væru ekki hafnar. Hins vegar hefðu ýmsar hugmyndir um orkuverð og tengingu þess við álverð verið reifaðar. Iðnaðarráð- herra sagðist vongóður um að leiða þetta mál til farsælla lykta á næstu mánuðum þannig að framkvæmdir við stækkun álversins og nauðsyn- legar virkjanir gætu hafist stax næsta vor að fengnu samþykki Al- þingis. Jafnframt hefði hann látið hefja undirbúning að frumhag- kvæmniathugun á nýju álveri sem hægt yrði að hefjast handa við innan fárra ára þannig að það gæti komið í gagnið um miðbik næsta áratugar en þó helst fyrr. En hvernig á að mæta orkuþörf þessara álvera, spurði ráðherra. Svaraði hann því til að auk orku frá Blönduvirkjun, sem myndi hefla raf- orkuframleiðslu árið 1992 virtist hagkvæmast að stækkun álversins í Straumsvík fengi orku frá virkjunum á Þjórsár-/Tungnársvæðinu, það er frá stækkun Búrfells, Kvislveitu og Þórisvatns og virkjun við Vatnsfell, og frá fyrri áfanga Nesjavallavirkj- unar. Virkjun Jökulsár í Fljótsdal virtist ekki jafn álitlegur kostur fyrir stækkun álversins í Straumsvík en hins vegar léki enginn vafi á að Fljótsdalsvirkjun væri lang hag- kvæmasti kosturinn til að mæta raf- orkuþörf nýs álvers sem kæmi í kjöl- far stækkunar álversins í Straums- vík. Við ákvörðun um næstu stóriðju yrði að hans áliti einnig að líta á jarðfræðilega áhættuþætti og byggðaþróun sem hvort tveggja mælti með Fljótsdalsvirkjun. Mannaflaþörf á byggingartíma virkjunarinnar sagði hann verða um Morgunbladið/Steingrímur Fundur ráðherranna var vel sótt- ur og töldu fúndargestjr vel á annað hundrað manns. í tengsl- um við fúndinn var haldin sýning sem Iýsti hugmynduin um virkj- un Jökulsár í Fljótsdal og virkjun Fjarðarár. Voru sérfræðingar frá Landsvirkjun og Rafmagns- veitum ríkisins á staðnum til að svara spurningum heimamanna. 300 ársverk á hveiju ári í fjögur ár en til samanburðar mætti geta þess að árið 1987 hefðu verið samtals um 500 störf í byggingariðnaði á Aust- urlandi. Varðandi staðsetningu álvers kæmu einkum fjórir staðir til álita: Reykjanes, Hvalfjörður, Eyjafjörður og loks Reyðarfjörður. Um Reyðar- fjörð væri þó sagt að nálægur vinnu- markaður virtist í minnsta lagi fyrir svo stóran iðnrekstur. Ráðherra sagði sérfræðinganefnd á vegum iðnaðarráðuneytisins nú í samráði við Þjóðhagsstofnun og Byggðastofnun vinna að athugun á áhrifum þeirra stóriðju- og virkjun- aráforma sem hann hefði nefnt. Þótt niðurstöður myndu ekki liggja fyrir fyrr en í haust gætu menn velt stærð- argráðum fyrir sér. Heildarfjárfesting í virkjunum og iðjuverum gæti numið 130-140 millj- örðum sem myndi dreifast á 5-10 ár. Til samanburðar mætti nefna að fjárfesting á heilu ári í atvinnuveg- um, íbúðarhúsnæði og opinberum mannvirkjum væri nú á bilinu 50-60 milljarðar króna. Um 40% af fjárfest- ingunni yrði í virkjunum og mætti reikna með að til hennar yrði aflað erlendra lána en í lok síðasta árs voru erlendar skuldir þjóðarinnar um 120 milijarðar króna á núgildandi verðlagi. „Þar með er ekki sagt að óvarlegt verði að ráðast í þessar framkvæmdir þar sem gjaldeyristekj- ur af þeim myndu gera gott betur en standa straum af endurgreiðslu erlendra lána. Þá er einnig til þess að líta að aukin fjölbreytni útflutn- ings ætti að auka lánstraust þjóðar- innar á erlendum fjármagnsmörkuð- um,“ sagði Jón Sigurðsson. Rúm fjórföldun álframleiðslu myndi þýða rúmlega fjórföldun á útflutningi stóriðjuafurða en útflutn- ingsframleiðsla stóriðju er nú um fimmtungur af útflutningi sjávarút- vegs. Þegar miðað væri við gjaldeyr- istekjur að frádregnum kostnaði vegna erlendra aðfanga þýddi þetta að eftir þessa viðbót yrði álfram- leiðslan næstum hálfdrættingur á við sjávarútveginn hvað gjaldeyrisöflun varðaði. Þá bentu lauslegar athuganir á áhrifum aukinnar álframleiðslu að hagvöxtur gæti orðið 7-9% meiri á næsta áratug en hann yrði kæmi engin aukin álframleiðsla til. Loks væri mannaflaþörfin við byggingu iðjuvera og virkjana samtals á bilinu 9-10 þúsund manns sem myndi dreif- ast á 5-10 ár en að framkvæmdum loknum mætti reikna með að um þúsund manns hefðu beina atvinnu af viðkomandi fyrirtækjum og mun fleiri óbeint. í lok ræðu sinnar sagði iðnaðar- ráðherra að ríkisstjórn og Alþingi þyrftu að marka heilsteypta stefnu um virkjanaröð og iðnaðaráform fram yfir aldamót til að leggja grunn að samningum um þessi mál. Myndi hann leggja tillögur um þetta efni fyrir þingið í vetur. Margir möguleikar í sjávarútvegi Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, ræddi þróun efnahags- og atvinnumála og sagði ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur. Þegar hugað væri að því hvað hægt væri að gera til þess að sporna við þróun- inni undanfarið væri sjávarútvegur- inn stærsta málið. Halldór sagði að margir möguleikar væru í sjávarút- vegi. Hann nefndi til vannýtta eða ónýtta fiskistofna, svo sem flatfisk- ana skarkola, sandkola, skrápflúru, langlúru, öfugkjöftu og lúðu. Áf öðr- um fiskum og sjávardýrum mætti nefna úthafskarfa, kolmunna, lang- hala, gulllax, kúfisk, tijónukrabba, ígulker og sæbjúga. Þá mætti koma til bætt nýting og meðferð sjávar- fangs, en í þeim efnum stæðum við ekki alltaf eins framarlega og við vildum vera láta. Ráherra sagði að gæðaátak á borð við það að stærðarflokka fisk um borð í skipum gæti aukið verðmæti mjög. Einnig nefndi hann vinnslu úrgangs í marning, mjöl og meltu og að vinna marning úr þeim 50- 70.000 tonnum af þorskhausum, sem árlega féllu til. Ráðherrann ræddi ennfremur nýjar og arðbærari vinnslu- og söluaðferðir, svo sem útflutning á ferskfiski með flugi frá Austurlandi og útflutning ferskra sjávarafurða með hraðskipi. Sagði hann peningaskort ávallt hafa háð nýsköpun á þessum sviðum og sagði nauðsynlegt að stofna þró- unarsjóð fiskvinnslunnar, auk þess sem auka þyrfti samvinnu við erlend matvælafyrirtæki. Þá sagði sjávarútvegsráðherra að ef til kæmi að fullnýta hvalastofnana þyrfti að reisa nýja hvalstöð á Aust- urlandi. Ein stöð nægði ekki til. Hann taldi að væru stofnarnir full- nýttir mætti afla eins milljarðs í tekj- ur af þeim á ári. Þarna væru stór- kostlegir möguleikar og nauðsynlegt að halda umræðunni gangandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.