Morgunblaðið - 14.09.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.09.1989, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1989 Hitaveita Akureyrar: Framkvæmdum við lagningu hitaveitu í Gerðahverfi lokið FRAMK V ÆMÐUM við lagningu hitaveitu í Gerðahverfi II er lok- ið og í gær var vatni hleypt á hverfið. Mjög vel hefur gengið við lagninguna og var verkið um tveimur vikum á undan áætlun. Franz Árnason hitaveitustjóri sagði að á milli 30 og 40 íbúar hefðu sótt um að hús sín yrðu tengd hitaveitunni, en ljóst væri að menn hefðu almennt ekki búist við að verkið gengi svo hratt fyrir sig. Því væru margir sem hefðu í hyggju að tengjast veitunni, sem enn hafa ekki skipt um ofna í húsum sínum. Um 180 hús og íbúðir eru í hverfinu. „Ég reikna með að á næstu mánuðum munum við tengja um helming allra húsa hverfisins við veituna, en enn er töluverður ljöldi sem ekki er tilbúinn að taka á móti vatninu, þar sem eftir er að skipta um ofna,“ sagði Franz. I gær var byijað á því að skola út úr rörum og síðan var vatni hleypt á hverfið, en tengibrunnur er á mótum Þingvallastrætis og Vallargerðis. „Ég er fullur bjarst- ýni á að tengingar við hitaveituna verði miklar og örar á næstu mán- uðum,“ sagði Franz. Morgrinblaðið/Rúnar Þór Grenvíkingar eru nú búnir að endurheimta um 700 tonna kvóta sem tapaðist úr byggðarlaginu með sölu Núpsins siðastliðið haust, en tveir bátar hafa verið keyptir á árinu með samtals um 700 tonna þorskkvóta. Á myndinni sést yfir höfhina á Grenivik, Frosti liggur bundinn við bryggju og í forgrunni sést hluti af frystihúsi Kaldbaks. Þrotabú Pólarpels: Ahugi fyrir að bjóða í reksturinn Á SKIPTAFUNDI í þrotabúi Pólarpels á Dalvík, sem hald- inn var í gær, kom fram að ákveðnir aðilar hafa sýnt áhuga á að gera tilboð í rekst- urinn, en formlegt tilboð hefúr ekki verið lagt fi-am. Þá hafa borist tvö tilboð í jörðina Ytra- Holt og eitt í kartöflugeymslu, sem er á þeirri jörð. Lýstar kröfúr í þrotabúið nema um 163 milljónum, en alls lýstu 100 aðilar kröfúm i búið. Þá eiga Sparisjóður Svarfdæfa og Stofúlánadeild landbúnaðarins veðkröfur samtals um 19 milljónir króna. Næsti skiptafúndur í búinu verður haldinn 15. nóvember og sagði Árni Pálsson bústjóri að fyrir þann tíma yrði að vera ljóst hvort menn ætluðu að gera tilboð í reksturinn. Grenivík: Tveir bátar keyptir á ár- inu með um 700 tonna kvóta Kvóti sem tapaðist með sölu Núps aftur í byggðarlagið MEÐ kaupum á tveimur bátum a þessu ari hafa Grenvíkingar náð inn í byggðarlagið aftur þeim kvóta sem tapaðist með sölu Núpsins síðastliðið haust. Núpur hafði 7-800 tonna kvóta. Utlit er fyrir að næg vinna verði í frystihúsi Kaldbaks fram til loka októbermánaðar, en nú vinna um 30 manns í húsinu. í kjölfar þess að Núpur ÞH var seldur síðastliðið haust missti byggðarlagið tæplega 800 tonna kvóta. Eftir stóð um 1.000 tonna kvóti Sjafnar og Frosta, en að sögn Þorsteins Péturssonar fram- kvæmdastjóra Kaldbaks hf. nægir sá kvóti engan veginn til að halda frystihúsinu gangandi. í vor keyptu Kaldbakur og Sjafnarmenn í sameiningu rúm- lega 200 tonna skip frá Horna- firði, Akureyna, og var kvóti gömlu Sjafnarinnar færður yfir á nýja skipið. Akureyin hefur um 400 tonna þorskkvóta auk um 1.000 tonna af síld. Nú nýlega keypti útgerð Frosta bát, Rán BA, sem gerður var út frá Reykjavík. Rán er tæplega 60 tonn og henni fylgir um 300 tonna kvóti. Með kaupum á þessum tveimur bátum hefur byggðarlagið aftur náð til sín þeim kvóta sem tapaðist við sölu Núpsins. „Þetta skiptir sköpum fyrir byggðarlagið, þar sem allt stendur og fellur með þeim veiðiheimildum sem fyrir hendi eru,“ sagði Þor- steinn. Hann sagði að ef vel ætti að vera þyrfti að vera til staðar um 3.000 tonna kvóti, svo halda mætti vinnslunni gangandi allt árið. Þorsteinn sagði að hráefni til vinnslunnar væri tryggt fram til loka októbermánaðar, en hvað þá tæki við væri ómögulegt að segja. Vinnslan hefur ekki stöðvast nema í tvær vikur á árinu, en það var í júní síðastliðnum og þá vegna hráefnisskorts. Um 30 manns vinna nú í frystihúsi Kaldbaks hf. á Grenivík. Þorsteinn sagði að yfir vetrarmánuðina væri iðulega skortur á starfsfólki til vinnu við frystihúsið og oft gengi erfiðlega að manna húsið í upphafi árs þeg- ar hvað mest væri að gera. Borðtennisáhuginn blómstrar á Grenivík: Sex af Qórtán í unglingalandslið- inu frá Grenivík BORÐTENNISÁHUGI er og hefúr verið afar mikill á meðal nemenda Grunnskóla Grenivíkur og hafa þeir borið hróður skólans víða. í fjórt- án manna landsliði unglinga í borðtennis eru sex frá Grenivík, fimm eru úr Stjörnunni í Garðabæ, tveir úr Víkingi og einn úr KR. I sumar keppti landsliðið í Skotlandi og gekk eftir atvikum vel. Landsliðskrakk- arnir frá Grenivík hafa verið önnum kafnir við undirstöðuatvinnuveg- inn og því cinkum handleikið fisk síðustu tvo mánuði, en nú nýlega endurnýjuðu þeir kynni sín við borðtennisspaðann og fylgdust Morgun- blaðsmenn með snilldartöktum grenvísku unglinganna um stund. Krakkarnir frá Grenivík sem valdir voru í landsliðið eru Gísli Gunnar Oddgeirsson, Stefán Gunn- arsson, Axel Eyfjörð, Guðrún Pét- ursdóttir, Sigrún Þórsteinsdóttir og Hólmfríður Björnsdóttir. Upphaf hins mikla áhuga á þess- ari íþróttagrein má rekja til þess er skólinn keypti borðtennisborð fyrir um sex árum. Borðið var eink- um keypt í því augnamiði að krakk- arnir hefðu eitthvað við að vera í frímínútum og er skemmst frá því að segja að slegist var um að kom- ast að borðinu. Ekki leið á löngu þar til krakkarnir höfðu náð nokk- urri leikni og var því afráðið að þau tækju þátt í héraðsmóti. Heim komu þau með tvo meistaratitla sem síðan hafa haldist við skólann. Fyrri part sumars héldu lands- liðskrakkarnir tii Englands og Skot- lands til keppni og dvöldu þá í fimm daga í æfingabúðum í Skotlandi þar sem skoskur þjálfari auk þriggja íslenskra hafði með höndum þjálf- un. Krakkarnir sögðu að þátttaka í mótinu hefði verið mjög lær- Morgunblaðið/Rúnar Þór Af Qórtán manna landsliði unglinga í borðtennis eru sex írá Grunn- skólanum á Grenivík. Hinn föngulegi hópur endurnýjaði kynni sín við borðtennisspaðann nýlega, en í sumar hafa krakkarnir unnið í frystihúsinu og gerðu þá hlé á æfingum á meðan á meðhöndlun fisks- ins stóð. Frá vinstri eru Gísli Gunnar Oddgeirsson, Guðrún' Péturs- dóttir, Sigrún Þórsteinsdóttir, Hólmfríður Björnsdóttir og Axel Ey- §örð, en á myndina vantar Stefán Gunnarsson. dómsrík og gaman að taka þátt í því. „Það reiknaði enginn með sigri, svo við urðum ekki fyrir vonbrigð- um. Við spiluðum við Englendinga og íra, en þeir eru sterkastir í þessu, en þau lið sem eru slappari en okkar tóku því miður ekki þátt,“ sögðu krakkarnir. Nú í haust fara flestir úr lands- liðshópnum í framhaldsskólana á Akureyri og er ætlunin að halda æfingum áfram þar. Lítið hefur hins vegar farið fyrir borðtennis- spilurum þar, en því hyggjast hinir ötulu grenvísku spilarar breyta og eru með ýmislegt' á pijónunum til að efla þessa göfugu íþrótt í höfuð- stað Norðurlands. * Olund gef- ur út blað Félagið Ólund á Akureyri hef- ur gefið út blað, Ólund - blað. Félagið rak áður útvarpsstöð undir ólundarnafninu, en hefur nú snúið sér að blaðaútgáfu. Fyrsta tölublaðið hefur að geyma menningarefni, viðtöl, smásögur, ljóð og ýmislegt fleira. Blaðið er selt í bókabúðum á Akureyri og nokkrum bóka- búðum í Reykjavík. Eining: Hækkunum á nauðsynjavör- um mótmælt Trúnaðarmannaráð Verka- lýðsfélagsins Einingar tekur undir mótmæli miðstjórnar ASI vegna þeirra óhóflegu hækkana sem orðið hafa á ýmsum nauðsynjavörum heimilanna að undanförnu og þá ekki síst landbúnaðarvör- um, segir í fréttatilkynningu frá Verkalýðsfélaginu Ein- ingu. I tilkynningunni segir einnig að fundurinn krefjist leiðréttinga í þessum efnum og telur að ríkis- valdinu beri skylda til að sjá svo um að hækkanir á verði land- búnaðarvara og annarra helstu neysluvara almennings séu aldr- ei meiri en almennar kauphækk- anir á hveijum tíma. Fundurinn bendir á að verð- hækkanir á landbúnaðarvörum séu síst til þess fallnar að leysa margumtalaðan vanda land- búnaðarins, heppilegra sé að nota fjármuni þá sem varið er til útflutningsbóta til að lækka vöruverð innanlands og auka þannig sölu. Fjáröflunar- átak SÁÁ-N Norðurlandsdeild SÁÁ heldur upp á eins árs aftnæli sitt 1. október næstkomandi og í tilefni af því er efnt til Ijáröflunarátaks. I öllum kaupstöðum frá Siglufirði til Þórshafiiar verður gengið í hús og happdrættismiðar boðnir til sölu. Ingjaldur Arnþórsson ráðgjafi hjá SAÁ-N á Akureyri sagði að stefnt væri að því að útvíkka þjónustunetið yfir allt Norður- landssvæðið, en af fjárhagsleg- um ástæðum hefði það enn ekki verið hægt. Mikill fjöldi fólks hefði leitað til ráðgjafarþjónustu SÁÁ eftir að starfsemin fór í gang í upphafi þessa árs og á milli 25-30 manns nytu þjónustu á degi hveijum. Einn ráðgjafi hefur starfað hjá SÁÁ á Akureyri og að sögn Ingjalds er brýn þörf á að bæta öðrum starfsmanni við. Hann sagði að á Akureyri bráðvantaði líka litla afvötnunarstöð. Félag verslunar- og skrifstofufólks: Kaupmáttar- trygging 1 næstu samning- um Á almennum félagsfundi Fé- lags verslunar- og skrifstofu- fólks á Akureyri og nágrenni sem haldinn var í Alþýðuhúsinu síðastliðinn mánudag var mót- mælt verðhækkunum að undanf- örnu. Fundurinn taldi ríkis- stjórnina hafa algjörlega brugð- ist þeim loforðum í verðlagsmál- um sem gefin voru í síðustu samningum og ennfremur krafð- ist fundurinn þess að næstu samningar verði ekki undirritað- ir án kaupmáttartryggingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.