Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 2
a
aag
mmofwi
(BQAia
2 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989
KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILDIN
Mm
FOLX
■ DAVIÐ Ásgrímsson, ungur
körfubolstrákur úr Haukum vann
sér inn heilan kassa af Pepsi í leik-
hléi í leik Hauka og Þórs í úrvals-
deildinni í körfu á sunnudaginn. Á
leikjum í Hafnarfirði á að vera
svokailað Pepsi-hopp í allan vetur,
en það fer þannig fram að sex
köi'fuboltastrákar eiga að skora
eins mikið og þeir geta frá ákveðn-
um “stöðum á vellinum og fá til
þess hálfa mínútu. Davíð vann í
fyrstu umferð en hann á ekki langt
að sækja hæfileikana því hann er
bróðir ívars Ásgrímssonar sem
leikur íneð Haukum.
■ BJÖRN Leósson, íþróttafrétta-
maður og leikmaður með ÍR, gerði
þriggja stiga körfu í leik IR og
Vals á sunnudaginn. Björn kom
inná um miðjan síðari hálfleik fyrir
Thomas Lee og í fyrstu sókn sinni
gerði hann þriggja stiga körfu sem
var jafnframt eina þriggja stiga
karfa ÍR-inga. í leiknum.
■ I’RÍR leikir eru á dagskrá í
úrvalsdeildinni í kvöld. UMFG og
ÍBK leika í Grindavík, Reynir tek-
ur á móti Val í Sandgerði og KR
fær Hauka í heimsókn í íþróttahús
Hagaskóla. Það skal undirstrikað
hvar síðasttaldi leikurinn fer fram
- hann verðurekki á Seltjarnarnes-
inu eins og venjulega. Allir leikirn-
ir hefjast kl. 20.
Öruggur
heima-
sigur hjá
UMFG
GRINDVÍKINGAR unnu léttan
sigur á Reynismönnum í úr-
valsdeildinni á sunnudaginn.
Getumunur var töluverður á
liðunum og Grindvíkingar
gerðu út um leikinn með tveim-
ur góðum leikköflum en slök-
uðu á þess á milli og unnu ör-
uggan sigur með 91-66.
Það er margt gott í liðinu. Þessi
leikur var ekkert sérstaklega
góður, en þeir unnu samt,“ sagði
Denis Matika, þjálfari Grindvík-
inga. „Það segir
Frimann nokkuð um getu
Ólafsson liðsins. Vörnin er
skrifarúr ekki nægilega góð
Gnndavik Qg betrj ljð en Reyn.
ir hefðu refsað okkur fyrir varnar-
leikinn sem við lékum í dag.“
David Grisson, þjálfari Reynis-
manna, var ekki óánægður með
fyrri hálfleik sinna manna. „Við
misstum einbeitinguna í seinni hálf-
leik þegar við misstum boltann og
fengum á okkur hraðaupphlaup,"
sagði hann. „Það vantar stöðug-
leika í Reynisliðið, en það er þó
viss stígandi í liðinu og leikurinn
gegn Val næstkomandi þriðjudag
leggst vel í okkur og við erum stað-
ráðnir í að veita þeim verðuga
keppni,“ voru lokaorð Grissons.
Guðmundur Bragason átti mjög
góðan fyrri hálfleik í liði UMFG og
réðu Sandgerðingar ekkert við
hann, en hann slakaði á í seinni
hálfleik. Rúnar Árnason skilaði sínu
einnig vel og er leikmaður sem
hættir ekki fyrr en Ieikurinn er
flautaður af. Áðrir stóðu fyrir sínu
þegar á þurfti að halda og Denis
Matika þjálfari leyfði öllum að
spreyta sig og allir í liðinu skoruðu.
Hjá Reyni var David Grisson kjöl-
festa í Iiðinu en mátti ekki við
margnum. Þá var Jón Ben. Einars-
son grimmur í fráköstum og barðist
vel.
Morgunblaðið/Einar Falur
Réttid upp hönd!
besti vinsamlega rétti upp hönd! Halda mætti að einhver hefði kallað þetta inn á völlinn í Njarðvík. Þrír leikmanna hafa brugðist við kallinu, en tveir sennilega
d áttað sig. Þetta eru þó altént fimm stigahæstu leikmennirnir. Frá vinstri: Sturla Örlygsson,'Patrick Releford, Bo Heiden, Valur Ingimundarson og Teitur
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
Sá
ekki áttað sig.
Örlygsson.
Ótrúlega
auðvelt
hjá
Haukum
HAUKAR höfðu ótrúlega yfir-
burði gegn Þór frá Akureyri
þegar liðin mættust í Hafnar-
firði á sunnudaginn. Þegar
flautað var til leiksloka höfðu
þeir skorað 120 stig gegn 61
stigi Þórsara.
Það varð strax ljóst í hvað
stefndi því heimamenn komust
í 8:0 á fyrstu mínútunum. Norðan-
menn kröfsuðu þó aðeins í bakkann
og náðu að jafna
12:12 og síðan ríkti
jafnræði i nokkrar
mínútur áður en
Haukarnir stungu
hreinlega af.
Haukarnir keyrðu upp hraðann,
sem hefur verið þeiira aðall undan-
farin ár og áttu Þórsarar ekkert
svar við því. ívar Webster og Jonat-
han Bow tóku öll varnarfráköst og
hentu boltanum fram á völlinn þar
sem ívar Ásgrímsson og/eða Henn-
ing Henningsson voru mættir og
skoruðu örugglega óáreittir.
Sama var upp á teningnum í
síðari hálfleik og aðeins spurning
um hvort Haukar næðu að vinna
með helmings mun. Það tókst ekki
því þá vantaði eina körfu til að ná
því takmarki.
Hjá Haukum var Bow geysilega
sterkur í vörn og sókn. Hann skor-
aði manna mest, stal knettinum
átta sinnum í leiknum og átti marg-
ar stoðsendingar. Henning og ívar
Ásgrímsson léku einnig mjög vel
og nutu sín vel í hröðum leik Hauka.
Hjá Þór var fátt um fína drætti.
Guðmundur Björnsson lék þó ágæt-
lega í síðari hálfleik og Konráð átti
ágæta spretti. Athvgii vakti hve Jón
Örn átti slakan dag.
Svo gæti farið að þessi sigur
Hauka hafi verið hættulega stór
því í kvöld mætir liðið KR-ingum
og þá er víst að mótspyrnan verður
meiri en á sunhudaginn.
Njardvík-
ursigurá
síðustu
stundu
NJARÐVÍKINGAR máttu taka á
honum stóra sfnum þegar þeir
mættu Tindastóli frá Sauðár-
króki f sínum fyrsta heimaleik
í úrvalsdeildinni á sunnudaginn
og það var ekki fyrr en á
síðustu mínútum leiksins að
þeim tókst að tryggja sér sigur
í leiknum.
Norðanmenn léku með sama lið
nærri allan leikinn. Undir lok-
in voru lykilmenn þeirra orðnir ör-
þreyttir og réðu ekki lengur við
Njarðvíkinga, sem
Björn höfðu mun meiri
Blöndal breidd. Lokatölurn-
skriíar ar urðu 94:89, en í
hálfleik var 50:49.
Njarðvíkingar fói-u betur af stað
og höfðu forystuna lengstum í fyrri
hálfleik. En í þeim síðari náðu Norð-
anmenn yfirhöndinni og um tíma
var ekki laust við að það væri farið
að fara um stuðningsmenn UMFN.
En á lokamínútunum náðu
Njarðvíkingar að snúa leiknum sér
í hag og sigruðu verðskuldað. Þá
voru þeir Valur Ingimundarson og
Bandaríkjamaðurinn Bo Heiden í
liði Tindastóls gjörsamlega búnir,
en þeir félagar skoruðu 70 stig
samtals í leiknum.
Liði Njarðvíkinga hefur bæst
góður liðsstyrkur þar sem Banda-
ríkjamaðurinn Patrick Releford er.
Hann fór sér hægt í upphafi en
sótti stöðugt í sig veðrið eftir því
sem á leikinn leið. Releford var
áberandi góður í vörninni, varði
nokkur skot Sauðkrækinga með til-
þrifum og skoraði auk þess 31 stig.
Teitur Orlygsson var góður að
vanda og í leiknum skoraði hann 4
3ja stiga körfur, þar af þijár í röð
í fyrri hálfleik. Valur Ingimundar-
son og Bo Heiden voru bestu menn
Tindasóls, lítil breidd reyndist liðinu
örlagarík, en eiga samt áreiðanlega
eftir að vinna marga sigra í vetur.
ValurB.
Jónatansson
skrifar
ÍR-ingar
enn með
fullt
hús stiga
ÍR-ingar eru með fullt hús stiga
eftirtvo fyrstu leiki sína í úr-
valsdeildinni. í fyrstu umferð
unnu þeir Reyni og á sunnu-
daginn sigruðu ÍR-ingar Vals-
menn með teggja stiga mun,
81:79, eftir að hafa haft góða
forystu allan leikinn.
IR-ingar byijuðu mjög vel og
komust í 15:2 og síðan 26:6 þeg-
ar 10 mínútu voru liðnar og virtust
ætla að kafsigla Valsmenn strax í
fyrri hálfleik. Vals-
menn voru ótrúlega
slakir á þessum
kafla, en náðu að
taka sig saman í
andlitinu og minnka muninn í níu
stig fyrir leikhlé.
IR-ingar höfðu forystu allan
síðari hálfleik. Mestur varð munur-
inn 18 stig, 62:44. Valsmenn sóttu
í sig veðrið í lokin og munaði
minnstu að .þeim tækist að jafna.
Bandaríkjamennirnir í liðunum,
Thomas Lee hjá ÍR og Chris Be-
hrends hjá Val, fengu báðir sína
fjórðu villu í upphafi síðari hálf-
leiks. Lee fór þá útaf og kom ekki
inná_ fyrr en undir lokin og veikti
það ÍR liðið. Behrends lék hins veg-
ar allan síðari hálfleikinn og átti
þá frábæran leik og gerði 22 stig.
Hann skoraði flestar körfur sínar
eftir einstaklingsframtak. Mjög
fjölhæfur leikmaður sem virðist
geta leikið allar stöður. Valsmenn
eiga erfitt ferkefni fyrir höndum
því það er margt sem þarf að lag-
færa.
ÍR-liðið sýndi góð tilþrif, sérstak-
lega í fyrri hálfleik. ÚJthald virðist
hijá liðið, en á góðum degi getur
ÍR unnið hvaða lið sem er í deild-
inni. Björn Steffensen var bestur
ÍR-inga og var maðurinn á bak við
velgengi þeirra í fyrri hálfleik en
þá gerði hann 22 stig.
Morgunblaðið/Einar Falur
Patrick Releford, nýji Bandaríkja-
maðurinn í liði Njarðvíkinga, komst
mjög vel frá sínum fyrsta leik.
Jonathan Bow, Henning Henningsson og
ívar Ásgi'Imsson, Haukum. Clnis Be-
lirends, Val. Palrick Releford. og Teitur
Örlygsson, Njarðvík. Valur Ingimundarson
og Bo Heiden, Tindastóli.
ívar Webster og Pálmar Sigurðsson, Hauk-
um. Guðmundur Björnsson og Konráð
Óskarsson, Þór. Thomas Lee, Björn Stef-
fenscn og Jólianncs Sveinsson, IR. Guðni
Hafsteinsson, Val. Holgi Rafnsson,
Njarðvík. Guðmundur Bragason og Rúnar
Árnason, Grindavík. David Grisson og Jón
Ben Einarsson Reyni.
Nánar/B 6.
Nánari upplýsingar um
körfuknattleiksleiki helgar-
innar, stigaskor einstakra
manna, gangur leikjanna
og staða í deildum er á bls.
B 6.