Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTOBER 1989
B 3
HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNIN
Uppreisn
æru!
Valsmenn Í2. um-
ferð eftir öruggan
sigurá Kyndli
VALSMENN fengu uppreisn
æru í gær er þeir sigruðu fær-
eyska liðið Kyndil í síðari leik
liðanna í Evrópukeppni meist-
araliða, 29:14. Valsmenn töp-
uðu fyrri leiknum en sigruðu
samtals 55:41. Þrátt fyrir þenn-
an stórsigur var ieikur Vals
ekki glæsilegur og hefði líklega
ekki dugað til sigurs í 1. deild-
inni.
Valsmenn náðu ekki að hrista
Kyndil af sér fyrr en í upphafi
síðari hálfleiks. Þá var staðan 15:11
og Valsmenn gerðu tíu mörk gegn
einu. Þar með var
LogiB. sigurinn í höfn og
Eiðsson Valsmenn léku sér
skrifar aj) opinni vörn
Kyndils síðustu
mínúturnar.
„Fyrri leikurinn var ekki eðlileg-
ur en þetta var skárra í dag. Við
eigum þó langt í land,“ sagði Þor-
björn Jensson, þjálfari Vals. „Við
erum rétt að byija að æfa og hrein-
lega verðum að gera betur í Islands-
mótinu,“ sagði Þorbjörn.
Brynjar Hat'ðarson og Einar Þor-
varðarson voru bestu menn Vals í
gær. Einar er þó ekki búinn að ná
sér að fullu en varði vel þegar
mest reið á. Valdimar Grímsson og
Jakob Sigurðsson áttu einnig góða
spretti.
Valsmenn eru því komnir í 2.
umferð og reyna líklega að gleyma
þessum leikjum sem fyrst. En eftir
situr sú spurning hvernig Valur gat
tapað á sunnudegi og unnið með
fimmtán marka mun á mánudegi.
Morgunblaðið/Bjarni
Brynjar Harðarson komst vel frá sínum fyrstu leikjum með Vah Hann var markahæstur í báðum leikjunum. Hér er
hann í þann veginn að skora eitt marka sinna í gærkvöldi.
KRhárs-
breidd f rá
2. umferd
„VIÐ skoðuðum fyrri leikinn vel
og lærðum af mistökunum.
Enda var allt annað að sjá til
liðsins og ekki munaði nema
hársbreidd að við héldum
áfram í 2. umferð,“ sagði Jó-
hann Ingi Gunnarsson, þjálfari
KR, við Morgunblaðið eftir
22:20 (11:10) sigur gegn Urædd
í Noregi um helgina.
Sigurinn nægði samt ekki til að
komast áfram, því Norðmenn-
irnir unnu fyrri leikinn 26:22, en
báðir leikirnir fóru fram í Pors-
grunn.
„Spennan var gífurleg í lokin og
síðustu mínúturnar hefði mátt
heyra saumnál detta,“ sagði Jóhann
Ingi. „Norðmennirnir voru með
boltann síðustu 90 sekúndurnar og
staðan 22:19 fyrir okkur. Þegar 13
sekúndur voru eftir náði Leifur
markvörður boltanum, hikaði að-
eins, en ætlaði síðan að senda á
Sigurð Sveinsson, sem var einn
frammi. Línumaður Norðmannanna
náði. að komast inn í sendinguna og
í stað þess að við skoruðum, tryggði
hann Uræd,d áframhaldandi
keppni," bætti hann við.
KR-ingar voru lengst af yfir, en
um miðjan seinni hálfleik náðu
Norðmennirnir tveggja marka for-
ystu. Við það tvíefldust gestirnir,
en herslumuninn vantaði.
Páll Ólafsson, eldri, meiddist í
fyrri leiknum og lék ekki með. Leif-
ur Dagfinnsson var í markinu allan
tímann og stóð sig vel, en mörkin
gerðu:
Stefán kristjánsson 9, Guðmund-
ur Pálmason 5, Sigurður Sveinsson
4, Þorsteinn Guðjónsson 3, Konráð
o Olavson 1.
Vanmat
VALUR varð fyrst íslenskra fé-
lagsliða til að tapa fyrir fær-
eysku liði í Evrópukeppni í
handknattleik. Kyndil lék
heimaleik sinn í Valshúsinu, en
það kom ekki að sök og 27:26
sigurfæreysku meistaranna
var verðskuldaður.
I sperrtir til leiks og var á þeim
að sjá að nánast formsatriði væri
að ljúka dagsverkinu. Það reyndist
þeim erfiðara en
þeir áttu von á og
vonbrigðin leyndu
sér ekki í leikslok.
Varnarleikur
Vals var ekki traustvekjandi svo
vægt sé til orða tekið og nýttu
Færeyingarnir sér það. Andreas
Martensen var iðulega frír á línunni
og eins átti Hannes Wardum ekki
Steinþór
Guöbjartsson
skrifar
Kyndil — Valur
27 : 26
íþróttahús Vals, Evrópukeppni meist-
araliða í handknattleik, íýrsta umferð,
fyrri leikur, sunnudaginn 8. október
1989.
Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 2:2, 2:5,
5:5, 6:6, 6:9, 8:9, 9:10, 9:12, 10:13,
12:13, 14:14, 15:16, 16:19, 19:19,
20:20, 22:20, 22:23, 25:23, 25:25,
26:25, 26:26, 27:26.
Mörk Kyndils: Andreas Martensen 10,
Hannes P. Wardum 8/2, Jonleif Sól-
sker 4, Leivur Holm 3, André Wraae
1, Hans A. Midjord 1.
Varin skot: Regin Jakobsen 1J/2.
Utan vallar: Seíc mínútur.
Mörk Vals: Biynjar Harðarson 8,
Valdimar GHmsson 6, Jakob Sigurós-
son 5, Finnur Jóhannesson 3, Jón
Kristjánsson 3, Júlíus Gunnarsson 1.
Varin skot: Páll Guðnason 9/1, Einar
J>oi,vai’ðai*son 2.
Utan vallar: Sex mínútur.
Áhorfendur: Um 100.
Dómarar: Bixíman og Blademo frá
Svíþjóð.
í erfiðleikum með að athafna sig
hægra megin fyrir utan. Páll
Guðnason stóð sig samt vel í mark-
inu í fyrri hálfleik, en „verjan
sprakk og allt lak inn“ eftir hlé.
Sóknarleikur íslandsmeistaranna
var lengst af ómarkviss og ótrúleg
mistök vora áberandi, en Brynjar
Harðarson gerði samt laglega hluti.
Valsmenn mættu sigurvissir til
leiks og vanmat á mótheijunum
varð þeim fyrst og fremst að falli.
Valsmenn eru ekki með sama lið
og á síðasta tímabili, en virtust
ekki gera sér grein fyrir því á
sunnudag.
Regin Jakobsen varði vel í marki
Kyndils, en annars var vörnin
götótt. Jonleif Sólsker stjórnaði
sókninni, Martensen var hreifanleg-
ur á línunni og Wardum skoraði
nær að vild, en aðrir komu lítt við
sögu.
Valur-Kyndil
29 : 14
íþróttahús ,Vals, Evrópukeppni meist-
araliða í handknattleik, 1. umferð —
‘síðari leikur, (samtals 55:41 ), mánu-
daginn 9. október 1989.
Gangur leiksins: 1:1, 2:2, 5:4, 8:4,
10:5, 13:7, 13:8 15:9, 15:11, 21:11,
25:12, 27:14, 29:14.
Mörk Vals: Brynjar Harðarson 8/3,
Valdimar Grímsson 6, Júlíus Gunnars-
son 5, Jakob Sigurðsson 4, Jón Kristj-
ánsson 2, Finnur Jóhannsson 2, Svanur
Valgeirsson 1, Gísli Óskarsson 1, lngi
Rafn Jónsson, Örn Arnarson.
Varin skot: Einar I>orvarðai*son
15/1, Páll Guðnason.
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk Kyndils: Andrias Maitinsen 8,
Andrias Midgard 3, Jonleif Solsker 2,
Hannes Wardum 1.
Varin skot: Ragin Jakobsen 9/1.
Utan vallar: 6 mínútur.
Dómarar: Krister Broman og Kent
Blademo frá Svíjijóð dæmdu vel.
Áhorfendur: 200.
Keppni bikarhafa:
FOLK
■ SVERRIR Jacobsen, þjálfari
Kyndils, var að vonum yfir sig
ánægður eftir sigurinn gegn Val,
sem var fyrsti sjgur félagsins í
Evrópukeppni. „Ég held að Vest-
manna hafi einu sinni sigrað enskt
lið, en við létum okkur aldrei
dreyma um sigur — þetta er toppur-
inn hjá okkur,“ sagði Sverrir.
■ ÞORBJÖRN Jensson, þjálfari
Vals, var ekki eins kátur. „Það er
allt í lagi að skora 26 mörk, en að
fá á sig 27 er skandall. Það er
enginn sáttur við þetta og menn
eru skömmustulegir, en þetta verð-
ur ekki verrá," bætti hann við.
■ LIÐIN léku einnig saman í
fyrstu umferð sömu keppni í fyrra
og fói'u báðir leikirnir fram í Fær-
eyjum. Valur vann fyrri leikinn
27:16 og þann seinni 24:17.
■ HELGI Gunnarsson, sem var
tímavörðúi', sagði fyrir leikinn að
Valsmenn væru heppnir að enginn
eftirlitsdómari var til staðar. Klukk-
an á móti ritaraborðinu var biluð
og þurftu tímaverðir að nota skeið-
klukkur. „Þetta er afturför —
vinnubrögð eins og tiðkuðust á
Hálogalandi. Eftirlitsdómari hefði
ekki látið leikinn hefjast við þessar
aðstæður," sagði Helgi.
■ FÆREYINGAR stigu villtan
dans í leikslok og stilltu sér upp
fyrir myndatöku enda söguleg
stund. Þegar Vestmanna og
Víkingur gerðu jafntefli í Evrópu-
keppni fyrir þremur árum, 26:26,
í fyrri leik liðanna, braust út mikil
gíeði í Þórshöfn og fagnaðarlætin
hafa varla verið minni að loknum
sigrinum á sunnudag.
Baráttuleysi
- Stjörnunnar kom á óvart í Halmstad
SEINNI leikur Drott og Stjörn-
unnar í 1. umferð Evrópu-
keppni bikarhafa, sem fram fór
í Halmstad á sunnudag, var
sem endurtekning á fyrri leikn-
um. Drott sigldi fram úr þegar
í byrjun og tala tölurnar, 7:1,
10:2, sínu máli, en úrslit urðu
27:20.
Leikur Stjörnunnar var vægast
sagt mjög daufur og vakti at-
hygli að leikmennirnir börðust ekki.
„Þó boltatæknin sé ekki alltaf í lagi
hjá íslenskum liðum,
Frá þá beijast þau eins
Þorbergi 0g grenjandi ljón.
Aðalsteinssyni Stjarnan gerði hins
vegar ekkert, reyndi
ekkert nýtt,“ sagði Ulf Sivert, þjálf-
ari Drott.
Gunnar Einarsson, þjálfari
Stjörnunnar, kenndi um reynslu-
leysi. „Sjálfstraustið vantaði," sagði
hann.
Ekki er hægt að hæla neinum,
en Patrekur Jóhannesson, sem er
17 ára, kom einna helst á óvart og
gerði fjögur mörk í sex tilraunum.
Aðrir, sem skoruðu voru:
Gylfi Birgisson 5, Skúli Gunn-
steinsson 3, Axel Björnsson 3, Ein-
ar Einarsson 3/2, Sigurður Bjarna-
son 1 og Sigurður Guðmundsson 1.
B JÓN H. Karlsson var kynnir
og var eins og aðrir Valsmenn ör-
uggur með sigur. „Nú slökkti Valdi
nær á kyndlinum," sagði þulurinn,
þegar Valdimar Grímsson skoraði
seint í fyrri hálfleik.
■ NOKKRIR FÆREYINGAR
voru á meðal um 100 áhorfenda
og yfirgnæfðu hvatningarhróp
þeirra stuðningsmenn Vals.
I JAKOB Sig'urðsson hefur tekið
við fyrirliðastöðu Vals af Geir
Sveinssyni, sem leikur nú með
Granollers á Spáni.
■ EINAR Þorvarðarson fór í
mark Vals undir lokin. Þetta var
fyrsti leikur hans síðan hann meidd-
ist gegn Pólverjum í úrslitaleik
B-keppninnar í Frakklandi 26.
febrúar s.l.
■ KA frá Akureyri mætti Kyndli
í æfingaleik í Færeyjum fyrir
skömmu og lauk leiknum með sigri
Akureyringanna, 30:15. Þá vant-
aði að vísu línumanninn Andreas
Martensen í lið færeysku meistar-
anna, en hann gerði 10 mörk gegn
Val.
■ GUÐJÓN Guðmunclsson, að-
stoðarmaður Bogdans landsliðs-
þjálfara, var á meðal áhorfenda.
„Þetta tap er háalvarlegt mál og
úrslitin reyndar öll í Evrópumótun-
um að þessu sinni. Það má ekki
segja þetta og margir hér heima
vilja ekki viðurkenna staðreyndir,
en tilfellið er að mikil gjá er á milli
árangurs félagsliðanna og lands-
liðsins,“ sagði Guðjón.
■ KRISTER Brodin frá Svíþjóð
dæmdi báða leikina ásamt landa
sínum Kent Blademo. Þetta var
17. ferð Bromans til íslands og
hann hefur dæmt rúmlega 40 leiki
hér á landi. Hann á þó -ekki metið
því danski dómarinn Palle Thoma-
sen hefur komið 19. sinnum til ís-
lands.