Morgunblaðið - 10.10.1989, Page 4

Morgunblaðið - 10.10.1989, Page 4
4 B MORGUNBLAÐE) ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTOBER 1989 HANDKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ Grótta slapp fyrir hom IR-ingartaugaóstyrkir, en ótrúlega óheppnir GRÓTTA slappfyr- ir horn á laugar- dag, er liðið vann nýliða ÍRá Seltjarn- arnesi meðeinu marki, 21:20, í fyrsta leik liðanna í 1. deild karla á þessutímabili. Grótta hafði reynd- ar ávallt undirtök- in,en það varfrek- ar vegna ótrúlegrar óheppni taugaó- styrkra ÍR-inga en yfirburða heima- manna. Stefán Arnarson. Þorlákur Arnason. Steinþór Guðbjartsson skrifar Grótta byrjaði vel og nýttu leik- menn sér taugaóstyrk nýlið- anna út í ystu æsar. Leikur heima- manna var engu að síður sveiflu- kenndur, en lánið lék ekki við gestina og ekki bætti úr skák að þeir fóru á stundum illa með dauðafæri. Tvisvar var munurinn fimm mörk, en staðan í hálfleik var 12:8. Leikur ÍR-inga var allt annar og betri eftir hlé, en þeim tókst samt ekki að jafna, 17:17, fyrr en rúmar 11 mínútur voru til leiksloka. Þeir höfðu eflst jafnt og þétt og virtust vera að taka leikinn í sínar hendur, en þarna urðu kaflaskipti. Þorlákur Árnason fór í mark Gróttu og varði þrjú skot, þegar félagar hans voru að gefa eftir. Þessi markvarsla skipti sköpum og Grótta náði tveggja marka forystu á ný. ÍR- ingar voru með boltann síðustu mínútu leiksins, en var fyrirmunað að skora og urðu að sætta sig við tap. Stefán Arnarson var besti maður Gróttu og leiksins og áður er minnst á þátt Þorláks Árnasonar, en aðrir heimamenn léku undir getu, sér- stajdega í sókninni. ÍR-ingar eru með jafnt lið, en Sigfús Orri Bollason var atkvæða- mestur að þessu sinni. Leikurinn í tölum/B6 „Vona að fall sé fararheill“ - sagði Eyjólfur Braga- son, þjálfari ÍR „ÉG vissi ekki að svona óheppni væri til. Við gerðum okkur seka um ótrúleg sóknarmistök, þegar við þurftum að halda haus, en engu að síður vorum við nálægt því að sigra. Strákarnir yfir- spenntu sig, en undir eðlilegum kring- umstæðum hefðum við sigrað," sagði Eyjólfur Bragason, þjálfari ÍR, eftirtapið gegn Gróttu. Eyjólfur sagði að húsið á Nesinu væri dæmigerð „ljónagryfja“. „Það er erfitt að spila þarna. Áhorfendur eru vel með á nótunum og það er erfitt að fóta sig, því línurnar sjást illa, en ég held einmitt að heima- vellirnir eigi eftir að gera deildina skemmti- lega í vetur. Ekkert lið getur bókað sigur, allir geta unnið alla, og því eiga stigin eftir að dreifast. Það er að vissu leyti gott að vera dæmdur niður, því þá er pressan á mótheijunum hvetju sinni. Við biðum lengi eftir fyrsta leikn- um og ræddum um að betra hefði verið að ná sviðsskrekknum úr hópnum gegn sterkara liði, en ég vona að fall sé fararheill. Hins vegar er erfitt að leika gegn Gróttu. Liðið ætlar sér ekki um of, liðsheildin er sterk með leikmenn, sem geta klárað dæmið upp á eigin spýtur, og því á ég ekki von á að Grótta falli,“ sagði Eyjólfur. Morgunblaðið/Bjarni Guðmundur Þórð- arson, aldursforset- inn í liði ÍR, stöðvar Halldór Ingólfsson, Gróttu, sem svo oft í leik liðanna á laugar- dag. „Mótið vinnst á innan við 25 stigum“ „MÍNIR menn voru ekki góðir í þessum leik og í raun er það ÍR að þakka að við fengum bæði stigin," sagði Árni Ind- riðason, þjálfari Gróttu, við Morgunblaðið eftir leikinn. Ární sagði að leikurinn hefði þróast eins og við var að búast. „Það er dæmigert fyrir nýiiða að byija illa á útivelli — það tekur tíma að venjast nýju húsi. Þessi lið, Grótta og IR, ásamt HK verða í fallbaráttu, en ÍR-ingar höfðu það fram yfir okk- ur að þeim hefur verið spáð falli og að því leytinu til hafa þeir allt að vinna og engu að tapa enda seldu þeir sig 120%. Munurinn i fyrri hálfleik var ekki marktækur. Ég vissi að seinni hálfleikur yrði erfiður og við töluðum um það í hléínu. Þetta var fjögurra stiga leikur í botn- baráttu og mínir menn vissu að þeir yrðu að halda settu striki, en urðu taugaóstyrkari fyrir vikið. Liðin í deildinni eru jafnari nú en oft áður — stigin eiga eftir að dreifast og mótið vinnst á innan við 25 stigum,“ sagði Árni. VESTUR ÞYSKALAND Bernhard Thiele. Bernard Thiele hættur eftir 17 ára formennsku ernhard Thiele, sem hefur ver- ið formaður v-þýska hand- knattleikssambandsins í sautján ár, sagði starfi sínu lausu um helgina á ársþingi v-þýska sambandsins. Thiele táraðist þegar hann tilkynnti þetta. Slæmt gengi v-þýska landsliðsins í B-keppninni í Fi-akklandi, þar sem v-þýska liðið féll í C-keppnina, varð til þess að Thiele og öll fyrrum stjórn sambandsins hætti störfum. Við formennsku tók Hans-Jörge Hinrichs frá Stuttgart, sem sagði að það væri aðeins ein stefna fram- undan: „Að tryggja landsliði V-Þýskalands aftur sæti í A-keppn- 1.DEILD KVENNA Fyrsti sigur Grótt NÝLIÐAR Gróttu unnu öruggan sigur á KR á laugardag. Grótt- ustúlkur höfðu fimm marka for- skot í leikhléi 13:8 og sigruðu 25:21. Nágrannarnir í Hafnar- firðinum, FH og Haukar áttust við í baráttuleik sem lauk með naumum sigri FH-inga 15:14. Staðan í leikhléi var jörn 9:9. Valsstúlkur unnu bikarmeist- ara Stjörnunnar í spennandi leik í Valsheimili. Stjarnan var tveimur mörkum yfir i leikhléi 8:10, en Valsarar voru sterkari ísíðari hálfleik og unnu 17:16. Það var brotið blað í sögu Gróttu þegar kvennalið þeirra í hand- knattleik sigraði KR á laugardag, en þetta var fyrsti 1. deildar sigur liðsins. Leikurinn Katrín fór rólega af stað Friðriksen og var jafnt á öllum skrifar tölum framan af. Góður leikkafli Gróttustúlkna undir lok fyrri hálf- leiks gaf þeim fimm marka forskot í leikhléi. KR-stúlkur áttu undir högg að sækja í síðari hálfleik og gekk erfið- lega að vinna upp forskot Gróttu. Sigurbjörg Sigþórsdóttir var að venju atkvæðamikil í liði KR en Þuríður Reynisdóttir og Laufey Sig- valdadóttir skoruðu mest fyrir Gróttu. Nágrannaslagur Sterkur varnarleikur var í fyrirr- úmi hjá nágrannaliðunum í Hafnar- firði er þau mættust á laugardag. Bæði liðin hafa misst lykilmann- eskjur og má búast við erfiðum vetri framundan hjá þeim. Leikurinn var jafn frá byrjun til enda og hvorugt lið náði afgerandi forskoti. Haukar voru öllu frískari Laufey Sigvaldadóttir, hin unga ðar móttökur hjá varnarmönnum Ki staðið en lið hennar sigraði KR 25:2 í fyrri hálfleik og yfirleitt fyrrí til að skora, en FH jafnaði fyrir leik- hlé. Síðari hálfleikur var svipaður þeim fyrri og það var ekki fyrr en rétt undir lokin sem FH náði að knýja fram sigur. Tvö stig til Vals Valui' og Stjarnan áttust við í skemmtilegum leik á laugardag. Mikil barátta og hratt spil ein- kenndi leikinn og skiptust liðin á að halda forystunni. í leikhléi hafði Stjarnan náð tveggja marka for- skoti, en um miðjan síðari hálfleik jöfnuðu Valsstúlkur og náðu síðan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.