Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1989næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRŒXJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989 B 5 FH-ingar afgreiddu ný- liðana í fyrri hálfleik Fjórir leikmenn fengu rauða spjaldið, tveir úr hvoru liði | Morgunblaðið/Bjarni j efnilega skytta Gróttu, fær hér óblí- JLaufey hafði (ló betur þegar upp var ! forskoti sem þær létu ekki af hendi. í Sigrún Norfjörð átti góðan leik ! í marki Vals og átti mikinn þátt í I að halda hornamönnum Stjörnunn- ! ar niðri, en þær eru yfirleitt at- s kvæðamiklar fyrir lið sitt. Liðsheild I Vals var sterk í leiknum, en ástæða er til að minnast á góðan leikkafla I Unu Steindóttur um miðjan síðari í hálfleik. Ragnheiður Stephensen 1 var atkvæðamest hjá Stjörnunni, : en sóknarleikur liðsins 'leið fyrir það í að Erla Rafnsdóttir lék ekki með í 3 síðari hálfleik vegna meiðsla. | ------------------------------ ■ Skorarar/B 6. FH, sem spáð hefur verið ís- landsrneistaratitlinum, komst nokkuð auðveldlega yfir fyrstu hindrun sína í Hafnarfirði á laugardaginn. Mótherjarnir voru nýliðarnir í 1. deild, HK. FH hafði átta marka forskot í leikhléi og voru úrslitin þá nán- ast ráðin. Síðari hálfleikur var þó fjörugur einkum fyrir þær sakir að fjórir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið hjá dóm- urunum. FH átti í miklum erfiðleikum með að hrista nýliðana af sér í byijun. Eftir stundarfjórðung var staðan jöfn, 4:4 'og mátti ekki á BHBBH milli sjá hvort liðið ValurB. var að hafja feril lónatansson sinn í 1. deild. Þá skritar ul.^u kaflaskipti, FH-ingar fóru að sýna sitt rétta andlit og gerðu fjög- ur mörk án þess að HK næði að svara. Munurinn jókst síðan og var átta mörk er flautað var til leikhlés. FH-ingar héldu sama mun fram í miðjan síðari hálfleik eða þar til Hafnfirðingar gerðust kærulausir. HK-menn nýttu sér það og minnk- uðu muninn í þijú mörk, 27:24, þegar þtjár mínútur voru til leiks- loka. Þá gerðist það að þrír leik- menn fengu rauða spjaldið í sömu sókninni, tveir FH-ingar og einn HK-maður. Rauðu spjöldin FH var í sókn er Ásmundur Guð- mundsson braut illa á Jóni Erlingi og fékk fyrir það rauða spjaldið. Héðinn Gilsson kom aðvífandi til að skakka leikinn með því að ganga Ásmund niður og fékk fyrir það sömu málagjöld og Ásmundir. Þar með er sagan ekki sögð því Jón Erling borgaði fyrir sig með því að kasta boltanum í Ásmund og fékk einnig að fjúka útaf. Áður hafði HK-maðurinn Eyþór Guðjónsson fengið rauða spjaldið fyrir þijár áminningar. Síðustu mínúturnar lék FH með þijá útileikmenn á móti fjórum hjá HK. Það kom ekki að sök fyrir heimamenn sem eru reynslunni ríkari og bættu við einu marki áður en yfir lauk. FH-ingar léku mjög vel helming leiksins, síðari stundarfjórðunginn í fyrri hálfleik og fyrri í síðari hálf- leik. Ef liðið leikur þannig í vetur er fátt sem getur komið í veg fyrir að liðið verði meistari. Sóknin hefur ekki verið vandamál hjá liðinu og var það ekki í þessum Ieik. Það eru Morgunblaðið/RAX Héðinn Gilsson skoraði fjögur mörk gegn nýliðum HK í Hafnarfirði á laugardag. Hér er knötturinn á leiðinni í netið hjá Bjarna Frostasyni, eftir skot Héðins (nr. 10). Eyþór Guðnason og Gunnar Gíslason reyna að stöðva stórskyttuna ungu, en án árangurs. Þorgils Óttar Mathiesen (nr. 2) hefur blokkerað vel fyrir Héðin. þó ýmsir agnúar á vörninni sem þarf að laga. Oskar, Gunnar og Þorgils Óttar voru bestu leikmenn liðsins og eins varði Guðmundur vel í fyrri hálfleik. HK-liðið er mjög ungt og reynslulítið, meðalaldur leikmanna er 20 ár, og því erfitt að dæma lið- ið af fyrsta leiknum. Það er ljóst að ekkert lið hefur efni á að van- meta þessa ungu stráka. Baráttan er fyrir hendi og hún á áræðanlega eftir að reynast liðinu vel í vetur. Gunnar Már Gíslason var besti leik- maður liðsins og eins lék Óskar Elvar, fyrirliði, vel. Leikmenn beggja liða þurfa að reyna að stilla skap sitt, kapp er best með forsjá. Þó svo að mikið sé í húfi má ekki gleyma því að þetta er jú leikur. Leikurinn tölum/B 6. Páll Björgvinsson, þjálfari HK: Dómararnir báru of mikla virðingu fyrir FH-ingum í fyrri hálfleik... J=>orgils Óttar: Ánægður meðfyrri hálfleik Þorgils Óttar Mathiesen lék sinn fyrsta leik sem, þjálfari FH- inga gegn HK. „Ég er mjög ánægð- ur með fyrri hálfleikinn hjá okkur, vörnin og markvarslan var þá góð. Við slökuðum á undir lokin og þá náði HK að minnka muninn,“ sagði Þogils Óttar. „Við erum í góðu líkamlegu formi, en vantar enn upp á spilfor- mið. HK-inenn eru með gott lið og það var ekki vegna þess að við lék- um illa að þeir stóðu í okkur. Þeir eiga eftir að taka sig á. Ef þetta er munurinn á efsta og neðsta lið- inu, eins og spá leikmanna fyrir mótið, er ekki mikill munur á liðun- um í deildinni. Ég held að þetta eigi eftir að vera jafnt og spenn- andi mót.“ ÍÞRÚmR FOLX ■ FH vann þrefaldan sigur í handknattleik á laugardaginn og má því segja að það hafi verið sann- kallaður FH-dagur. FH sigraði HK í 1. deild karla. í 1. deild kvenna léku FH og Haukar og þar sigraði FH, 15:14 og í 2. deild karla sigr- aði FH-b lið Selfoss, 16:15. ■ GUÐJÓN Árnason, fyrirliði FH-inga, gat lítið verið með í leik FH og HK á laugardaginn. Hann tognaði á ökkla á fyrstu mínútu leiksins og kom ekki inná aftur. fyrr en á lokamínútunum. ■ AUÐUR Á. Hermannsdóttir skoraði 11 mörk fyrir Selfoss gegn Þrótti í 2. deild kvenna á laugar- daginn. Selfoss sigraði með 24 mörkum gegn 18. Páll Björgvinsson, þjálfari HK, var ekki ánægður með dómarana í leiknum. „Dómararnir báru of mikla virðingu fyrir FH-ingum í fyrri hálfleik og það gerði gæfumuninn. Það er alltaf erfítt að vinna upp átta marka forskot. Tapið segir ekki allt því það voru ýmsir góðir punktar í þessu hjá okkur. Liðið er reynslulítið en reynslan kemur með tímanum," sagði Páll. „Ef liðið heldur áfram á þessari braut kvíði ég engu. Baráttan var til stað- ar allan tímann. Eins til tveggja marka tap hefði ekki gefið ranga mynd af leiknum.“ „Það er aldrei að vita nema ég fari að leika með svona til að halda strákun- um við efnið,“ sagði Páll aðspurður um hvort hann ætlaði að leika með liðinu í vetur. Þorgils Óttar. Páll Björgvinson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Íþróttir (10.10.1989)
https://timarit.is/issue/122805

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Íþróttir (10.10.1989)

Aðgerðir: