Morgunblaðið - 29.10.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.10.1989, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR £UNNUDAG4R*29. OKTÓBER 1989 ---------------------------------------------------------— Hvað ræötir breyliiig- iini á íbúöamarkaöi? Sveiflur í útflutningstekjum eru undirrót hins mikla óstöðug- leika í íslensku efiiahagslífi sem endurspeglast í helstu mælanleg- um hagstærðum s.s. hagvexti, kaupmætti og fjárfestingum. Þessar sveiflur hafa ekki síður áhrif á breytingar á íbúðamark- aði en aðrir þættir samfélagsins. í riti Þjóðhagsstofnunar, „Hús- byggingar og mannvirkjagerð 1945-1986“, er gerður saman- burður á ibúðarframkvæmdum áranna 1958 til 1985 og nokkrum lykilstærðum. Þar kemur fram að samband virðist vera á milli íbúðarframkvæmda og útflutn- ingstekna og á milli íbúðarfram- kvæmda og lána til íbúðabygg- inga. Hér skal við bæta að útlána- geta er háð árferði og þá er eftir- spurn lánsfjár einnig háð ár- ferði, svo útlán eru að stórum hluta afleidd stærð af útflutn- ingstekjum og árferði. Iathugun Þjóðhagsstofnunar virt- ist lítið samband vera á milli raunvaxta íbúðarlána og íbúðar- framkvæmda. Aftur á móti riðlast nokkuð samband íbúðarfram- kvæmda við út- flutningstekjur og útlán eftir að raunvextir til íbúðabygginga urðu jákvæðir árið 1979. Þá getur einnig hafa haft áhrif á bygginga- framkvæmdir að eftir Guðmund Gylfo ';son Guðmundssor. lan til kaupa a eldri íbuðum komu til hjá Húsnæðisstofnun á árunum fyrir 1980 og búseturöskun hófst á ný í byijun þessa áratugar. Segja má að sá sem ætlar að eignast íbúð hafi um tvo kosti að velja, fjárfesta í nýbyggingu eða kaupa notaða íbúð. Sá kostur sem er valinn ræðst af atriðum s.s. mis- mun á markaðsverði notaðra og kostnaðai’verði nýbyggðra íbúða, mismun á lánamöguleikum nýrra og notaðra íbúða og svo af gerð, stærð og staðsetningu nýrra eða notaðra íbúða. Samspil framboðs og eftirspurn- ar skiptir hér sköpum eins og yfir- leitt í viðskiptum og auk framan- taldra atriða ráða eftirtaldir þættir miklu. Framboð íbúða ákvarða þættir s.s. sá húsakostur sem fyrir hendi er, nýbyggingar, aðgangur verk- taka að lánsfé, vextir, sparnaðar- kostir aðrir en íbúðareign og þá hefur framboð byggingarlóða áhrif á framboð nýbygginga. Helstu atriði sem hafa áhrif á eftirspurn íbúða eru m.a. kaup- máttur einstaklinga, greiðslukjör, lánamöguleikar, vextir, kostir ann- arra sparnaðarforma og fjölgun íbúa á viðkomandi svæði. Hér að ofan hefur verið minnst á nýbyggingamarkaðinn en lítum nú aðeins á markað fyrir notaðar (eldri) íbúðir. Þegar vegnir eru saman fram- boðs- og eftirspurnarþættir fyrir markað notaðra íbúða og reynt að fá fram vægi þeirra hagstærða sem eru áhrifavaldar á markaðnum, er yfirleitt gengið út frá þeirri for- sendu að framboð sé stöðugt til skamms tíma. Þessi forsenda bygg- ir á því að byggingartími íbúða sé langur og að hlutfallslega lítið magn íbúða bætist við á ári hveiju. (Nú eru íbúðir í landinu um 90.000 og nýbyggingar á ári um 1.500. Um 4.500 eldri íbúðir skipta um eigendur að jafnaði árlega svo ný- byggingar eru um 25% af heildar- veltu íbúða á markaði.) Forsendan um stöðugt framboð til skamms tíma gerir það að verk- um að eftirspurnaþættirnir verða ráðandi. En hveijir eru þessir þætt- ir? Hér verður ekki farið út í töl- fræðilega reikninga heldur stillt upp tveimur myndum sem sýna sam- band raunverðs á íbúðamarkaði notaðra fjölbýlisíbúða í Reykjavík og kaupmáttar annars vegar og samband raunverðs íbúða og útlána Húsnæðisstofnunar hins vegar. í umfjöllun um nýbyggingamark- aðinn í riti Þjóðhagsstofnunar voru útflutningstekjur teknar sem við- miðun en nú er miðað við kaup- mátt. Því miður er ekki auðvelt að fá fram upplýsingar um heildarút- lán til íbúðarfjárfestinga svo notast er við tölur um útlán Húsnæðis- stofnunár. Aðrir eftirspurnarþættir verða ekki teknir til samanburðar þó upplýsingar séu fyrir hendi, t.d. hefur raunávöxtun á útlánum Hus- næðisstofnunar verið nær stöðug allt tímabilið. Þá hefur fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu verið mikil á tímabilinu, sérstaklega árin 1987 og_1988. A mynd 1 er sýnd þróun raun- verðs fjölbýlisíbúða í Reykjavík og kaupmáttur allra hópa í ASI á árun- um 1980 til byijunar árs 1989. Þegar myndin er skoðuð virðist ljóst að jákvæð fylgni sé á milli kaup- máttar og fasteignaverðs og að kaupmátturinn breytist aðeins á undan fasteignaverðinu. Tvær und- antekningar eru þó á þessari reglu. í fyrsta lagi þá hækkar fast- eignaverð meira árið 1982 en aukn: ing kaupmáttar gefur til kynna. í öðru lagi þá lækkaði raunverð íbúða ekki eins og ætla mátti í kjölfar ' kjaraskerðingarinnar 1982 til 1983. Raunverðslækkun íbúða verður árið 1983, en lækkunin hættir árið 1984 og frestast síðan eða hliðrast fram á árið 1985, þegar mikil raunverðs- lækkun verður. Orsök raunverðshækkunar á íbúðum árið 1982 er ekki ljós og verður ekki reynt að skýra hana hér. Aftur á móti má ætla að frest- un (hliðrun) verðlækkunarinnar 1984 megi skýra með mikilli aukn- ingu á útlánagetu Húsnæðisstofn- unar ríkisins það ár. Á mynd 2 er sýnd þróun raun- verðs fjölbýlishúsaíbúða í Reykjavík og útlána Byggingarsjóðs ríkisins. Efri brotna línan sýnir heildarútlán en sú lægri lán til kaupa á eldra húsnæði. Það sem einkennir útlán Byggingarsjóðsins á þessum tíma- bilum eru tvö stór stökk í útlána- getu. Fyrra stökkið er árið 1984 en þá hækka heildarútlán miðað við lánskjaravísitölu um 68% og lán til eldra húsnæðis um 106%. Síðara stóra stökkið er árið 1987 en þá hækka heildarútlán um 42% að raunvirði og lán til eldri íbúða hækka mun meira eða um 166%. Hækkun heildarútlána árið 1987 kemur eingöngu fram í lánum til eldri íbúða. Hækkun útlána árið 1984 verður þegar nýlokið er miklu samdráttar- skeiði í kaupmætti og kaupmáttur er mjög lágur. Hækkun útlána stöðvar því raunverðslækkun á fast- eignum árið 1984 og frestar lækk- uninni um eitt ár. I kjölfar febrúarsamninganna árið 1986 varð mikil kaupmáttar- aukning og einnig var gengið frá nýjum lögum um Húsnæðisstofnun sem tóku gildi þá um haustið. Greiðslur lána samkvæmt nýju lög- unum hófust þó ekki fyrr en á árinu 1987. Lögin frá 1986 tryggðu mjög aukið fjármagn til Húsnæðisstofn- unar sem fór einkum í útlán til kaupa eldri íbúða. Þetta aukna fjár- magn kom bæði frá ríkissjóði og lífeyrissjóðum sem fengu auknar skyldugreiðslur frá sínum félögum. Samverkandi kaupmáttaraukn- ing og aukin útlánageta Húsnæðis- stofnunar varð síðan til þess að mikil raunverðsaukning varð á íbúðum á tveggja ára tímabili frá miðju ári 1986 fram á mitt ár 1988. í framansögðu máli er því haldið fram að skýra megi verðþróun ár- anna 1980 til 1989 út frá þróun kaupmáttar og útlánum Húsnæðis- stofnunar á tímabilinu. Aftur á móti er ljóst að fleiri skýringar- þættir hafa og munu hafa áhrif á verðþróun íbúða þó svo þeir þættir hafi ekki verið teknir til umijöllunar hér eða ef til vill ekki verið virkir á þessum tíma. Mynd 1. Fjölbýlishús í Reykjavík og kaup- máttur heildarl. allra hópa í ASÍ. Janúar 1984 = 100. Ársfjórðungs- tölur. Heimild: Fasteignamat ríkis- ins. Meðaltal 1984 = 100. Ársfjórð- ungstölur. Heimild: Kjararannsókn- arnefnd. Fasteignaverð í Reykjavík miðað við lánskjaravísitölu. Kaupmáttur heildarlauna miðað við vísitölu framf.kostn. Höfundur er hagfræðingur hjá Fasteignamati ríkisins. Hverfisgata - Hf.: snyrtii. 2ja herb. íb. u.þ.b. 55 fm. Nýl. eld- húsinnr. Verð 3,4-3,5 mlllj. Valshólar: Stór og falleg 2ja-3ja herb. íb. á jarðh. Sérþvottaherb. í íb. Sérgarður. Bílskréttur. Hagst. lán. Verð 4,4-4,5 millj. Hátún: Góð íb. á 1. hæð í lyftuh. u.þ.b. 50 fm. Suöursvalir. Verð 4,0 millj. Krummahólar: Stór og falleg íb. á 2. hæð. Gott útsýni. Hagst. lán áhv. Verð 4,2 millj. Víkurás: 2ja herb. björt og falleg íb. á 3. hæð. Parket. Laus strax. Njarðargata: um 60 fm 2ja-3ja herb. góð íb. á 1. hæð. Verð 4,1 millj. Hamrahlíð: 2ja herb. góð íb. á jarðh. Sérinng. Áhv. frá veðd. ca 1150 þús. Verð 3,7 millj. Seltjnes: 2ja-3ja herb. íb. á jarðh. í þribhúsi v/Kirkjubraut. Nýtt gler. Park- et og flísar á gólfum. Verð 4,5 mlllj. Hamraborg: 2ja herb. mjög.góð íb. á 1. hæð. Verð 4,4 millj. Súluhólar: Samþ., snyrtil. og rúmg. einstaklíb. á jarðh. Verð 2,8 mlllj. Engihjalli: Falleg og björt 67 fm íb. á 7. hæð. Fráb. útsýni. Verð 4,4-4,5 millj. Súluhólar: Björt og falleg íb. um 51 fm á 1. hæð. Gott útsýni. Verð 3,9-4,0 millj. Garðabær: Um 70 fm vönduð íb. í eftirsóttri blokk. Stæði í bílageymslu. Laus nú þegar. Verð 4,9 millj. Grafarvogur: 56 fm nettó ný vönduð íb. á jarðh. Sérlóð. Nýtt veðdlán áhv. Verð 4,9 millj. Mánagata: venduð 35 fm einstklíb. í kj. íb. hefur verið endurn. á smekkl. hátt, m.a. eru allar innr. nýjar. Sérhiti. Verð 2,9 millj. Heiðargerði: Faiieg stór 2ja herb. mikið endurn. risíb. Fallegt útsýnl. Verð 3,7-3,8 millj. Flyðrugrandi: 2ja-3ja herb. rúmg. og björt íb. á jarðh. u.þ.b. 65 fm í eftirsóttu fjölbh. Verð 4, 8 millj. Við Laugaveg: 82 fm ib. á 4. hæð. innr. o.fl. hefur verið endurn. Sval- ir. Verð 4,2 millj. Hraunbær: Rúmg. og björt 70 fm ib. á jarðh. Suðursv. Verð 4,4 millj. Njálsgata: 2ja herb. mjög falleg íb. sem hefur öll verið endurn. M.a. allar lagnir, einangrun, gólfefni, innr. og hreinlætistæki. Sérinng. Laus strax. Verð 4,1-4,2 millj. Jörfabakki: Rúmg. og ósamþ. kjíb. u.þ.b. 50 fm. Snyrtil. eign. Verð 2,9 millj. Krummahólar: Góð u.þ.b. 45 fm íb. á 3. hæð í lyftuhúsi ásamt stæði í bílskýli. Verð 3,8 millj. Ægisíða: Kjíb. með sérgarði. Nýj- ar innr., sérinng. Verð 3,5 millj. Seljabraut: Mjög snyrtil. u.þ.b. 46 fm einstaklíb. (ósamþ.) á jarðh. Fal- legt útsýni. Verð 3 millj. Hvassalerti: Rúmg. u.þ.b. 67 fm íb. Nýl. teppi. Gott útsýni. Verð 4,5 mlllj. Vífilsgata: 2ja herb. björt íb. á 1. hæð. Laus strax. Verð 3,7 millj. Skúlagata: góö íb. á 4. hæð. Fallegt útsýni. Suðursv. Verð 3,2 millj. Snorrabraut: 2ja herb. þokkal. íb. á 2. hæð. Skipti á stærri eign koma til greina. Verð 3,1 millj. Marbakkabraut - Kóp.: 2ja herb. stór kjíb. i þríbhúsi. Væg útb. Verð 3,2 millj. Æsufell: Mjög falleg nýstandsett 2ja herb. íb. á 4. hæð. Sérgeymsla á hæð. Laus strax. Verð 4,1 millj. Skógarás: 2ja herb. ca 65 fm ib. á jarðhæð. Tilb. u. trév. Til afh. nú þeg- ar. Verð 3,8 millj. Engihlíð: 2ja herb. björt kjíb. Ný teppi, eldavél o.fl. Verð 3,6 millj. Rauðarárstígur: 2ja herb. ib. á jarðh. Laus strax. Nýtt gler. Nýl. rafl. Nýtt þak. Verð 3,2-3,3 millj. EIGIVAMIÐIUMIV 2 77 11 ÞINGHOLTSSTRÆTI______3 Svenrir Kristinsson, sölustjóri - Þorleifur Guðmundsson, sölum. Þórólfur Halldórsson, lögfr.-Unnsteinn Beck, hrl., sími 12320

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.