Morgunblaðið - 12.11.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.11.1989, Blaðsíða 24
24 C MÖRGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR BÚNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1989 KVIIiMYNDIR/ErÁratugur Konunnar á nœsta leitif ER erfiðasta mynd sem ég hef nokkurntíma gert,“ segir franski leikstjórinn Bertrand Blier um nýjustu bíómynd sína „Trop belle pour toi“ eða Of falleg fyrir þig, sem bæði gagnrýnendur og áhorfendur í Frakklandi hafa legið marflatir fyrir og opnaði kvik- myndahátíðina í New York á dögunum. Að gera þessa mynd, segir Blier, var „hættulegt, það var óþægilegt. Það var sorglegt. Og það var sársaukafullt". En hann stóðst ekki freisting- una. Eftir að hafa árum sam- an gert hráar og djarfar svartar kómedíur um karlmenn ákvað Blier að sökkva sér oní mynd um nútímakonuna. Þegar kemur að ástinni, átti myndin að spyija: Hvað er það þá eiginlega sem þessar kon- iiTÁSd “r avil->a - °s Indriðoson hvað verður um hinn hefðbundna fransmann (venjulega ein eigin- kona og ein hjákona) ef ástarfugl- amir hans fara ekki lengur eftir settum reglum um ást, afbrýði- semi og framhjáhald? Með aðalhlutverkin fara Jos- iane Balasko, Carole Bouquet og Gérard Depardieu. í myndinni er Depardieu kvæntur stórglæsilegri konu en dag einn verður hann yfir sig ástfanginn af brussulegri skrifstofustúlku með gott hjarta- lag. Til að skapa réttu togstreit- una fékk Blier Chanel-fyrirsæt- una Bouquet í hlutverk eiginkon- unnar en ósköp venjulega, bústna gamanleikkonu í hlutverk við- haldsins. „Of falleg kona veldur alltaf uppnámi," er ein lykilsetningin í myndinni og framvinda hennar sannar það á mjög óvæntan hátt. Allt í myndinni er brotið niður í kjarna sinn með snöggum klipp- ingum og einræðum framan við myndavélina. Allt byggist á krafti tilfinninganna. „Þegar ég var yngri,“ segir Blier, „reyndi ég að segja sögur. Núna reyni ég aðeins Vegna þess að konur voru svo ráðandi í myndinni og við upptök- ur var það stórleikarinn Gérard Depardieu, alltaf karlmennskan uppmáluð, sem þjáðist mest. Ris- inn, sem var vanur að eigna sér myndir, varð næstum óvirkur áhorfandi, sálarlaus kynvera. Hann mætti í tökur og sagði dauf- lega: „Ég geri þá líklega ekkert í dag. Eins og venjulega." „Of falleg" hefur breikkað til muna efnisval Bliers, nú vill hann takast meira á við ástarsambönd séð frá sjóharhóli konunnar eða þar sem konan er ráðandi. Hann á eftir að gera fleiri óþekkar karlamyndir af því hann hefur gaman af því, en hann segir að næsta mynd hans verði með tveimur frábærum frönskum kvenstjörnum nýrrar kynslóðar; Charlotte Gainsbourg og Beatrice Dalle. „Mér finnst ég vera að stíga inn í Öld Konunnar. Ég held við gerum það öll. Ég held að tíundi áratugurinn eigi eftir að tilheyra konunni." að sýna tilfinningar. Ekki einu sinni persónur, aðeins tilfinningar þeirra.“ En það hlýtur að hafa verið honum erfitt að setja sig í spor kvenpersónanna og kafa inní hugsanir þeirra. „Það var mín stóra angist. Hvemig átti ég að skrifa um það sem fram fer í kollinum á konu? Ég hafði aldrei gert það áður og það var mjög erfitt fyrir mig að ímynda mér erótískar fantasíur konu eða hvað hún segði í svefnherberginu. Svo ég bjó það til uppúr þurru. Seinna kom leikkonan Balasko til mín og sagði að þetta væru nákvæmlega orðin sem hún hafði sjálf leitað að í sínu ástarlífi." Hvað vilja nútímakon- urnar? Gér- ard Depardieu og Carole Bo- uquet í Of falleg fyrirþig. Bertrand Blier; Mynd um ástina og framhjáhaldið. BÓKMENNTIR///verjar eru rætur arabísku skáldsögunnar? Mahfouz í íslenskri þýðingu NAGUIB Mahfouz sem fékk Bók- menntaverðlaun Nóbels í fyrra var einn margra óþekktra höf- unda sem sænska akademían heíur veitt þessi verðlaun. Það er kannski fiill mikið að kalla hann óþekktan því meðal bók- menntafólks í arabahciminum er hann að sönnu mikils virtur. Þó ^nokkrar bóka hans hafi siðustu ár komið út í enskum þýðingum var það ekki fyrr en með því að sæma hann nefndum verðlatmum sem fólk á Vesturlöndum fór að kynnast honum. í haust kemur ein bóka hans í íslenskri þýð- ingu, hið mesta fagnaðarefni fróðleiksfúsum lesendum. Skáldsagnahefðin í Evrópu rek- ur sig aftur í aldir. Öðru máli gegnir um arabíska bókahefð. Sagnahefð araba byggðist á allt öðrum lögmálum. I samfélagi þeirra vur hið tal- aða orð aílsráð- andi og langt fram eftir tuttug- ustu öldinni lítið lagt upp úr því að skrá munnmæla- eftir Jóhönnu sögur sem höfðu Kristjónsdóttur gengið frá kyn- slóð til kynslóðar. Arabíska skáldsagan er því beinlínis afsprengi evrópskra áhrifa og arabískir fræðimenn telja venjulega að fyrsta alvarlega tilraunin til að skrifa skáldsögu á arabísku hafi ekki verið fyrr en egypski sagnamaðurinn og höf- undurinn Muhammad Husayn Haykal skrifaði „Zaynab“ árið 1913. í sögunni segir á hástemmd- an hátt frá bóndadóttur nokkurri sem verður fórnardýr fastmótaðra hefða í umhverfinu en reynir að bijótast undan þeim og deyr úr óhamingju og ást sem ekki var jgpdurgoldin. Fræðingar segja að skáldsaga þessi hafi verið stórgölluð en engu að síður telst Haykal hafa verið sá sem varð til að ryðja brautina og senn fylgdu aðrir í fótspor hans og hófu.að glíma við þetta tjáning- arform sem skáldsagan var. Samt varð að bíða í eina kyn- slóð og vel það uns sá höfundur kæmi fram á sjónarsviðið sem hefði það eina markmið í lífi og starfi að hefja arabísku skáldsög- una til vegs og virðingar, ná tökum á henni og hefja til vegs og virð- ingar. Þar er vitanlega átt við Mahfouz. Hann sendi frá sér sína fyrstu bók 28 ára gamall árið 1939. Síðan hefur hann skrifað um þijátíu skáldsögur og gefið út fjöldamörg smásagnasöfn. Eftir því sem ég veit best var fyrsta skáldsaga hans sem þýdd var á ensku Midaq Alley, og var það árið 1966. Fróðlegt verður að sjá hvernig skrif hans hugnast íslenskum lesendum. Naguib Mahfouz myndin birtist með viðtali við hann hér í sunnudagsblaði Morgunblaðsins fyrir skömmu. DJASS/Verbur nóvemberjafngóbur og október? Stuð í strengjunum SÍÐASTI mánuður var djas- sunnendum ljúfúr. Finnski pía- nistinn, tónskáldið og hljóm- sveitarstjórinn Jukka Linkola hélt hér tónleika með Jazzsveit FIH, Guðmundur Ingólfsson og nafni hans Steingrímsson héldu uppá 110 ára sameiginlegt af- mæli með tónleikum á Kjarvals- stöðum og svo var Heiti pottur- inn í Duushúsi ólgandi hvert sunnudagskvöld. Nóvember lofar einnig góðu því á þriðjudaginn kemur heldur bandarísk djasssveit tónleika í Norræna húsinu. Það er String Trio of New York sem hér leikur á vegum félags- skapar er nefnist Betri tónlist í bænum og styrkir Menningarstofn- un Bandaríkjanna á íslandi framtak- ið. Strengjatríó New York-borgar hefur starfað í tólf ár og er skipað fiðlaranum Charles Bumham, gítarleikaranum James Emery og bassaleikaranum John Lindberg. Þeir tveir sáðastnefndu hafa leikið með frá upphafi en Burnham tók sæti Billy Bang fyrir fjórum árum. Gítaristinn James Emery er íslenskum tónlistarunnendum að góðu kunnur, því hann hefur tvisv- ar haldið hér einleikstónleika. Lék 1986 í Duushúsi og 1987 í Norr- æna húsinu. Gítargeggjarar láta leik hans trúlega ekki fram hjá sér fara því tækni hans er framúr- skarandi og tónhugsunin frumleg. Charles Burnham strauk raffiðlu hjá James Blood Ulmer á ámm áður en með þessu tríói lætur hann rafmagnið lönd og leið og strýkur fiðluna með sveiflu. Hann segin „Þeir tveir er höfðu mest áhrif á mig af fíðlumm vom Eddie South og Grappelli — Grappelli af því hann hafði svo rosalega sveiflu og South vegna yndislegrar tækni. Fiðlan söng í höndum hans.“ Bas- saleikarinn John Lindberg lærði hjá David Izenzon, sem frægur varð í tríói Omette Colemans, en er kannski meira í ætt við Gary Peacock. Strengjatríó vom algeng í New Orleans á uppvaxtardögum djass- ins þegar leika þurfti þægilegri tónlist en þá er afsprengi lúðras- veitanna þöndu. Joe Venuti og Eddie Lang spunnu oft tveir á strengi en frægust allra djass- strengjasveita var sú franska: Le eftir Vernhurö tinnet

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.