Morgunblaðið - 12.11.1989, Side 12
12 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1989
EimiVAD AF SJÁIflM
✓ ✓
>ii;r i HviRini iilm
„Það er eitt sem oss bindur að elska vort land.“ Trafakeflið sem
Halldór skar út fyrir Öræfinga, sem þeir síðan færðu forseta íslands
að gjöf. í forgrunni er trafakeflið forna, frá árinu 1710, sem Halldór
fékk að láni írá Þjóðminjasafiiinu og notaði sem fyrirmynd að verkinu.
Viðtal og myndir: Agnes Bragadóttir
MAÐURINN er löngn
þjóðkunnur fyrir listræna
hæfileika sína. Hann er þó
hógværðin uppmáluð, en aldrei
er djúpt á glettninni. Raunar
er glettnisglampinn hlýi í
augum hans það stöðugur að
manni býður í grun að hann
dofni ekki einu sinni á meðan
hann sefúr. Hann er líka fæddur
og uppalinn á Bæjum á
Snæfjallaströnd, en írá
ísafjarðardjúpi þykja margir
húmoristar hafa komið í
gegnum tíðina. Halldór
Sigurðsson, að Miðhúsum í
Egilsstaðahreppi er svo hagur
með útskurðarhnífinn að leitað
er til hans víða af landinu og
hann beðinn um skera út í tré
allra handa listmuni. Halldór
vinnur við þessa list ásamt syni
sínum Hlyni og reka þeir saman
fyrirtækið Eik sf. Þegar ég hitti
Halldór að máli austur á
Miðhúsum og falaðist eftir
viðtali við kappann, brosti hann
Iítillega og spurði: „Hverju ætti
ég svo sem að segja frá?“ Sneri
sér því næst á nýjan leik að
gripnum sem hann var með í
útskurði. Það reyndist vera
hvorki meira né minna en
trafakefli það sem Öræfingar
gáfú Vigdísi forseta er hún sótti
þá heim nú á dögunum.
Halldór segist
sem unglingur
ávallt hafa ætl-
að sér að verða
bóndi. Hann
hafi einatt haft
gaman af smíð-
um, en búskapur hafi þó fyrst og
fremst höfðað til hans. Hann hafi
því farið í bændaskóla, sem ungur
maður og það nám hafi vissulega
reynst honum góður undirbúningur
fyrir lífið.
— Halldór, hvernig bar það til
að þú fórst að skera á þennan lista-
fallega hátt út tré?
„Það var nú ekki fyrr en eftir
Ég byijað ekkert að skera út fyrr,
en ég hef alltaf verið hneigður fyr-
ir að tálga, allt frá því að ég var
krakki. Eg fór í Handíðaskólanum
sem útskrifaði þá handavinnukepn-
ara. Þar var auðvitað allt mögulegt
smíðað, en ekkert skorið út. Eg
fékk svo vinnu hjá þýskum manni
í Reykjavík sem var með mynd-
skurðarstofu. Þetta gerði ég til þess
að vinna mér inn vasapeninga, en
þar kynntist ég því að fara með
járn, auk þess sem ég varð opinn
og móttækilegur fyrir mismunandi
formum. Ég tel mig hafa haft mjög
gott af þessu. Ari seinna gerðist
ég svo smíðakennari hér austur að
Eiðum og þá fór ég strax að reyna
að afla mér einhverra smávægilegra
tækja, svona mest til þess að þjóna
lundinni. Handíða-
skólinn var þá undir
stjórn Lúðvíks Guð-
mundssonar, þess
merka manns, sem
á sínum tíma stofn-
aði skólann. Eftir
stríðið tók hann að
sér það hlutverk að
útvega skólum efni
og tæki. Hann út-
vegaði m.a. tré-
skurðarjárn og dúkristujárn, sem
skólamir þurftu á að halda. Þannig
eignuðumst við á Eiðum eitt sett
af útskurðaijárnum. Það var nú
kveikjan að því að ég fór að reyna
sjálfur að skera út.
Gerði eftirlíkingu af gömlu
VaJþjófestaðakirkjuhurðinni
Þórarinn á Eiðum var Fljóts-
dælingur og unni náttúrlega kirkj-
unni sinni, enda var hann guð-
fræðingur. Á Fljótsdal voru þeir að
byggja nýja kirkju og Þórarni datt
í hug að sameina gamla Fljóts-
dælinga um að gefa hurð fyrir nýju
kirkjuna, sem hann vildi að væri
eftirlíking af gömlu Valþjófsstaða-
hurðinni, sem er á Þjóðminjasafninu
fyrir sunnan. Af því að ég var að
pota þetta með útskurðaijárn fyrir
augunum á Þórarni, í skólanum á
Eiðum, þá datt honum í hug að ég
myndi kannski geta gert þetta. Ég
neita því ekki að mig langaði svolít-
ið að reyna mig, en hugsaði með
mér, ég get alltaf sett Þórarni skil-
yrði, sem hann getur ekki uppfyllt,
og það gerði ég,“ segir Halldór og
við þessa upprifjun magnast stríðn-
isglampinn í augum hans.
Halldór heldur áfram: „Ég setti
þau skilyrði að tæki ég þetta að
mér, þá yrði hann að útvega mér
afsteypur af hurðinni til þess að
vinna eftir. Ég bjóst aldrei við því
að hann gæti útvegað neinar af-
steypur, en þær voru ekki margar
vikurnar sem liðu, áður en Þórarinn
hafði útvegað afsteypurnar og þá
varð ég auðvitað að standa við minn
hluta samkomulagsins. Það dróst
svo í 10 ár eða meira, að hurðin
yrði tilbúin, því þeir voru svo lengi
að byggja kirkjuna.
Þetta verkefni mitt varð til þess
að kveikja enn meiri áhuga hjá mér
á útskurði og ég fór að reyna fleira
og smátt og smátt fékk ég meira
traust á sjálfum mér og aukna
getu.“
Útskurðurinn
aldrei aðalstarf
— Hefur útskurðurinn verið að-
alstarf þitt um langt skeið?
Nú hristir Halldór höfuðið og
segir: „Ég hef aidrei haft þetta sem
aðalstarf og mun aldrei hafa. Menn
að ég kom í Eiða, laust eftir 1950.
LT8KLRDARME18TARIAA
HALLDÓR 81GLRD880A
ÁMIDHÍ8IM
8EG1R FRÁ LISTIWI
AD8KERALTÍTRÉ