Morgunblaðið - 16.11.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.11.1989, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1989 Sókn kvenna — sofandi samfélag okkar ekki lagað sig að aukinni eftir Onnu Kristínu Ólafsdóttur Bylting í menntun kvenna Um þessar mundir er liðlega ein öld liðin frá því að fyrsta'íslenska konan lauk stúdentsprófi. Það var Camilla Stefánsdóttir, síðar cand. phil. frá Kaupmannahafnarháskóla. Þar með var sókn íslenskra kvenna til æðri’nnenntunar hafin. Sú sókn var reyndar mjög hæg langt fram eftir öldinni, en á síðustu tveimur áratugum hefur hins vegar orðið gjörbreyting á menntastöðu kvenna hér á landi. Helst mætti lýsa þróun- inni á þessu stutta tímabili sem byltingu, svo ör hefur hún verið. Sem dæmi má nefna að á árinu 1970 voru konur einungis 15,3% útskrifaðra úr Háskóla Islands. í ár eru konur orðnar rúmlega 54% háskólanema. Vissulega er þetta ánægjuleg þró- un, og flest okkar telja hana eflaust eðlilega og í fullu samræmi við þá almennu þjóðfélagsþróun sem átt hefur sér stað hér á landi á undanf- örnum árum. Svo er þó ekki ef bet- ur er að gáð. Staðreyndin er nefni- lega sú að á meðan konur hafa í síauknum mæli aflað sér æðri menntunar, hefur félagsleg staða þeirra alls ekki breyst sem skyidi. I þessu sambandi eru það nokkrir þættir sem koma á óvart. I fyrsta lagi hefur menntakerfi þátttöku kvenna. I öðru lagi virðist aukin menntun kvenna ekki leiða til samsvarandi hækkunar launa og aukinna áhrifa þeiyra á íslenskt þjóðlíf. I þriðja lagi hafa menntakonurnar ekki skilað sér hlutfallslega í ábyrgðarstöður, hvorki á sviðum rannsókna og fræðistarfa né heidur á almennum vinnumarkaði. Það sama er raunar einnig uppi á ten- ingnum þegar litið er til þátttöku kvenna í stjómmála- og félagasam- tökum af ýmsu tagi. I þeim hafa háskólamenntaðir karlmenn íöngum verið virkir og gjarnan áhrifamiklir, en hins vegar hefur konum ekki tekist að gera sig eins gildandi í samtökum af því tagi, þrátt fyrir aukna menntun. Stóraukna sókn íslenskra kvenna til æðri menntunar á undanfömum árum má vafalaust rekja til þeirrar hugarfarsbreytingar sem varð á meðal vestrænna kvenna á sjöunda og áttunda áratugnum. Konur fóra þá að gera kröfu til jafnréttis á við karlmenn á öllum sviðum mannlegs samfélags. Jafnframt því urðu væntingar þeirra til þeirra sjálfra meiri. Þær fóru almennt að gera sér grein fyrir því að þær gætu og ættu að miða að sams konar markmiðum í lífinu og karlar. Konum varð Ijóst að þær gætu og ættu að afla sér æðri menntunar, axla ábyrgðarstöð- ur í þjóðfélaginu og njóta hæfileika sinna sem mest þær mættu. Margar þeirra gerðu líka einmitt þetta. Sem fyrr segir hafa konur á síðustu árum flykkst inn í æðri menntastofnanir og út á vinnumarkaðinn, þó enn hafi þær ekki náð þar jafn miklum metorðum og karlar. Maður skyldi ætla að slíkargrundvallarbreytingar á verkaskiptingu í þjóðfélaginu köll- uðu á viðbrögð og viðeigandi breyt- ingar á formgerð þess í heild sinni. Sú hefur þó ekki orðið raunin. Gleymdum við okkur? í dag er það frekar regla en und- antekning að fyrirvinnur heimilis séu tvær. Algengt er að fyrirvinn- urnar séu báðar vel menntaðar og í jafn krefjandi störfum. Engu að síður hefur lítið verið gert til þess að bregðast við þeim afleiðingum sem svo róttækar þjóðfélagsbreyt- ingar hljóta að hafa í för með sér. Ekki er hægt að ætlast til þess að slík bylting á eðli íslensks mannlífs gangi fyrir sig án viðbragða af hálfu stjórnvalda, atvinnulífs og félag- skerfis. Því miður held ég að marg- ur geri sér ekki grein fyrir því hve hægt hefur mjakast í þessum efn- um. Við Islendingar höfum löngum verið frægir fyrir bjartsýni og fyrir þá trú að hlutirnir „reddist" alltaf, enda hamingjusamasta þjóð í heimi. Þær konur sem gerðust framkvöðlar hér á landi að því hvað varðar sókn í æðri menntun og ábyrgðarstöður Anna Kristín Ólafsdóttir „Gera þarf skólakerfið okkar þannig úr garði að það hafi jafhrétti kynja að leiðarljósi. Þetta á við um öll skóla- stig, allt frá leikskóla og upp í háskóla.“ hafa eflaust líka að mestu „reddað" sínum málum, bæði innan og utan heimilis. En þær þurftu að beijast og færa ýmsar fórnir einmitt vegna þess að þær vora framkvöðlar. Ungar konur í dag era vissulega bjartsýnar. Flestar okkar hafa verið aldar upp í þeirri trú að við eigum að geta gert allt sem við viljum og að við þurfum í þeim efnum ekki að gefa karlmönnunum neitt eftir. Það er því sárt að uppgötva það fyrr eða síðar, að til þess að við getum gert það sem við viljum þurf- um við enn að beijast og færa fóm- ir. Veraleikinn sýnir okkur að þrátt fyrir aukið jafnrétti kynjanna, og kröfur síðari ára um jafna þátttöku þeirra í menntun, atvinnulífi og fé- lagsstörfum, verða þær kröfur ekki uppfylltar án fórna. Eins og alþekkt er, er það fjölskyldan sem helst verð- ur fyrir barðínu á tímaskorti nútímamannsins og kynslóðir lykla- barna eru nú að vaxa úr grasi og nýjar koma í staðinn. Forystumenn þjóðarinnar nefna umrædda fjöl- skyldu gjarnan hornstein þjóðfé- lagsins á hátíðis- og tyllidögum. Við verðum að standa vörð um þennan hornstein og hlúa að honum, ella kann illa að fara. Slíkt þarf ekki að vera ósamræmanlegt jafnrétti kynjanna. Hins vegar er brýnt. að við tökum strax höndum saman! og geram þær breytingar á þjóðfélagi okkar sem nauðsynlegar eru til þess að markmiðin fari saman. Hvað er til ráða? Gera þarf skólakerfið okkar þannig úr garði að það hafi jafn- rétti kynja að leiðarljósi. Þetta á við um öll skólastig, allt frá leikskóla og upp í háskóla. Félagsmótun og menntun bama og unglinga verður að miða við að gera bæði kynin jafn vel úr garði sem virka þjóðfélags- þegna með jákvæða sjálfsímynd. Rannsóknir sýna að í þeim efnum er hér ýmsu ábótavant. Auk þessa þarf að skipuleggja og samþætta skólastarf og félagslíf barna með það fyrir augum að tryggja öryggi barnanna á meðan foreldrar sinna vinnu. Af sömu ástæðu er nauðsyn- legt að treysta dagvistunarkerfið í sessi og efla, svo að allir foreldrar sem þess óska geti haft aðgang að því. Einnig þarf að gera dagvistun- arstofnunum það mögulegt að sinna þeim uppeldis- og menntunarskyld- um sem á þær eru lagðar. Nám á háskólastigi verður að laga að breyttum aðstæðum, á þann hátt að það sé aðgengilegt nemendum af báðum kynjum, þrátt fyrir að sumir nemenda þurfi og vilji einnig ala önn fyrir ijölskyldu á námstí- manum. Að lokum verður þjóðin öll að leggja sig fram um að gera launa- jafnrétti kynjanna að veruleika. Jafnvel á því sviði jafnréttisbar- áttunnar eigum við enn mjög langt í land. í dag ríkir ósamræmi milli jafn- réttisþróunarinnar og viðbragða samfélagsins við henni. Hingað til hefur að mestu verið bragðist við ósamræminu á einstaklingsgrund- velli, þ.e.a.s. málum hefur verið „reddað" frá degi til dags. Það er kominn tími til að snúa blaðinu við og finna heildarlausn. Einn áfangi að henni er að vekja fólk til um- hugsunar um vandann, ræða hann og leita ráða við honum. Við há- skólanemar viljum leggja okkar af mörkum og höldum því opna ráð- stefnu um þessi mál laugardaginn 18. nóvember næstkomandi. Við hvetjum alla áhugasama til að mæta. Höfundur er nemi í stjórnmálafræOi við Háskóla íslands og fulltrúi stúdenta í Háskólaráði aflista Röskvu. Morgunblaðið/Bjarni Starfsfólk á veitingastaðnum Madonnu. ■ VEITINGASTABURINN Ma- donna, við Rauðarárstíg, hefur tek- ið nokkram breytingum að undan- förnu. Matseðillinn er nú fjölbreytt- ari og m.a. boðið upp á pasta-, fisk- og kjötrétti, auk annarra ítalskra rétta. Þá er hægt að fá hraðrétti í hádeginu. Staðurinn er opinn frá kl. 11.30-23.30 alla daga. M SAMTÖK sykursjúkra í Reykjavík halda fræðslufund í kvöld kl. 20 á Hótel Sögu. Magús Böðvarsson, nýrnasérfræðingur, fjallar um nýrnasjúkdóma hjá syk- ursjúkum. Einnig verða kynntar ýmsar nýjunar s.s. blóðsykurmæl- ingatæki. TVÆR VANDAÐAR OG EIGULEGAR eftir dr. Hannes Jónsson, fv. sendiherra ■ Lýðræðisleg félagsstörf | j 2. útgáfa 1989. Heilsteypt og yfirgripsmikil fto nf^nrílíkmÁl handbók fyrir alla þá, sem taka vilja ábyrgan þátt í félagsstarfi og ná árangri í fundarstörfum og mælsku. Bókin fjallar á hlutlausan, hagnýtan og fræðilegan hátt um alla þætti félags- og eóh tlt. JGimtfii ís. mwptpnt fundarstafa, fundi og fundarstjórn, félags- og forystustörf, mælsku, rökræður, lýðræðisskipu- r' 'éf> jgk- 1 lagið og samhengi félagslífsins. Auk þess eru 1 í henni margar fróðlegar teikningar af hentugu iISIHH fyrirkomulagi í fundarsal smærri og stærri funda. í bókinni eru verkefni og dagskrár til 1 . ' þjálfunar á 10 málfundum. Hægt er að fá með IjLrj /;:LjP LÝÐRÆÐISLEG henni snældur með 10 stuttum kennsluerindum höfundar, sem sniðin eru eftir verkefnaskrá loli a ' FÉLAGSSTÖRF æfingafundanna. Hentug bók fyrir málfundar- \fmji stafsemi allra félaga, flokka og skóla. jnA. IMuk \ 'ajjn 304 bls. í Skírnisbroti. . mrl iM-r- M BÆKUR íslensk sjálfstæðis- og utanríkismál Vönduð og stórfróðleg bók um mikilvægustu málefni ríkisins og stöðu þess í ríkjasamfélagi heims. Veitir innsýn í sjálfstæðis-, utanríkis- og öryggismál þjóðríkisins, konungríkisins og lýð- veldisins eins og þau tengjast samskiptum okk- ar við önnur ríki. Kemur þar fram margt, sem ekki hefur verið á vitorði almennings. Bókin er árangur 35 ára starfsreynslu höfundar í utanrík- isþjónustunni og fjölþættrar menntunar hans innan félagsvísinda og þjóðaréttar. Prýdd yfir 70 myndum, sem tengjast textanum. Á erindi til allra íslendinga, eldri sem yngri. 336 bls. í stóru broti. Bókasafn Félagsmálastofnunarinnar, Pósthólf 9168-109 Rey kjavík - síml 75352.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.