Morgunblaðið - 16.11.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.11.1989, Blaðsíða 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1989 NEYTENDAMÁL getur aðeins veitt ákveðnu magni viðtöku. Þrátt fyrir að A- og D- vítamín og þungamálmai- eins og kopar, zink molybdenum og selen- ium séu líkamanum nauðsynleg í hæfilegu magni, geta þau virkað sem eitur í of stórum skömmtum. Aukefni til viðhalds ferskleika Matvæli geta spillst á tvennan hátt. í fyrsta lagi með skemmdum af völdum baktería, myglu og sveppa, sem vaidið geta alvarleg- um matareitrunum og er botulismi þeirra alvarlegust. í gegnum árin hafa verið notuð mörg þekkt efna- sambönd til að verja matvæli gegn örverugróðri. Elst þessara efna er salt, sem notað hefur verið frá örófí alda til að veija físk og kjöt skemmdum. Sykur hefur lengi ver- ið notaður í sultur og einnig til að auka geymsluþol niðursoðinna matvæla og frystra ávaxta . Nú á dögum eru notuð efni eins og própíónsýra, sorbinsýra og sölt sem koma eiga í veg fyrir óæski- legan bakteríugróður og myglu í brauðum og kökum og er þau einn- ig að fínna í majonesi, smjörlíki og ostum. Matvörur geta einnig spillst en ekki eins alvarlega, t.d. með óæski- legum breytingum í lit og bragði sem getur komið fram þegar mat- vælin komast í snertingu við súr- efni. Afleiðingin sem er oxun eða efnahvarf, á sér stað þegar t.d. niðursneitt epli fær brúnan lit eða þegar smjör þránar eftir að hafa ■verið í snertingu við loft í ákveðinn tíma. Flokkur rotvamarefna sem þekktur er sem afoxunarmiðlar draga úr oxuninni. Meðal þeirra 27 efnasambanda sem notuð eru til afoxunar eru bæði C- og E- vítamín. í matvælaframleiðslu eru efni eins og BHT (butylated hydroxy- toluene) og BHA (butylated hydroxyanisole) (E320-E321) mik- ið notuð til að koma í veg fyrir þránun í bökuðum vörum eins og nasli, þurrkuðum kartöflum og morgunkorni. Þessi efni hafa verið mjög umdeild vegna óæskilegra aukaverkana. Aukefiii til að gera fæðuna girnilegri Sum aukefni eru sett í fæðuna til að gera hana gimilegri. Má þar nefna litarefni. Þessi efni hafa engin áhrif á bragð, næringargildi eða vinnsluþáttinn, þau gera mat- inn aðeins gimilegri - jafnvel á kostnað heilbrigðisþáttarins, að margra áliti. í dag má ekki nota kemísk litarefni í matvömr hér á landi, aðeins náttúruleg. Litarefni em sett í matvæli eins og smjörlíki, sultur, ís, gosdrykki að ógleymdu öllu sælgætinu. Mörg litarefni eins og gulur tartrasín (E102) er mikið notaður litur, hann hefur verið umdeildur undanfarin ár vegna óheppilegra ofnæmisáhrifa. Þau hafa komið fram í öndunartmflun- um, útbrotum og svefntmflunum hjá ungbömum. Önnur efni sem falla í þennan flokk em bragðefnin og em engar reglur til um notkun þeirra hvorki hér á landi eða annars staðar skv. upplýsingum Hollustuvemdar. Engir staðlar er til fyrir bragðefni hér á landi eða í Evrópulöndunum nema í Finnlandi. Þó mun hér vera til „blá bók“ um 200 bragðefni sem ætiuð er framleiðendum að styðj- ast við. Nægjaniegt.er að á inni- haldslýsingu vömnnar sé sett „náttúrleg bragðefni“. Einnig em notuð bragðaukandi efni í framleiðslu, en það em efni sem ekki hafa eigið bragð. Sum þeirra vinna þannig að þau deyfa ákveðnar taugar, sérstaldega þær sem kalla fram beiskt bragð og auka þá áhrif annarra bragðefna. Þekktust þessara efna er MSG (monosodium glutamate) best, þekkt hér undir nafninu „Þriðja kryddið". Þetta efni hefur sætt gagnrýni af og til. Fyrir nokkrum árum var framleiðendum bannað að setja það í barnamat vegna þess að rannsóknir sýndu að efnið hafði eyðilagt heilafmmur í ungum músum. Einnig komu fram óþols- áhrif hjá fólki sem hafði fengið of mikið magn af því í súpum á kínverskum veitingastöðum í New York. Sætuefni falla undir bragðefni og era þau ein algengustu aukefn- in í matvælum. Þeim er skipt í tvo flokka, þau sem hafa næringar- gildi og framleiða orku, þ.e. venju- legur sykur, ávaxtasykur og alkó- hólsykmr eins og sorbitol og mannitol. Síðan eru næringar- snauð sætuefni sem ekki gefa kal- oríur eða orku, þar á meðal era cyclamate og saccharin. Alkóhólsykrar em unnar úr náttúmlegum sykri og hafa þær verið þekktar í áratugi, en á seinni ámm hafa þær hafa verið í mat- vælum merktar „kaloríu skert“ (low cal). Þetta er mjög villandi því þessar sykraft geta haft áhrif á framleiðslu blóðsykurs. Aukefiii í meðhöndlun og ft’amleiðslu matvæla Þessi aukefni era notuð af fram- leiðendum til að ná æskilegum árangri í framleiðslunni. í þessum flokki eru bindiefni, það era efni sem binda, þ.e. koma í veg fyrir að olíur og vökvi aðskilj- ist t.d. í salatsósum. Mörg þessara efna era náttúrleg eins og lesitín sem m.a. er í mjólk og bindur sam- an vökva og fitu. Það er einnig til staðar í eggjarauðu. Lesitín er nú aðallega unnið úr sojabaunum og er m.a. notað til að bæta samsetn- ingu á mjólkurís. Ein- og tvíglys- eríð er unnið úr grænmeti og dýra- fítu, það m.a. gerir brauðin mýkri, bætir samsetningu smjörlíkis og kemur í veg fyrir að olía og hnetur aðskiljist í hnetusmjöri. Stöðugleika- og þykknunarefni era efni sem bæta útlit og samsetn- ingu fæðunnar. Þessi efni draga til sín vatn. Án þessara efna myndi mjólkurísinn kristallast og súkku- laðið aðskiljast frá mjólkinni í kakómjólk. Flest þessara stöðug- leika- og þykknunarefna era nátt- úmleg kolvetni. Gelatín eða mat- arlím er unnið úr beinum dýra, pectín sem notað er í sultur og marmelaði er unnið úr hýði súr- ávaxta. Sýmr og basar em í flokki þráa- vamarefna. Þessi efni hafa áhrif á samsetningu, bragð og öryggi fæðunnar með því að stjóma sýru- stiginu. Sýmr er m.a notaðar til að bragðbæta gosdrykki og ávaxt- aís. Basísk efni breyta samsetn- ingu og bragði margra fæðuteg- unda, m.a. á súkkulaði. Basísk efni era oft sett í kakóbaunimar á meðan þær era í vinnslu til að gefa lokaafurðinni dekkri lit og mildara bragð. Kekkjavamarefni eins og kals- íum, sílikat o.fl. draga til sín vökva og era notuð til að koma í veg fyrir að t.d. salt fari í harðan kökk og þau stuðla að því að flórsykur og aðrar matvælategundir í duft- formi haldi léttleika sínum. Samantekið M. Þorv. Eðli efiianna og tilgangur þeirra í matvælum Neytendur gera sér grein fyrir því, að aukefni í matvæl- um geta verið nauðsynleg og þau eru ekki öll hættuleg, en neytendur gera kröfii til þess að fá allar upplýsingar um efn- in og hættur sem stafað geta af neyslu þeirra, ef einhverjar eru. Aðgengileg fr'æðsla til al- mennings um eðli þessara efiia og tilgang þeirra í matvælum hefur verið af mjög skornum skammti. Þessi skortur á upp- lýsingum hefur oft leitt til þess, að neytendur ala með sér oft óþarfa vantrú á mörgum þess- ara íblöndunarefha. Auktífnin em svo stór þáttur í matvælum okkar, að vart er hægt að hugsa sér málsverð án þess að aukefni komi þar við sögu. Sem dæmi má taka dæmigerðan hádeg- isverð unglinga, brauðsamloku og kók. I brauðið er bætt efnum sem halda því mjúku og fersku, - smjörlíki er litað fölgult, - í áleggi er nitrit, — og kókið, sem skolar þessu niður, væri lítið annað en blávatn ef það innihéldi ekki litar- efni, bragðefni, sætuefni og kol- sým til að gefa því ferskt bragð. Aukefni em, skv. skilgreiningu, þau efni sem sett em í matvælin beint og er tilgangurinn aðallega fjórþættur: 1. Að viðhalda eða bæta nær- ingargildið. 2. Að viðhalda ferskleika. 3. Að gera vöruna girnilegri. 4. Til styrktar í framleiðslu og meðhöndlun. Aukeftii til að auka næringargildið íblöndun næringarefna í mat- væli hófst árið 1924 þegar farið var að blanda joðí í borðsalt í þeim tilgangi að fyrirbyggja stækkun á skjaldkirtli (goiter), afleiðingu joð- skorts, sem var algengur sjúk- dómur í Ölpunum og miðríkjum Bandaríkjanna. Sjúkdómurinn er óþekktur meðai fiskneytenda. Siðar varð algengt að B-v(tmín og járn værí sett m.a. í hveiti og morgunverðarkorn og var það m.a. gert til að koma í veg fyrir hörgul- sjúkdóma. Nú til dags era þessi næringarefni aðeins sett í matvæl- in sé þess þörf. Neytendur eiga að geta fylgst með þv(, hvort nær- ingarefnum hefur verið bætt í matvælin, á innihaldslýsíngunní á umbúðunum. Algengur misskilníngur er að íblöndun næringarefna, eins og vítamfna og steinefna, aukí gæði matvæla og geri þau öðrum betri. Það þarf ekkí að vera, líkamínn Hagnýt sjieki — Stjórnendur eru þeir sem gera hlutina rétt, en leiðtogar eru þeir sem gera réttu hlutina. Iblöndun auk- efiia í matvæli ■ KRISTILEGT stúdentamót var haldið í Vindáshlíð fyrir skömmu. Er venjan að halda eitt stúdentamót á hvora misseri og mættu um 45 manns á þetta mót. Kjartan Jónsson. kristniboði var með Bibliulestra og kynningu á kristniboðinu. Þá hafði Guðni Gunnarsson, skólaprestur kvöld- vöku, þar sem hann sagði frá för sinni til Filipseyja í sumar og gaf þátttakendum að bragða á þarlend- um mat. Kristilegt stúdentafélag er með fundi á Freyjugötu 27 í Reykjavík á föstudagskvöldum og þangað era allir velkomnir. - -pþ ■ STYKKISHOLMUR- Skrifstofutækniám stendur nú yfír í Stykkishólmi og er það á vegum Tölvuiræðslunnar í Reykjavík sem kennir um leið meðferð og nýtingu tölvunnar. Markmiðið er að mennta fólk til starfa á nútíma skrifstofum. Megin áhersla er lögð á viðskiptagreinar og notkun tölvu, og í þeim tilgangi hafa þeir komið með tölvur fyrir hvern nemanda. Einkum er lögð áhersla á bókfærslu og notkun algengra notendaforrita. Árni ■ FYRIRTÆKIN Baader-þjón- ustan hf., Klaki sf. og Kvikk sf. gangast fyrir sýningu á fiskvinnslu- vélum að Hafnarbraut 25 í Kópa- vogi. Sýningin hefst á föstudag og stendur fram á sunnudag frá kl. 9-5 nema laugardag en þá er opið frá kl. 14-16. Baader-þjónustan og Klaki hafa nýverið flutt starfsemi sína í um 2.000 ferm. húsnæði að Hafnarbraut 25, og er sýningin haldin af því tilefni. Að auki tekur Kvikk þátt í sýningunni en sam- starf hefur verið milli Baader og Kvikk um þróun og framleiðslu á 205 hausskurðarvélinni fyrir þorsk- hausa frá Kvikk. Aðrar nýjungar era lóðrétt færibönd frá Klaka til notkunar þar sem rými er takmark- að, t.d. í fiskiskipum, einnig út- draganleg færibönd. ■ Á LAUGARDAGINN hefjast að nýju sýningar í Þjóðleikhúsinu á leikriti Guðrúnar Helgadóttur, Óvitum í leikstjóm Brynju Bene- diktsdóttur. Rúmlega 18.500 áhorf- endur komu á sýningar á Óvitum á síðasta leikári en alls hafa tæp- lega 46.000 áhorfendur séð verkið í tveimur uppfærslum Þjóðleik- hússins. Fyrstu sýningar á þessu leikári verða um helgina kl. 14. laugardag og sunnudag. Páll ísaksson við módel af gafl- skreytingu sinni. ■ SÓLHEIMAR í Grímsnesi og foreldra og vinafélag Sólheima verða með árlegan jólabasar í Templarahöllinni sunnudaginn 19. nóvember kl. 14. Að Sólheimum eru starfræktar vinnustofur þar sem heimilisfólk vinnur við búskap, skógrækt, garðyrkju, vefnað, smíðar og kertagerð. Jólabasarinn er árleg sala á framleiðluvöram heimilisins. Til sölu verður græn- meti, kerti, tréleikföng, mottur, dúkar og margt fleira. Þá verður einnig hefðbundinn kökubasar og fatasala, auk kaffiveitinga. B PALL ísaksson hefur búið til gaflskreytingu fyrir Bygginga- tækníháskólann í Horsens á Jót- landi. Um síðustu mánaðamót var afhjúpað módel af verkinu og verð- ur það sett upp í fullri stærð (6*7 metrar) næsta vor. Páll hefur búið í Danmörku síðustu fjögur ár og leggur stund á nám í bygginga- fræði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.