Morgunblaðið - 16.11.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.11.1989, Blaðsíða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1989 fclk f fréttum HARFEGURÐ Keppt í hágreiðslu [ ímaritið Hár og fegurð hélt nýverið forsíðukeppni fyrir hár- greiðslufólk og eru úrslit úr þeirri keppni kunn. Sigur úr býtum bar Heiður Óttarsdóttir hjá Hár- Expo, en í öðru opg þriðja sæti urðu Jón í Effect og Hrafnhildur hjá Aþenu. Myndefni frá keppn- inni prýðir nú nýútkomið tölublað Hárs og fegurðar. Þá er nú verið að kynna al- þjóðlega „frístæl og tískulínu- keppni“ og er sú kynning í um 50 hárgreiðslutímaritum víðs vegar um heim. Kjörorð þessarar kynningar er að þessu sinni „verndum ósonlagið" sem sýnist vera verðugt og göfugt slagorð. Og ekki valið að ástæðulausu. Sigurvegararnir, Heiður í miðj- unni veifar sigurlaununum, t.v. er Hrafnhildur, t.h. Jón. MÁLGLEÐI Nancy komst aldrei að fyrir vaðlinum í Raisu! Nancy Reagan er með munninn á réttum stað. Engu að síður var ekki hægt að segja hvað sem er meðan að hún var forsetafrú Bandarikjanna. Nú þegar þau Reagan-hjónin eru farin úr Hvíta Húsinu halda þeim engin bönd. Þau raka saman fé á vinsældum sínum, en fyrirtæki, stofnanir og jafn vel ríkisstjórnir borga þeim stórfé fyrir að sýna sig og segja nokkur orð. Og Nancy lætur ekki setja sig í skuggann, því eins og áður hefur komið fram, hefur hún ritað æviminningar sínar og að hætti margra sem slíkt gera, talar hún tæpitungulaust um hin liðnu ár. Margir telja sig eiga um sárt að binda eftir dóma Nancy, svo 'sem Donald Regan, starfsmannastjóri Hvíta Hússins. Eina verstu útreiðina fær þó sovéska ieiðtógafrúin Raisa Gorbatsjova. Segir Nancy einhvern vegin á þá leið, að Raisa hafi verið hin forvitniiegasta. Hún hefði svo sem ekki hitt hana oft, varla nógu oft til að kynnast henni að ráði. En þegar fundum þeirra bar saman, hafi Raisa ekki samkjaftað. Það hafí ekki verið nokkur leið að komast að og leggja orð í belg. Slíkt ætti ekki vel við sig, að sitja þegjandi undir löngum ræðuhöldum. Og til að gera illt verra hefði romsan í Raisu ekki verið fánýtt hjal, heldur heilu fyrirlestramir um hvernig þetta og hitt ætti að vera. Arni Sæberg Sveit Tímans var skipuð þeim Birgi Guðmundssyni fi*éttastjóra(t.v.) Rut Petersen og Jóni ísakssyni. Hér er sveitin að leik við sveit DV, sem varð neðst. Hilmar Karlsson úr DV sveitinni er lengst til vinstri. Á innfeldu myndinni má sjá Bjarna Sigtryggsson hjá ísafold teikna fyrir Hauk Hólm og Jónínu Páls- ^dóttur^MJylgjuniitr— iww Mmiw »■ ■■■» BJÖRGUNARSVEITIR Myndarleg afinælishátíð Hjálparsveit skáta í Kópavogi átti tvítugsaf- eins og fikta að vild sinni í snjóbílnum og að spreyta mæli fyrir skömmu og í tilefni dagsins buðu sig i klettaklifri. Myndirnar tvær sem þessum texta skátarnir til hátíðar í heimabæ sinum. Var nokkuð fylgja, sýna einmitt þær athafnir barnanna. Vel fjölmenni þar sem skátarnir sýndu tæki sín og tól. ' er hugsanlegt að framtíðar björgunarsveitarmenn Opnaðist þarna lokuð bók fyrir margan og sérstak- hafi þarna fengið sinn fyrsta smjörþef og það hef- lega nutu bömin sín vel við þetta tækifæri, því ur ugglaust verið ein af hvötunum að baki þessu þeim var boðið upp á alls konar skemmtilegheit, „opna húsi“. Myndirnar tala sínu máli. m m LANGLIFI Að lifa í heila öld Steinunn Guðmundsdóttir á Hólmavík náði þeim merka og fremur fátíða áfanga fyrir skömmu að verða 100 ára. Hún er því búin að lifa í eina öld og þeir eru ekki margir íslendingarnir sem ná þriggja stafa tölu þrátt fyrir háan meðalaldur hérlendis. Fjölskylda hennar og vinir hélt henni veglega veislu á heimaslóðum fyrir nokkru og var margt um manninn. Þar var meðal annars mætt eins árs dama og Steinunn langalangamma bamsins. Þau eru saman á myndinni, en aldursmunurinn er 99 ára. Steinunn dvelur nú á heimili aldraðra á Hólmavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.