Morgunblaðið - 18.11.1989, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1989
B 3
Alighiero Boetti: Útsoumað heimskort.
brautryðjandi konseptlistarinnar.
... Með plakatverkum sínum er
listamaðurinn þarna að tala á máli
samtíðarinnar, sem eru auglýs-
ingarnar út um allt. Það sem verið
er að benda á, er að myndlistarlegur
sköpunarkraftur beinist æ meir inn
á svið auglýsingagerðarinnar, þar á
sér hugsanlega stað hin eiginlega
nýsköpun — myndlist dagsins í dag
eru auglýsingarnar sem blasa við
hvarvetna annars staðar en í viður-
kenndum söfnum og sýningarsölum.
ART Frankfurt hefur nú hafið
göngu sína, en er á tilraunastigi sem
reiknað er með að standi í þrjú ár.
Nóg er af myndum til að slást um
kaupendur. En það er ekki alveg nóg
að finna eingöngu kaupendur. Mess-
an þarf að hafa aðdráttarafl fyrir
stórlaxana sem ráða ráðum í mynd-
listarheiminum. Að þessu sinni var
belginn Jan Hout á sýningarsvæðinu.
Það taka allir ofan fyrir honum.
Hann skipuleggur næstu Dokumenta
í Kassel; hann var þarna til þess að
hitta sér álíka persónuleika, bera
saman bækur og snuðra í kringum
listina. Að kveldi opnunardags hittist
svo allt fallega fólkið í veizlu í Palm-
engarten-veitingahúsinu. Þar voru
skraf og ráðagerðir undir blöðum
pálmattjáa. .. .Pálmatré eru nokk-
urs konar farandverkamenn í Þýzka-
landi. ..
Steinunn Ásmundsdóttir
myndir sem geta vakið óhugnað
gefur einlægni Birgittu sumum ljóð-
anna byr undir vængi og gerir þau
jafnvel kumpánleg. Vetrarsál er
þannig:
Þá skildi ég.
Duttlungar mínir
eru engu. háðir.
Því ég lifi í landi
eilífs sumars
og veturinn
er aðeins til
í sál minni.
Sama eðlis er Tréfuglinn, ofur-
einfalt ljóð sem þrátt fyrir sorgleg-
an boðskap er aðlaðandi vegna
barnslegrar skynjunar sem í því
birtist:
Birgitta Jónsdóttir
Ég horfi á tré og fugla
finnst ég vera lík þeim
í eðli mínu.
Þó er ég tré án róta
og fugl án vængja.
Birgitta er best þegar hún dregur
upp óvæntar myndir sem bera æsku
hennar vitni. Meðal slíkra mynda
er „Ég stóð heila öld í andartakinu“
í Litlum hring og flóttinn út um
naflann í Ótta.
Steinunn og Birgitta eiga báðar
margt eftir ólært í ljóðagerð. Mál-
beitingin er stundum viðvaningsleg,
ögun skortir og þeim hættir til að
endurtaka sig. Þær eru byijendur
sem hafa ýmislegt að segja og þurfa
að læra mikið áður en þær senda
næst frá sér bækur.
Endur-
minningar
Hreftiu
Benediktsson
BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefur
sent frá sér nýja bók eftir Gylfa
Gröndal sem ber heitið Dúfa
töframannsins, minningar
Katrínar Hrefnu yngstu dóttur
Einars Benediktssonar skálds. I
kynningu Forlagsins segir m.a:
"Hrefna kvaddi Island að loknu
stúdentsprófi fyrir rúmum 60 árum
og hélt í óþökk föður síns til Suður-
Ameríku ásamt ástmanni sínum.
Með sanni má segja að líf hennar
sé ævintýri líkast og líkist fremui
- skáldsögu en veruleika. Ætíð komst
hún þó klakklaust úr hveijum hild-
arleik.
Á gamals aldri sneri Hrefna loks
aftur heim til íslands til að eyða
hér síðustu ævidögunum. í bókinni
varpar Hrefna nýju ljósi á föður
sinn, hið stórbrotna skáld og fram-
kvæmdamann sem langt var á und-
an samtíðinni í hugsjónabaráttu
sinni.
Hún lýsir honum á hispurslausan
og áhrifaríkan hátt, ágæti hans og
yfirburðum, en jafnframt veikleika
og vanmætti.
Dúfa töframannsins er 245
bláðsíður. Bókin er prýdd miklum
ijölda mynda. Guðrún Ragnars-
dóttir hannaði kápu. Prentsmiðjan
Oddi hf. prentaði."
go anw fiiqeo
1:i*i
.uuirnoínfiigna nbnryolgö bn figrii
Fyrsti íslenski
bókaklúbburinn
í FLÓÐINU
Liðineru 15 ársíðan Bókaklúbbur
Almenna bókafélagsins, fyrsti
íslenski bókaklúbburinn, var
stofnaður. í því tilefni var gefið
út kynningarblað þar sem lesa
má um sögu klúbbsins, forvígis-
menn líta um öxl og horfa fram
á við og rithöfundar láta í sér
heyra. Eins og Kristján Jóhanns-
son, framkvæmdastjóri Almenna
bókafélagsins, skrifar sannaði
bókaklúbburinn „þegar í upphafi
gildi sitt, með því að tryggja út-
gáfu stórverka, sem að öðrum
kosti hefðu ekki komið út“. Kristj-
án nefnir í þessu sambandi ritrað-
ir gefnar út í samvinnu við erlend
bókaforlög, m.a. mannkynssögu í
15 bindum, meginverkefni klúbbs-
ins undanfarin 5 ár.
Baldvin Ti-yggvason, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri Al-
.menna bókafélagsins, er meðal
þeirra sem rifja upp liðna tíð.
Hann víkur að útgáfu íslenzks
ljóðasafns í 6 bindum sem hófst
1974, en þá var sú skoðun „land-
læg og er kannske enn, að
ljóðabækur seljist seint og áhugi
á ljóðum sé lítill“, eins og Baldvin
kemst að orði. Hann skýrir jafn-
framt frá því að nú hafí íslenzkt
ljóðasafn, öll bindin, selst í um
15.000 eintökum, salan haldi
áfram og sífellt sé verið að prenta
safnið.
Nú munu aðeins tvö bindi
ókomin í ritröðinni Saga mann-
kyns, en nýjust eru 2. og 3. bindi:
Samfélag hámenningar í mótun
og Asía og Evrópa mætast. Þessi
mannkynssaga hefur sér það m.a.
til ágætis að hún er læsileg og
ríkulega myndskreytt, þess er
gætt að hún höfði til sem flestra,
ekki síst með léttri framsetningu.
Textinn er háður straumum í
sagnfræði og má vissulega um
hann deila, en það sannar að sag-
an verður seint skrifuð til fulln-
ustu, tíminn breytir henni, ný við-
horf skapast.
íslenzkt ljóðasafn sem Kristján
Karlsson ritstýrði og valdi í af
glöggskyggni og mikilli smekkvísi
er afar gott dæmi um markvert
starf Bókaklúbbs Almenna bóka-
félagsins. Útgáfan minnir líka á
að bókaklúbbar þurfa að gera
fleira en taka mið af fjölþjóða-
menningunni þótt slíkt geti stund-
um látið gott af sér leiða, saman-
ber mannkynssöguna og fleiri
verk.
J.H.
ÞAR RIKIR
LÍFSGLEÐI
Bókmenntir
Jenna Jensdóttir
Kuggur Mosi og mæðgurnar.
Texti og myndir: Sigrún Eld-
járn.
Forlagið, Reykjavík 1989.
Það hafa eflaust margir ungir
lesendur beðið þess með eftirvænt-
ingu að heyra meira frá Kugg og
félögum hans.
Hér eru þau öll komin og hvergi
er lát á athafnasemi þeirra og
skemmtilegum uppákomum. Þau
fara á skauta þegar ísinn kemur
á Tjörnina. Þar skemmta þau sér
vel, þrátt fyrir ótryggan ís og
fuglamergð. — Málfríður og
mamma hennar svífa um eins og
skautadrottningar og Málfríður
varar sig ekki þegar ísvakir verða
á vegi hennar.
Saman baka þau öll svo stóra
köku, að mamma Málfríðar týnist.
— Þegar hersingin ásamt foreldr-
um Kuggs sækir heim Þjóðminja-
safnið, þyrst í fróðleik um gamla
muni, kárnar gamanið.
Mamma Málfríðar finnur þar
askinn sinn sem hún skar út fyrir
ævalöngu — en tapaði — og fann
ekki fyrr en nú. Þar sem á askin-
um stendur: „Mamma Málfríðar“
grípur gamla konan til sinna ráða.
Og nú fer allt á annan endann í
Þjóðminjasafninu.
Svona lífsglaðir félagar elska
auðvitað músík. Þegar sú hug-
mynd vaknar að stofna hljómsveit
verða allir glaðir nema Málfríður.
Hún á bara ekkert hljóðfæri. En
Málfríður deyr ekki ráðalaus.
Gangstéttir, götur og garðar
geyma tómar öl- og gosdósir hinna
hirðulausu. Eins og ævinlega er
Mosi mesta hjálparhellan. Þegar
Málfríður hefur smiðað sér hljóð-
færi, halda þau niður í bæ — í
hellirigningu. Og nú berst tónaflóð
frá fjörugri hljómsveit, svo hátt
Sigrún Eldjárn
og sérkennilegt að það dregur
áheyrendur að.
Brátt koma verðir laganna til
sögu. „ ... það er bannað með
lögum að vera með hávaða á al-
mannafæri." Athygli Kuggs hefur
beinst að ískyggilegri vanda, sem
lögreglan verður að leysa. Mosi
kemur sannarlega til hjálpar
þar...
í sögum Sigrúnar er raunsæi
uppistaðan með ævintýralegu
ívafi.
Það er ekki mörgum gefið að
koma hversdagsleikanum til skila
svo skemmtilega og blátt áfram.
Sögur hennar hoppa af kæti. Þó
eru atburðir daganna, einir sér,
það sem alltaf er að gerast.
Til viðbótar er málið svo gott
og lifandi. Einfaldar, skringilegar
myndskreytingar eru samstiga
texta í léttleika og vekja sömu
gleði hjá ungum lesendum.
fiemv
•ihvt lofariolai
Tf rfQflíJ^r
ffffTpV