Morgunblaðið - 18.11.1989, Page 7
ííSfíI H38MMVCrfl..8I HUOAQHAOUAI GIGAU8VIU0H0M H í)
MORGUNBLAÐÍÐ LAUGARDAGUR 18'.'nÓVÉMBER 1989 ......................... ~" B 7
Fyrstu tónleikar Elsu
Waage á íslandi
ISUNSKA ÓPERAN
Elsa Waage kontralt söngkona heldur tónleika í íslensku óper-
unni í dag, laugardaginn 18. nóvember. Þetta eru fyrstu tónleik-
ar Elsu hér á landi, en hún hefúr komið fram á fjölmörgum tón-
leikum í tengslum við nám sitt í Bandaríkjunum síðustu fimm árin.
Núna er ég er í eink-
atímum í New York
hjá þekktum kennara
sem heitir Michael
Trimble,“ sagði Elsa
þegar blaðamaður hafði samband
við hana fyrir tónleikana. „Ég er
búin að vera hjá honum í eitt og
hálft ár, en þar áður var ég við
nám við háskólann í Washington.
I almennri tónlistarfræði, með
rödd sem aðalhljóðfæri.“
Elsa heldur aftur út í janúar
þar sem hún hyggst halda áfram
söngnáminu í að minnsta kosti
hálft ár enn. En hvers vegna kem-
ur hún heim núna til að halda
tónleika?
„Mér fannst kominn tími til að
ég kynnti mig hér heima. Á með-
an ég var í háskólanum hélt ég
tvo einsöngstónleika auk þess sem
ég kom fram á tónleikum með
kórum og ég er einnig búin að
koma fram á mörgum tónleikum
í New York.“
Hjá Trimble segist Elsa vera
að læra söngtækni og óperuhlut-
verk. „Trimble er söngstjóri fyrir
fólk eins og mig,“ segir hún.
„Hann setur upp óperur á þriggja
mánaða fresti, í konsertformi, þar
sem nemendur koma fram. Það
hjálpar manni mikið, því það er
allt annað að koma fram en syngja
í tímum.“
Síðastliðið vor kom Elsa Waage
fram á tónleikum hjá félaginu
American-Scandinavian og í kjöl-
farið hlaut hún. styrk frá félaginu.
Hún hefur einnig fengið viður-
kenningu fyrir söng á verkum
Sibeliusar, sem veitt er af forseta
American Sinfony Orchestra.
Aðspurð hvað tæki við í fram-
tíðinni, sagðist Elsa stefna að því
að syngja óperur. „Ég er með
djúpa og stóra rödd, en það er
sagt að þær verði betri eftir því
sem þær eldast. Það eru því nokk-
ur ár þangað til ég get farið að
njóta mín í stærri óperuhlutverk-
um. Þangað til ætla ég að syngja
það sem ég er tæknilega fær um,
eins og ljóðasöng og kannski
smærri óperuhlutverk.“
Umboðsmaður Kristjáns Jó-
hannssonar hefur fylgst með Elsu
og hefur áhuga á að fá hana til
að syngja fyrir sig. Elsa segir að
það verði bara að ráðast hvort
eitthvað komi út úr því, en ann-
ars sé hún að hugsa um að færa
sig um set,. til Þýskalands eða
Italíu og syngja fyrir þarlenda
umboðsmenn, þegar hún hættir í
einkatímunum á vori komanda.
Á tónleikunum í íslensku óper-
unni í dag ætlar Elsa Waage að
syngja verk eftir Bach, Brahms,
Strauss, Bowles, Bizet, Sibelius
og Grieg ásamt íslenskum söngv-
um. Undirleikarar Elsu eru John
Walter á píanó og Malgorzata
Kiziemska Slawek á selló. Tón-
leikarnir hefjast klukkan 16.
MEO
Fró galleríi Michel Tetreault art contemporain.
Verk eftir Jean-Pierre Morin, hjó
galerie d'art Lavalin.
nota Yves St-Laurent snyrtivörur
sem miðil. Verk þessi eru einskonar
happdrættisvinningar, og kostar
miðinn í happdrættinu 1000 dala
framlag í styrktarsjóðinn. Mark-
miðið með þessu framtaki er að
standa undir byggingarkostnaði við
miðstöð fyrir rannsóknir á geð-
veiki, og á sú miðstöð að bera heit-
ið „Centre de recherche Fernand-
Seguin“.
Seinna verkefnið nefnist „Art
Brut“, — Hrá list. Þessi annar hluti
leggur áherslu á list í sinni frum-
stæðu mynd. í þessum hópi eru
sextíu verk gerð sérstaklega fyrir
þetta tækifæri af sjúklingum Louis
H. Lafontaine sjúkrahússins. Þessi
samantekt var gerð í samvinnu við
sýningarnefnd ELAAC og Guido
Molinari sem vann náið með sjúkl-
ingunum á meðan á vinnu þeirra
stóð. Þess má geta að Guido Molin-
ari er einn af þekktari myndlistar-
mönnum Montrealborgar af eldri
kynslóðinni.
Það var lítið um stórstjömur úr
Sigrún Harðar skrifar f rú Montreal
kallað ,-,Á l’ombre du génie“, — í
skugga snillingsins, og felur það í
sér málverk, skúlptúra, ljósmyndir
og verk unnin með blandaðri tækni
eftir hóp myndlistarmanna sem
alþjóðlega myndlistarheiminum á
myndlistarmannaskrám gallerí-
anna, enda flögguðu þau flest sínu
fólki, sem er í allflestum tilfellum
myndlistarmenn búsettir hér í Qu-
Úr Coup de Couer, „ón titils", verk
eftir Denise Dumas.
ebec fylki. Gallerí Esperanza, gall-
erí John A. Schweitzer og gallerí
Waddington og Gorce voru undan-
tekningar að þessu leyti og var á
þeirra listum að finna nokkur
heimsfræg nöfn s.s. Nam June Pa-
ik, Georg Baselitz, Frank Stella,
Roy Lichtenstein, Karel Appel,
Richard Serra og Christo án þess
þó að gera þeim nánari skil á sýn-
ingunni, ef undan er skilin ein teikn-
ing eftir Christo.
Það þykir góður siður á svona
sýningu að hafa einskonar sjálf-
stæða sýningu samtíðarlistar,
óháða galleríum með í floti og hér
bar sá hluti þessarar listamessu
heitið „Coup de coeur“, — Að grípa
andann á lofti. Sýningu þessa setti
saman Michel Groleau, listráðu-
nautur og fyrrverandi galleríeig-
andi, heiðursmeðlimur AGACM.
Hann segir í sýningarskrá, að til-
gangurinn með þessu vali sínu væri
að kynna lítt þekkta myndlistar-
menn, sem ekki væru kynntir á
vegum gallería og hverrra verk
hefðu hrifið sig. Þessir listamenn
væru harla ólíkir og því ekki ein
ákveðin lína í þessari sýningu enda
teldi hann styrk í því að sýna eins-
konar þverskurð af því sem væri
að gerast meðal ungra listamanna.
Það sem vakti athygli undirrit-
aðrar við þetta val var, að hlutfall
kynjanna hafði snúist við frá því
sem við eigum að venjast á samsýn-
ingum samtíðarinnar og var þarna
að finna verk eftir átta konur og
aðeins tvo karlmenn.
Það sem gerir þessa Montreal
listamessu frábrugðna þeim lista-.
messum evrópskum sem undirrituð
hefur sótt er sú einlægni sem ein-
kenndi framsetningu sýningarinn-
ar. Að efla sjóð til líknarmála var
mikilvægur hluti sýningarinnar.
Harla undarlegt er að slík styrktar-
starfsemi fari fram undir sama
þaki og listamessa gallería sem
hafa sölumennsku að markmiði, en
um leið ákaflega heillandi einlægni
sem sýnir kannski best að þessi
borg á þó nokkra sérstöðu á mark-
aði listanna því mannlega þættinum
hefur ekki verið kastað út fyrir
peningavélina. Einnig að í stað þess
að sýna verk þekktustu listamanna
borgarinnar saman í sérstöku vali
þá voru grafnir upp lítt þekktir
myndlistarmenn og er það töluvert
framtak sem þarf til þess að setja
saman slíka sýningu.