Morgunblaðið - 25.11.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.11.1989, Blaðsíða 2
J i&VfosítóÍR 'iltóö fl EILIFITIMI SEM SAMEINAR ÖG SUNDRAR Kunstcenter stóð í hálfan mánuð og strax á 2. degi sýningarinnar var þeim boðið að koma aftur með sýningu í mars 1990, sem þeir nú vinna að. Eins og er, eru þeir báðir staddir hér heima, við að undirbúa þá sýningu og átti ég smáspjall við þá um hvernig þeirra sérstæða list er hugsuð. „Á þessari sýningu, sem verður í mars, dönsum við tveir, ásamt einni stúlku. Við erum báðir hérna heima núna til að þjálfa hana. Við höfum lengi verið að leita að stúlku sem gæti passað inn í það sem við erum að gera, bæði er- lendis og hér heima. Við vildum helst fá íslenska stúlku, því okkur er mjög í mun að Shita-hópurinn sé áfram alíslenskur. Vinna okkar hefst alltaf á því að við ræðum þá hugmynd sem við erum með og hugsum lengi um hana, marga mánuði. Við byij- um að setja hugmyndina í sam- band við alla mögulega hluti; hreyfíngar dýra og manna, vald- afíkn, dauðleika, ódauðleika, til- finningar, hljóð úr náttúrunni og borgarhljóð, mýkt og hörku, hljóð sem þvinga menn og hljóð sem við sækjumst eftir. I stuttu máli, getum við sagt að „installasjónir" okkaru séu allt- af byggðar á endumýjun á teor- etískri hugsun sem, ásamt sárs- aukafullum minningum, móta tímann, og úr því verða til ólíkir hlutir, sem allir eru tjáning í formi; litir, hreyfingar og hljóð. Það sem einkenndi list okkar á „stáltímabilinu" svokallaða, upp úr 1985-1986, voru skúlptúrar búnir til úr HH13, sem er efni sem við blöndum sjálfir og notum til þess þekkt efni sem við blöndum saman við ólíkar tegundir af stáli og málmi - og spónlagða hluti. við þetta bætist hreyfilistin, þar sem við notum líkaman sem tján- ingaform. Hver „installasjón“ segir einhveija sögu. I hreyfilist- inni emm við ekki að segja þá sögu sem sjá má í höggmyndun- um, heldur emm við að tjá þær tilfinningar og hugsanir sem áttu sér stað á meðan við vomm að vinna verkin. Og það tímabil get- ur spannað marga mánuði. Sjálf vitum við aldrei hvernig dansinn verður nákvæmlega. Við vinnum út frá ákveðnum ramma, en síðan er það spuming um hvaða tilfinn- ingu hver dansari upplifir á meðan á sýningunni stendur. Það má líkja því við það að við læsum öll sömu fimm bækurnar og ætluðum svo að dansa þær. Við vitum hvaða bækur við ætlum að dansa, en ekki hver ætlar að dansa hvaða bók. Þessvegna er mikið atriði hjá okkur að horfa í augun hvert á öðm, til að geta brugðist við þeirri tilfinningu, sem hinir ætla að dansa eftir.“ Nú vakt sýning ykkar í Henie Onstad safninu gífurlega athygli og þið hafið hlotið óvenjulega mikið lof gagntýnenda. Um hvað fjallaði sú sýning? „Hugmyndin á bak við þá sýn- ingu er sígaunastúlka. Eg las gamla sígaunaþjóðsögu,“ segir Hörður, „sem fjallaði um það, að þegar sígaunastúlka hefur tíðir í fyrsta skipti, má hún ekki sjá sólina frá einu fullu tungli til þess næsta. Það er bundið fyrir augun á henni og karlrnaður verður að bera hana á háhesti á daginn, afþví hún má heldur aldrei snerta jörðina, þennan tíma. Á kvöldin má hún taka frá augunum og sitja á teppi. Þetta stendur fram að næsta fulla tungli. Þá er bindið tekið frá augunum og hún giftist þeim manni, sem henni hefur ver- ið ætlaðuir, frá því hún var mjög ung Skúlptúrinn er stílfærður og verður ekki bein eftirlíking af stúlkunni, heldur er hann unninn út frá þeim áhrifum sem sagan hefur á okkur og út frá táknmáli sögunnar. Samtímis því sem við glímdum við þessa sögu.“ Þann hálfa mánuð sem brons- sýningin stóð voru grílukertin í loftinu að bráðna. Undan þeim komu bronsskúlptúrar, sem voru hólkar sem höfðu að geyma am- boð til að bijóta innsygli á brons- kössum; skúlptúrum sem stóðu á gólfinu. Þannig myndar sýning þeirra bræðra eina samfellu, því fyrr en' ísinn er bráðnaður, er Listamennirnir Haukur og Hörður Harðarsynir. Á mynd- unum hér fyrir neðan er sýnis- horn af verkum þeirra. ekki hægt að opna kassana. Út úr kössunum tekur síðan að renna sandur - hægt og hljóðlega - og að lokum rís hið nýja tungl og sígaunastúlkan rennur út - fæðist sem kona. „Á sama tíma og við unnu þessa sýningu," segja þeir bræður, „náðum við tökum á tæknilegu vandamáli sem við höfðum átt við að glíma - og það var að tengja efnið okkar, HH13, við málma. Við notuðum það í skúlptúrinn af sígaunastúlkunni, og tengdum það erótíkinni. Við höfum reifað fætur hennar, sem er táknrænt fyrir það að hún má ekki stíga á jörðina. Og í staðinn fýrir að láta hana sitja á teppi, látum við hana sitja á einhvers konar púða, sem tengist japanskri erótík. Púðanum er haldið uppi með banði, sem er bundið við kvið hennar. Súlkan heldur sjálf um hnútinn og hún losnar ekki nema hún sleppi. Hún hlylur nekt sína því sjálf. I hvert sinn sem sýningu þeirra bræðra lýkur, taka þeir skúlptúr- ana og loka þá inni í keijum, kössum og kúlum, sem eru skúlpt- úrar. Þar inni hvíla skúlptúrarnir að eilífu. Samfella sýningarinnar er rofin og skúlptúramir sem fæddust á sýningunni tvístrast um allar koppagrundir. En hvers vegna? „Við erum mjög uppteknir af hugmyndinni um uppgröft fornra grafa, til dæmis í Egyptalandi. Þegar menn voru jarðaðir þar, til forna, var gröf þeirra ein heild, full af allskyns hiutum. Hver hlut- ur þar hafði sinn hagnýta tilgang. Þaðan kemur þessi hugsun okkar með tilgang og samfellu allra hluta í okkar sýningum. Síðan hafa þessar grafir verið opnaðar, hlutirnir sem í þeim voru hafa verið fjarlægði og seldir og þeir eru um allan heim. Þegar þú sérð þessa hluti í Bandaríkjunum, Jap- an, eða bara hvar sem er, veistu ekkert hver upphafleg merking eða tilgangur þeirra var. Við erum mikið að fást við tímann. Hreyfilistin, eða dansinn, er til dæmis túlkun á tilfmningum okkar, allt frá því að hugmynd að þema verður til hjá okkur. En við erum líka að fást við hinn eilífa tíma, hvemig hann sameinar og sundrar. Inn í það flettast ólík- ir siðir í heiminum; heiðni - kristni, og allt þar á milli. Tíminn og sið- irnir breyta öllu og það sem hverf- ur, verður ekki aftur tekið.“ Nú verðið þið aftur með sýn- ingu í Heine Onstad safninu frá 31. mars til 17. apríl á næsta ári. Hvert er þemað á þeirri sýn- ingu? „Þemað þar • er framhald af þessari sýningu um síngauna- stúlkuna. En nú bætast við 21 nýr skúlptúr úr stáli, tré, ís, sandi og HH13. Núna lokum við sígaunastúlkuna inni og setjum hana fram í hreyfilist. Allt frá því við byijuðum á þessu þema, höf- um við leitað að stúlku til að dansa með okkur og höfum nú ioks fund- ið hana. Hún heitir Brynhildur Pétursdóttir og hefur stundað líkamsrækt í ijögur til fimm ár. Hún hefur til að bera þá tákn- rænu eiginleika sem við leituðum að í hlutverk sígaunastúlkunnar í þessu hreyfilistarverki. Núna æf- um við hana á hveijum degi í þijár klukkustundir á dag, og sá , tími á eftir að lengjast jafnt og þétt alveg fram að sýningunni, sem verður eftir þijá og hálfan mánuð.“ Grunsamlegir góðborgarar __________Leiklist_____________ Jóhanna Kristjónsdóttir Leikfélag Kópavogs frumsýndi í Félagsheimili Kópavogs Blúndur og blásýra eftir J. Kess- elring Þýðandi: Ævar R. Kvaran Leikmynd: Sviðsmyndir hf. Lýsing: Ogmundur Jóhannesson Búningar/Leikmunir: Ragnhild- ur Ásvaldsdóttir og Guðrún Bergmann Aðstoðarleikstjóri: Ragnhildur- Ásvaldsdóttir Leikstjóri: Ragnheiður Tryggva- dóttir Þetta leikverk hefur orðið nokkuð lífseigt, Leikfélag Reykjavíkur mun hafa sýnt það fyrir fjórum eða fimm áratugum og þó nokkuð hefur verið um að leikfélög úti 'á landi tækju það til sýningar. Þar segir frá tveimur rosknum dömum, þekktar fyrir blíðu og góðgjörðir, elskaðar og virtar af öllum Á heimilinu er einnig ungur bróðursonur þeirra sem stendur í þeirri trú að hann sé forseti Bandaríkjanna. Fyrir ein- skæra tilviljun eða óheppni kemst annar bróðursonur á snoðir um að frænkurnar stunda þá óhefðbundnu góðgerðarstarfsemi að byrla öldn- um leigjendum sínum eitur sem þær blanda út í heimabruggað eini- beijavín og síðan eru þeir grafnir í kjallaranum. Þriðji bróðursonurinn sem er geðveikur glæpamaður kem- ur á svæðið með lík í farangrinum og eftir mikið japl og jaml og mis- skilning á misskilning ofan endar allt „vel“. Gömlu konurnar þurfa ekki að hætta eftirlætisiðju sinni, elskendur ná saman, glæpamenn fara í fangelsi og það hvarflar ekki að lögreglustjóranum að taka mark á rausi um að þrettán menn séu grafnir í kjallaranum. Efnið er svo sem nógu háskalegt en höfundur býr það í búning farsa og úr getur orðið ágætis kvöld- skemmtun ef vel er að sýningu stað- ið. Það tekst bærilega hjá Leik- félagi Kópavogs nú. Drýgstur í því er hlutur Sólrúnar Yngvadóttur sem er Abby Brewster og gerir hana hæfilega ísmeygilega, sakleysislega og skondna. Jóna Guðmundsdóttir var Martha systir hénnar og náði góðum tökum á henni. Jóhann G. Jóhannsson var Mortimer sem kemst að því í upphafi hvað frænk- urnar hafa verið að fást við. Jóhann gerði ýmislegt vel, en framsögnin var ekki nógu skýr í mestu æsings- atriðunum. Ronald Brewster var bróðir hans sem telur sig vera Bandaríkjaforseta og átti túlkand- inn, Gísli O. Kærnested, góða spretti. Vilhjálmur Friðriksson var doktor Einstein og var gervi hans og sviðsframkoma athyglisverð. Hörður Sigurðarson stóð sig með stakri prýði í hlutverki O’Hara bók- menntalega sinnaða lögregluþjóns- ins, og sem hr. Withherspoon for- stöðumaður. Þórhallur Gunnarsson var hinn skuggalegi Jonathan og gerði úr honum hæfilega hrikalega persónu. Nokkrir leikarar í viðbót komu við sögu. Staðsetningar flestra leikaranna hefðu mátt vera vandaðri. Leikmynd var við hæfi, í hléinu var gestum boðið upp á glas af einibeijavíni — og ekki vitað til að neinum hafi orðið meint af og undirtektir voru ágætar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.