Morgunblaðið - 25.11.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.11.1989, Blaðsíða 6
6 * MOR<SUNBt&0I£> UVU(5ARÐAOt'R<g5. íNÓiVBMPBR 108.9 Minningar Tove Engilberts BOKAÚTGÁFAN Forlagið hef- ur gefið út bókina Eins manns kona — minningar Tove Engii- berts eftir Jónínu Michaelsdótt- ur. Tove Engilberts var ung kona þegar hún yfirgaf heima- land sitt og fluttist til íslands ásamt manni sínum, listmálaran- um Jóni Engilberts. í bókinni segir hún frá uppvaxtarárunum á auðmannaheimili í Kaup- mannahöfn og dregur upp óvenjulega og heillandi mynd af lífinu þar í borg á árunum milli stríða. Hún lýsir fyrstu kynnum þeirra Jóns, en þau kynntust fyrst er þau voru bæði við myndlistarnám. Síðan lýsir Tove langri sambúð við stór- brotinn listamann og lífi þeirra á Islandi af óvenjulegu innsæi og næmi á sérkenni samferðar- manna sinna. I kynningu For- lagsins segir m.a.: „Minningar Tové Engilberts eru ógleymanlegur aldarspegill þar sem fjöldi þjóðfrægra manna og kvenna kemur við sögu. Hún lýsir á eftirminnilegan hátt samskiptum listamanna fyrr á árum, baráttu Helgi Jónsson Unglinga- sagan Skotin eftir Helga Jónsson Út er komin skáldsagan Skotin eftir Helga Jónsson. Það er Stuðlaprent hf., 01- afsfirði, sem gefur bókina út, en höfundur er kennari við gagnfræðaskólann á staðnum og ritstjóri bæjar- biaðsins Múla. Skotin er unglingasaga, enda eru aðalpersónur hennar á gagnfræðaskólaaldri. Aðal- persónan Kári, sem er í 8. bekk, er einmana og vinafár. Hann haltrar á öðrum fæti og er því mikið strítt og upp- nefndur Stuttfótur. En þá fyrst byija vandræðin þegar hann hugsar úm stelpur. Skotin er fyrsta skáldsagan sem Helgi Jónsson sendir frá sér, og jafnframt fyrsta bókin sem Stuðlaprent hf. gefur út. Kormákur Bragason hannaði kápu. Stuðlaprent sá uin setn- ingu texta og umbrot, en það var Prentsmiðjan Oddi hf. sem prentaði og annaðist bókband. Skotin er 142 blaðsíður. (Fréttatilkynning) þeirra, vonbrigðum og sigrum. Þar skiptast á skin og skúrir, en um- fram allt er saga Tove áhrifamikil lýsing á tilfinningaríku samlífí tveggja elskenda og vina sem aldr- ei varð hversdagsleika og vana að bráð.“ Eins manns kona er 251 blað- síða. Bókin er prýdd miklum fjölda mynda, þar á meðal teikningum eftir Jón Engilberts sem ekki hafa áður birst. Essemm/Tómas Hjálm- arsson hannaði kápu. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Jónína Michaelsdóttir Smásögur eftir Kristínu Omarsdóttur Út er komin hjá Máli og menn- ingu bókin í ferðalagi hjá þér eftir Kristínu Ómarsdóttur. Bók- in hefur að geyma fimm smásög- ur sem fjalla um ástir, sambönd og togstreitu kynjanna í ýmsum tilbrigðum. I þeim helst einfald- leiki í hendur við margræðni, stíll þeirra er ljóðrænn og frum- legur og þær einkennast af und- irfurðulegum húmor. Kristín Ómarsdóttir fæddist árið 1962. Hún hefur áður gefið út eina Ijóðabók. Einþáttungur eftir hana hlaut verðlaun í leikritasamkeppni Þjóðleikhússins í tilefni af lokum kvennaáratugarins og var sýndur árið 1987. í ferðalagi hjá þér er 103 blaðsíð- ur og er bæði gefin út í kilju og innbundin. Kristín Ómarsdóttir gerði kápu. Bókin er prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar. (Fréttatilkynning) Kristín Ómarsdóttir Skáldsaga effcir Leó Löve ÍSAFOLD hefur gefið út bókina Mannrán efitir Leó E. Löve lög- fræðing. í kynningu segir: „Mannrán er spennusaga sem gerist á þessu ári. Söguhetjan, Gunnar Jakobsson, er ungur maður sem hefur átt vel- gengni að fagna í lífi og starfi. Övænt stendur hann frammi fyrir þeirri skömm að verða gjaldþrota þegar viðskiptafélagi hans stingur af með sjóðinn. Gunnar á erfitt með að sætta sig við þau örlög og í þunglyndi sínu fer hann í einmanalegar gönguferð- ir. Á einni næturgöngunni verður hann vitni að því að áberandi maður í þjóðfélaginu hefur verið í laumu- legri heimsókn hjá ástkonu sinni. Hann fylgist með manninum um skeið og með honum vaknar hug- mynd að óvenjulegri fjáröflun .. . Eftir langan og ítarlegan undir- búning lætur hann til skarar skríða. Leó E. Löve Mannrán hefur aldrei verið framið á íslandi fyrr.“’ Bókin er 218 blaðsíður og unnin í ísafoldarprentsmiðju hf. Endurskoðuð út- gáfa Lögbókarinnar BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hefur endurútgefíð bókina Lög- bókin þín, eftir Björn Þ. Guð- mundsson, prófessor, sem fyrst kom út árið 1973. Auk hans vann að endurskoðun ritsins Stefán Már Stefánsson, prófessor. Lögbókin þín er lögfræðihandbók fyrir almenning. í bókinni, sem er nær 600 blað- síður, eru 1.500 uppflettiorð og um 1.100 tilvísunarorð og er efni bókar- innar skipað í stafrófsröð. í kynningu útgefanda segir m.a. að Lögbókin þín hafi verið umsamin að verulegu leyti. Skipta megi breyt- ingum á fyrstu útgáfu árið 1973 í þrennt. í fyrsta lagi er meiri áhersla lögð á afmarkaða, lögfræðilega skil- greiningu hvers lagahugtaks sem nýtast mætti lögfræðingum, laga- nemum og áhugamönnum um lög- fræði. í öðru lagi eru dæmi, eitt eða fleiri, nær undanteknirigarlaust not- uð fyrst og fremst almenningi til skilningsauka, bæði á hugtökum og almennum texta. I þriðja lagi er nú, auk lagatilvitnana, vísað í lögfræði- rit í lok reifunar hvers orðs eftir því sem tiltæk eru og við á, í stað þess að geta heimilda eingöngu sameigin- lega á einum stað. Loks má geta þess að gerð er grein fyrir öllum helstu ríkisstofnunum, nefndum og ráðum. Lögbókin þín er prentuð í Prent- stofu G. Benediktssonar en bundin hjá Arnarfelli hf. Kápu teiknaði Sig- urþór Jakobsson. Stafrófið lifir Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Sigmundur Ernir Rúnarsson: Stundir úr lífi stafrófs. (64 bls.) AB 1989. Við fyrstu sýn slær það lesand- ann hve niðurröðun efnisins, allt frá hinu smæsta til hins stærsta, virð- ist mörkuð yfirlegu. Bókin skiptist í þijá hluta: I Athugasemdir, II Staður og stund, III Áköll. Hver hluti hnitar um misljós meginvið- föng: II. hluti er, eins og nafnið bendir til, um eftirminnileg stefnu- mót staða og stunda en III. hluti lýsir misáhættusömum stefnumót- um fólks og þ.m.t. ástinni. I. hluti er á hinn bóginn ekki eins heil- steyptur og hinir tveir. Sparlega er farið með orð, stund- um eins og skáldið hafi flysjað utan af hugmyndum þar til harður kjarn- inn einn var eftir: Rím Nóttin og óttinn eiga samleið sjúga smumingu hurða rýma saman hús. Óbilgjörn viðleitnin til að velja orð sem hæfa og segja ekki fleira en brýna nauðsyn ber til leiðir svo aftur til þess að hið ósagða hlýtur umtalsvert vægi. Enda er lagt upp úr þögninni og henni skipaður sess meðal orða. Upphafsljóðið, Þagnir, er einmitt freistandi að líta á sem einkunnarorð bókarinnar: Þögnin greinir frá óþægindum sem felast í ósögðum orðum éins vilja orð skýra frá kostum þagnarinnar. í rauninni býr í þessum fáu línum miklu stærri ádrepa en blasir strax við. Það er engu síður vandi á líðandi stundu, þar sem tilvera manna er að kafna undir fargi orðanna, að kunna að þegja en segja. Birta orðanna nær ekki að skína til fulls nema hún bijótist út úr myrkri þagnarinnar. Þessari aðferð beitir skáldið alúðlega og ekki ólíklegt að löng reynsla af orðamokstri á öðrum vettvangi- nýtist hér. Fáein sýni Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Jónas Þorbjarnarson: í jaðri bæjarins. (48 bls.) Forlagið 1989. I þessari bók er mikið útsýni og ekki alltaf útreiknanlegt og þaðan af síður rökrétt. Má vera að rétt- ara sé að nefna það tvísýni því skáldið fleygir sjónarhorninu til og frá. Óvænt breytist það og gefur um leið lesandanum selbita, t.d. þegar textinn hverfur umsvifalaust í hundshaus undir lok ljóðsins Án þess að kalla á hundinn. í ljóðinu Vakt er teflt fram sömu tækni: Úti við sjónarrönd baksvipur manns . hann horfir í fjarskann Er þetta nýtt tilbrigði við cere- bos-saltstrákinn, botnlausa spegl- un? Horfír mælandinn á mann sem horfir á mann sem horfir á . . .? Fjarlægð — nálaegð togast á í mörgum ljóðanna. í Sviði er flug- drekinn „agnarlítill / héðan að sjá / / en togar samt einlægt.“ Fjar- lægðin býr til ný fjöll í Þú sem býrð handan árinnar. í Innbúi skil- ur íjarskinn ekki fyrst og fremst að fyrirbæri í rúmi og tíma, heldur manneskjur, tilfinningar: Sterkbyggður hefði mátt ætla að borðið stólamir rúmið myndu síður en hann þola spark samt sem áður þegar hún fór án þess að þau snertust var það hann sem féll saman. . Samkvæmt þessu er ekki allt sem sýnist. Tvísýnið leiðir til tor- tryggni og ferðalög eru farin í tvísýnu, sbr. Flutningaskip, Inn í myndina og Nei við engil. Hið síðast nefnda er eitt markvissasta ljóð bókarinnar: Mælandinn af- þakkar fylgd um skóginn þótt áhrínsorðin „án min ferðu ekki lengra" ógni. Þess í stað heldur hann fast um skeftið og dregur um síðir úr slíðrunum — bros. En tunglin boða vá, hvöss og rísandi. Auk tvísýnis og tvísýnu er tvíræðni áberandi í þessari bók. í Framhjá steininum er litið um öxl og „þú . . . horfir æ síðan / með auga steinsins / á þig.“ Afstæði felur í sér a.m.k. tvenns konar ráðningu — spurningu um líf og dauða er ekki svarað en hitt má sjá að mælandinn lagði „af stað“. Með öðrum orðum var ferðalagið Lífið er flókið Bókmenntir JennaJensdóttir Guðlaug Bjarnadóttir: Snert hörpu mína. Goðorð, Reykjavík 1989. G. Rósa: Ljósið í lífsbúrinu. Goðorð, Reykjavík 1989. Myndskreyting á kápum: Magnús Tómasson. Hér verður lítillega fjallað um tvær ljóðabækur af þeim átta er komu út hjá bókaútgáfunni Goðorði nú í haust. Báðar eru fyrsta bók höfundar. Guðlaug María sækir ekki langt yrkisefni sín. Þau eru úr umhverfi hennar og daglegu lífi. Tuttugu og sex ljóð eru í bókinni. Flest eru þau stutt,.en segja samt nægilega mik- ið. Skýrar myndir eru dregnar upp og lesanda er yfirleitt ljóst hvers ljóðið leitar í hugskoti hans. Nokkur hnitmiðun skáldsins orkar því já- kvætt hvort sem um sorg eða venju- legan hyersdag er að ræða. Hér er brugðið upp tveimur ljóðum úr bók- inni: Sársauki Auk sársaukans auk sársins- auk angistarinnar auk einmanaleikans blæðir úr sárinu mínu endar allt líf með dauða. Það er sárt. Hringinn á enda. Að kveldi segir sonur minn systur sinni frá englunum og syngur hana i svefn. Að morgni hefst bardagi hnúar og hnefar tungan brýnd. Sem betur fer eru dagarnir teknir að styttast. Það er ekki auðvelt að gera upp á milli ljóðanna — segja að eitt sé betra en annað. Raunsæi er baksvið þeirra, en þó virka þau á mig sem sólblik frá augum skáldsins lýsi svo, að það verði eins og rauður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.