Morgunblaðið - 25.11.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.11.1989, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1989 HRAFNHILDUR GUÐMUNDSDOTTIR MESSÓSÓPRAN: Ætla að halda áframað syngja Hrafnhildur Guðmundsdóttir messósópransöngkona og Jónas Ingimundarson píanóleikari halda ljóðatónleika í Gerðubergi næst- komandi mánudag, 27. nóvember. Þetta eru fyrstu opinberu ein- söngstónleikar Hrafnhildar, en hún hefúr áður komið fram á tón- leikum lijá Tónskóla Reykjavíkur auk þess sem hún söng hlutverk Kerúbínós í Brúðkaupi Fígarós í Islensku óperunni síðastliðið vor. H rafnhildur lauk einsöngv- araprófi frá Tónskóla Reykjavíkur 1987, en jjœnnarar hennar þar voru Rut Magnússon og Sieg- linde Kahman. Síðustu tvö árin hefur Hrafnhildur verið í einkatímum hjá Sigurði Dementz. Ég hitti Hrafnhildi í Gerðubergi þar sem hún var að koma af æfingu með Jónasi og Dementz og byijaði á að spyija hana hvers vegna hún Ingibjörg Eyþórsdóttir. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Bautasteinar _^ í FIM-salnum IIISQJ I í FÍM-salnum við Garðastræti stendur nú yfir fyrsta einkasýning Ingibjargar Eyþórsdóttur myndlist- armanns. Ingibjörg lauk prófi frá Myndlista- og handíðaskóla Islands árið 1987 og það ár tók hún þátt í samsýningu félaga sinna úr skólanum í Hafnargalleríi. ér hefur fundist þú vera tilbú- in að halda einkasýningu þótt mjm ekki séu nema tvö ár liðin frá m^r því þú laukst námi? Bfá, mér fannst ég tilbúin til þess. Það tekur auðvitað tíma eftir að skóla lýkur að finna sjálfan 'sig, en það sem flýtti eflaust fyrir því hjá mér var að fljótlega eftir að ég_ kláraði skólann veiktist ég alvarlega. Ég var í lífsbættu um tíma og varð því að horf- ast í augu við dauðann, sem er heldur einmanaleg lífsreynsla. Þetta flýtti auðvit- að mikið fyrir mér að komast að einhverri niðurstöðu um mína myndlist, svo maður llti á björtu hliðamar; Öll lífsreynsla er dýrmæt. Mér finnst líka nógu langur tími liðinn frá sjúkdómnum til að ég geti verið að sýna myndirnar." Á hvern hátt breyttust myndirnar þínar eftir þessa reynslu? „Vinnubrögðin urðu hægari og mark- vissari. Áður voru myndirnar mínar mjög litríkar og þær tengdust ekki langdslagi eins og myndirnar á þessari sýningu gera óneitanlega að einhveiju leyti. Formin urðu einfaldari og skýrari þann- ig að núna eru þetta eiginlega skúlptúr- ar í tvívídd. Mér finnast þeir mynda eina heild og þess vegna læt ég nægja eina yfirskrift fyrir þær allar, Bautasteinar, sem er einhverskonar minnismerki eða Vörður á leið. Ég upplifi sýninguna sem ferðalag. “ Hvers vegna landslag? Ertu mikið úti i náttúrnni? „Já. I mörg sumur hef ég verið aðstoð- armaður við náttúrurannsóknir og þá horft mikið á landslag og skoðað náttúr- una í kring um mig. Síðustu sumrin, þegar ég var enn í Myndlista- og handíðaskóianum var ég farin að þreifa mig áfram með að teikna landslag, þó ég málaði það ekki þá. Það var þó aðal- lega upp úr mér, þótt ég hafi auðvitað verið undir áhrifum frá ákveðnum stöð- um.“ Hvernig líkaði þér í skólanum? „Mér_ finnst skólinn að mörgu leyti góður. Á meðan ég var þarna var anna- skipting, ein önn var einn mánuður, og maður skipti um viðfangsefni á hverri önn. Þetta fyrirkomulag hefur bæði kosti og galla. Maður fær nasasjón af mörgu, en verðúr kannski svolítið tættur. Svo þegar skólanum lýkur þarf maður að gefa sér góðan tíma til að vinna úr þessu öllu. Ég held að minnsta kosti að það sé nauðsynlegt að gera það. En ég-er ekki viss um að állir nái því.“ Spjallaó við Ingibjörgu Eyþórsdóttur um hennar fyrstu einkasýningu Þér hefur ekki fundist öþægilegt að æða svona mikið úr einu í annað? „Ég varð oft pirruð yfir því á meðan ég var í skólanum, en eftir á finnst mér það hafa verið kostur." Myndirðu flokka myndirnar þínar með einhverri ákveðinni stefnu? „Eiginlega ekki. En ég er kannski akíri rétta manneskjan til að gera það. Það hafa margir talað um að þær séu eirimanalegar. Þessir sterku einmana- legu drangar. Blái liturinn, sem ég nota mikið, hann er tákn eilífðarinnar og er reyndar líka talinn vera litur daúðans. Sem eru þá líklega áhrif frá veikindunum, eða hvem- ig ég vinn úr þeim. Það tók mig reynd- ar hálft ár eftir að ég náði tnér upp úr þeim, að komast niður á eitthvað sem mér fannst ég geta farið að vinna úr. Og núna fannst mér ég tilbúin til að halda sýningu. Mér finnst líka að með því geti ég losað mig frá viðfangsefninu og haldið áfram.“ Sýningu Ingibjargar lýkur þriðjudag- inn 28. nóvember. MEO hafi svo sjaldan komið fram og aldr- ei áður haldið einsöngstónleika. „Ég hef alltaf verið rög við að halda tónleika," svarar Hrafnhildur. „En Dementz hefur verið duglegur viðað styrkja mig og reka mig áfram. Ég var heldur ekki viss um að ég vildi leggja sönginn fyrir mig og vissi þess vegna aldrei almennilega af hveiju ég væri að læra að syngja. Það hefur blásið svo mikið á móti mér, og ég haft ótal tilefni til að hætta, en aldrei getað það.“ Ég spyr hverskonar mótvindi hún hafi mætt. „Ég var lengi að ná söng- tækninni, og svo eignaðist ég tvo stráka á meðan ég var í náminu," segir hún. „Það voru allskonar vandamál og veikindi sem fylgdu því. Ég hef ennþá nóg að gera sem heimavinnandi húsmóðir, en tónlistin er sterk og hún kallar á mann þannig að maður verður að halda áfram.“ Hrafnhildur segist vera nýbúin að taka þá ákvörðun að leggja sönginn fyrir sig og hún segir Sigurð Dementz ekki eiga minnstan þátt í þeirri ákvöðrun. „Hann hafi ýtt und- ir sjálfstraustið hjá mér.“ Og De- mentz, sem er viðstaddur spjall okk- Hraftihildur Guðniundsdóttir Morgunblaðið/RAX og Jónas Ingimundarson á æfingu í Gerðubergi. ar, skýtur því inn að hann sé nokk- straust söngfólks. „Þegar sjálfstraustið vantar er maður feiminn og hlédrægur," segir Hrafnhildur. „Það jókst reyndar hjá mér við að fá að syngja í íslensku óperunni, en það var líka sérstök Hraf nhildur Guðmunds- dóftir syngur ó Ijóðatón- leikum í Gerðubergi ó mónudag við undirleik Jónasar Ingimundorsonar reynsla. Þar upplifði ég þessa söng- gleði sem fylgir því að geta gefið af sjálfum sér. Og hefur kannski líka hjálpað mér að taka ákvörðun.“ Þú kvíðir því ekki að fá ekki nóg að gera nú þegar þú ert búin að taka ákvörðun um að gerast söng- kona? „Nei, allt ekki. Það er nóg að gera fyrir söngvara hér. Og ef ekkert gerist þá getur maður sjáifur ákveð- ið að halda tónleika. Þessir ljóðatónleikar hér í Gerðu- bergi, sem nú er haldnir annað árið í röð, skapa söngvurum til dæmis einstakt tækifæri. Og einnig ljóða- unnendum. Jónas Ingimundarson leikur undir á öllum þessum tónleikum og velur efnisskrárnar með söngvurunum svo það er engin hætta á öðru en lagava- lið sé flölbreytt." Hvað ætlarðu að syngja á tónleik- unum á mánudaginn? „Fyrri hlutinn er þijú lög eftir Sigvalda Kaldalóns og „Liderkreis", lagaflokkur yfir Schumann, sem mér finnst alveg yndislegur. Eftir hlé syng ég „Banalités", eft- ir franska tónskáldið Poulenc, og þijá söngva á Feneyjarmál- lýsku eftir annað franskt tón- skáld, Reinaldo Hahn. Og enda á Negrasöngvum eftir Spánveijann Xavier Montsal- vatge. Óll lögin sem ég flyt éftir hlé eru eftir þessarar aldar menn.“ Æfirðu þessi lög sérstak- lega fyrir tónleikana eða he- furðu sungið þau áður? „Ég æfði Sigvalda, Mont- salvatge og Feneyjarlögin sérstaklega fyrir þessa .tón- leika, en „Liderkreis" og „Banalités" lærði ég fyrir mörgum árum.“ Hvað réð valinu á lögum á efnisskrána? „Þegar Jónas hafði sam- band við mig, bað hann mig um að gera þijár mismunandi efnisskrár með lögum sem ég gæti hugsað mér að syngja eða kynna. Síðan settumst við niður og völdum úr þessu í eina efnisskrá. Poulenc, Hahn og Montsalvatge heyrast mjög sjaldan á Islandi og ég held reyndar að þessi tónlist eftir þá hafi aðeins verið flutt einu sinni áður hér á landi. Montsalvatge er mjög skemmti- legur og sá eini af þeim sem eitthvað hefur verið haldið hér á lofti og það einmitt af Jónasi. Hann hefur bæði leikið tónlist hans sjálfur og kynnt hana fyrir nemendum sínum. Tónlist Hahn heyrði ég í fyrsta skipti fyrir fimm árum og varð strax mjög hrifin. Síðan hef ég verið að reyna að komast yfir nótur með músíkinni og látið ýmsa leita fyrir mig, en ekki tekist að hafa upp á þeim. Ekki fyrr en tiltölulega nýver- ið, eftir að ég hafði samband við Halldór Hansen lækni. Honum tókst loks að hafa upp á þeim fyrir mig.“ MEO N I iður, konsert | fyrir kontra- bassa og hljóm- I sveit eftir Þor- I kel Sigur- björnsson, í flutningi Ama Egilssonar einleik- ara og Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, undir sljórn Vladimirs Ash- kenazys, var gefinn út á geisladiski fyrir _ ári, ásamt verkúm eftir Árna Egilsson og Charles Whittenberg. Diskurinn hefúr fengið góða dóma gagnrýnenda bæði vest- an hafs og hér á íslandi, þar sem leikur Árna er lofaður og verki Þorkels mjög hrósað. Undirrituð sló á þráð- inn til Árna eftir að hafa fengið umsagnirnar um geisladiskinn í hendur, en hann er búsettur í Los Angeles þar sem hann hefur starfað sem tónlist- armaður síðustu 25 árin. Tónlistarmaðurinn Árni Egilsson. ar, er tónlistin við hana samin? „Tónlistin er yfirleitt það síðasta sem kemur á myndina, þegar búið er að reikna út allar senur og klippa hana. Það kemur þó fyrir að þyrjað er að vinna fyrr í tónlistinni. Til dæmis er Bruce núna að gera tón- list við mynd Alan Alda og er ný- kominn úr ferð þar sem hann var að ráðgast við Alda á tökustað. En það er sjaldnar sem unnið er þann- ig.“ Ástæðan fyrir því- að ég hringi í þig er ekki aðeins til að forvitnast um hvað þú ert að fást við þessa stundina, heldur langaði mig að spyija þig um geisladiskinn Niður, þar sem þú leikur einleik með Sin- fóníuhljómsveit íslands. „Þorkell skrifaði þetta verk, Nið- ur, fyrir mig og Sinfóníuhljómsveit íslands, en við frumfluttum það í Háskólabíói 1985. Það eru mjög fá verk til fyrir kontrabassa, og þau flest léleg. Kannski þess vegna líta fæstir á kontrabassann sem einleikshljóð- færi. Og fáir stjórnendur sem vilja stjórna verkum fyrir þetta hljóð- um _er einnig að finna tvö verk eft- ir Árna, „Quest“ og „Steeped in Pathos“. „Konsertinn hans Þorkels er að- alverkið á disknum. En ég á þarna tvö verk, „Quest“, sem er fyrir kontrabassa og hljóðgervil (synt- hesizer), og „Steeped in Pathos“ fyrir kontrabassa og píanó.“ Ég er hér líka með í Höndunum dóma um plötuna „Fascinating Voyage" (Hrífandi ferðalag), sem er jassplata. Ertu mikið fyrir jass? „Já, ég hef mikið spilað jass. Mennirnir sem spila með mér á þessari plötu eru þekktir í jassinum. Ray Brown er frægur. jassbassaleik- ari, Pete Jolly á píanó og Jimmie Smith á trommur. Ray Brown var reyndar átrúnað- argoðið mitt þegar ég var ungur heima á íslandi. Takmarkið var að geta spilað eins og hann. Ég kynnt- ist honum síðan þegar hann hætti að spila með Oscar Peterson og byijaði að spila í hljóðveri hér í Los Angeles. Ég er því búinn að vinna með honum oft síðustu 20 árin.“ Ekki litið á kontrabassann sem einleikshljóðfæri I Um þessar mundir starfa ég sem hljóðfæraleikari í hljóðveri og ann- ast upptökur fyrir sjónvarp og kvik- myndir," sagði Árni þegar ég spurði hann hvað hann væri að fást við um þessar mundir. En Árni er ekki aðeins hljóðfæraleik- ari heidur einnig tónskáld. Og hann heldur sig ekki bara við eina tegund tónlistar. „Ég spila allskonar tónlist. Ég verð að geta gert það þar sem ég starfa við kvikmyndir, því í einni kvikmynd er ekki aðeins ein tegund tónlistar heldur margskonar tón- list.“ Árni segist ekki hafa gengið í skóla til að læra að skrifa tónlist fyrir kvikmyndir, heldur lært af vini sínum Bruce Broughton, sem hann segir mjög vel þekktan vestra. En mig langar að vita hvort Árni hefur gert tónlist við kvikmyndir sem íslendingar kannast við. Segir Árni Egilsson konfra- bassaleikari og tónskáld „Eg hef unnið við Indiana Jones, allar Star Trek-myndirnar og marg- ar af myndum Spielbergs. Núna vorum við að leggja síðustu hönd á tónlistina í Back to the Future II og tvær aðrar myndir framleiddar af Speilberg, Always og Dad, sem er nokkuð sniðug mynd.“ Á hvaða stigi í vinnslu kvikmynd- færi.“ Hvers vegna fékkst Ashkenazy þá til að stjórna þessu verki? „Ég held að Þorkell hafi ráðgast um þetta við Ashkenazy áður en hann byijaði að skrifa, og verið í sambandi við hann á meðan hann var að semja það. Ashkenazy sam- þykkti síðan að stjórna frumflutn- ingi verksins. Tónleikarnir voru teknir upp og þar sem þetta er afburða gott stykki og hljómsvéitin spilaði var ákveðið að gefa það út á geisladiski." Gagnrýnendur virðast flestir vera sammála Árna um ágæti verksins og ekki hafa þeir sparað hrósyrðin um hann sjálfan. Bæði sem hljóð- færaleikara og tónskáld, en á diskn- Hvað kom til að þið að gerðuð plötu saman? „Þegar við unnum saman töluð- um við oft um að það væri gaman að gera saman plötu, en það hefur aldrei verið gefin út plata með tveimur bassaleikurum. Á þessari plötu spila ég mest allt með boga, en Ray leikur ryth- mabassa. Eg sendi Ray prufu af þessu áður en við byijuðum á plöt- unni og hann var mjög áhugasamur um að við gerðum þetta svona. En ég veit ekki til að leikið hafi verið á þennan máta á tvo bassa áður. Ray hringdi í mig um leið og hann var búinn að fá prufuna í hendur og vildi gera plötuna strax. Og það gerðum við.“ ME0 MORGUNBLADID LAUGA~RITAGtTIt~25TNOVEMBER-1989~ Hvítu fug'larnir gráta Bókmenntir Jenna Jensdóttir Ragnhildur Ófeigsdóttir: Faðmlag vindsins. Goðorð, Reykjavík 1989. Forsíðumynd: Magnús Tómas- son. Það er mörg ár síðan ég gekk inn í stofu til nemenda minna með lítið ljóðakver í hendi eftir stúlku, sem var aðeins eldri en þau. Við lásum ljóðin upphátt og vorum sam- eiginlega glöð og stolt yfir hlýrri, furðu góðri rödd skáldskapar úr þeirra hópi. Árin liðu og kliður ljóðs- ins í vitund Ragnhildar opinberaðist lesendum í þroskaðri og agaðri ljóðagerð. Og nú hefur hún gerst mikilvirk og þeyst á Pegasusi í tveimur ljóðabókum á þessu ári. Fyrr á árinu kom út hjá Bókrún ljóðabókin „Stjörnurnar í hendi Maríu“. í henni eru áhrifamikil trú- arljóð tileinkuð komu Jóhannesar Páls páfa til íslands. Þau eru í senn ákall og dýrkun á Maríu mey — í kaþólskri trú - þrungin heitri þrá í látleysi og tilbeiðslu. Goðorð, sem er ný útgáfa, hefur sent frá sér átta ljóðabækur. Hún gefur höfundum ljóðabókanna sam- heitið Orðmenn. Sumir höfundanna eru áður þekktir af skrifum sínum, aðrir koma hér fram með bók í fyrsta sinn. Brynjar Viborg er yfirmaður út- gáfunnar og er það vel. Þar fer fagurkeri á ljóðlist og raunar gott skáld, þótt lítið hafi birst eftir hann. Faðmlag vindsins nefnist bók Ragnhildar. Um margt eru þessi Ijóð ólík fyrri ljóðum hennar. Það er ekki vindurinn, sem blæs mikið. Það er blóð, sem rennur og litar í næstum helmingi ljóða hennar í bókinni. í ljóðunum gætir áhrifa frá austurlenskum skáldskap. .Og Bibl- ían á þar sinn þátt. Áköf leit að einhveiju stöðugu í tilverunni sýnist mér oft hafa sterk- an undirtón. En lesandi verður ósjálfrátt saddur á tilvitnunum í blóð og blóðstraum þegar sífelldar endurtekningar lita hvert ljóð af öðru, án orða sem veita gleðigjafa aðgang, þannig að lífið verði sterk- ara en það sem getur fyrirgert því. Hér skulu tekin sýnishorn úr nokkr- um þessara ljóða: Hringrás konunnar: Hjarta mitt liggur grafið við rætur rósarinnar króna hennar er full af rauðri dðgg blóðs míns. Ástin: I skuggsæla garðinum miðjum sefur Inanna munnur hennar og skaut rauð eins og blóð ánum og lækjunum blæðir ' pálmarnir drekka blóð blómin drekka blóð sólin og máninn drekka blóð og þau eru rauð rauð eins og munnur og skaut Inönnu. Rauður loginn brennur: máninn situr á blárri gallsegginni um nætur rauður loginn í hendi hans blóð bæði tíðablóð og hetjublóð rauður loginn brennur Ragnhildur Ófeigsdóttir Ástarljóð: eins og sólin þegar hún rífur úr^sér rautt hjartað og lætur blóð sitt flæða yfir hvíta eyðimörkina. Hvísl fúglsins: af blóði eru blómin komin af blóði er fegurðin komin er ástin komin og til blóðs skal hún aftur renna. Ég nem hér staðar með þessar tilvitnanir, en í 15 ljóðum af 34 rennur blóð - það finnst mér einum of. Ég skynja litla gleði í þessum ljóðum Ragnhildar, aftur á móti tregablandna leit að einhveiju sem r\ i í—rrt—i-----------tt---------r er ekki. Næmi hennar fyrir því fagra og góða er oft gefið þung högg af blóði og dauða. Er hún leitar eingöngu á vit náttúrunnar — landsins — verða ljóð hennar sterkust í mínum huga. Má þar nefna Sumarnótt í Skagafirði og Sólarlagið. Sumarnótt í Skagafirði: Sólin dansar yfir engin og kossarnir spretta í fótspor hennar eins og logagylltir túnfíflar huldufólkið stigur vikivaka í bláum slæðum §allaþokunnar einum fata i Hegranesinu sefur vindurinn um hásumarnóttina og smáblómin hvísla honum í eyra munaðardraumum Sólarlagið Eg veit að það er land sem ris úr hafi mistursins og sjóndeildarhringsins þar vaxa töfrablóm íslenskrar júlínætur og haustlituð lauf sem aldrei verða mold bærast í blænum í lindunum blárri en augu þín speglast titrandi útlínur horfinna ástvina Ljóðið á bls. 76 er ekki birt fyrir lesendur. Þeir hafa einfaldlega ekki áhuga á því. Ég verð alltaf hrifin af ýmsu í skáldskap Ragnhildar, einnig hér — og ekki síst hér. En í lokin spyr ég hvort það sé ekki hveijum höfundi til góðs að fara sér hægt í að gefa út hugverk sín. Tvær ljóðabækur á ári virðast ofrausn. Sama forsíðumynd er á öllum ljóðabókum Orðmanna. Mér geðjast að henni. Vesæli fagri heimur Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Margrét Lóa Jónsdóttir: ORÐAFAR. Myndir: höfúndur. Útgefandi: Marló 1989. Margrét Lóa Jónsdóttir er meðal hinna ungu skáldkvenna sem vakið hafa athygli á undanförnum árum. Nægir að minna á ágætt framlag hennar til Ljóðaárbókar 1988. Nýj- asta ljóðabók hennar heitir Orðafar. Mörg Ijóðanna í nýju bókinni eru fremur smáleg, einkum svipmyndir úr ferðalögum. Þau er aftur á móti frískleg og í þeim galsi sem lofar góðu. Nokkur ljóð bókarinnar eru Jón Ásgeirsson Viðar Gunnarsson er á förum til Vínarborgar að syngja' hlut- verk Sarastro. Líklega hafa þeir um marga söngvara að velja þar á bæ, ekki síst þegar um er að ræða óperu eftir Mozart, svo að Viðar má vel við una. Á tón- leikum hans í íslensku óperunni sl. fimmtudag voru söngverk eftir Árna Thorsteinsson, Sig- valda Kaldalóns, Eyþór Stefáns- son, Karl 0. Runólfsson, Moz- art, Verdi og Rossini. Samleik- ari var Selma Gunnarsdóttir píanóleikari. Viðar hefur þegar safnað sér góðu efni, kunnáttu og nokkurri reynslu, en leggur sjálfur auk til vitnis um að Margrét Lóa getur gert mun betur. Meðal þessára ljóða er Hann. Það hefst á þessum línum: Dreymir kirkju sem ekur í hlað á Mercedesbens og höll sem er vængjuð meiriháttar hausti Slitur úr martraðarkenndum draumum fljúga um ljóðið: ma- donna, hvelfing, skelfing, regnborg. Það er hreyfing í ljóðinu. Þegar Hann vaknar „undir styttunni/ „Fatafella frá Róm““ gerist það að hann: bravo þess til frábæra rödd, sem hefur sífellt eflst í hljómi og blæbrigð- um, svo að nú er um að gera að leggjai allt að veði og láta sverfa til stáls. Á þessum tónleikum sýndi Viðar að hann er efni í stór- söngvara því bæði er röddin óvenjulega þróttmikil og honum lætur vel að túlka leikræn átök, eins og heyra mátti í aríunum eftir Verdi, II lacerato spirito, úr Simone Boccanegra og Come dal ciel úr Macbeth. Gamansem- in i La vendetta, eftir Mozart og La calunnia, eftir Rossini, þarf meiri slípun í leiktúlkun en í aríu Sarastros ríkti ekta virðu- leiki og tign. Af íslensku lögun- um var Ásareiðin best flutt, en það lag Kaldalóns, ásamt Heimi, á einstaklega vel við rödd Við- Margrét Lóa Jónsdóttir Viðar Gunnarsson. ars. Eftir þennan „bravúra“ konsert er áhætt að spá Viðari velgengni og í ferðanesti fylgir Gleymir þessum heimi Vesæla fagra heimi Eg er þeirrar skoðunar að Mar- gréti Lóu sé óhætt að takast á við vandasöm yrkisefni. Það gerir hún í Hann og líka í Brottför svo annað ljóð með expressjónísku sniði sé nefnt. Rómantískan víkur að nokkru fyrir raunsæi í Orðafari. Þó er hún enn á sínum stað, samanber Draummynd þar sem hlátur brims- ins heyrist og líka „vampýruhlátur- inn í salnum". Stystu ljóðin eru sum hver í ein- faldara lagi, einkum ferðaljóðin. Slík ljóð geta orðið yfirborðsleg og aðeins misjafnlega heppnaðar myndir, jafnvel hjá góðskáldum. En það eru vel ort smáljóð í bók Margrétar Lóu: Eind og Minnis- punktar æron bleids (mótorhjóla- töffara) til dæmis. Selma Guðmundsdóttir. sú ósk að ferðin til Vínar verði honum sem gagnlegust og efli hann sem listamann. Bravo Tónlist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.