Morgunblaðið - 25.11.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.11.1989, Blaðsíða 8
ffS B MORGtlNBLAÐIÐ' LAUGAKDAGUR 25. NÚVKMBKR 1989 ALLIR DRAUMAR ÞÍNIR GETA RÆST Morgunblaðið/Árni Sæberg Draumur þinn rætist tvisvar er titill á nýútkominni skáld- sögu eftir ungan rithöfund, Kjartan Árnason. Þetta er fyrsta skáldsaga Kjartans, en hann hefur áður sent frá tvær bæk- ur, ljóðabók og smásögur. egar ég hitti Kjartan byrja ég á að spyija hann hvort hann hafi stefnt að því frá upphafi að skrifa skáldsögu. „Þegar ég gaf út ljóðabókina fyr- ir þremur árum var ég ekki viss um að ég ætlaði að halda áfram að fást við skáldskap. En frá því ég tók þá ákvörðun hefur hug- myndin um að skrifa skáldsögu verið til staðar. Ég hélt þó ekki að ég myndi láta verða að því svona fljótt og var alls ekki með skáldsögu á pijónunum þegar ég byrjaði á þessari bók. Upphaflega hugmyndin var að skrifa smáprósa eða smáþætti, en þegar fór að líða á verkið ákvað ég að skrifa heldur skáldsögu, en halda mig við formið. Ég raðaði köflunum öðruvísi upp og bætti inni í til að þetta gæti orðið sjálf- stæð skáldsöga. Munurinn á köflunum í bókinni og hreinum smáprósa er að smá- prósinn verður að geta staðið sjálfstætt. Kannski geta sumir kaflarnir í bókinni það, en í lokin gefa þeir sterka heildarmynd.“ Er það formsins vegna sem sagan hefur engan eiginlegan söguþráð? „Hún hefur ekki söguþráð í þeim skilningi að það gerist ein- hver atburður í upphafi, sem hægt er að rekja allt eftir. En þráðurinn er samt svo sterkur að eftir lestur bókarinnar veit lesandinn hvað hefur gerst.“ Um hvað fjallar bókin, Draum- ur þinn rætist tvisvar? „Þetta er saga ákveðinnar per- sónu, frá því hún fæðist og til fullorðinsára hennar. Samband þessarar persónu, sem er drengur, við ömmu sína er veigamikill hluti sögunnar. Þau deila á vissan hátt örlögum og við sjáum hvernig ein kynslóð lærir af annarri." Lærir yngri kynslóðin þá ein- hverntíma af eldri kynslóðinni? „Hún getur gert það. Og gerir það því í rauninni erum við ekk- ert annað en það sem við lærum, ekki síst af foreldrum okkur. Allt sem við gerum, hugsanir okkar og skoðanir, flest af því höfum við lært heima hjá okkur.“ Það má ráða af ýmsu í sög- unni, að drengurinn er að alast upp í lok sjötta áratugarins og byijun þess sjöunda og þess vegna má spyija hvort hann tengist þér sjálfum og þá hvernig. „Ég vil nú helst þræta fyrir að hann geri það. Því það hvarflar ekki að mér að skrifa ævisögu. A hinn bóginn má segja að enginn geti nokkurn tíma gert nokkuð nema nota eigin reynslu. Lífreynslan nýtist fólki alltaf á einhvern hátt í starfi. Það er bara meira áberandi hjá rithöfundum en öðru fólki. Draumur þinn rætist tvisvar er saga drengs sem fer ákveðna leið í lífinu og stendur í lok bókarinn- ar frammi fyrir vali milli þess að koðna niður eða rísa upp.“ Samband drengsins við ömmu sína vegur þungt segir þú. Það fer þó ekki mikið fyrir því þegar h'ður á söguna. „Amman hverfur honum á unglingsárunum. En þau eru líka svolítið sérstök að því leyti að þá er maður að gera svo margt í fyrsta skipti að maður 'gleymir sjálfum sér auðveldlega í því. Og kannski sérstaklega strákar. Þeir verða svo miklir töffarar. En amman yfirgefur hann aldrei og hún hverfur aldrei úr huga hans. Þetta er alltaf að gerast í lífinu og er eitt af því sem gerir það svo undursamlegt. Það eru alltaf að koma upp ný tímabil þar sem maður er að gera aðra hluti en áður. Og hættir þá kannski um leið að umgangast eitthvert tiltek- ið fólk. Það þarf þó ekki að þýða að manni þyki ekki áfram vænt Kjartan * Arnason sendir frá sér sína fyrstu skáldsögu, Draumur þinn rætist tvisvar dæmis áfram að hugsa um ömmu sína þó hann hitti hana sjaldnar.“ Drengurinn spyr eitt sinn ömmu sína að því í sögunni hvort og hvernig hann geti látið drauma sína rætast tvisvar, og hún svar- ar: „Þú trúir á þá esska og kvíðir engu.“ (Bls. 75.) Titill bókarinnar, Draumur þinn rætist tvisvar, er fenginn úr þessum kafla. Er hann vísun í að aðalpersónunni takist að láta drauma sína rætast eða eitthvað sem þú trúir sjálfur og vilt koma á framfæri til lesenda? „Eftir því sem ég hugsa meira um þennan titil, þá finnst mér að draumar manns hljóti að rætast ef maður ætlar að láta þá rætast. Að allt sem þú vilt að gerist, geti gerst ef þú vilt það nógu innilega. Flesta dreymir um hamingju, öryggi, góða vinnu og að vera heilbrigðir, en það eru einmitt þessir draumar sem við getum látið rætast í raun og veru. Og í rauninni erum við alltaf að láta drauma okkar rætast og ef þeir rætast ekki að fuliu, þá er það af því við viljum það ekki nógu mikið. Hvort draumar aðalpersónu bókarinnar rætast verður les- andinn að ráða í. Ég vil gjarna að draumar þessarar persónu hafi ræst, en ég veit ekki hvað verður um hana eftir að bókinni lýkur. Ég vona aðeins að drengurinn, sem er þá reyndar orðinn fullorð- inn, hafi tekið rétta ákvörðun fyr- ir sig. Að minnsta kosti tók hann ákvörðun og það er líka mikil- vægt. Því það er hægt að staðna af ótta við breytingar og hræðslu við að taka ákvarðanir, en það gerist aldrei neitt nema tekin sé ákvörð- un. Mér finnst til dæmis frábært þegar fólk hefur tekið sig til og selt allt, til að geta ferðast til fjar- lægra landa, og séð eitthvað nýtt og gert eitthvað nýtt. Það þarf hugrekki til að gera slíkt í okkar samfélagi, en ég tel að fólk sem tekur slíkar ákvarðanir þurfi ekki að.óttast að eitthvað gott gerist ekki í lífi þess. Lífið hlýtur að snúast á sveif með þeim sem hugsa jákvætt og þora að takst á við sín persónulegu vandamál, en leyfa sér ekki að koðna niður undan áhyggjum.“ Þú hefur gefið út allar bækurn- ar þínar sjálfur. Hvers vegna? „Áður en ég gaf út ljóðabókina hafði ég samband við nokkur for- lög, en þau sögðust öll vera með fullan ljóðakvóta. Eitt þessara for- laga las þó handritið og leist ekki illa á svo ég ákvað að stofna sjálf- ur bókaforlag. Ég kallaði það Öriagið af því það var svo lítið að það sást varla, enda fylgdi þessu engin alvara. En nú sýnist mér það ætla að verða eitthvað meira. Kannski eru það örlögiú" Viðtal: Margrét Elísabet Ólafs- dóttir. Krókur Myndlist Bragi Ásgeirsson Á Laugavegi 37, nánar tiltekið í klæðaverzluninni Faco, hefur lengi verið til lítið horn, sem nefn- ist „Krókur“ og er frátekið fyrir myndverk hinna yngri og fram- sæknustu og þá eink’um þá sem sótt hafa framhaldsmenntun sína til Hollands. Þar hafa verið haldnar margar smásýningar eða „mini“-sýningar svo sem það nefnist á fagmáli. Varla er tilefni til að geta þeirra að staðaldri, en vert er að vekja athygli á starfseminni, sem þar fer fram og telst hin virðingar- verðasta. Um þessar mundir sýnir þar Ingólfur Arnarson nokkrar mjög einfaldar blýantsteikningar, sem byggjast á hlutföllun og ýmsum samsvörunum þeirra, blæ- brigðum og hrynjandi. Hér er komin naumhyggjan í sinni klárustu mynd, en þeir sem ánetjast henni hafa oft mjög ákveðnar skoðanir á listum og eru hér manna dómharðastir, sbr. hinn nafnkennda rýmislistamann Donald Judd, sem einnig er fræg- ur sem óvæginn listrýnir og greinahöfundur. Naumhyggjan hefur haslað sér völl hér heima á síðustu árum og þá kannski ekki síst vegna áhrifa frá mönnum eins og Judd, sem Ingólfur Arnarson meira að segja kom hingað á síðustu listahátíð og sýndi í Ný- listasafninu ásamt Richard Long, sem er þó á annarri línu í mynd- listinni. Það hefur ekki farið mikið fyr- ir Ingólfi Arnarsyni í listinni til þessa, þótt hann teijist vel virkur á vettvangi hennar, en hann virð- ist hlédrægur og ástundar þannig einnig naumhyggju á sýningar- vettvangi! Jafnframt því sem Ingólfur sýnir teikningar í Krókinum, þá sýnir hann einnig fáeina naum- hyggjuskúlptúra í Galleríi Birgis Andréssonar á Vesturgötu 20, sími 24529. Símanúmerið er til- komið vegna þess að hér mun eitt frumlegasta listhús borgar- innar og einungis opið eftir sam- komulagi. Þetta er hér sett á blað til að vekja athygli áhugasamra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.