Morgunblaðið - 25.11.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.11.1989, Blaðsíða 7
B 7 Viðfangsefni bókarinnar geta vart talist frumleg. Hér er fjallað um kenndir eins og ótta og einsemd, ugg og átök manneskjunnar í síkvikri veröld. En þótt viðfangsefnin séu algeng („klisjukennd" er of sterkt orð) þá ber úrvinnslan eigin höfundareinkenni. Vettvangur ljóðanna er gjarnan ljós og myrkur eða mörk þessa beggja: dagrenning, óttubil, hádegi, nótt. Fátt reynist haldbært eða þolir ljósið — myrkrið þess vegna ákjósaniegri íverustaður en ljósið. Tilbrigði myrkurs eru mörg og oft með forskeytinu dimm- (dimmviðrast, dimmblár, dimmblautt). Ljós — myrkur, orð — þögn: miðlægni þessara fjögurra hugtaka skapar hvort tveggja í senn: myndrænt rými og listræna spennu. Samhliða myrkrinu gengur þögnin en orðin fylgja ljósinu og hugtökin fjögur leikast á með ýmsu móti. í Slitum er t.a.m. ljósi (hlutlægu) og orðfæð (huglægu) teflt saman á áhrifaríkan hátt: Morpnskíman bregður skðrpu ljósi á beiskt tár sem tekur því ekki að þerra úr þessu Jónas Þorbjarnarson farið þótt endalok væru óljós. Þessi bók kveikir hugmyndir, ekki endilega allar nýjar en samt umhugsunarverðar, skynsamlegar. En því miður er ekki allt skynsam- legt mögulegt frekar en allt mögu- legt er skynsamlegt: HYGGINDI Stýrið liprara en hupr manns með vísifingri gæti ég snúið því hring en það er ekki ráðlegt ekki á þessari ferð og vegurinn beinn svo að með vísifingri held ég stýrinu kyrru. þráður í gegn — að lestri loknum. Guðlaug María er ungt skáld, sem lofar góðu. Hún á ýmislegt ólært, en nær samt lengra í skáldskap sínum en almennt gerist með fyrstu bók. Guðlaug María tileinkar Hörpu Skörpu bók sína. Það hefur stundum tíðkast síðan konur urðu skrifandi að ungar konur (sjaldnar karlar) eigi sér blöð eða bók sem þær tjá á eða í sínar leyndustu hugsanir og allt umrót hugans sem fylgir því að verða fullorðin. Þær þekkja þetta sumar — hafa gert það sjálfar eða vitað vinkonur sínar gera það. Skrifað og teiknað — reynt að skilja leyndardóma lífsins sem sigla hraðbyri að anda og tilfinningum. Spyija, þjást, gleðjast, en verða litlu nær. Láta bókina geyma hugrenningar — og þeir sem vita um hana bera virðingu fyrir henni og þeim sem skrifar og teiknar í hana — virðingu sem á upptök sín í dulblæ og aðdáun. Ljósið í lífsbúrinu minnir mig á slíkar bækur. En þó er hún sérstæð þar sem ljóðrænn blær hvílir yfir henni allri og í raun geymir hún í flestum tilfellum ljóð með öllum sínum tilfinningum í andans umróti. G. Rósu liggur mikið á hjarta og hún segir frá, spyr ekki. Bókin er MÖRGUNBLjAfelf) LAOGÁHUAGUIL 2ð. <MÖVfíMBERöl9S0 Sigmundur Ernir Rúnarsson Okkur hefur lærst að meiða hvort annað með andvðrpum í stað orða. Orðin „birta“ hugsun, opinbera nekt en myrkrið hylur sérhveija merkingu, breiðir sig yfir mótsagnir og sefar þreyttan huga. En jafnvel um miðja nótt þegar myrkrið er • svartast gengur ekki allt upp. í Kynnum er fyrirboðinn vakinn f tveim fyrstu línunum og staðfestur í tveim seinustu: Birtan þverr ekki meir nú lýkur nóttu Grönnum fingrum ferðu um þvalt hörund sem vermir sæng þína en ekki þekkirðu það meira en svo að það kitlar. Ekkert er víst, fátt er útreiknanlegt og heiti ljóðsins skilur eftir írónískt bragð hjá lesandanum. Enda þótt nóttin hafi þekkilegan blæ yfir sér í þessari bók getur hún engu að síður verið vægðarlaus. Draumþing er svo: Svipmiklir djöflar nætur leika á svæfli minum Þeir hafa komið aftan úr ómunatíð að fá mig i drauma við sig. Ekki verður skilist við þessa bók án þess að minnast á Helgu, 20. aldar móðurminningu, einlæga í einfaldleik sínum. An upphrópana og fárviðris lýkur ljóðinu á klettfastri játningu: Móðir mín ég á með þér daga sem duga Litlir brallarar Bókmenntir Jenna Jensdóttir Ole Lund Birkegaard: Anton og Amaldur flytja í bæinn. Myndir: Orla Klausen. Þýðandi: Þórg- unnur Skúladóttir. Iðunn 1989. Brallarar og aftur brallarar eru höfuðpersónur flestra sagna eftir danska höfundinn Ole Lund Kirkegaard. Enda hafa sögur hans orðið mjög vinsælar á öllum Norð- urlöndunum. Hann er nú látinn fyrir nokkrum árum. Enn berast samt sögur hans, áður ókunnar hérlendis, til íslenskra barna og sem betur fer á góðri íslensku í þýðingu. Átta ára fluttu tvíburarnir Anton og Arnaldur með foreldrum sínum í Myllu, búið sem: „ ... var alls ekki neinn alvöru búgarður. Það var ekki neinn alvöru búgarður. Það var ekki heldur nein mylla þar. En Myllubúið hét það engu að síður. Þarna voru bara gömul og skökk og skæld hús og útihús sambyggð í ferhyrning . . .“ Við innkeyrsluna var samt lítil íbúð og í hana futti fjölskylda tvíburanna. Litli braskarinn „ég“ var mættur og illa gekk honum að fá að vita hjá strákunum hvor .hét hvað, því að meira að segja þeir þekktu ekki sjálfa sig í sundur. Litli hrappurinn „ég“ jafnaldri strákanna fann þarna tvo leikfé- laga — alveg eins og báða gler- augnagláma. Þeir vildu að hann yrði „frostbróðir“ þeirra og saman yrðu þeir að blanda blóði til þess að geta orðið svo nánir félagar. Hræðsla og skortur á beittu eg- gjárni komu í veg fyrir að úr þeirri athöfn yrði. Aftur á móti völdu þeir sér aðra og hættulausari að- ferð til þess að verða „frostbræð- ur,“ eins og þeir kölluðu þessi sterku vináttubönd. Svo byijuðu uppátækin og við sögu koma ryk- suga, tveir feitir grísir og slátrarinn sem læsti annan tvíburann, í bræði sinni, niðri í kjallara. Ekki tók betra við þegar pabbi átti að sjá um heim- ilisstörfin og hafði alla litlu ormana kringum sig — í fákunnáttu sinni. Hressileg saga byggð á góðlát- legu gríni — sem stundum getur orðið næstum kaldrifjað. Myndskreytingin er ólík því sem er í flestum bókum Ole Lund Kirkegaard og kannski ekki eins samofin efninu og hinar þekktu myndir hans — en ágæt samt. Guðlaug Bjarnadóttir ekki prentuð, allt efni hennar er skrifað með margbreytilegri rithendi G. Rósu. Rithandarform hennar kemur fram í býsna mörgum útfærslum og er hver annarri ólík. Ýmist liggja orð og setningar lóðrétt, lárétt eða á ská yfir blaðsíður og víða fylgja teikningar með barnslegu G. Rósa yfirbragði. Bók sína tileinkar G. Rósa lífinu og tilverunni. Þvílíkt þurfandi þvogl er lengsta skrifið í bókinni. Þar fer fram orðaleikur með öllum mögulegum orðum, sem byija á þ og verða að lokum þvogl. Hér er brugðið upp sýnishorni úr bókinni. Úr minnis- kompu Péturs I FLOÐINU Vasabók (útg. Punktar 1989) nefliist kver eftir Pétur Gunnarsson með efiii úr minn- iskompu hans (1986-1988), hugsað sem lofsöngur til augnabliksins að sögn höfund- ar. Fyrir lesendur Péturs er það nokkurs virði að fá að kynnast daglegu lífi hans og þönkum, hugarmyndum eins og hann orðar það. Vasabók greinir frá athugul- um friðsemdarmanni sem ekki er laus við áhyggjur og nýt- ur þess að hjúfra sig undir sæng. Þar stendur m. a.: „Málið er að ég vil ekki búa til skáldsögu, ég vil að veruleik- inn sé skáldlegur." Undir þetta geta eflaust fleiri rithöfundar tekið. A öðrum stað er hið sama áréttað: „Þegar ég vakna fyrst á morgnana langar mig ekkert til að skrifa. Eg vil bara vera í lífinu athugasemdalaust.“ Síðan er lýst íkomum sem renna upp og niður tijástofna og svífa milli greina. Klifur íkornanna sem frá náttú- runnar hendi eru gerðir úr garði með allt sem tijálífið útheimtir leiðir hugann að mönnunum sem ekki eru eitt með lífinu. Spurt er hvort það sé kannski vasabók- in sem er sundfit okkar og væng- ir. Og í vasabókina er hægt að skrifa að mann langi ekkert til að skrifa. Nú er það einu sinni svo að Iífið kemur ekki í staðinn fyrir skáldskap, að minnsta kosti ekki hjá rithöfundum. Það er í senn þijóska og ótrúleg bjartsýni að halda áfram að skrifa. Skáldsögur Péturs Gunnars- sonar hafa komið mörgum í gott skap og fengið marga til að hlæja’ sem er fremur sjaldgæft í hinum oft dapurlega heimi samtímabók- menntanna, Verðmæti hvers- dagslífsins eru á sínum stað í Vasabók, en efasemdir eru fleiri en oft áður hjá Pétri. Það er til dæmis beisk niðurstaða að það framkallist ekki „nema í gegn um ógeðið og skepnuskapinn“ að lifið sé undur. Pétur er einn þeirra höfunda sem hafa fengist við að semja minningar sínar og kynslóðar sinnar jafnóðum og frásagnar- v'erðir atburðir gerast. Það ástundar hann líka í Vasabók og að því leyti er hún ekki frábrugð- in skáldsögunum vinsælu. J.H. Dýrasaga Bókmenntir Jenna Jensdóttir Texti: Atli Vigfússon. Teikning- ar: Hólmfríður Bjartmarsdóttir. Skjaldborg 1989. Það er mikið um að vera á Hóli, innsta bænum í sveitinni. Jólin eru í nánd og þegar heimafólk hefur brugðið sér bæjarleið taka kýrnar til sinna ráða. Þær þurfa einnig að undirbúa Þar sem örvæntingin bjó Fyrir dyrum alþýðunnar Var hræðsla I svörtum skýjum andans Sem þyrptust Saman I einn óleysaniegan hnút Og batt fólkið inni. Stundum eru tvær til þijár setningar á blaðsíðu: Kjamorkuvetur Ekki gráta tárin fijósa. Ég las þessa bók með ánægju og sum ljóðin sóttu á hug minn að lestri loknum. í mörgum þeirra kemur fram áköf leit að tilgangi lífsins þótt frásagnarstíllinn sé oftast ríkjandi. En því neita ég ekki að þegar slíkt form er notað sem hér, þá berst margt með, sem gjarnan mætti geymast til þess að vaxa í fullkomleika ef betur er að því hugað. Skáldgáfa G. Rósu er augljós og því vona ég að þessi sérstæða bók verði upphaf að framgangi hennar. Ljóðabækurnar átta sem Goðorð gefur út sýna stórhug hinnar nýju útgáfu — sem aðeins gefur út ljóð. Hér er djarflega farið af stað hjá bókaútgefanda. Og vona ég sannarlega að ljóðaunnendur láti sig miklu varða ljóðabækur Orðmanna. Skáldfákurinn þeirra prýðir bókakápurnar. komu jólanna með miklum innkaup- um. Til þess verða þær að komast í kaupstað dýranna. Nú er tækifær- ið, þegar mannfólkið er að heiman. Besta kýrin í fjósinu hún Stóra- Branda leggur á ráðin og stjórnar ferðinni. Og nú er gaman fyrir unga lesendur að kynna sér sjálfir hvem- ig allur undirbúningur ferðarinnar fer fram. Stóra-Branda notfærir séi^ tækni nútímans til þess að ná sam- bandi við Rauð risabola og biðja hann að koma á stóra bílnum sinum og flytja allan skarann, því stórir sem smáir taka þátt í ferðalaginu. Að vetrarlagi gengur ekki ailt eins og ætlað er í ferðalögum. Snjó- koma og skaflar skapa mikla erfið- leika. En eins og mannfólkinu berst hjálp frá björgunarsveitum skáta o.fl. berst ferðalöngunum hjálp sem dugar. Fimm glaðir og syngjandi hrútar, sem búa í dalnum bak við stóru fjöllin, eru hér á ferð: Jólahrútar heyrandi hátt í jólabjöllum. Kallandi og kyijandi komandi af fjöllum. Þeir heilsa að gamalkunnum sið sveitafólks; „Hér sé Guð.“ Þeim er vel fagnað því það er aldeilis búið að ganga á ýmsu áður en hjálpin berst. Húsamús frá'bóndabænum sem hefur smyglað.sér með hópnum Iætur nú á sér bera. Það er ekki vert að lýsa dýrlegheitum sem blasa við hópnum, þegar loks er komið til Dýrabæjar. Þar fæst bókstaflega allt til jólanna. Nú er keypt og keypt af sama kappi og mannfólkið gerir. Eitt er valdamálið. Allir þurfa að vera komnir heim áður en bónda- fólkið kemur til baka ... Þettk er dýrasaga sem á áreiðan- lega eftir að skemmta ungum les- endum, sem gaman hafa af dýrum í hlutverki mannfólksins. Myndir eru stórgerðar og lýsa vel kringumstæðum þeim sem fel- ast í texta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.