Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 12
6861 flí3ai4383Q 4S HUOAaflAOUAJ ÖIÖAJaWUOflOM MORGUNBLASIÐ LAUGARDAGUR 2. ÐESEMBER 1989 KS 12 B Ferðaminningar Jó- hönnu Kristj ónsdóttur VAKA-Helgafell hefur gefið út bókina Duimál dódófúglsins eftir Jóhönnu Krisljónsdóttur. Bókin ber undirtitilinn: Á ferð með augnablikinu um framandi lönd. I kynningu Vöku-Helgafells á þessari nýjustu bók Jóhönnu Krist: jónsdóttur segir meðal annars: „í Dulmáli dódófuglsins lýsir Jóhanna ferðum sínum til tíu fjarlægra landa. Hún kemur meðal annars við í Rúanda, á Máritíus og Malawi, í írak, Ísrael og Túnis og ræðir þar jafnt við höfðingja, hirðingja og hjákonur og nálgast fólkið af var- færni en jafnframt giettni þannig að frásögnin verður í senn lífleg og sönn. Lesandinn upplifir atburði sem allt eins gætu átt heima í spennusögu því oft og tíðum er tvísýnt um það hvort Jóhönnu takist að sleppa úr ýmis konar háska sem hún lendir í. I bókinni Dulmál dódófuglsins er umfram allt einlæg og næm frásögn af lífi í framandi löndum en um leið ævintýraleg ferðasaga.“ Dulmál dódófuglsins skiptist í ellefu meginkafla og er í bókinni fjöldi mynda frá þeim löndum sem leið Jóhönnu hefur legið til. Aftast í bókinni eru kort sem Gunnar H. Ingimundarson hefur gert og fróð- legar upplýsingar um löndin sem koma fyrir í bókinni sem geta nýst Jóhanna Kristjónsdóttir þeim sem eiga eftir að fara á þess- ar slóðir. Prentsmiðjan Oddi annaðist prentvinnslu en GBB-auglýsinga- þjónustan hannaði kápu. Ný bók um sjálfstæð is- og utanríkismál ÚT ER komin bókin ísiensk sjálf- stæðis- og utanríkismál frá land- námi til vorra daga, eftir dr. Hann- es Jónsson, fyrrverandi sendi- herra. Bókin er níunda ritið í bókasafni Félagsmálastofnunar. Hannes kynnti bókina á blaða- mannafundi og sagði meðal annars, að hann byggði bókina á fjölþættri menntun innan félagsvísinda og þjóð- arréttar og 35 ára starfsreynslu í íslenskri utanríkisþjónustu. Með henni vilji hann miðla til samborgar- anna hluta af þeirri þekkingu og reynslu, sem viðburðarík þjónustu- störf í þágu íslenskra hagsmuna og vinsamlegra samskipta íslands og annarra ríkja hafi fært honum. Bókin skiptist í 14 kafla, auk heimildaskrár og í henni er að finna yfir 70 myndir, sem.tengjast textan- um. Fjallað er um landnám og bak- svið þjóðríkisins, stjórnskipan þjóðríkisins og milliríkjasamskipti 930-1262, arfleifðina frá nýlendu- tímabilinu, fullveldi og konungssam- band með uppsagnarfresti, íslenska hlutleysisstefnu sem öryggisstefnu konungsríkisins íslands, leiðina til lýðveldis, öryggisstefnu í mótun og er þar fjallað um Keflavíkursamning- inn, baksvið Nato og Nato-aðild, full- mótaða öryggisstefnu í framkvæmd, Morgunblaðið/Þorkell Dr. Hannes Jonsson, fyrrverandi sendiherra, með nýútkomna bóka sína. fræðileg grundvallaratriði utanríkis- stefnu, grundvallaratruiði utanríkis- stefnu íslenska ríkisins og utanríkis- stefnuvalkosti íslands. Brúðan hans Borgþórs Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfúndur: Jónas Jónasson. Myndir: Sigrún Eldjárn. Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi: Æskan. Þar er okkur boðið til sögu í Ljúfa- landi, að kóngur þeirra var sofnaður svefninum langa, Jörundur og Kol- finna tekin við stjórn borgarinnar. Þetta er ákaflega hugþekk borg, um stræti og torg gengur fólk sem enn hefir ekki týnt barninu í sjálfu sér, gerir gælur við það, svo að sköpunin öll brosir til þess, strýkur því um vanga á allt annan hátt en fólki yfir- leitt í borgum. Ólína, dóttir mikils athafnamanns, kynnist fátækum trésmíðanema, Borgþóri. Þau verða ástfanginn, og Borgþór vill gefa elskunni sinni eitt- hvað sem ber henni hjarta hans og sál. Hann réttir henni trékarl, Haf- þór skipstjóra. Svo nánir voru þeir spýtukarlinn og Borgþór, að meðan erill hins daglega streðs hafði ekki enn svæft draum barnsins í bijósti smiðsins, gátu þeir ræðst við, brúðan og hann. Lífið kenndi þeim Ölínu og Borgþóri að „sum skip koma ekki að landi“. Sú kom stund, að smiður- inn og trékarlinn skildu ekki hvor annan. Víst gerði athafnamaðurinn, Borgþór, marga brúðuna, sem fólk gladdi, keypti og hélt með heim, en enga sem Hafþór. Tíminn leið og þau hjón urðu gömul. Þá er boðið til sögu fátækri telpu, Heiðu. Hún vakti Haf- þór aftur til „lífs“, þráði ekkert heit- ar en eignast hann, og hann að kom- ast burt frá þeim er hinu eina sanna höfðu glatað. Jólakvöld. Gömlu hjónin ákveða að gefa Hafþór, gefa hann til að gleðja fátækt bam. Heiða litla kynn- ist því, að ,jól eru ekki aðeins fyrir ríka fólkið". Nú bregður svo við, að Borgþór skilur, að það er í gjöfínni sem maðurinn öðlast, því þeir geta talazt við á ný, Hafþór og hann. Inní kvöldhúm jólanætur flæðir ilmur vors. Oft hefir skáldið, Jónas, gengið í hliðum þroskans fjalls í leit að til- gangi farar okkar um jarðsviðið. Með þessari sögu býður hann okkur að hlið sér og segin Kærleikurinn, sem umvefur allt er það sem öllu máli skiptir, en hann er aðeins gestur þess sem deyðir ekki bamið í sjálfum sér. Niðurstaða, sem ekki er aðeins ævintýri fyrir börn, heldur holl lestur öllum á hraðans öld. Jónas er meistari máls og stíls, og sannarlega er bókin listilega skrif- uð, ljóðræn, orðin anga sem gróður jarðar, og í þeim er hljóðseiður and- Jónas Jónasson varans. Get ekki stillt mig um að amast við einu orði. í dag er fólki tekið að smíða allt milli, himins og jarðar. Það smíðar tillögur; smíðar bækur o.fl., o.fl. Jónas smíðar meira að segja hamingju (35). Þung hefði brún Sigurðar skólameistara orðið yfir slíkri setningu. Myndir Sigrúnar era listavel gerðar, falla að efni svo unun er að, eru bókarprýði. Próförk vel lesin, næstum villulaus. Frágang- ur allur og prentun útgáfunni tii sóma. Hafi hún þökk fyrir góða bók. Skáldsaga eftir Agnar Þórðarson FRJÁLST framtak hf. hefur sent frá sér skáldsöguna Stefnumótið ellir Agnar Þórðarson rithöfund. í umsögn útgefanda segir m.a.: „Stefnumótið er spennandi njósna- saga og er Reykjavík nútímans aðalsögusviðið, en Ágnar hefur val- ið Reykjavík sem sögusvið flestra vérka sinna. Sagan hefst í boði hjá Popoff, sendiherra Sovétríkjanna á íslandi. Hinum.megin við Tjömina er sendiráð Bandaríkjanna og liggja rætur atburðanna þar á milli. At- burðir síðustu ára, bæði innanlands og utan, koma við sögu og spennan eykst eftir því sem örlaganornirnar spinna vef sinn.“ Stefnumótið er 223 blaðsíður. Bókin er prentunnin í Prentstofu G. Benediktssonar en kápu hannaði auglýsingadeild Frjáls framtaks hf. Agnar Þórðarson Fyrsta skáldsaga Eysteins Bjömssonar VAKA-HELGAFELL hefúr gefið út skáldsöguna Bergnuminn, eft- ir Eystein Björnsson. í kynningu útgefanda segir m.a. um efni bókarinnar: „Lesandinn fylgist með söguhetjunni og dular- fullri og ógnþrunginni tilvist hans sem fjárhættuspilara í Reykjavík. Spilafíknin hefur náð heljartökum á Halldóri og leitt hann inn á braut glæpa. Hann situr bergnuminn við borðið í spilaklúbbnum þar sem háar ijárhæðir skipta um eigendur á hveiju kvöldi. Tilfinningar hans eru aðeins bundnar við spilin. Hann missir tökin á lífi sínu, fjölskyldan og starfið era í hættu. Sársauka- fullt uppgjör verður ekki umflúið. Á slíkur maður leið til baka í mann- heima?“ Prentsmiðjan Oddi annaðist prentvinnslu en GBB-auglýsinga- þjónustan hannaði kápu. Bókin er 170 blaðsíður. Eysteinn Björnsson Smásagnasafn eftir Hrafii Gunnlaugsson Út er komið hjá Almenna bókafélaginu nýtt smásagnasafn eflir Hrafn Gunnlaugsson. í þessu safni er nefnist Þegar það gerist, er að finna tólf sögur. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Smásögur Hrafns eru eins og kvik- myndir hans, sérlega lifandi, per- sónulegar og áleitnar. Efni sumra sagna bókarinnar er sótt í raun- veruleikann og margir munu kann- ast við fyrirmyndir höfundar. Þetta er annað smásagnasafn Hrafns en hann hefur áður sent frá sér ljóðabækur, skáldsögu og leik- ritasafn auk kvikmynda, sjónvarps- kvikmynda og margvíslegs annars efnis.“ Þegar það gerist er 207 blaðsíður að stærð. Úrvinnslu disklinga, um- brot, filmuvinnu og prentun annað- ist Prentstofa G. Benediktssonar. Bókin var bundin í Arnarfelli. Kápu- mynd tók Davíð Örn Þorsteinsson. Hrafn Gunnlaugsson Bók um „Naivista“ í íslenskri myndlist ICELAND Review útgáfan hefúr gefið út bókina Naive and Fant- astic Art in Iceland eftir Aðalstein Ingólfsson, listfræðing. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Hér er komin fyrsta tilraun sem gerð hefur verið til að gera úttekt á verkum sjálfmenntaðra alþýðu- listamanna á íslandi. I Naive and Fantastic Art in Ice- land gerir Aðalsteinn Ingólfsson grein fyrir helstu forsendum list- sköpunar af þessu tagi, en í kjölfar- ið fylgja kaflar um ellefu sjálflærða listamenn, allt frá Sölva Helgasyni til Guðmundar Ófeigssonar. I bók- inni er m.a. fjallað um verk Sæ- mundar Valdimarssonar, Isleifs Konráðssonar, Karls Einarssonar Dunganon, Grímu, Stefáns Jóns- sonar frá Möðrudal, Eggerts Magn- ússonar, Þórðar Valdimarssonar, Sigurlaugar Jónasdóttur, Kristins Ástgeirssonar og Gunnars Guð- mundssonar. Birtar era 86 litmynd- ir af verkum þeirra.“ Páll Stefánsson tók flestar ljós- myndanna, útlitshönnun annaðist Björgvin Ólafsson, Prentmynda- stofan hf. sá um litgreiningar og filmuvinnu, en prentun bókarinnar fór fram á Italíu. Almenna bókafélagið hefur keypt útgáfurétt bókarinnar á íslensku og mun gefa hana út næsta vor undir heitinu Einfarar í íslenskri myndlist. Skáldsaga efitir Guðmund Halldórsson SÓLEYJARSUMAR heitir bók eftir Guðmund Halldórsson frá Bergsstöðum, sem Bókaútgáfan Hildur hefur gefið út. Þetta er sjötta bók Guðmundar. í kynningu útgefandans segir, að Guðmundur sæki yrkisefni sín beint til daglegs strits og stríðs fólksins ? byggðum landsins. I þessari bók lýsi höfundur lífi ungra manna á fyrri hluta þessarar aldar, sem í dag myndu vera kallaðir farandverka- menn. Bókin er 160 blaðsíður, unnin hjá Prentþjónustunni og Prentbergi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.