Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 10
r 10 í B MOJJGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989 - . : _ . —— — ..........t—rr—í-i í—i—I—t'T-rf—#7“ r ■1 ■. 1—;—I' ■■ Saga Helga læknis Ingvarssonar Bókaútgáfan Setberg hefur sent frá sér bókina: Helgi læknir Ingvarsson - Baráttumaður fyrir betra lífi eftir dr. Guðrúnu P. Helgadóttur, fyrrverandi skóla- stjóra Kvennaskólans í Reykjavík. I kynningu Setbergs segir m.a.: „Helgi Ingvarsson, læknir, var bar- áttumaður fyrir betra lífi, og ævi- ferill hans var óvenju farsæll. Helgi var læknir á Vífilsstöðum í 45 ár. Þar af 29 ár yfirlæknir. Hann var virkur þátttakandi ásamt öðrum í baráttunni gegn hinum mikla vá- gesti, berklaveikinni, en þeirra bar- áttu lauk með sigri um síðir. í bókinni er brugðið upp fjölda mynda úr löngu lífsstarfi baráttu- mannsins með bjartsýni, framfara- vilja og góðvild að vopni. Lýst er baráttu hins unga fjöl- skylduföður, sem sjálfur veiktist af berklum og var lagður í skyndi á sjúkrahús. Þrátt fyrir mikið vinnu- álag var Helgi glettinn og gaman- samur og hafði mikil og góð áhrif á sjúklinga sína. Guðrún P. Helgadóttir Brugðið er upp lifandi myndum af samskiptum hans við sjúklinga og samstarfsmenn, vini og fjöl- skyldu.“ Bókin er 380 blaðsíður og prýða hana 70 ljósmyndir. Viðtalsþættir eftir Valgeir Signrðsson VIÐ MANNINN mælt heita 12 viðtalsþættir eftir Valgeir Sig- urðsson, sem Skjaldborg gefur út. í bókinni er rætt við skáldin Heiðrek Guðmundsson, Ólaf Jóhann Sigurðsson og Þorstein Valdimars- son. Allir eru þeir látnir, en þeim mun meiri fengur er að hverri nýrri vitneskju um ævi þeirra og störf og það sem mótaðí þá í æsku, segir í kynningu Skjaldborgar. „Þá koma vísindamennimir dr. Símon Jóhann Ágústsson, Bjöm Magnússon, prófessor og dr. Sig- urður Sigurðsson, fyrrv. berklayfir- læknir og landlæknir. Tal þeirra er þó ekki þurr fræðimennska, heldur þvert á móti lifandi og skemmti- legt. Guðrún E. Jónsdóttir frá Reykjahlíð og Jóhanna Bjömsdóttir í Kópavogi flytja stórmerkilegan sögulegan fróðleik. Eiríkur Guð- mundsson frá Dröngum og Jóhann Pétursson, fyrrverandi vitavörður, fara á kostum í sagnaskemmtun og frásagnargleði. Þjóðfélagsmál ber einnig á góma. Þar tala þeir Slqöldur Eiríksson, fyrrverandi Valgeir Sigurðsson skólastjóri, og Þórir Daníelsson, fyrram ritstjóri, sem sat í tukthúsi fyrir blaðaskrif.“ Örlagasaga eftir Þorstein Antonsson TÁKN hefur gefið út bókina Ör- Iagasaga eftir Þorstein Antons- son. í bókinni er fjallað um líf Ólafs Davíðssonar, þjóðsagna- safnara, og Gísla Guðmundsson- ar frá BoIIastöðum. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Bók þessi er örlagasaga Hafnar- stúdentsins Gísla Guðmundssonar frá Bollastöðum sem lést 1884 á 26. aldursári. Höfundur spyr: Hvernig fór Gísli að því að lifa svo vammlaust sem helst er útlit fyrir og hvemig fór hann að að deyja með því æðruleysi sem hann gerði? í leit að svöram dregur höfundur upp lifandi mynd af Reykjavík alda- mótanna síðustu og lífi skólapilta i Lærða skólanum á síðasta fjórðuiigi 19. aldar.“ Bókin er 296 blaðsíður. Þorsteinn Antonsson Fegxirðin í grimmdinni Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Vigdís Grímsdóttir: Ég heiti ís- björg, ég er ljón. Utg. Iðunn, 1989. í fangáklefanum situr ísbjörg og bíður lögmánns síns. Hún hefur tólf stundir til umráða að skýra honum frá ódæðinu sem hún var sett inn fyrir. Kannski ætlar hún að játa, kannski ekki. Lögmaður- inn er óþolinmóður og skilur ekki hvað sagan sem hún fer að segja honum kemur málínu við; er hér ekki allt klippt og skorið, er ekki bara játninguna sem vantar. Þegar stundimar líða breytist smám saman andrúmsloftið í klef- anum. Það leikur varla neinn vafi á því að hún hefur diýgt glæpinn en þegar öll kurl koma til grafar stendur samt eftir spumingin: er Isbjörg sek og ef ekki hún, hvar liggur sektin, hjá hveijum? Kannski hjá föður hennar, manninum sem líkast til ber bróð- urpart ábyrgðarinnar á þeim stig- um sem hún hlýtur að feta. Þenn- an brenglaða föður dáði ísbjörg og þó var hann aldrei þess umkom- inn að gefa telpunni af sér. Tilfinn- ingalíf hans frosið kannski vegna foreldramissis ungur. Þó er hann óspar að stappá stálinu í dótturina og benda hen. i á hversu fráhrind- andi er að veri veiklundaður. Barn sér hún í gegnum orðin og áttar sig á hversu athafnir hans ganga á skjön við yfirlýsing- ar. En hún fyrirgefur eins og börn gera og naumast skilst henni fyrr en um seinan að hún verður að súpa seyðið af því að hann fékk aldrei veitt henni af tilfinningum sínum. Hún meðtekur allt og afber allt því hvaða kosta á hún annarra völ. Hjá móðurinni er ekki athvarfs að leita. Frá fyrstu tíð var móðirin háð þessum manni, kannski vegna sameiginlegrar reynslu á unga aldri. Kannski böl hennar sem hún komst ekki undan. Hvorki getur því móðirin verndað sjálfa sig né telpuna og saman verða þessar hijáðu manneskjur að vera hvað sem það mun kosta. ísbjörg stendur varla út úr hnefa þegar hún verður að taka á sig hvort tveggja í senn ábyrgðina og sektarbyrði þeirra. Og vanmátt þeirra. Þetta hlýtur að leiða til þess að hún fær ekki að kynnast kærleikanum og tjáningu á honum nema hinni kynferðislegu hlið hans; hún reynist þess ekki um- komin að sýna aðrar kenndir en þær sem eru líkamlegar. Faðirinn sviptir sig lífi þegar angistin hefur heltekið huga hans myrkvaðan. Þegar móðir hennar veikist er það kannski ekki aðeins af sorg og einmanaleika heldur vegna þess að einhvers staðar lengst inni í Vigdís Grímsdóttir sálarfylgsnunum hefur hún vitað um hvað faðirinn braut af sér gagnvart barninu þeirra. Hún rís ekki undir þeiiri vitneskju og bregst við á sama hátt og fyrr og verður að varpa harmi sínum yfir á mjóslegnar herðar dóttur sinnar. ísbjörg axlar þá byrði; kannski veitir það henni einhvers konar fullnægju að taka á sig eitt píslar- vættið enn. Er það ekki betra en tómið? Allt er bærilegra en glata angistinni. Þegar ísbjörg fer i fóstur til móðursysturinnar kemur enn bet- ur í ljós hversu tilfinningalíf henn- ar er vankað, staðnað og ruglað. Sú íjölskylda lifir venjubundnu lífí, þau eru ánægð og hversdagsleg og því nær ísbjörg engum tengsl-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.