Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 5
'j 11. desember. En það er þegar uppselt á tvær fyrstu sýningarnar." Hvaða verk ætlarðu að sýna? „Það verða ýmsar uppákomur. Það kemur jólasveinn og spilar á píanó og svo kemur gömul kona og segir sögur, síðan fáum við gítar- leikara á sviðið og að síðustu verð- ur barnaleikritið Rauðhetta, í þýð- ingu Ævars R. Kvaran." Þessar tréskurðarmyndir eru mjög frábrugnar þeim tréskurði sem maður á að venjast, hvernig vinnurðu myndirnar? „Já, þessi stykki hafa verið óra- lengi í vinnslu hjá mér. Ég hef allt- af verið í myndskurði milli þess sem ég hef verið að gera leikbrúður. Ég hef alltaf nóg að gera — er vinnusamur maður og þar af leið- andi lífsglaður,“ segir Jón og hlær við. „Annars er eiginlega ekki hægt að segja að það sem ég geri sé tré- skurður, heldur hegg ég í tréð með spoijárnum. Myndskerinn ristir í tréð með járnum, sker það og yfir- leitt eru það flatmyndir. Þannig að þetta eru tvær ólíkar aðferðir. Þeg- ar ég hef lokið við að höggva þær eru þær tilbúnar, því ég hef aldrei málað_ þessar myndir eða lakkað þær. Ég er alveg á móti því, vegna þess að þá getur viðurinn ekki and- að og verður leiðinlegur. Með því að láta allt lakk og málningu eiga sig leyfir maður viðnum að eldast og litnum að breytast í eðlilegu samræmi. Þetta má glöggt sjá á gömlum tréskurði, til dæmis Krists- myndum, sem hafa fengið að standa um langan aldur og eru orðnar ákaflega fallegar." Einu sinni varstu mikið með I pappabrúður, sýnirðu þær iíka? , „Nei. Það eru um tuttugu ár síðan ég hætti að búa til brúður úr pappamassa, svona fyrir sjálfan mig, þótt ég hafi kennt það lengi á eftir. Trébrúðugerðin er leik- brúðugerð í sinni upprunalegu mynd og þær brúður eru miklu meira „solid“ en pappírsbrúðurnar og maður nær betra jafnvægi í stjórnun á þeim. Hreyfingar brúð- anna verða fallegri og öruggari. Öll stjórntækin eru líka úr tré, en ekkert þeirra er eins, vegna þess að engin brúða gerir sömu hreyfing- ar. Maður er alltaf að fást við nýja möguleika, þannig að þetta verður aldrei leiðinlegt. Það kemur iðulega fyrir að ég þarf að taka alla spott- ana af þeim, breyta stjórntækinu og setja spottana í aftur — og aft- ur, þangað til brúðan hlýðir skipun minni. Þá fær hún líka vinnu hjá mér — fastan samning." Þú ert auðvitað ekkert orðinn þreyttur á þessu og farinn að huga að því að ieggja árar í bát? „Nei, ekki aldeilis. Það er dásam- legt að vinna að því sem maður vill gera, hafa svo mikið við að , vera, að maður sjái aldrei framúr verkefnunum. Um þessar mundir , er ég að undirbúa næstu sýningu í leikhúsinu mínu, sem verður Grá- ■ í mann í Garðshorni, eftir Stefán Jónsson, rithöfund og áætla að hefja sýningar í júní. Þá ætla ég líka að vera með annað verk, sem ég er ekki endanlega búinn að ákveða, fyrir börn yngri en sjö ára. Svo núna er ég i óðaönn að vinna brúðurnar fyrir þá sýningu." > Það er greinilega ekkert lát á vinnugleðinni og orkunni hjá Jóni og allt útlit fyrir að íslenska brúðu- leikhúsið nái fjörutíu ára afmæli > sínu, en að sinni óskum við Jóni til hamingju með þessi tímamót í sögu i brúðuleikhúss hans. Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989 Kammersveit Reykjavíkur flytur: I 'H> / B 5 Kammersveit Reykjavíkur á æfingu fyrir tónleikana í Áskirkju. öðrum verkum sínum. í Oktettinum kemur fram viss tregi og kannski þunglyndi sem einkenndi Schubert á þessum árum, þó flestir kaflarnir séu léttir og skemmtilegir. Verkið er skrifað fyrir klarinett, fagott, horn og strengjakvartett og kontrabassa. Hljóðfæraleikarar eru Rut Ingólfsdóttir á fiðlu, Paul Zu- kofsky á fiðlu, Sarah Buckley á lágfiðlu, Bryndís Gylfadóttir á selló, Richard Korn á kontrabassa, Sig- urður I. Snorrason á klarinett, Rúnar H. Vilbergsson á fagott og Joseph Ognibene á horn. Hljóðfæraleikararnir segja það sérlega ánægjulegt að vinna með Zukofsky og ekki síst í þessu verki, þar sem Zukofsky leikur oftast nútímaverk. Það sé gaman að vinna með honum. Hann hafi sérstakar hugmyndir um uppbyggingu kaf- lanna og val á temópi og sé mikið fyrir hröð og lifandi tempó. Oktettinn er ekki oft spilaður í Reykjavík, enda er hann að sögn hljóðfæraleikaranna, erfiður og kre- §andi. Lengd hans skiptir þar líka máli, en hún gerir það að verkum Morgunblaðið/Sverrir að hann fer ekki vel með öðrum verkum á efnisskrá. Með þessum tónleikum hefur Kammersveit Reykjavíkur ekki sagt skilið við Schubert í vetur því hún ætlar að flytja tvö önnur stór kam- merverk eftir hann. Það eru Strengjakvintett í C-dúr, sem flutt- ur verður í febrúar og Silungakvint- ettinn í apríl. Jólatónleikar Kammersveitarinn- ar verða í Áskirkju eftir tvær vikur eða sunnudaginn 17. desember. MEO Tónleikar íÁskirkju í dag Kammersveit Reykjavíkur held- ur fyrstu tónleika sína í Reykjavik á þessu starfsári í Ás- kirkju í dag, laugardaginn 2. desember kl. 17. Á tónleikunum verður flutt eitt verk, Oktett í F-dúr eftir Franz Schubert. Leið- beinandi Kammersveitarinnar á þessum tónleikum er Paul Zukof- sky. Tónleikarnir eru helgaðir minningu Péturs Þorvaldssonar sellóleikara, eins af stofnendum sveitarinnar, en hann lést nú í haust. ktett Schuberts er með lengstu kammerverk- um, tekur klukkutíma í flutningi. Hann var saminn árið 1824 þegar Schubert var 27 ára og á hátindi ferils síns. Hann gerði það að beiðni Trojel greifa, sem vildi fá verk er líktist Septetti Beethovens. Hljóð- færaskipan í þessum tveimur verk- um er sú sama, nema Schubert bætti við einni fiðlu, og þau eru lík í uppbyggingu hvað varðar kafla- skipti og niðurröðun laga. En Schu- bert notar einnig stef í verkið úr Öheftur tjákraftur Myndlist Bragi Asgeirsson Metnaðarfullar valkyijur virð- ast vera í þann veginn að taka við af karlpeningnum, hvað varð- ar stórar og ábúðarmiklar sýning- ar. Hver stórsýning þeirra rekur aðra á hveiju ári, en fyrir aðeins fáum árum var ein slík dijúgur viðburður og ár á milli þeirra. Nína heitin Tryggvadóttir hélt lengi uppi merkinu um slík stór- virki, en nú er kominn fram á sjónarsviðið heill her af galvösk- um myndlistarkonum. Að sjálfsögðu hljóta þær að gjalda þess, að sýningar þeirra eru ekki lengur stórfrétt fyrir það eitt, að þær eru konur, en um leið er það styrkur þeirra, þar sem nákvæmlega sömu kröfur eru gerðar til þeirra og karlpenings- ins, — ef ekki ennþá meiri! Myndlistarkonan Jóhanna Bogadóttir er ein þeirra kvenna, sem mikið hefur borið á á undan- förnum ái-um og var slíkri fram- sókn þó ekki spáð í uphafi ferils hennar. Jóhanna hefur víða farið og víða sýnt myndir sínar, jafnt grafík sem málverk og. þá einkum í Finnlandi, þar sem hún hefur verið í slagtogi við þá ágætu vini vora. Það hefur fylgt henni frá upp- hafi að nota nokkur myndtákn, sem hún hefur endurtekið í síbylju og með litlum breytingum. Það er helst á allra seinustu árum, sem breytinga hefur orðið vart, og þær koma greinilegast fram á sýningu hennar á Kjarvals- stöðum um þessar mundir, en þar hefur hún fyllt vestari sal og vest- ari gang af myndverkum sínum, aðallega málverkum, en innan um eru olíu- og þurrkrítarmyndir. Það er mikill kraftur í þessum mynd- um, svo mikill að manni dettur jafnvel í hug sprengikraftur. Og ekki er hún spar á sterku litina, sem eins og ólmast og byltast á myndfletinum og eiga bágt með að rótfesta sig, en æða á móti skoðandanum og bjóða honum í sjónrænan pataldur. Þessi hamslausi ofsi augna- bliksins hefur heilmikið verið iðk- aður í Finnlandi á undanförnum árum svo sem sjá má t.d. í mynd- um Ullu Rantanen, en sem er þó af allt öðru og ljóðrænna upplagi. Hér er um expressjónisma að ræða eða eins konar úthverft inn- sæi — myndefni úr hlutveruleik- anum verður vaki óhefts tilfinn- ingaflæðis á myndfletinum. Tvær ólíkar myndir gefa þetta ótvírætt til kynna „Sköpun“ (6) og „Undir indverskrj sól“ (15), en hér kemur gamla stigaformið fram í nýjum og myndrænni bún- ingi. Stigaformið hefur lengi loðað við myndheim Jóhönnu en nú brýtur hún það og nálgast á ýmsa vegu þá virðist listakonan hafa komist í snertingu við dýpri inni- Jóhanna Bogadóttir viði málverksins í myndum eins og „Við hamarinn" (10), „Útsær“ (14), og „Svörtusker" (23). Hér er litnum fullkomlega haldið í A Gerðubergi Á dögunum gerði ég mér ferð í menningarstofnun þeirra Breið- hyltinga í Gerðubergi. Þar stendur nú yfir sýning hins nafnkennda teiknara'Ragnars Lár á allmörgum myndverkum. Það er alllangt síðan ég átti leið þangað síðast, enda ekki mik- ið um að haldnar séu sýningar á þessum stað, svo sem var í fyrstu, enda er ekki hægt að segja, að sýningaraðstaðan sé hin ákjósan- legasta. Hins vegar taka verk ýmissa málara í eigu Reykjavíkur- borgar sig ágætlega út á veggjun- um og þá einkum á neðri hæðinni. Hvað varðar sýningar, sem áð- ur hafa verið haldnar, þá hafa mér fundist veggirnir á neðri hæðinni og t.d. kaffistofunni mun betur fallnir til að taka við mynd- unum, en hinir þröngu gangar uppi, sem naumast hefur verið gert ráð fyrir í upphafi að yrðu nýttir til sýningahalds. Þessar myndir Ragnars Lár eru í senn fíguratívar sem hálffígúra- tívar ásamt því að vera hreint óhlutlægar. Flestar unnar hratt og af mikilli sköpunargleði. En nú er það svo með þessa tegund óhlutlægrar listar, að hún krefst annarra og hnitmiðaðri Ragnar Lár vinnubragða en hér koma fram — eiginlega þrotlausrar vinnu og einbeitni.. Hér er nefnilega falin mikil glíma við liti og form og að skila þeim á þann hátt frá sér, að skoðandinn skynji þau átök, skefjum en þó krauma þær af innra lífi. Hið sama má segja um ýmsar krítarmyndirnar svo sem „Sumar- mynd“ (II), „Glóð“ (32) og „Um- brot“ (35). Þá er fjörleg og kröft- ug teikning í krítarmyndunum „Á ferð og flugi“ (30) og „Græna dýrið“ (37). Það sem er mikilverðast við myndirnar á þessari sýningu er, að Jóhanna er að víkka út mynd- og tæknisviðið og um leið skyn- sviðið og má hér Indlandsferð fyrir ári eða svo eiga stóran hlut að máli. Fátt víkar meira út skynsviðið en ferðalög á vit framandi menn- ingarsvæða og um leið færa þau mann nær eigin sjálfi. Að öllu samanlögðu er hér um að ræða ótvíræðasta framlag Jó- hönnu Bogadóttur til myndlistar- innar fram að þessu. sem að baki liggja, þótt hann geri sér alls ekki grein fyrir þeim. Þetta sér maður t.d. mjög vel í myndum franskra „konkret“- málara sjötta áratugarins og strangflatalistarmálverkum yngri kynslóðar, en þessi listastefna hefur lifað góðu lífi meðal áhang- enda sinna allan tímann þótt hún hafi ekki verið á oddinum. Það hefur svo fjareka margt verið misskilið hér á landi varð- andi eðli núlista, og myndræn staðfesta hefuf ekki verið sterk-. asta hlið okkar manna. Þvert á móti hafa þeir iðulega breytt um stíl á einni nóttu þegar annað hefur komið upp ytra. Línudans er þetta nefnt af hinum stað- fastari í útlandinu. Það hefur verið mikið flug og mikill þeytingur í lífi gerandans og það kemur fram í myndum hans á þessari sýningu. Það er líkast sem að Moli litli flugustrák- ur og Boggi blaðamaður séu á næsta leiti. Mér þótti tæknin, sem Ragnar beitti í mynd sinni af Ása í Bæ, áhugaverð, og hér gæti hann náð miklu meiri árangri méð hnitmið- aðri vinnu, því hún býður upp á svo marga spennandi möguleika. En athyglisverðustu nlyndimar á sýningunni þóttu mér þrenning- in „Kontra, Krókalda og Kvk.'.ing- ur“, en í þeim öllum koma fram raunsönn átök við samanlagðan efniviðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.