Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989 Komandi kynslóðir munu setja spurningarmerki við dóminn Morgunblaðið/Ingvar Slökkviliðs- og lögregluraenn hlynna að slösuðura á slysstað við Reykjanesbraut í nótt. Rey kj anesbraut: Fjórir slösuðust í umferðarslysi FJÖGUR ungmenni slösuðust, þar af tvö alvarlega, í bílslysi á Reykjanesbraut um eittleytið aðfaranótt laugardags. Tveir hlutu beinbrot og önnur meiðsl, en eru ekki í lífshættu. Hinir fengu að fara heim af slysadeild- inni að lokinni aðhlynningu. Slysið varð með þeim hætti að bíll ók á miklum hraða niður Breiðholtsbraut og norður Reykja- nesbraut, og skall aftan á annarri bifreið sem var ekið inn á Reykja- nesbrautina frá Alfabakka. Fremri bifreiðin kastaðist út af veginum og skall vinstri hlið henn- ar á ljósastaur, sem gekk inn í bílinn miðjan. Tækjabíl slökkvi- liðsins þurfti til að losa fólkið úr flakinu. Ekki urðu slys á fólki í aftari bifreiðinni. Jólasveinar til byggða Þótt enn séu fjórtán dagar til jóla var farið að sjást til jóla- sveina hér og þar í Reykjavík- urborg í gær. Þessi heilsaði upp á þægu börnin í Kringlunni í gærmorgun og Jón Felix Sig- urðsson var ákaflega ánægður með að teljast í þeirra hópi. í dag, sunnudag, koma nokkrir synir þein-a Grýlu og Leppalúða fram á Austurvelli klukkan 16, er kveikt verður á Oslóarjóla- trénu. Lúðrasveit mun spila á vellinum frá kl. 15.30. Morgunblaðið/Þorkell - segir Magnús Thoroddsen sem dæmdur hefiir verið frá embætti hæstaréttardómara MAGNÚS Thoroddsen segist telja að komandi kynslóðir eigi eftir að setja stórt spurningarmerki við meirihlutaatkvæði Hæstaréttar sem á fostudag dæmdi Magnús frá embætti hæstaréttardómara. Magnús segir einnig að það geti verið liættulegt fyrir réttarfar í landinu að dómsmálaráðherra hafi með þessum dómi fengið staðfesta heimild til að víkja hæstaréttardómara frá án undangengins dóms. Magnús sagði við Morgunblaðið að þegar hann las dóminn hafi sér dottið í hug orð Ibsens í Þjóðníðingi: Minnihlutinn hefur allt- af rétt fyrir sér. „Mér finnst sératkvæði þeirra Sveins Snorrasonar og Sigurðar Reynis Péturssonar alveg frábært og eins og skrifað út úr mínu hjarta,“ sagði Magnús. „Mér finnst að þeir hafi með þessu sératkvæði sínu tekið lögfræðilega á málinu eins og á því þurfti að taka. Þeir hafa að mínum dómi skrifað sig inn í réttarsöguna með sératkvæðinu. Ég er mjög óánægður með meiri- lilutaatkvæðið því mér finnst það vera sama órökstudda moðsuðan eins og í héraðsdómnum. Og ég er sannfærður um að komandi kyn- slóðir eiga eftir að setja stórt spum- ingarmerki við þetta meirihlutaat- kvæði. Það kemur hinsvegar fram í dómnum að ég hafði heimild til áfengiskaupanna, og sú heimild fylgdi embætti mínu og hafði verið notuð gegnum tíðina. Það kemur ennfremur fram að það voru engar takmarkanir á 'þessari heimild. Þessar reglur voru settar af þeim sem stjórna ríkinu, ég átti mín við- skipti við ríkið og það var aldrei hreyft neinum athugasemdum við mig út af þessum viðskiptum. Þessi kaup mín ollu síðan miklu fjaðrafoki í þjóðfélaginu og það má segja að ef þessi hlunnindi hefðu falist í niðurgreiddu lambakjöti eða tollfijálsum bíl, held ég að það hefði ekki rótað við neinum manni. En þetta var brennivín og tvöfeldni Islendinga í sambandi við áfengis- mál er mjög mikil og þess vegna fór allt á annan endann,“ sagði Magnús. Hann bætti við að í meirihlutaat- kvæðinu væri tekið tillit til þess í lagagreinum einkamálalaga og laga um opinbera starfsmenn, sem hent- aði málflutningi ríkisins. Litið væri framhjá því sem þessar greinar kvæðu á um opinberum starfs- mönnum til hagsbóta: að láta þá vita ef þeir hefðu brotið eitthvað af sér og gefa þeim kost á að tala máli sínu og eftir atvikum að bæta ráð sitt. Magnús sagði síðan að sú túlkun Hæstaréttar, að dómsmálaráðherra hafi heimild til að víkja hæstarétt- ardómurum frá, væri að minnsta kosti vafasöm og gæti verið hættu- leg. „Það er hægt af óprúttnum monnum að misnota þessa heimild og víkja hæstaréttardómara, sem þeir vita að sé ríkisstjórninni and- snúinn í ákveðnu máli, meðan dæmt er í því. Það er hættulegt réttarfar- inu í landinu,“ sagði Magnús Thor- oddsen. Sjá sératkvæði Sveins Snorra- sonar og Sigurðar Reynis Pét- urssonar á bls. 22. J ólabókamarkaðurinn: Endurminningarnar sækja á JÓLABÆKUR þessa árs eru nú flestar komnar út. Erfítt er að gera sér nákvæma grein fyrir því nú, hversu margar þær verða á endanum, þar sem nýjar bækur verða að koma út alveg fram á síðasta dag og því verður ekki hægt að gera tæmandi saman- burð milli ára fyrr en eftir hátíðarnar. Jón Karlsson, formaður Félags bókaútgefenda, segir þó, að bæklingur félagsins, Islensk bókatíðindi, gefi vísbendingu, en í bókatíðindunum nú er fjallað um 70 fleiri bækur en í fyrra. Það er líka ljóst, að mun fleiri ævisögur og endurminningabæk- ur eru gefnar út nú en í fyrra. Slíkar bækur hafa verið vin- sælar og sífellt fleiri róa á þessi mið. Fjöldinn hefur verið misjafn frá ári til árs og áður hafa komið ár, þegar þær voru mjög margar i útgáfunni. Jón segist telja að framtíð þeirra ráðist mikið af því hvernig salan gengur nú. Jón sagði að íslensk skáldverk hefðu þó forgang. Þau væru yfir- leitt gef in út þegar þau væru tilbú- in og ekki látin bíða þótt fjöldi endurminniga- bóka væru á leið- inni. Hann sagði að svo yrði áfram því verk skap- andi höfunda skiptu mestu máli. En auðvitað styrkti góð sala á endurminningabókum fjárhag bókaútgáfanna og gerði þeim þá kleift að gefa út fleiri skáldverk. Þýddar skáldsögur virðast halda nokkuð sínum hlut en þær eru mjög fyrirferðarmiklar á jóla- bókamarkaðnum, eða rúmlega fimmtíu talsins. Ef borin eru sam- an bókatíðindi frá 1988 og 1989 kemur í ljós að 1988 voru gefnar út 18 íslenskar skáldsögur og smásagnasöfn en 30 í ár. Þýddar skáldsögur voru 54 talsins 1988 en eru 51 1989. Ævisögur og endurminningabækur eru 43 en voru 21 í fyrra. Bækur um þjóð- legan fróðleik voru 15 1988 en eru 12 talsins 1989. Ljóðabækur eru 24 í ár en voru 20 í fyrra. Handbækur ýmiskonar eru 37 nú en voru 23 í fyrra. Fræðibækur eru nú 8 en voru 11 í fyrra og ýmsum bókum hefur fækkað úr 48 í 39. Nú eru á listanum 10 matreiðslubækur en í fyra voru þær flokkaðar með ýmsum bók- um og voru þijár talsins. Lang stærsti flokkurinn er svo barna- og ungþngabækur, í bóka- tíðindunum fyrir 1989 eru þær 115 en voru 88 í fyrra. Jón Karls- son sagði að það væri svolítið undarlegt hve mikið væri gefið út af barnabókum vegna þess að sala þeirra hefur heldur dregist saman á undanförnum árum. Dæmi eru um að sambærilegar bækur kosti nú*það sama og í fyrra, en við lauslega athugun kemur í ljós 5 - 25% verðhækkun og meðaltalshækkun þetta 12 til 15%. Svo eru auðvitað dæmi um til muna dýrari útgáfur, sem myndu hleypa meðaltalinu veru- lega upp, ef þær væru teknar með í reikninginn.. BAKSVIÐ efttrÁsdísi Haraldsdóttur í lausu lofti ►Varaflugvallarmálið enn pólitískt bitbein /10 Viðtal ►Jakob Jakobsson, forstöðumað- ur Hafrannsóknarstofnunar ræðir um leitina að lífsbjörg íslensku þjóðarinnar/16 Eins og magnaður draumur ►Jan Hartman segir frá handrits- gerðinni fyrir fyrirhugaða kvik- myndun Njálssögu/20 Bheimiu/ FASTEIGNIR ► 1-24 Talsverð eftirspurn eftir f lutningshúsum ►Viðtal við Margréti Þormar, arkitekt hjá Borgarskipulagi /10 Húsbréfakerfið ►Viðtal við Kristján V. Kristjáns- son hja'fasteignasölunni Austur- strönd á Seltjamarnesi/ 2 Er hægt að mæla greind? ►Um kosti og galla greindarprófa /1 Ólafía Hrönn ►Ung leikkona vekur athygli áhorfenda sem gagnrýnenda/8 Erlend hringsjá ►Fall Zhivkovs í Búlgaríu /20 Þólíði árogöld... ►Björgvin Halldórsson hefur rokkað í tuttugu ár og er nú með tvær hljómplötur á markaðnum /22 Þau eru öldungar íslands ►Sagt frá elstu íslendingunum í máli og myndum /24 íslendingar í París ►Högna Sigurðardóttir, arkítekt heimsótt /38 Datvinna/ RAÐ/SMÁ ► 1-8 ►Vinnumarkaður/Kaup/Sala/- Félagsmál/Fréttir/1-8 FASTIR ÞÆTTIR Frettir 2/4/6/bak Útvarp/sjónvarp 32 Dagbók 8 Gárur 35 Leiðari 18 Mannlífsstr. 14c Helgispjall 18 Fjölmiðlar 28c Reykjavíkurbréf 18 Menningarstr. 30c Hringsjá 20 Afmæli 34c Myndasögur 24 Bíó/dans 42c Minningar 26 Velvakandi 44c Fólk í fréttura 30 Samsafnið 46c Konur 30 Bakþankar 48c INNLENDAR FRÉTTIR: 2—6—BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.