Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989
Miðbær Reykjavíkur aðfaranótt laugardags:
Færri unglingar og fleiri
lögreglumenn en venjulega
NOKKUR hundruð manns, flest-
ir unglingar allt frá 12 ára aldri,
voru staddir í miðbæ Reykjavík-
ur á þriðja tímanum að morgni
laugardags, að mati lögreglu.
Lögregla var með aukinn við-
búnað og á annan tug einkennis-
klæddra og óeinkennisklæddra
lögreglumanna fór um miðbæ-
inn, gangandi eða akandi á bílum
eða mótorhjólum. Einar Bjarna-
son aðalvarðstjóri stjórnaði Iög-
regluliðinu og sagði á þriðja
tímanum að þetta virtist ætla að
verða róleg nótt í miðbænum
miðað við margar helgarnætur
undanfarið, taldi aukinn við-
búnað lögreglu eiga þátt í því
og einnig væru nú jólapróf í skól-
um og því færri unglingar í
bænum en ella.
Unglingar sem rætt var við voru
sammála því að rólegt væri yfir
svæðinu og fremur fáir mættir í
bæinn. Vín sást á allnokkrum ungl-
inganna en meirihlutinn virtist vera
allsgáður og kominn til að sýna sig
og sjá aðra. Á næturrölti um Kvos-
ina sáu blaðamaður og ljósmyndari
10-12 manns, flesta um eða undir
tvítugu, færða í lögreglubíla; sumir
voru lítt sjálfbjarga vegna áfengis-
neyslu en oftast var verið að stöðva
átök eða kæfa þau í fæðingu. Þeg-
ar gengið var um miðbæinn voru
lögreglumenn nær ávallt í augsýn.
Unglingarnir sem rætt var við
voru á einu máli um að ástandið í
miðbænum hefði verið ýkt í um-
fjöllun fjölmiðla undanfarið og
lögðu mikla áherslu á að koma því
á framfæri. Þeir sögðu að nokkrir
strákar væru að koma óorði á
meirihlutann sem kæmi í miðbæinn
til að hitta kunningjana og
skemmta sér. „Hvar á maður ann-
ars staðar að vera?“ sögðu tvær
Morgunblaðið/Júlíus
14 ára stelpur þegar þær voru
spurðar afhverju þær kæmu í mið-
bæinn. Önnur þeirra sagðist eiga
kærasta úr öðru hverfi og sagði
að miðbærinn væri eini staðurinn,
þar sem þau gætu hist.
16 ára strákur á fyrsta ári í
menntaskóla var greinilega gamal-
reyndur í miðbænum og stóð harð-
ur á því að ástandið þar væri ná-
kvæmlega eins núna og þegar hann
hefði verið í 7. bekk fyrir þremur
árum. Hann sagðist oft koma í
Kvosina um helgar með félögum
sínum, stundum væri hann að
drekka, eins og núna, og stundum
ekki. Hann sagðist ekki vera í
neinni klíku en hefði nokkrum sinn-
um lent í slagsmálum við þá sem
vildu slást. Stundum hefði hann
átt upptökin af því að sig hefði
vantað útrás en alls ekki alltaf.
Hann sagðist aldrei hafa meitt
neinn alvarlega í slagsmálum og
taldi það sanna að mikill munur
væri á sér og þeim sem væru í
klíkunum, þeir væru slagsmála-
hundar sem notuðu öll brögð og
þekktust úr þar sem hver klíka
hefði sinn eigin stíl í klæðaburði.
Hann sagði að klíkurnar hefðu
eignað sér ákveðin svæði i Kvo-
sinni, til dæmis héldi ein til á Hallæ-
risplaninu en önnur væri í göngu-
götunni milli Karnabæjar og Smá-
rétta. Oftast berðust þær innbyrðis
en stundum yrðu saklausir vegfar-
endur fyrir barðinu á þeim.
Sératkvæði í Hæstarétti í
máli Magnúsar Thoroddsen
Hér fara á eftir sératkvæði vara-
dómaranna Sigurðar Reynis Pét-
urssonar og Sveins Snorrasonar í
máli dómsmálaráðherra fyrir hönd
ríkisvaldsins gegn Magnúsi Thor-
oddsen fyrrverandi forseta Hæsta-
réttar:
I.
Við erum sammála inngangsorðum
meiri hluta dómsins, svo og málsat-
vikalýsingu í kafla I. í forsendum
allt til loka þeirrar málsgreinar, sem
endar á orðunum „svo sem haldið er
frarn af hálfu gagnáfrýjanda."
í sératkvæði okkar lýkur I. kafla
forsendna þannig:
Svo sem fram kom í svari fjármála-
ráðherra og þáverandi forstjóra
Áfengisverzlunarinnar við fyrirspurn
á Alþingi árið 1947 og að framan
greinir voru engin takmörk um magn
eða verðmæti sett fyrir kaupum
þeirra embættismanna, er hlunnind-
anna nutu um kaup á áfengi á niður-
settu verði utan deildarforseta og
varaforseta Alþingis.
Heimildir til kaupa áfengis á niður-
settu verði hafa samkvæmt gögnum
málsins verið ákveðnar með bókunum
ríkisstjórna eða ákvörðun fjármála-
ráðherra. Þær hafa ekki haft að
geyma takmarkanir á magni eða
verðmæti umfram það, sem að fram-
an er rakið, né heldur leiðbeiningar
um hvernig með skuli fara að öðru
leyti, og þær hafa ekki verið birtar
að hætti annarra stjórnvaldaerinda.
Á Alþingi hafa hlunnindi þessi, veit-
ing þeirra og neysla verið gagnrýnd
°g þingsályktunartillögur hafa ítrek-
að verið fluttar um afnám þeirra, en
ekki hlotið þar samþykki eða fullnað-
arafgreiðslu. Þótt tilvist þessara
hlunninda hafi verið á allra vitorði
hefur huliðshjúpur þó hvílt yf ir hlunn-
indum þessum, veitingu þeirra og
framkvæmd, að því er best verður
séð að vilja stjórnvalda en með vitund
Alþingis.
í málinu er upplýst að ÁTVR hefur
haldið sérstakar skrár um alla sölu
áfengis á sérkjörum til þeirra er heim-
ild hafa til kaupanna, ennfremur að
Ríkisendurskoðun hafi fylgst nokkuð
með notkun framangreindra hlunn-
inda. Þá hefur komið fram, að Ieitað
hefur verið álits ríkisendurskoðanda
fyrirfram ef not heimildar hafa þótt
orka tvímælis.
í máli þessu er upplýst, að á miðju
ári 1988 hafði forstjójri .ÁTVR til-
kynnt ríkisendurskoðanda um áfeng-
iskaup aðaláfrýjanda. Athuguðu þeir
þá sameiginlega innkaupin, og eftir
það var fylgst með innkaupum þess-
um og þóttu „þau vera svona heldur
í meira lagi“. Þann 6. júlí 1988 hafði
aðaláfrýjandi samkvæmt gögnum
málsins keypt þann tíma er hann
hafði gegnt störfum sem handhafi
forsetavalds, á árunum 1987 og
1988, samtals 1380 flöskur af áfengi,
þar af 660 flöskur á árinu 1988.
Ekki var þó gerð athugasemd við
aðaláfrýjanda um áfengiskaup hans
að sinni, né heldur sýnist dómsmála-
ráðherra hafa verið gert viðvart um
þau, svo sem rétt sýnist hafa verið
að gera, ef forstjórinn og ríkisendur-
skoðandi töldu þá að heimild til kaup-
anna væri farin að orka tvímælis
sbr. 2. mgr. 7. gr. laga nr. 38/1954
um réttindi og skyldur opinberra
starfsmanna og 1. mgr. sbr. 3. mgr.
35. gr. laga nr. 85/1936. Það varð
þó ekki fyrr en í nóvember 1988, sem
ríkisendurskoðanda þótti „ástæða til
þess að fara að athuga málið nánar
og gera eitthvað í því“ og í því sam-
bandi taldi hann rétt „að fá álit for-
seta sameinaðs þings, sem starfar
sem nokkurs konar yfirmaður Ríkis-
endprskoðunar".
Aðaláfrýjanda barst vitneskja um
að athugun á áfengiskaupum hans
færi fram, síðdegis fimmtudaginn 24.
nóvember 1988, þegar fréttamaður
ríkisútvarpsins bar þau undir aðal-
áfrýjanda í skrifstofu hans í Hæsta-
rétti, en fregnir af kaupum hans birt-
ust fyrst í kvöldfréttatíma ríkisút-
varpsins þann dag kl. 19.00. Ekki
verður séð, að dómsmálaráðherra
hafi borist vitneskja um þetta fyrr
en eftir að hún hafði borist fjölmiðl-
um.
í fréttaviðtali í ríkisútvarpinu að
kvöldi 25. nóvember 1988, sem lagt
hefur verið fram í endurriti af ríkis-
valdsins hálfu í málinu, segir dóms-
málaráðherra m.a.: „Ríkisendurskoð-
un á að gera athugasemdir við það,
sem hún telur ekki vera í samræmi
við lög og reglur og síðan á að bregð-
ast við þeim athugasemdum, þannig
að það er Ríkisendurskoðunar að
mínu mati að dæma um það, hvernig
framkvæma eigi hlutina, en að sjálf-
sögðu er nauðsynlegt, til þess að
Ríkisendurskoðun geti unnið verk sitt
af kostgæfni, að það séu skýrar regl-
ur um hvaðeina í rekstri ríkisins og
þeirra stofnana, sem tilheyra okkar
stjórnsýslu."
Aðaláfrýjandi hefur ítrekað beint
áskorunum til gagnáfrýjanda um
framlagningu gagna í málinu um
það, hvernig almennt hafi verið hátt-
að nýtingu þeirra hlunninda til áfeng-
iskaupa á sérkjörum, sem einstökum
embættismönnum hafa verið veitt
langt aftur í tímann. Þrátt fyrir mik-
ið tómlæti og undanbrögð gagnáfrýj-
anda gagnvart áskorunum þessum
hafa nokkrar upplýsingar í þessu efni
verið lagðar fram. Af þeim takmörk-
uðu gögnum sem fyrir liggja í málinu
um notkun þessara hlunninda er ljóst,
að mjög fijálslega hefur verið með
heimildir þessar farið af þeim sem
hlunninda þessara hafa notið, án þess
að sætt hafi aðfinnslum eða þeir sótt-
ir til ábyrgðar, þótt eðlismunur sé
ekki á háttsemi þeirra og aðaláfrýj-
anda. Þá er það ennfremur Ijóst af
sameiginlegri athugun forstjóra
ÁTVR og ríkisendurskoðanda á
áfengisúttekt aðaláfrýjanda á miðju
ári 1988, þar sem úttekt þessi var
talin „svona heldur i meira lagi“, að
þessir aðilar hafa litið svo á, að um
mjög rúma úttektarheimild á áfengi
með sérkjörum hafi verið að ræða.
Engu að síður erum við ósammála
meiri hluta dómsins, að ekki skipti
máli, hvernig almennt hafi verið hátt-
að nýtingu þeirra hlunninda, sem hér
um ræðir, einkum þar sem engin tak-
mörk eru sett um nýtingu þeirra.
Álitaefnið hér er ekki hvort aðrir
hafi brotið af sér í þessu efni heldur
hitt, hvert innihald þessara hlunninda
hafi verið í framkvæmd, hvernig aðr-
ir hafi skilið þessar heimildir og fram-
kvæmt. Þetta skiptir ekki síst máli
af þeim sökum, að gagnáfrýjandi
byggir á því, að aðaláfrýjandi hafi
gerst sekur um siðferðisbrest, en mat
á siðgæði miðast ekki síst við það
hver sé háttsemi annarra við svipaðar
aðstæður.
Þá erum við ekki sammála meiri-
hluta dómsins um það atriði, að það
bæti ekki réttarstöðu aðaláfrýjanda
á grundvelli sönnunarreglna, að legið
sé á upplýsingum um staðreyndir,
sem hér skipta máli. í réttarríki er
það grundvallarregla, að allir séu
jafnir fyrir lögunum og að allar grun-
semdir um það, að mönnum sé mis-
munað í því efni, hljóti að veikja
traust manna á grundvallarreglum
íslensks réttarfars og skerða virðingu
manna fyrir þeim stjórnvöldum, sem
slíkri mismunun beita.
II.
Við erum sammála fyrstu þremur
málsgreinum í II. kafla forsendna
meiri hluta dóms svo og aftur að
orðunum: „hæstaréttardómara en
héraðsdómara" í síðustu málsgrein
kaflans. Samkvæmt sératkvæði okk-
ar lýkur þessum kafla forsendna
þannig:
3. mgr. 35. gr. laga nr. 85/1936
fjallar um þrenns konar tilvik:
1. missi almennra dómaraskilyrða,
sbr. 32. gr. laganna
2. misferli í dómarastarfi, enda
hafi áminning ekki komið að haldi eða
3. dómari hefur að áliti ráðherra
rýrt svo álit sitt siðferðislega að hann
megi ekki lengur gegna dómaraemb-
ætti, o.s.frv.
Samkvæmt báðum síðasttöldu lið-
unum er gert ráð fyrir því, að áður
en brottvikningu um stundarsakir sé
beitt, hafi áminning verið veitt og
viðkomandi gefinn kostur á að bæta
ráð sitt, þannig að ákvæðum þessum
verður að jafnaði ekki beitt nema við
ítrekun eftir haldlausa áminningu.
Hið sama leiðir einnig af ákvæðum
2. mgr. 7. gr. starfsmannalaganna
nr. 38/1954, sem við teljum að eigi
við hæstaréttardómara eins og aðra
embættismenn, að því marki sem
sérlög eða stjórnarskrá kveði ekki á
um annað.
Á það er þó að líta í þessu sam-
bandi, að eins og á stóð, eftir að mál
þetta hafði sætt svo mikilli og óvæg-
inni fjölmiðlaumfjöllun sem raun varð
á, átti dómsmálaráðherra óhægt um
vik um að láta aðaláfrýjanda njóta
þess skýlausa réttar í þessu efni sem
hann átti samkvæmt framangreind-
um lagaákvæðum. Þegar það er virt
sýnist hafa verið enn ærnari ástæða
fyrir ráðherra að fallast á lausnar-
beiðni aðaláfrýjanda hinn 28. nóvem-
ber 1988 um stundarsakir meðan
meintar ávirðingar hans voru athug-
aðar í samræmi við ákvæði 8. gr.
laga nr. 38/1954. Með því hefði að
nokkru verið bætt fyrir þá réttar-
skerðingu, sem aðaláfrýjandi hafði
þegar orðið fyrir, og mál hans fengið
hlutlæga rannsókn, en málsmeðferð
síðan farið að hætti opinberra mála,
svo sem mælt er fyrir um í greindu
lagaákvæði. ,
III.
Áfengiskaup aðaláfrýjanda eru,
eins og að framan hefur verið greint,
byggð á heimildum til hlunninda er
hann naut meðan hann var einn af
handhöfum forsetavalds. Hvorki eru
lagafyrirmæli né nokkrar skýrar regl-
ur um takmörk eða notkun þessara
heimilda. Kaupin eru því sjálfstætt
skoðað ekki brot á neinum lagafyrir-
mælum, löglega settum reglum eða
birtum stjórnvaldaerindum.
Það er ennfremur fram komið í
málinu, að hér hefur verið um mjög
rúmar heimildir að ræða og ótvírætt,
að þær hafa verið hugsaðar sem
„hlunnindi" eða launabót til þeirra
aðila, er þeirra nutu. Verður að líta
á hlunnindi þessi sem einn þátt í kjör-
um viðkomandi manna hjá ríkisvaldi.
Það hlýtur að vera löggjafarvaldsins
eða framkvæmdavaldsins en ekki
dómstóla að setja slíkum heimildum
mörk og ákveða hversu víðtækar
heimildir til áfengiskaupa með sér-
kjörum fælust í hlunnindunum.
Ákvæði 3. mgr. 35. gr. laga nr.
85/1936 veitir ekki — og getur ekki
samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár
veitt — dómstólum vald eða heimild
til þess að reisa ákvörðun, um að
víkja dómara úr embætti samkvæmt
61. gr. stjórnarskrárinnar, á fijálsu
mati á takmörkum hlunninda þeirra
sem hér er um að ræða og hvort
farið hafi verið fram úr eðlilegum
mörkum í því efni. Af því leiðir óhjá-
kvæmilega, að sýkna verður aðal-
áfrýjanda af kröfum gagnáfrýjanda
í aðalsök.
IV.
Við erum sammála meirihluta
dóms um forsendur í IV. kafla for-
sendna hans, með þeirri athugasemd,
sem leiðir af niðurlagi II. kafla sérat-
kvæðis okkar.
V.
Atkvæði okkar eru samhljóða at-
kvæði meiri hluta dómsins samkvæmt
V. kafla í forsendum hans.
VI.
Staðfesta ber niðurstöður héraðs-
dóms um gagnsök.
Samkvæmt þessum lyktum máls
þykir rétt að að gagnáfrýjandi greiði
aðaláfrýjanda málskostnað í báðum
sökum I héraði og fyrir Hæstarétti
samtals 1.500,00 krónur.
Dómsorð
Aðaláfrýjandi Magnús Thoroddsen
á að vera sýkn í aðalsök af kröfum
gagnáfrýjanda, dómsmálaráðherra
f.h. ríkisvaldsins.
Staðfest er niðurstaða héraðsdóms
í gagnsök.
Gagnáfrýjandi, dómsmálaráðherra
f.h. ríkisvaldsins, greiði aðaláfrýj-
anda 1.500.000,00 krónur í máls-
kostnað.
Reykjavík, 8. desember 1989.