Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 31
eaöL aaaMae MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉlWÍS' RR I XJOR mm/ i.m , . SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989 BRÚÐHJÓN VIKUNNAR Hann kom á hvítum sport- bíl og bauð mér á rúntinn BRÚÐHJÓN VIKUNNAR að þessu sinni eru María Hjaltadóttir og Óskar Finnsson, yfírmatreiðslumaður á veitingahúsinu Arg- entínu. María á 7 ára snáða, Guðfinn Þóri, og býr fjölskyldan í eigin þriggja herbergja íbúð á Langholtsvegi 124. María segist vera Reykvíkingur í gegn en Óskar er borinn og bamfæddur Seyðfírðingur og þar hittust einmitt hjónakornin fyrst. etta byrjaði allt saman seinni- partinn í júlí árið 1986. Ég var þá sölustjóri hjá innanlands- deild Álafoss og í því starfi fólust m.a. söluferðir út á land. Eitt sinn var ákveðið að ég færi til Seyðis- fjarðar og setti upp tískusýningu í göngugötunni, degi áður en Norræna héldi úr höfn. Það var auðvitað allt of dýrt og ófram- kvæmanlegt að taka með sér sýn- ingarfólk að sunnan svo að ég hafði samband við konu eina á Seyðisfirði, verslunareiganda þar í bæ, og bað hana um að verða mér innan handar með að útvega sýningarfólk. Ég fékk nokkrar stelpur. Aðeins einn strákur gaf sig í sýningarstörfin og þar var Óskar kominn," segir María. „Sýningin var búin tiltölulega snemma. Ég stóð uppi alein á Seyðisfirði klukkan rúmlega tíu á miðvikudagskvöldi, þekkti ekki hræðu og barinn á hótelinu var ekki einu sinni opinn. Ég hafði fengið inni á farfuglaheimilinu á Ránargötu 4, en var ekki á því að fara í háttinn á þessu annars fallega kvöldi. Ég var á gangi á Seyðisfirði þegar hvítur rennileg- ur sportbíll keyrir hægt fram hjá mér og ökumaðurinn býður mér á rúntinn," segir María. „Maður þurfti auðvitað að kanna málið — ný stelpa í bæn- um,“ segir Óskar. Daginn eftir þeirra fyrsta fund hélt Óskar úr höfn, en hann var þá kokkur á togara, og María hélt aftur til Reykjavíkur. „Þegar ég kom í land sagði pabbi mér að Álafoss- Brúðhjónin: María Hjaltadóttir og Óskar Finnsson. stelpan hefði hringt. Við mæltum okkur mót í Reykjavík þegar ég kæmi næst í land og þá vorum við saman í vikutíma. Við gengum eiginlega út frá því að við mynd- um prófa að búa saman upp úr áramótunum og það varð úr.“ Þau segjast hafa ætlað að trú- lofa sig fyrir austan í sumarleyf- inu 1988. „Þegar ég kom heim úr vinnunni eitt föstudagskvöld, gat María ekki beðið lengur svo við drifum í þessu þetta kvöld, tvö ein yfir hvítvínsflösku. Mér fannst í og með við ekki geta farið að kaupa saman íbúð og bíl og vera bara á föstu. Ég vildi meiri stað- festingu á sambándinu, vildi ekki eiga það á hættu að allt springi eitt laugardagskvöldið," segir Óskar. Biskup íslands gaf ungu hjónin saman í Bessastaðakirkju laugar- daginn 28. október. Fyrir athöfn- ina söng Helga Möller við undir- leik Magnúsar Kjartanssonar lag- ið „Eins konar ást“. „Svo flutti biskupinn ræðu eiginlega út frá laginu. Hann talaði um tillitssemi og ástina, sem væri hversdags- leikinn sjálfur. Helga söng svo lagið „í blíðu og stríðu" eftir at- höfnina. Þau segja að áthöfnin hafi verið rryög fijálsleg og óþvin- guð og hafi þau í fyrsta sinn orð- ið vitni að því að hlegið væri í kirkju og það meira að segja tvisv- ar. Bijúðhjónin tóku á móti eitt hundrað veislugestum í Sóknar- salnum við Skipholt. „Ég var bú- inn að ákveða að þetta skyldi vera flottasta veisla, sem haldin hefði verið, og held ég að það hafi tekist frábærlega enda var ekkert til sparað í innkaupum. Þrír vinir mínir, sem allir eru kokkar, lögðu saman krafta sína, og bróðir minn, sem er bakari, bakaði fimm hæða brúðartertu. Hann var tæpan mánuð að hand- vinna allt skrautið á tertuna,“ segir Óskar. María er fjórum árum eldri en Óskar og segja þau að sá aldurs- munur skipti ekki máli. Framti- ðaráform ungu hjónanna er veit- ingarekstur. „Þetta er ekki bara draumur lengur, heldur raun- veruleiki. Við stefnum að því að eignast okkar eigið veitingahús," segir Óskar og María bætir þvi við að hún hafi komið nálægt bókhaldi, auglýsingum og fleiru tengt fyrirtækjarekstri. KISURNAR OKKAR ÓMÆLD ANGIST og harmur getur legið að baki smátil- kynningu í Morgmibladinu. „Hún fór að heiman ... Sást síðast... Hefur nokkur séð kisu?“ Liija María Sigurvins- dóttir í stjórn Kattavinafélagsins er þessum málum vel kunnug. Lilja býr í Seljahverfinu í Reykjavík. Ekki er óalgengt að börnin komi til hennar með týndar kisur eða segi henni frá hálfvilltum og hræddum dýrum á vergangi. Á þessu ári hefur hún haft 8 ketti og 7 kettlinga í fóstri sem henni hefur tekist að koma til síns heima eða finna góð heimili. Það er ekki heiglum hennt að vinna traust katta — sem margir hveijir hafa litlar ástæður til að treysta mannfólkinu. Heimildar- mönnum Morgunblaðs- ins ber saman um að Lilju takist þetta erfiða verkefni undantekningarlítið. Það fýlgir því ábyrgð að eiga kött; þeir þurfa ást og umhyggju og verðskulda fulla virðingu. Lilja sagði að sorglegast væri þegar kettlingum væri hreinlega hent í burtu af leiðum og ábyrðarlausum „eigendum“. En kettir geta horfið frá vanaleg- um og góðum heimilum. Kattavina- félaginu og Dýraspítalanum berst fjöldi fyrirspurna frá harmi slegn- um aðstandendum. En þá getur komið upp vandamál, þær kisur sem Lilja hefur afskipli af eru flestar ómerktar. Lilja sagði Morgunblað- inu að hálsólar gætu týnst, hún hvetur alla forráðamenn katta til að skrá ketti sína hjá Kattavinafé- laginu og láta tattóvera kennitölu í eyra. ÍSLENSK RITSNILLD er falleg bók sem hefur að geyma fleyga kafla úr íslenskum bók menntum, allt frá Islendingasögum til nútíma' Bókinni er skipt í kafla eftir viðfangs efnum Astin, bernskan, mannlýsingar, Island Þetta eru sígildir kaflar bókmennta sögunnar í bland við óvænt gullkorn gömul og ný. Guðmundur Andri Thorsson ritstýrði. Þetta <» er bók handa öllum bókmenntaunnendum og menning Síðumúla 7-9. Simi 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.