Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 4
ERLENT
4 FRÉTTIR/YFIRLIT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989
INNLENT
Hæstarétt-
ardómari
dæmdur frá
embætti
Magnús Thoroddsen hæstarétt-
ardómari var dæmdur frá emb-
ætti í hæstarétti á föstudag, 8.
desember. Hæstiréttur var þó ekki
einhuga um dóminn, tveir dómar-
ar viidu sýkna hann af öllum
ákæruatriðum, fimm dæmdu
hann sekan og féllust á að lög-
mætt hefði verið af hálfu dóms-
málaráðherra að víkja Magnúsi
frá embætti um stundarsakir.
Dómararnir segja að áfengiskaup
Magnúsar hafi farið langt fram
úr því sem hæfilegt gat talist og
að með kaupunum hafi Magnús
rýrt álit sitt siðferðislega og skert
virðingu Hæstaréttar. Jón Stein-
ar Gunnlaúgsson veijandi Magn-
úsar segir að niðurstöðu dómsins
sé ekki hægt að styðja lögfræði-
legum rökum.
Rætt við Bandaríkjamenn
um álver
Bandaríska fyrirtækið Alumax
hefur sýnt áhuga á að taka þátt
i viðræðum um byggingu nýs ál-
vers á íslandi. Rætt hefur verið
óformlega við fleiri bandarísk fyr-
irtæki. Viðræðurnar við Alumax
eru á frumstigi.
Matsverð
Samvinnubankans lækkað
Landsbankinn hefur endurmet-
ið kaupverð Samvinnubankans.
Sumir þeirra sem unnið hafa að
endurmati telja eðlilegt að lækka
verðið um 200 milljónir króna frá
Tímabil
friðar og
samvinnu
Leiðtogafundi risaveldanna
lp.uk á Möltu með sameiginlegum
bíaðamannafundi Georges Bush
Bandaríkjaforseta og Mikhaíls
Gorbatsjovs, formanns sovéska
kommúnistaflokksins. Leiðtog-
arnir voru sammála um að hafið
væri tímabil friðar og samvinnu
í samskiptum ríkjanna þrátt fyrir
að ýmis ágreiningsmál þeirra
væru óleyst.
Kosningar í maímánuði
Manfred Gerlach tók við for-
setaembættinu í Austur-Þýska-
landi af Egon Krenz sem er nú
valdalaus eftir að hafa verið leið-
togi landsins í sex vikur. Þess var
krafist á fjölmennum útifundi á
Karl Marx-torginu í Leipzig í
Austur-Þýskalandi að þýsku ríkin
yrðu sameinuð og kommúnista-
flokkurinn lagður niður. Ákveðið
var í hringborðsumræðum fulltrúa
stjórnvalda og samtaka stjórnar-
andstæðinga að fyrstu frjálsu
kosningamar í landinu yrðu
haldnar eigi síðar en 6. maí á
næsta ári.
tiiboði því sem Landsbankinn
gerði 1. september. Aðrir telja að
verðið eigi að lækka um 380 millj-
ónir með því að beita sömu að-
ferðum við mat á fasteignum
Samvinnubankans og gert var
þegar Útvegsbankinn var seldur.
Bráðabirgðasamningur
hættulegur
Einar Oddur Kristjánsson
formaður Vinnuveitendasam-
bands íslands segir hugmyndir
um bráðabirgða kjarasamning við
opinbera starfsmenn hættulegar
og geti eyðilagt viðræður vinnu-
veitenda og Alþýðusambandsins.
Enn er sprengt
Rörasprengjur voru sprengdar við
tvo skóla í Reykjavík á fimmtu-
dags- og föstudagskvöld. Talið er
að unglingar hafi verið að verki.
Nokkuð tjón varð, en engin meiðsl
á fólki.
Rússar kaupa freðfisk
Sölunefnd hraðfrystihúsanna
og sjávarafurðadeild Sambands-
ins hafa samið um sölu á samtals
6.000 tonnum af frystum fiski til
Sovétríkjanna fyrir um 800 millj-
ónir króna. Þetta magn er einung-
is um fjórðungur af neðri mörkum
rammasamnings um viðskiptin
sem í gildi er á milli Islands og
Sovétríkjanna.
Krafist úrbóta í
löggæslumálum
Borgarráð Reykjavíkur hefur
samþykkt einróma að taka þegar
upp viðræður við lögreglu- og
dómsmálayfirvöld um tafarlausar
úrbætur í löggæslumálum höfuð-
borgarinnar vegna síendurtekinna
ofbeldisverka i miðborginni.
Davíð Oddsson borgarstjóri segir
að hugsanlega sé nauðsynlegt að
yfirstjórn lögreglu fari á nýjan
leik til Reykjavíkurborgar, til að
bæta ástandið.
Uppreisnin út um þúfur
Byltingartilraunin á Filippseyj-
um fór út um þúfur. Uppreisnar-
menn féllust á að halda til búða
sinna. Fidel Ramos varnarmála-
ráðherra sagði að þeir yrðu látnir
bera ábyrgð á gerðum sínum.
Neyðarlög eru í gildi í landinu.
Tugir manna létu lífíð
í sprengingu
Tugir manna létust og hundruð
slösuðust í gífurlegri sprengingu
fyrir framan aðalstöðvar öryggis-
lögreglunnar í Bogota, höfuðborg
Kólumbíu. Engin vafi er talinn
leika á að eiturlyfjasalar hafi
staðið á bak við ódæðið.
Harmleikur í Montreal
Hálfþrítugur maður, vopnaður
hríðskotabyssu, réðst inn í verk-
fræðideild Montreal-háskóla og
skaut þar til bana 14 manns og
særði 12, aðallega konur. Að því
loknu framdi hann sjálfsmorð. í
bréfi sem fannst á honum kenndi
hann baráttu kvenna fyrir jafn-
rétti um allar ófarir sínar í lífinu
og sagðist viija hefnd.
Fjölflokkakerfi innleitt
Þing Litháens samþykkti að
fella niður sjötta ákvæði stjórnar-
skrárinnar um forystuhlutverk
kommúnistaflokksins. Ekki hefur
heyrst um viðbrögð ráðamanna í
Moskvu, en Mikhaíl Gorbatsjov,
leiðtogi sovéskra kommúnista,
hefur þráfaldlega lýst yfir að fjöl-
flokkakerfi sé ekki á dagskrá í
Sovétríkjunum.
Neyðarþing austur-þýskra kommúnista:
Nýr flokksleiðtogi boðar
uppgjör við stalínismann
Austur-Berlín. Reuter.
UMBÓTASINNINN Gregor Gysi var í gær kjörinn leiðtogi austur-
þýska kommúnistaflokksins. Gysi er 41 árs gamall lögfræðingur og
er talið að stjórnarandstaðan geti fallist á kjör hans en hann veitti
lýðræðissinnum lögfræðilega aðstoð er þeir börðust fyrir því að fá
samtök sín, „Nýr vettvangur" viðurkennd af stjórnvöldum.
Fulltrúar á sérstöku neyðarþingi
flokksins fögnuðu ákaft er Gysi
hvatti til grundvallarbreytinga á
hugmyndafræði flokksins. „Við
þurfum að hafna með öllu stalínis-
manum, sem brugðist hefur í landi
okkar,“ sagði hann og boðaði þriðju
leiðina svonefndu; meðalveg milli
Grænland:
40% þungaðra kvenna
velja fóstureyðingu
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.
FJÓRAR af hvegum tíu barnshafandi konum á Grænlandi kjósa að
láta eyða fóstrinu, að því. er fram kemur í upplýsingum frá landlæknin-
um þar.
Fóstureyðingar voru gefnar
fijálsar í Grænlandi árið 1975,
„og lögin þar að lútandi eru orðin
ískyggilega vinsæl", segir Jens Mis-
feldt landlæknir. Á síðasta ári urðu
2.000 konur bamshafandi á Græn-
landi. 841 þeirra kaus að láta eyða
fóstrinu.
Anne Hansen, sem starfar við
neyðarathvarf kvenna í Aasiaat
(Egedesminde), segir að líta megi
á þessa fjölgun fóstureyðinga frá
pólitískum sjónarhóli. Hærri skattar
og aukinn kostnaður við vistun
barna á stofnunum eigi sinn þátt í
gera grænlenskt samfélag fjand-
samlegt börnum.
stalínisma og vest-
rænnar hug-
myndafræði. Er
fulltráarnir hylltu
Gysi sat Egon
Krenz, fyrmm
flokksleiðtogi og
arftaki harðlínu-
mannsins Erichs
Honeckers, aftast
í salnum og lét
sem minnst á sér
bera. „Vitaskuld er ég bitur en ég
mun halda áfram. Eg skila ekki
flokksskírteininu," sagði Krenz í
viðtali við vestur-þýska sjónvarps-
menn en pólitískur lærifaðir hans,
Honecker, situr nú í stofufangelsi.
Gysi hefur undanfama daga
stjórnað rannsókn á meintri spill-
ingu flokksbrodda. Hann tók þátt
í viðræðum stjómar og stjómarand-
stæðinga sem enduðu með sam-
komulagi um að stjórnarskrá lands-
ins yrði breytt og fijálsar kosningar
færu fram í maímánuði.
Á þinginu var hugmyndafræði-
legur grundvöllur flokksins og
framtíð hans til umræðu. Hafði
jafnvel verið talið að flokkurinn
yrði lagður niður en þingfulltrúar
vom einu máli um að gera það
ekki. Á hinn bóginn var samþykkt
að breyta nafni kommúnistaflokks-
ins en nýja nafnið verður ákveðið
síðar.
Átökin í Filippseyjaher:
Aquino talin ótraustari í
sessi en nokkru sinni fyrr
SÍÐASTA uppreisnartilraun hermanna gegn Corazon Aquino, for-
seta Filippseyja, er sú mannskæðasta og langhættulegasta til þessa.
Frá því Aquino tók við völdum í febrúar 1986 hafa hópar her-
manna reynt alls sex sinnum að þvinga hana til afsagnar með vopna-
valdi en oftast hafa bardagar fjarað út á fáeinum klukkustundum.
Stærsti flokkur stjórnarandstæðinga lýsti að þessu sinni stuðningi
við uppreisnarmenn og þykir það sýna hve mikil harka er að færast
í baráttu þeirra við forsetann. Heimildarmenn í höfúðborginni
Manílu telja víst að nú muni kreppa æ meir að forsetanum og
stjórninni, ekki síst vegna óreiðu í efhahagsmálum. Það þykir tákn-
rænt að margir hermannanna sem gáfúst upp fyrir stjórninni héldu
vígreifir aftur til búða sinna, greinilega ósmeykir við mögulegar
refsingar fyrir tiltækið.
Ferðamannaþjónusta er í há-
marki um þetta leyti á Filipps-
eyjum ef allt er með felldu en átök-
in, sem kostað hafa yfir 100 manns
lífið, geta stöðvað straum erlendra
dollaragesta næstu mánuði. Er-
lendar fjárfestingar, sem hafa ver-
ið helsta ástæðan fyrir nokkrum
efnahagsbata undanfarin ár, fara
minnkandi vegna ýmiss konar
óreiðu sem gerir landið nú litt fýsi-
legan kost í augum stjórnenda
stórfyrirtækja. Þeir huga fremur
að Malasíu og fleiri nágrannalönd-
um.
Óánægja her-
foringja með
meinta linkind
gagnvart komm-
únískum skæru-
liðum hefur verið
helsta undirrót uppreisnanna gegn
Aquino. Enn hættulegra getur orð-
ið að forsetinn hefur ekki efnt lof-
orð sín um jafnari dreifingu jarð-
næðis; stéttaskipting og misskipt-
ing auðs eru hróþlegri á Filippseyj-
um en í næstu nágrannalöndum
og minnir ástandið hvað þetta
snertir á Rómönsku Ameríku.
Neyð tötralýðsins í Manílu, þar
sem margir dá enn Ferdinand heit-
inn Marcos forseta, er að sögn
sjónarvotta skelfilegri en víðast
hvar á byggðu bóli.
Upplausn ríkir í ýmsum þjón-
ustufyrirtækjum, rafmagnsleysi
daglegur viðburður, einnig vatns-
skortur og truflanir í samgöngu-
kerfinu sem ekki stendur lengur
undir nafni. Aquino er kennt um
og hún er sögð duglaus, skorti
hugmyndaflug og framtíðarsýn og
sé ófær um að kveða í kútinn spill-
ingu. Hagvöxtur fer minnkandi og
atvinnuleysi í Maníla er um 17%.
Erlendar skuldir Filipþseyinga eru
nú um 27 milljarðar Bandaríkja-
dollara (1.700 milljarðar ísl.kr.) og
fara sívaxandi ásamt verðbólgu.
Stríðið við skæruliða kommúnista,
sem staðið hefur
í tvo áratugi,
kostar sitt en
landlæg spilling,
sem ekkert er
hróflað við, er ein
aðalorsök efna-
hagsvandans.
Fyrir skömmu var forsetinn á
fundi með nokkrum fjármála-
mönnum og kynnti þeim, full af
bjartsýni, áform um að beijast
gegn spillingunni, tvöfalda strætis-
vagnaflota höfuðborgarinnar og
leggja nýja vegi. Veita skyldi leyfi
fyrir nýjum sjónvarpsfyrirtækjum
en — þaú fengju að vísu ekki að
starfa á þeim sviðum sem einokun-
arfyrirtæki Cojuangco-fjölskyldan
stjórnar; agttingjar Aquinos for-
seta. Forsetinn hefur lagt fram
umfangsmikla áætlun um skipt-
ingu stórjarða en neitar að selja
Corazon Aquino, forseti
Filippseyja. Fylgið hrynur nú
af ekkjunni sem hratt spilling-
arfúrstanum Ferdinand Marcos
af stóli 1986 og hún er sökuð
um tækifærisstefnu, undan-
brögð og ráðleysi.
verkamönnum á búgarði forsetans
sjálfs jarðnæðið og býður þeim að
kaupa hluti í því í staðinn. Fjár-
málamennirnir áðurnefndu létu
ekki hrífast af loforðunum og eínn
þeirra sagði Aquino „snilling í und-
anbrögðum.“
Aquino virðist oftast ófær um
að láta hart mæta hörðu, hversu
alvarlegt sem ástandið er. Hún
lýsti þó yfir takmörkuðu neyðar-
ástandi á miðvikudag til að geta
unnið bug á uppreisnarmönnum
en vafasamt er að hún geti breytt
ímynd sinni hjá þjóðinni í tæka
tíð. Það treystir ekki álit hennar
að forsetinn skyldi neyðast til að
biðja Bandaríkjamenn, fyrrum ný-
lenduherra landsins, um aðstoð við
að kveða niður síðustu uppreisn-
ina. Skoðánakannanir sýna ört
hrapandi fylgi við Aquino meðal
millistéttarfólks og vonleysi hefur
gripið um sig í röðum fátæklinga.
Margir stjórnmálaskýrendur telja
aðeins kraftaverk geta komið því
til leiðar að Aquino haldi völdum
til langframa.
BAKSVID
eftir Kristjáti Jónssott