Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989 11 gilda fyrir tveggja hreyfla þotur, eins og Boeing 737-400, sem Flug- leiðir hafa nú tekið í notkun, og Boeing 757-200, sem fyrirhugað er að taka í notkun á næsta ári, verður varaflugvöllur að vera innan klukkustundarflugs frá aðalflug- velli, sem þýðir að sá flugvöllur verður að vera á íslandi. Akureyrar- flugvöllur fullnægir að vísu lág- markslengd flugbrautar fyrir slíkar vélar, en þar eru aðflugsskilyrði erfíð vegna hárra fjalla. Ýmsir aðr- ir kostir hafa verið nefndir, en eng- ar ákvarðanir teknar þótt sú stefna virðist nú hafa orðið ofan á í sam- gönguráðuneytinu að leggja 2.700 metra langa flugbraut á Egilsstöð- um í áföngum. Málið hefur þó enn ekki hlotið endanlega afgreiðslu og í utanríkisráðuneytinu gæla menn við hugmyndir um að láta fara fram forkönnun með hlutdeild mann- virkj asjóðs Atlantshafsbandalags- ins. Málið er auðvitað í eðli sínu hápólitískt þótt hér verði ekki tekin afstaða til einstakra ágreiningsat- riða. Þess í stað verður reynt að lýsa þeim valkostum sem fyrir hendi eru og gera grein fyrir mismunandi sjónarmiðum sem uppi eru. Nefndaskipanir og kannanir Umræða um varaflugvöll á ís- landi fyrir flugvélar í millilandaflugi hefur af og til skotið upp kollinum allt frá upphafi sjöunda áratugar- ins. Stundum hefur hún tengst áhuga stjórnvalda á að laða til landsins aukna flugumferð og auka þannig tekjur af þjónustu við flug- farþega og flugvélar í millilanda- flugi. Málinu þokaði þó lítt eða ekk- ert áleiðis, en undir lok áttunda áratugarins var farið að ræða það af meiri festu og alvöru, enda hafði þá flugumferð á flugumsjónarsvæði Islendinga stóraukist og mönnum varð ljóst að af öryggisástæðum væri þörf fyrir varaflugvöll, sem gæti gegnt hlutverki Keflavíkur- flugvallar ef hann lokaðist, til dæm- is vegna veðurs. í maí 1980 skipaði Flugráð nefnd undir forystu Jóhannesar Snorra- sonar yfirflugsjóra til að gera til- lögu að stáðarvali varaflugvallar fyrir millilandaflug íslendinga. Önnur nefnd undir forsæti Birgis Isléifs Gunnarssonar fjallaði um sama efni á árunum 1984 til 1985. Árið 1985 tók málið nýja stefnu er Atlantshafsbandalagið lýsti yfír áhuga á því að að hér yrði komið á fót fullkomnum varaflugvelli fyrir millilandafiug, hugsanlega með að- ild mannvirkjasjóðs bandalagsins. Viðræðunefnd var skipuð undir for- sæti Ólafs Steinars Valdimarsson- ar, ráðuneytisstjóra. í könnunarvið- ræðum við fulltrúa Atlantshafs- bandalagsins kom fram að slíkur flugvöllur þyrfti að geta annað allri þeirri flugumferð, sem að jafnaði færi um Keflavíkurflugvöll. Hann yrði undir íslenskri stjórn á frið- artímum og yrði mannaður íslend- ingum. I framhaldi af viðræðunum ákvað nefndin að fara þess á leit við Flug- málastjórn að setja á stofn vinnu- hóp til að kanna aðstæður á þeim stöðum sem einkum þóttu koma til álita. Vinnuhópurinn, sem var undir forsæti Jóhanns H. Jónssonar, framkvæmdastjóra flugvalladeildar Flugmálastjórnar, hélt fyrsta fund sinn í maí 1987. Með hliðsjón af því að hugsanlegur varamillilanda- flugvöllur gæti í senn nýst umferð herflugvéla, millilandaflugi íslend- inga og innanlandsflugi á íslandi var ákveðið að kanna aðstæður á eftirtöldum stöðum: Blönduósi, Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum og Hornafirði. Vegna naumrar fjárveitingar var jafnframt ákveðið að byggja athugun starfs- hópsins alfarið á vettvangsskoðun og fyrirliggjandi gögnum, ennfrem- ur að takmarka hana við útilokandi þætti, þ.e.: aðflugsskilyrði, veður- far, aðstöðu til mannvirkjagerðar og umhverfismál. Athugunin mið- aðist annars vegar við 3.000 metra langa flugbraut ásamt sérstökum akstursbrautum og flugvélastæðum í samræmi við kröfur NATO fýrir herflugvöll og hins vegar við 2.400 metra langa flugbraut, sem talin var nægja fyrir varaflugvöll er ein- göngu myndi þjóna millilandaflugi Islendinga. Ennfremur var talið lyk- ilatriði af öryggisástæðum að vara- flugvöllur yrði á hagstæðu veður- svæði til að draga úr líkum á að veður á aðalflugvelli og varaflug- velli spilltist samtímis eða með stuttu millibili. Niðurstaða starfshópsins var því tvíþætt, annars vegar er varðaði flugvöll er þjónaði almennu milli- landaflugi og NATO og hins vegar flugvöll sem eingöngu myndi þjóna millilandaflugi Islendinga. í fyrra tilfellinu skipti þátturinn „afstaða til mannvirkjagerðar" verulegu máli hvað varðar landrými og eins skipti í því tilfelli miklu hvar slíkur flugvöllur yrði staðsettur á landinu með tilliti til nýtingar. Einnig var umhverfismálaþátturinn talinn töluvert viðkvæmari hvað varðar hávaðamengun þar eð gert var ráð fyrir meiri flugumferð vegna æf- ingaflugs herflugvéla og meiri mannvirkjum, svo sem stórum flug- skýlum og eldsneytisgeymum. Aft- ur á móti ef um væri að ræða flug- völl, sem eingöngu ætti að þjóna íslensku millilandaflugi, yrði þáttur- inn „afstaða til mannvirkjagerðar" fyrst og fremst kostnaðarlegs eðlis þar sem kostnaður við byggingu og rekstur slíks flugvallar yrði ein- göngu fjármagnaður með íslensku fjármagni. í því tilfelli var talið eðlilegt að sú uppbygging flugvalla, sem fyrir er og lengst komin eða fyrirhuguð, yrði nýtt. í stuttu máli varð niðurstaðan sú að varaflugvelli, sem þjónaði bæði NATO og almennu farþega- flugi yfir Norður-Atlantshaf, yrði best fyrir komið við Húsavík (í Aðaldal). Hins vegar var það sam- dóma álit starfshópsins að miðað við varaflugvöll, sem eingöngu þjónaði íslensku millilandaflugi, yrði 400 metra lenging hinnar nýju flugbrautar, sem verið var að byggja á Egilsstöðum, ákjósanleg- asti kosturinn, miðað við þær for- sendur og upplýsingar sem fyrir lágu. Stefiiumörkun flugmálayfírvalda En skjótt skipast veður í lofti. Skömmu eftir að núverandi ríkis- stjóm tók við völdum fól Steingrím- ur J. Sigfússon, samgönguráðherra, Flugráði að kanna gerð varaflug- vailar, sem miðaður væri við innan- landsflug og íslenskt farþegaflug eingöngu. Skömmu áður, eða á fundi sínum í júlí 1988, hafði Flug- ráð hins vegar markað ákveðna stefnu í varaflugvallarmálinu og gert eftirfarandi samþykkt: „1. Að nýja flugbrautin, sem er í byggingu á Egilsstaðaflugvelli, verði frá upphafi miðuð við 2.400 metra lengd, þannig að hún geti bæði sinnt þörfum hefðbundins inn- anlandsflugs, svo og áætlunar- og leiguflugi til og frá íslandi. Fram- kvæmdaáætlanir vegna annarra þátta þjónustu flugvallarins, þar á meðal vegna snjóhreinsibúnaðar, slökkvi- og neyðarþjónustu, og að- flugs- og ljósabúnaðar, taki mið af þessu aukna hlutverki flúgvallarins. 2. Að þar sem nýja flugbrautin E6ILSSTAÐIR: 2.400 metra braut kostar rúm- lega 210 milljónir króna, 2.700 metra braut er áætluð á 290 millj- ónir króna. Hin nýja flugbaut á Egilsstöð- um verður 2.000 m með 45 m breiðu bundnu slitlagi. Heildar- breidd flugbrautarinnar verður 300 m. Lenging í 2.400 m eða 2.700 m yrðí til suðurs yfir núverandi þjóðveg inn á ræktað tún Egils- staðabúsins. Gerðar hafa verið jarðveg- skannanir á brautarstæðihu að 2.400 m og magn lífræns jarðvegs o g fyllingar áætlaðar á grundvelli þess. Óformlegar viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa flugmála- stjórnar og ábúenda jarðarinnar á undanförnum mánuðum um möguleika á lenginu flugbrautar- innar. Viðræður þessar hafa verið mjög vinsamlega og ábúendur ekki hafnar hugmyndinni. Mjög erfítt er að áætla land- bætur vegna færslu þjóðvegar og iengingu flugbrautarinnar og þær kostnaðartölur sem settar hafa verið í áætlunina vegna þess lið- ar, eru gerðar með miklum fyrir- vara. í viðræðum við ábúendur hefur einkum verið rætt um 2.400 m flugbraut, en ástæða er til að ætla að land undir 2.700 m flug- braut yrði mun erfiðara að fá með frjálsum samningum. 2.400 metra braut kostar um 171 milljón króna, en 2.700 metra braut er áætluð um 212 milljónir. Núverandi flugbraut er 1.940 m á lengd og 45 m breidd á milli þósa. 11 cm þykkt malbik er á brautinni, en aðeins 30 m breitt og 45 m á snúningsendum. Heild- arbreidd flugvallarins er 150 m og uppfyllir því ekki ICAO-staðla. í þessari áætlun um 2.400 m eða 2.700 m lengd er gert ráð fyrir sömu breidd, þ.e. 150 m, en breikkun öryggissvæða í 300 m yrði mjög kostnaðarsöm fram- kvæmd sem meðal annars þýðir að fylla verður í leiruna vestan flugbrautarinnar, sem yrði mjög viðkvæmt vegna náttúruvemdar- sjónarmiða. Lenging núverandi flugbrauta yrði til suðurs og ástæða er til að ætla að undirstaða sé viðun- andi. Efni í fyllingu á taka í næsta nágrenni flugbrautarinnar en burðarlagsefni þyrfti væntanlega að sækja á Þveráreyrar. 2.200 metra braut hefur verið áætluð upp á 302 milljónir króna. Lengd núverandi flubrautar er 2.014 m og breid milli ljósa 50 m. Fyrir suðurenda brautarinnar er svokölluð Borgarvík, sem er affall úr Miklavatni og er breidd hennar 70—90 m og dýpt um 1 m. Mjög kostnaðarsamt yrði að lengja flugbrautina suður fyrir víkina hvort heldur sem farvegi hennar yrði breytt eða víkin yfír- byggð. Auk þess er það land sem nefnt er Borgarskógar friðland og því ljóst að frá náttúruvemdar- sjónarmiðum yrði mjög þungt að sækja. Hægt er að lengja núver- andi flugbraut 150 m til norðurs og um 50 m til suðurs að víkinni. Ef um er að ræða lengri flug- braut en 2.200 m á Sauðárkróki er líklegt að af fyrrgreindum ástæðum þætti henta að byggja nýjan flugvöll á bökkum vestari héraðsvatna, nokkru austar en núverandi flugvöllur. Ekki hafa verið gerðar þær athuganir á svæðinu sem til þarf til að gera grófa frumkostnaðará- ætlun, en ljóst er að aðstaða til flugvallargerðar á þessum stað virðist góð. Mjög lausleg áætlun um kostn- að við að gera nýjan flugvöll við Sauðárkrók, t.d. 2.700 m., er um 700 millj. króna og er þá tekið mið af kostnaði við gerð Egils- staðaflugvallar. 2.000 metra flugbraut myndi kosta um 316 milljónir, 2.400 metra braut um 392 milljónir og 2.700 metra braut um 450 millj- ónir. Lengd flugbrautarinnar er 1.462 m og breidd er 150 m. í áætlunum um lengingu er gert ráð' fyrir 300 m breidd, einnig núverandi flugbrautar. Lenging núverandi flugbrautar geturverið bæði til norðurs og suðurs. { megin atriðum er undir- staðan í hrauninu taust en opin og svikul á köflum. Undirstaðan krefst því mjög nákvæmra undir- búningsrannsókna og viðgerðar áður en hin eiginlega flugvallar- gerð getur hafist. Þá þarf ennfremur að leggja 0,7 m þykkt sterkt burðarlag yflr núverandi braut sem þýðir meiri fyllingar og umfram efnismagn við lenginu á flugbrautinni. á Egilsstöðum yrði væntanlega ekki tilbúin til notkunar fyrr en á árinu 1991 verði þjónusta Flugmála- stjómar á Akureyrarflugvelli hið fyrsta aukin, með vaxandi þarfir tveggja hreyfla millilandaþotna í huga. Á árinu 1989 verði lokið þeim brýnu lagfæringum öryggissvæðis, flugbrautar og flughlaðs, sem nauð- synlegar eru vegna þessara flug- vélagerða. Jafnframt verði gerðar raunhæfar ráðstafanir til bættrar snjóhreinsunar svo og aukinnar slökkvi- og neyðarþjónustu. Að áfram verði miðað við for- sendur flugmálaáætlunar um mal- bikun flugbrautar Sauðárkróks- flugvallar, en gerð flugbrautarinn- ar, flughlaðs og annarra fram- kvæmdaþátta taki mið af því að mannvirkið geti einnig sinnt þörfum millilandaflugvélanna." í greinargerð Flugmálastjórnar frá því í janúar á þessu ári er þessi samþykkt ítrekuð og á henni bygg- ist stefna núverandi samgönguráð- herra í varaflugvallarmálinu að því viðbættu að byggð verði 2.700 metra löng flugbraut á Egilsstöðum á árunum 1992 til 1994. Skiptar skoðanir Ýmis sjónarmið hafa þó verið uppi í þessú máli eins og áður grein- ir. Þannig hafa náttúruverndarsjón- armið hamlað því að flugvöllur við Sauðárkrók varð fyrir valinu og eins hitt að með bættum vegasam- göngum á landi hefur dregið nokk- uð úr flugumferð til Sauðárkróks. Dýr mannvirki á Sauðárkróksvelli myndu því nýtast illa þótt allar aðstæður þar séu annars hinar ákjósanlegustu. Þær raddir hafa heyrst rtieðal flugmanna, að burtséð frá nýtingar- og náttúruverndar- sjónarmiðum hefði Sauðárkróks- völlur verið besti kosturinn. Um það segir Henning Bjarnason, flugstjóri á nýju Boeing 737-400 þotum Flug- leiða, meðal annars: „Að mínum dómi er besta lausn- in á þessu máli sú, að ganga þann- ig frá Sauðárkróksflugvelli að hann geti þjónað sem varaflugvöllur í millilandaflugi. Það þarf að lengja hann og malbika og búa hann nauð- synlegum tækjum. Þar er nú þegar fyrir hendi aðflugskerfi sem gefur 200 feta lágmarkshæð, sem er eðli- legt fyrir svona völl. Brautin er þannig staðsett að þar er gott svig- rúm til beggja átta. Með fyrir- huguðum framkvæmdum á Egils- staðaflugvelli getur hann að sjálf- sögðu þar með sinnt þessu hlut- verki, en ég held hins vegar að hann sé ekki eins góður verðurfars- lega og Sauðárkróksvöllur. í því sambandi nægir að benda á dæmi frá síðastliðnum vetri, sem var afar snjóþungur eins og menn muna. Þá var oftast snjólítið þar, þegar allt var á kafi fyrir austan Trölla- skaga. Annað atriði, sem ég vil benda á í þessu sambandi, er að Sauðárkrókur er nú í tiltölulega góðu vegasambandi við suðvestur- hornið og því styttra að flytja far- þega, sem kannski yrðu frá 150 og upp í 200 talsins, suður en til dæm- is frá Egilsstöðum. Á Sauðárkróki yrði því síður hætta á að vandamál SJÁ NÆSTU SÍÐU Eáy Varaflugvöllur fyrir íslenskt millilandaflug I I Alþjóðlegur varaflugvöllur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.