Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Bill Greenhof Þorvaldur Örlygsson hefur betur í baráttu við Glenn Cockerill hjá Southampton í leiknum á sunnudag. Bo Johansson hefuráhuga áaðþjálfa landsliðið Sænski þjálfarinn Bo Johansson hef- ur tilkynnt stjórn Knattspyrnusambands íslands að hann sé reiðubúinn til frekari viðræðna um starf landsliðsþjálfara. Eins og Morgunblað- ið greindi frá, kom Jo- hansson til Islands mið- vikudaginn 6. desember og ræddi við forráða- menn KSÍ um hugsan- legt samstarf. Viðræð- urnar voru gagnlegar og í framhaldi af þeim, Bo Johansson sendi stjórnin þjálfaranum nánari útlistun á því, sem óskað var eftir hjá verðandi landsliðsþjálfara, sem og væntanlegum verkefnum. Johansson hefur nú svarað, þar sem hann lýsir frekari áhuga á starfinu. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagði við Morgunblaðið í gær að stjórnin ætti eftir að fjalla nánar um starfið. „Við viljum ekki binda hendur okkar fyrr en við vitum meira um verkefni lands- liðsins á næstu tveimur árum, en málið ætti að skýrast fljótlega eftir áramótin," sagði Eggert. Gísli í mark Skagamanna Gísli Sigurðsson, markvörður Tindastóls, mun að öll- um líkindum leika með Skagamönnum næsta vetur. Gí.sli, sem er 25 ára, hefur staðið í marki Tindastóls undanfarin ár og mun leysa Ólaf Gottskálksson af hólmi sem markvörður Skagamanna en Ólaf- ur gekk til liðs við KR-inga fyrir skömmu. „Eins og staðan er í dag er nokkuð víst að ég fer en það verð- ur erfitt. Ég hef verið hjá Tindastóli í mörg ár og það verður erfitt að skilja við félag- ana,“ sagði Gísli. Gísli Sigurðsson. Gísli sagði að lið ÍA væri skemmtilegt og ungt lið. „Ég veit að það verður eiíitt að taka við af Olafi en ég er ákveðinn í að standa mig og vona bara það besta,“ sagði Gísli. Gísli er annar ieikmaðurinn sem fer frá Tindastóli í vetur en Eyjólfur Sverrisscn, markakóngur liðsins, skrif- aði undir samning við vestur-þýska félagið Stuttgart fyr- ir skömmu. „Sýnir hvað Clough er kaldur“ - sagði knatt- spyrnumaðurárs- ins frá Akureyri ÞORVALDUR Örlygsson gekk frá samningi við Nottingham Forest á Akureyri 6. desember. 11 dögum síðar lék hann sinn fyrsta leik með aðalliði Notting- ham — og fagnaði sigri á City Ground. „Þetta er ótrúlegt. Hingað kem ég frá íslandi og fer beint inn í aðalliðið án þess að hafa leikið með varaliðinu áður. Þetta var óvænt, en sýnir hvað Clough er kaldur," sagði Þorvaldur við Morgunblaðið skömmu eftir 2:0 sigurinn gegn Southampton á sunnudag. Þorvaldur fékk að vita klukku- stund fyrir leik að hann ætti að vera í peysu númer 8 — á miðj- unni með Steve Hodge. Og báðir komu mikið við sögu; Hodge gerði fyrra markið og Lee Chapman það seinna eftir skot frá „Todda“ eins og Þorvaldur er nefndur í ensku blöðunum. Þorvaldur fékk góða dóma; sagt var að tæknin væri góð og að hann væri harður í horn að taka, en þyrfti að vera yfirvegaðri í „tæklingum“. Byijunin væri hins vegar hvetjandi og lofaði góðu. „Þetta var skemmtileg tilfinning, en fyrri hálfleikur var erfiður enda langt síðan ég spilaði síðast. Ég gerði milljón mistök, hélt boltanum of lengi og þegar ég komst í færi var ég of þreyttur til að nýta mér stöðuna. Málið er að þetta er stans- laus pressa og tvær snertingar er jafnvel tveimur snertingum of mik- ið! Ég lenti á móti Jimmy Case, sem er þekktur fyrir annað en láta menn í friði, og ég fékk að finná fyrir því. I hálfleik sagði Clough mér að reyna að standa á löppunum — ef ég ætlaði að liggja endalaust gæti hann alveg eins fjárfest í púða og sett á miðjuna! Mér gekk betur eftir hlé, reyndi að hlaupa skynsamlega og gefa boltann strax. Clough var ánægður og ég er ánægður miðað við að þétta var minn fyrsti leikur, en ég á margt eftir ólært.“ 1989 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER BLAÐ KNATTSPYRNA / ENGLAND Þorvaldur inn úr kuldanum og beint í aðallið Nottingham Forest: ÍÞRÓTTASAMBAND ISLANDS Skotsambandið varað við ÍSÍ boðar til skotþings geri Skotsambandið það ekki með löglegum fyrirvara FRAMKVÆMDASTJÓRN íþróttasam- bands íslands samþykkti á fundi sl. fimmtudagskvöld að aðvara stjórn Skot- sambands íslands, STÍ, vegna þess að skotþing hefur ekki verið haldið undan- farin tvö ár — síðan 5. desember 1987. Stjórn Skotfélags Reykjavíkur sendi ÍSÍ bréf þar sem upplýst var um málið, og jafnframt kvartað yfir því, eins og Morgun- blaðið greindi frá sl. þriðjudag, og í fram- haldi af því var fundað um málið. Framkvæmdastjórnin telur brot stjórnar Skotsambandsins mjög alvarlegt og hefur sent sambandinu bréf þar sem greint er frá niðurstöðu fundarins á fimmtudag. Formaður Skotsambandsins hefur iýst því yfir að skotþing verði haldið 10. febrúar. í bréfi framkvæmdastjómar ÍSÍ segir að ef STÍ boði ekki til þess þings með löglegum fyrir- vara, sem er einn mánuður, muni fram- kvæmdastjóm ÍSÍ gera það. Þetta mun í fyrsta skipti sem framkvæmda- stjórn ÍSÍ varar stjórn sérsambands við á þennan hátt. KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.