Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 5
+ Moigunblaðiö/Einar Falur Leifur Dagfinnsson stóð sig sérlega vel í marki KR gegn Víkingi. í leikinn eflir margra tíma prófsetu SIGFÚS Orri Bollason, sem alla jafna stjórnar sóknarleik ÍR-inga, kom ekki í sal iþróttahúss Selja- skóla fyrr en sex og hálf mín. var liðin af leiknum og staðan 2:1 fyrir lið hans. Sigfús kom svo ekki inn á fyrr en 22 og hálf mín. voru liðnar ogstaðan7:3. Fyrir þessn voru gildar ástæður, og sömu ástæður eru fyrir því að leikn- um var seinkað um hálftíma, til kl. 17. Sigfús Orri var nefnilega í prófi í Há- skóla íslands. Hann leggur stund á lækn- isfræði; er á fyrsta ári og hefur verið í prófum alla vikuna — þreytti próf í líffærafræði á laugardag. „Þetta var fjórða prófið mitt í vik- unni. Hvert um sig tók fjóra klukk- utíma, þannig að ég er búinn að sitja í 16 klukkutíma í prófum í vikunni," sagði Sigfús Orri í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn. „Ég vaknaði klukkan átta í morgun til að lesa, fór af stað um ellefu leytið og prófið byijaði klukkan hálf eitt. Það var búið hálf fimm, þá stökk ég beint út í bíl þar sem dótið mitt var tilbúið, brun- aði hingað upp eftir og kom í klefann tíu mínútum fyrir leik.“ Hann sagði skrý- tið hafa verið að koma inn í klefann á því augnabliki, stutt var í leikinn „og allir komnir í bijálað skap. Ég hef aldrei séð nokkuð þessu líkt áður; þetta var mjög skrýtið,“ sagði hann, óvanur öðru en vera sjálfur búinn áð æsa sig upp með félögunum á þessum tíma. Sigfús Orri sagði erfitt að koma inn í leikinn, eins og hann gerði. „Ég var búinn að sitja lengi og fannst ég- vera frekar „passífur" í leiknum. Ég reyndi ekki mikið sjálfur; aðallega að róa strák- ana niður þegar hraðinn var orðinn of mikilj að mér fannst." MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1989 B 5 KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILD „Stúlkumar í sjöunda himni“ - sagði Torfi Magnússon, þjálfari. Liðið í 4. sæti í Lúxemborg og fékk prúðmennskuverðlaunin Morgunblaðið/Elnar Falur Patrick Releford var lang atkvædamestur í Njarðvík á sunnudaginn; skor- aði 32 stig. Hér er hann með knöttinn én tij varnar er Bo Heiden. ar skoruðu einungis 5 stig á fyrstu sex mínútunum, skoruðu þeir 13 og breyttu stöðunni úr 50-39 í 55-52 fyrir UMFG og skömmu seinna niður í eitt stig 59-58 fyrir UMFG. Grindvíkingar tóku þá góð- an sprett og breyttu stöðunni í 68-59. Reynismenn skoruðu síðan tvær körfur en Grindvíkingar voru sterkari á lokasprettinum og unnu með 80 stigum gegn 73. Sigurþór Þórarinsson skoraði reyndar glæsi- lega þriggja stiga körfu því sem næst frá miðju sem var dæmd, að því er virtist ranglega af þar sem dómarar töldu að leikurinn hefði verið flautaður af fyrir skot. „Ég skoða ekki stöðu UMFG í riðlinum, heldur tek ég hvern leik fyrir í einu,“ sagði Denis Matika, þjálfari Grindvíkinga, að leik lokn- um. „Það sem háir liðinu mest er að geta ekki haldið stöðuglejka. Eftir mjög góðan leik gegn ÍBK spilum við frekar illa í kvöld. Við erum ekki nógu sannfærandi gegn liðum sem eru neðar okkur á töfl- unni.“ - Ron Davis og Guðmundur Braga- son voru bestir hjá Grindavík en Marel Guðlaugsson kom skammt á eftir. David Grisson var sem fyrr burðarásinn í liði Reynismanna en lærisveinar hans sýndu að hann er að vinna gott starf með þá. ■ Leikirnir í tölum/B 6. ■ Staðan/B 6. Haukar léku við hvern sinn fingur Ágúst Ásgeirsson skrífar HAUKAR áttu nokkuð góðan leik er þeir lögðu Þórsara á heimavelli sínum í Hafnarfirði í fyrradag með 102 stigum gegn 77. Létu þeir fjarveru Ivars Websters ekki hafa áhrif á sig, en hann mætti ekki á síðustu æfingu fyrir leik og var þvíekki fliðinu. Annars voru Akureyringarnir sprækir framan af og höfðu forystu fyrstu 10 mínúturnar. Þá léku þeir vel saman og notuðu breidd vallarins til þess að splundra vörn Haukanna sem tókst býsna oft Einbeiting Þórs- ara dvínaði er á leikinn leið og Haukar fundu svar við leik þeirra. Með Pálmar Sigurðs, Jonathan Bow og ívar Ásgríms í fararbroddi náðu þeir afgerandi forystu síðustu mínútur fyrri hálfleiks og munurinn 16 stig í hálfleik, 53-37. Þórsurum tókst tvisvar í seinni hálfleik að minnka verulega mun- inn, í 60-52 og síðar 69-62 er 11 mínútur voru eftir. Forystu Hauka var þó aldrei raunverulega ógnað því þeir léku á als oddi er á leikinn leið og unnu verðskuldaðan sigur. Jonathan Bow hjá Haukum og Dan Kennard, Þór, voru atkvæða- miklir og léku báðir vel. Kennard var orðinn þreyttur er á leið enda enginn til að hvíla hann. Skoraði hann þó 34 stig miðað við 32 stig Bows. Leikur beggja liða bauð upp á talsverða skemmtun, var nokkuð hratt leikinn og opinn. Stig beggja liða hefðu getað orðið mun meiri ef hittni hefði á köflum verið örlítið betri. Breiddin var meiri hjá Hauk- um og góð leikstjórnun Pálmars reið baggamun þar sem hann lék félaga sína mjög vel upp og mataði þá á góðum sendingum. Slakt í Njarðvík Njarðvíkingar sigruðu Tindastól frá Sauðárkróki með 16 stiga mun, 96:80 í Njarðvík á sunnudag- inn eftir að jafnt hafði verið í hálf- leik 42:42. Bæði lið- Björn in léku illa, en Blöndal Njarðvíkingar áttu ágæta spretti í síðari hálfleik sem skrifar tryggðu þeim sigur að þessu sinni. Norðanmenn byijuðu betur og þeir réðu ferðinni lengstum framan af, en í upphafi síðari hálfleiks náðu Njarðvíkingat' 10 stiga forskoti, 64:54 sem setti andstæðinga þeirra út af laginu og eftir það var sigur þeirra ávallt innan seilingar. Njarðvíkingar mættu með 9 leik- menn að þessu sinni, ísak Tómas- son og Ástþór Ingason eru meiddir og aftur var kallað á Helga Rafns- son sem lítið hefur æft körfuknatt- leik að undanförnu. Lítið skipulag var á leik liðsins, hraðaupphlaup sáust varla og einstaklingsframtak- ið réði hjá flestum. Leikmenn Tindastóls voru heldur ekki í essinu sínu og munaði þar mestu um að Valur Ingimundar.son var ekki svip- ur hjá sjón miðað við fyrri leiki. ÍR degi of snemma í jólafrí Valsmenn gerðu út um leikinn gegn ÍR-ingum þegar á fyrstu mínútunum — skoruðu 22 stig gegn sex á 10 mínútum. Mestur var munurinn 21 stig, en hittni ÍR-inga var hræðileg til að byija með. Þeim tókst- samt aðeins að minnka muninn, en segja má að þeir hafi farið degi of snemma í jólafrí. Annars er liðið óútreiknan- legt — á ágætis leik, en er óþekkjan- legt í næstu viðureign. Lee náði sér vel á strik í seinni hálfleik og Björn Steffensen átti ágætan dag. Jóhannes skoraði að .vísu 14 stig, en guð má vita í hvað mörgum tilraunum. Hjá Val voru Chris, Einar, Ragn- ar og Svali sterkir lengst af, en annars léku allir þokkalega og þurftu ekki að sýna snilldartakta til að vinna stórsigur. Grindvíkingar í basli með bar- áttuglaða Reynismenn Eftir ágætlega spilaðan fyrri hálfleik hjá Grindvíkingum áttu flestir von á því að eftirleikurinn yrði auðveldur í seinni hálfleik fyrir þá. Sennilega of Frímann auðveldur því Reyn- Ólafsson ismenn mættu skrifar grimmir eftir hlé og meðan Grindvíking- Skúli Unnar Sveinsson skrifar KORFUKNATTLEIKUR / KVENNALANDSLIÐIÐ Stúlkurnar eru í sjöunda himni og hafa ærna ástæðu til. Ágúst Líndal hefur unnið gott starf, sem þjálfari þessa liðs, stelpurnar hafa sýnt mikiar framfarir, lært mikið og staðið í mun sterkari liðum. Þær töpuðu með 49 stiga mun gegn liði Lúxemborgar á Smáþjóðaleikunum, en nú, hálfu ári síðar, var munurinn aðeins 21 stig, 73:52, í keppni um þriðja sæti mótsins. Þetta er á réttri leið,“ sagði Torfi Magnússon við Morgunblaðið eftir mótið í Lúxem- borg um helgina. Torfi stjórnaði stúlkunum í átta þjóða^ keppninni, hljóp í skarðið fyrir Ágúst, sem átti ekki heimangengt. ísland lék gegn írlandi í undanúr- slitum á laugardag og tapaði 74:55 eftir að hafa verið átta-stigum und- ir í hálfleik, 39:31. „Við áttum al- veg eins von á stóru tapi, en annað kom á daginn — stelpurnar héngu í þeim írsku og sýndu ágætan leik, en áttu slæman kafla í seinni hálf- leik. Þá skoruðu írsku stúlkurnar 16 stig í röð og gerðu út-um leik- inn,“ sagði Torfi. Stigin: Anna María Sveinsdóttir 14, Linda Stefánsdóttir 9, Lilja Björnsdóttir 8, Vanda Sigurgeirs- dóttii' 7, Vigdís Þórisdóttir 6, Björg Hafsteinsdóttir 4, María Jóhannes- dóttir 3, Herdís Gunnlaugsdóttir 2, Sólveig Pálsdóttir 2. Önnur úrslit á laugardag urðu þau að Wales vann Gíbraltar 96:40; Kýpur vann Möltu 52:46, og Lúx- emborg, sem tapaði 72:58 fyt'ir It'- landi á föstudagskvöld, tapaði fyrir Austurríki 64:52. „Tvö þreytt lið“ „Það voru tvö þreytt lið, sem léku um þriðja sætið," sagði Torfi um leik íslands og Lúxemborgar. „Leikurinn var jafn og í hléi hélt ég að við gætum sigrað, en eins og gegn írlandi, kom slæmur kafli um miðjan seinni hálfleik. Stelpurn- ar léku þá meira af vilja en mætti, en töpuðu með sæmd.“ í hálfleik var staðan 32:27 fyrir Lúxemborg, sem vann 73:52. Stig íslands: Anna María Sveinsdóttir 12, Björg Hafsteinsdóttir 11, Lilja Björnsdóttir 10, Herdís Gunnlaugs- dóttir 8, Linda Stefánsdóttir 5, Vanda Sigurgeirsdóttir 3, María Jóliannesdóttir 2 og Sólveig PálS- dóttir 1. Austurríki vann írland 72:58 í úrslitum mótsins, Wales vann Kýp- ur 86:50 í keppni um 5. sætið og Malta hafnaði í sjöunda sæti - vann Gíbraltar 50:49 eftir fram- lengdan leik. Prúðmennskuverðlaunin I hófi að mótinu loknu fór fram afhending verðlauna og hlaut íslenska liðið prúðmennskuverð- launin. „Það var ánægjulegur endir og bikarinn fór örugglega á réttan stað. Stúlkurnar gáfu sig alveg í þetta verkefni, liðsandinn var til fyrirmyndar og samvinnan góð,“ sagði Torfi. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.