Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 2
M0R<;r\’13LADID /MÓl lflflJfjÐ5t5^^1^'í>ÉáÉ!rtBER lV<s;. P, 2 KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAR FÉLAGSLIÐA KNATTSPYRNA / ENGLAND Tileinkum Gullit sigurinn ítalska liðið AC Mílanó tryggði sér þriðja titilinn á árinu AC Mílanó er besta félagslið heims. í vor sigraði liðið í Evrópukeppni meistaraliða, fyrir skömmu varð það meistari meistar- anna eftir að hafa lagt Evrópubik- armeistara Barcelona að velli og á sunnudag tryggði ítalska liðið sér heimsmeistaratitil félagsliða með 1:0 sigri gegn Atletico Nacional frá Kólumbíu. Alberigo Evani, sem kom inná sem varamaður, gerði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu rétt við vítateiginn, er þrjár mínútur voru til leiksloka eftir framleng- ingu. „Ég sá glufu og bað um að fá að taka aukaspyrnuna," sagði Evani, en Roberto Donadoni átti að framkvæma hana. Þetta var eitt af fáum hreinum markskotum í leiknum, sem einkenndist af örugg- um varnarleik beggja liða. „Við tileinkum Ruud Gullit þenn- an sigur,“ sagði Arrigo Sacci, þjálf- ari AC Mílanó, en Hollendingurinn, sem á við þrálát meiðsli að stríða, hefur átt stóran þátt í velgengni liðsins. Leikurinn fór fram í Tókýó í Jap- an að viðstöddum 62.000 áhorfend- um. Þeir hrifust mest að markverði Nacional, er hann óð upp nær fram að miðju með knöttinn og sýndi knatttækni sína á leiðinni. fném FOLK ■ GUÐNJ Bergsson fór með Tottenham til Manchester, en var 14. maður og því hvorki í byijunar- liði eða á bekknum. IBBIBBI ■ ALAN Smith Frá tognaði á nára og Bob verður ekki með Hennessy Arsenai í kvöld, er 1 ngan 1 liðið mætir GÍas- gow Rangers í meistarakeppni Englands og Skotlands. Stefnt er að því að sýna leikinn beint á breið- tjaldi, sem sett verður upp á High- bury, heimavelli Arsenal. ■ LUTON hefur ekki unnið á útivelli í eitt ár og ekki náð að sigra á Highbury í þijá áratugi. ■ ARSENAL hefur nú leikið 10 leiki heima í röð án taps. ■ CHELSEA hefur fengið 14 mörk á sig í síðustu þremúr leikjum. ■ MILLWALL lék 10 leiki í röð án taps, en sigraði svo Aston Villa, sem hafði sigrað í átta af síðustu 10 leikjum og gert eitt jafntefli. ■ NORWICH hefur ekki tapað heima á tímabilinu. ■ SAMMY Lee verður hjá Stoke þessa viku til reynslu með hugsan- legan samning í huga. ■ CELTIC hafnaði í gær tilboði Newcastle í Roy Aitken. New- castle bauð 375.000 pund í fyrirlið- ann. ■ JUSTIN Fashanu gerir ekki samning við West Ham. Hann hef- ur verið hjá liðinu í mánuð, en átt við meiðsli að stríða lengst af og féiagið ekki tilbúið að gera við hann samning. ■ BOBBYRobson, landsliðsþjálf- ari Englands, sagði fyrir helgina að Bryan Robson væri leikmaður áratugarins hjá enska landsliðinu. „Enginn hefur komist með tærnar, þar sem hann hefur haft hælana, og enginn getur komið í staðinn fyrir hann. Það er enginn annar Bryan Robson,“ sagði þjálfarinn. ■ ROBSON hefur beðið fram- kvæmdastjóra um að hliðra til, svo hann geti kallað enska landsliðs- hópinn saman 22.-23. janúar. Þá vill hann fá leikmennina í þrekpróf, leggja línuna um mataræði og hvernig þeir eigi að aðlagast sem best loftslaginu á Sardiníu, þar sem England leikur í riðlakeppni HM. ■ MIDDLESBROUGH hefur ákveðið að leggja niður öll stæði á heimavelli sínum og bjóða þess í stað eingöngu upp á miða í sæti. Ayresome Park tekur nú 30.000 áhorfendur, en ólæti brutust út, er heimamenn fengu Leeds í heim- sókn á dögunum og þurfti að flytja 19 aðkomumenn á sjúkrahús. ■ ÍIILAND og Wales leika vin- áttulandsleik í knattspyrnu í Dublin 28. mars. Wales lék þar síðast í mars 1986 og gerði Ian Rush eina mark leiksins og sigurmark gest- anna. Það var fyrsti leikur írlands undir stjóm Jack Charltons. Anderlecht hélt fengnum hlut ið daufur á allan hátt. „Menn eru orðnir þreyttir og því er þetta langþráða frí mjög kærkomið,“ sagði hann við Morgunblaðið eftir leikinn. Mechelen gerði jafntefli og því fara Anderlecht og Brúgge í jól- afrí á toppnum. Anderlecht á reyndar að leika fyrri leikinn við 2. deildar liðið Lommel í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar á morg- un, en deildin hefst á ný 21. jan- úar. Leikur Anderlecht og FC Lieg- es um helgina var ekkert augnayndi og í fyrsta sinn á tíma- bilinu léku gestirnir upp á að haldá fengnum hlut, eftir að Dan- inn Andersen hafði komið þeim yfir á 40. mínútu, og það tókst. Arnór Guðjohnsen sagðist að- spurður vera ánægður með stigin tvö, en leikurinn hefði annars ver- Frá Bjarna Markússyni iBelgiu Alan Smith gerði fyrsta mark Arsenal, en fór síðan meiddur af velli. Reuter Leikmenn AC Mílanó fagna sigurmarkinu í úrslitaleiknum gegn Atletico Nacional í Japan. „Besta markið, sem ég hef gert“ - sagði Gary Lineker um sigurmark Spurs LIVERPOOL sýndi enn einn stórleikinn um helgina, er liðið sótti Chelsea heim, og féllu viðureignir annarra liða í skuggann. „Þetta lið hefur allt og án gríns þá ætti Liverpool mikla möguleika á að sigra í Heimsmeistarakeppninni, fengi liðið að taka þátt,“ sagði Bobby Campbell, stjóri Chelsea, eftir 5:2 tap. Kenny Dalglish faðmaði Camp- bell að sér eftir leikinn — og enginn hjá Chelsea komst eins ná- lægt launamanni hjá Liverpool á Stamford Bridge. „Þeir hreinlega gengu frá okkur — tóku okkur í kennslustund," sagði Dave Beasant, markvörður Chelsea. Dalglish tók í sama streng. „Við lékum vel, en það hjálpaði að gera tvö mörk á fyrstu fimm mínút- unum. Við höfum ekki leikið illa á tímabilinu og lögðum hart að okkur til að ná þessum sigri.“ Arsenal vann Luton 3:2 og hélt efsta sætinu. Flestir áttu von á stór- sigri, en heimamenn stóðu tæpt undir lokin. „Ég varð fyrir von- Frá Bob Hennessy íEnglandi brigðum með frammistöðu. minna manna og hefði kosið að sigra með meiri glæsibrag, en varnarleikur beggja liða var ömurlegur," sagði George Graham, stjóri Englands- meistaranna. Sigurður Jónsson kom inná hjá Arsenal, er tvær mínútur voru til leiksloka. Tottenham sótti Manchester Un- ited heim og fór frá Old Trafford með þrjú stig í farteskinu eftir 1:0 sigur. „Ég held að þetta sé besta mark, sem ég hef gert,“ sagði Gary Lineker um sigurmark sitt. „Ef það á fyrir þér að liggja að tapa, er eins gott að svona mark ráði úrslit- um,“ sagði Alex Ferguson, stjóri Manchester United. „Mínir menn börðust, en höfðu ekki erindi sem erfiði,“ bætti hann við. Lánið lék ekki við heimamenn; þeir fóru illa með færin og því fór sem fór. Millwall stöðvaði Aston Villa og vann 2:0. „Lið mitt stendur og fell- ur með Hurlock og Briley og þeir gerðu gæfumuninn," sagði John Docherty, stjóri Millwall, en þeir félagar voru nú báðir með í fyrsta sinn í síðustu 10 leikjum. Urslit/B6 Staðan/B6 KNATTSPYRNA / V-ÞYSKALAND Ásgeir skoraði Asgeir Sigurvinsson innsiglaði 3:0 sigur Stuttgart gegn HSV á laugar- dag í síðustu umferð fyrir jól, en deildin hefst á ný 24. febrúar. Ásgeir tók vítaspyrnu, markvörðurinn varði, en hélt ekki boltanum — Ásgeir fylgdi vel á eftir og skoraði auðveldlega. Bayern Munchen var heppið að fá ekki á sig fjögur eða fimm mörk á fyrstu mínútunum gegn Karlsruhe, en leik- menn efsta liðsins tóku sig saman í andlitinu og unnu örugglega, 4:1. Wohlfarth skoraði þrennu og er markahæst- ur í deildinni með 11 mörk eins og Stefan Kuntz hjá Kais- 'áJóni alldórí arðarssyni /-Þýskalandi KNATTSPYRNA / BELGIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.