Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 2
2‘ É' MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR sUNNUDAGUR 7: JANÚAR 1990' Af hverjn húsbréf? Nú er fjöldi fólks sem spyr sjálft sig þessarar spurningar og ekki að ástæðulausu. Saman- burður á þessum tveimur val- kostum hefur hlotið alltof Iitla umfjöllun og fræðslu frá hendi þeirra sem skuldbundið hafa sig til að veita hana. Lítum fyrst á eðli fasteignavið- skiptanna, hvernig þau breytast með tiikomu húsbréfa. Fram til 15. maí 1990 hafa einungis þeir sem eru í viðskiptum með notað- ar íbúðir rétt á að notfæra sér húsbréfakerfið. Istað 75% vaxtalausrar greiðslu á einu ári sem kölluð er útborgun og afborgunar á fjórum árum er nú möguleiki á að greiða 65% með húsbréfum eða fasteignaveðbréfi ■■Ham sem skipt er út fyrir húsbréf og hin eiginlega út- borgun 35% sem greidd yrði á einu ári svipað og 75% útborgunin sam- kvæmt gamla kerfinu. Með þessu nýja fyrirkomulagi fá seljendur eignanna töluvert hærra núvirði fyrir sínar eignir en þeir hefðu fengið með óbreyttu fyr- irkomulagi. Þetta er skýrt með eft- irfarandi dæmi. eftír Agnar Koefoed Hansen llúslriúiin SAMKVÆMT nýjum þjóðminja- lögum, sem gengu í gildi um ára- mótin, skulu öll hús, sem reist eru fyrir 1850, vera friðuð svo og allar kirkjur reistar fyrir 1918. Tilgang- urinn er sá, að tryggja verðveizlu elztu húsa landsins. Þá er og eig- endum húsá, sem reist eru fyrir 1900, gert skylt að tilkynna með góðum fyrirvara, ef þeir hyggjast breyta húsi sínu, flytja það eða rífa. Dæmi: Seld er eign á 10,0 m.kr. þar sem engin lán eru áhvílandi. Kaupandi greiðir með^veðskuldabréfi að upp- hæð 6,5 m.kr. sem seljandi skiptir út fyrir húsbréf sem seld eru á verð- bréfamarkaðnum á genginu 0,9324 og fær þannig staðgreitt að núvirði 6.060.441,- kr. Afganginn fær hann greiddan með jöfnum óverð- tryggðum og vaxtalausum greiðsl- um annan hvern mánuð í eitt ár, merkt útborgun I, en 1.500.000,- kr. við undirskrift. Sölulaun eru greidd við sölu á húsbréfinu, 0,5% af núvirði. Með eldra fyrirkomulagi væri sama eign seld með 6,5 m.kr. út- borgun sem greiðist með 1,0 m.kr. annan hvern mánuð, merkt út- borgun II, og við undírskrift væri greitt 1,5 m.kr. Afgangurinn yrði greiddur með fjögurra ára skulda- bréfi, merkt skuldabréf II, sem yrði óverðtryggt með meðalvöxtum samkvæmt útreikningi Seðlabanka íslands. Þau bréf taka hins vegar ekki afföll fyrr en ávöxtunarkrafan er hærri en 30%. Til þess að geta gert raunhæfan samanburð á þessum tveimur greiðslum þarf að meta greiðslurnar til núvirðis. Núvirðið segir okkur hversu mikils virði greiðslumar eru miðað við þá vaxtakröfu sem við gerum. Hér á eftir eru greiðslurnar bornar saman miðað við sex mis- munandi vaxtakröfur, 20%, 25%, 30%, 35%, 40% og 45% sem gefur samsvarandi raunávöxtunarkröfu, 0%, 4,2%, 8,3%, 12,5%, 16,7% og 20,8% ef verðbólgan er 20% á árs- grundvelli. Höfimdur er deildarstjóri verð- bréfadeildar Kaupþings. Núvirði miðað við mismunandi ávöxtunarkröfu: Vaxtakrafa --> 20% 25% 30% Vaxtakrafa við sölu 6,6%. Húsbréf 6.060.441 6.060.441 6.060.441 Sölulaun 0,5% 30.302 30.302 30.302 Staðgreitt 1.500.000 1.500.000 1.500.000 Útborgun 1. 1.800.635 1.759.441 1.720.970 Núvirði I 9.330.774 9.289.580 9.251.109 Hefðbundið fyrirkomulag við fasteignakaup: Vaxtakrafa —> 20% 25% 30% Útborgun II 5.401.904 5.278.324 5.162.910 Skuldabréf II 2.500.000 2.500.000 2.500.000 Staðgreitt 1.500.000 1.500.000 1.500.000 Núvirði II 9.401.904 9.278.324 9.162.910 Mismunur þessara núvirðisgreiðslna er húsbréfakerfinu í hag þegar náð er 25% ávöxtunarkröfu. Núvirði I-II -71.130 11.256 84.458 Lítum nú á hvað gerist með enn hærri ávöxtunarkröfu sem er frekar í samræmi við hinn almenna verðbréfamarkað í dag. Húsbréfafyrirkomulag: Núvirði miðað við mismunandi ávöxtunarkröfu: Vaxtakrafa —> 20% 25% 30% Vaxtakrafa við sölu 6,6%. Húsbréf 5.986.500 5.986.500 5.986.500 Sölulaun 0,5% -29.933 -29.933 -29.933 Staðgreitt 1.500.000 1.500.000 1.500.000 Útborgun I. 1.684.887 1.651.020 1.619.315 Núvirði I 9.141.454 9.107.587 9.075.882 Hefðbundið fyrirkomulag við fasteignakaup: Vaxtakrafa —> 35% 40% 45% Útborgun II Skuldabréf 11 Staðgreitt 5.054.829 2.378.386 1.500.000 4.953.358 2.217.711 1.500.000 4.857.870 2.075.576 1.500.000 Núvirði II 8.933.215 8.671.069 8.433.446 Mismunur þessara núvirðisgreiðslna er vaxandi eftir hakkandi ávöxtunarkröfu. húsbréfakerfinu í hag og Núvirði I-II 208.239 436.518 642.436 Smiðjan PeiiNlar. iTillur, málxilng Fácin góð ráó LESANDI góður, kannast þú við óþægilega tilfinningu þegar þú ætl- ar nú að vera reglulega duglegur og mála eitt herbergi heima hjá þér, dregur fram málningaráhöld, pensla, rúllu og bakka, en finnur að penslarnir eru harðir og rúllan hefur líka verið illa þvegin, þegar gengið var frá henni síðast eftir notkun. ú verður hálf aulalegur þar sem þú stendur með áhöldin, sem þú hélst að þú hefðir þvegið svo vel. Hver hefur eiginlega notað þau eftir að þú gekkst frá þeim? ■ Með hvaða efn- um er hægt að þvo penslana nógu vel? Þegar notuð er vatnsmálning er best að nota yl- volgt vatn og sápu. Gæta verður að því að draga ekki of lengi að þvo áhöldin, málningin þornar fljótt. Ef maður vill forða ofþornun í áhöldum meðan hvílst er eða borð- að, er gott ráð að setja áhöldin í plastpoka og loka honum, svo að loft leiki ekki um þau á meðan. Við þurfum að undirbúa málning- arvinnuna: 1. Flytja húsgögn frá veggjum og taka niður myndir. 2. Hreinsa burt lausa málningu og veggfóður ef þörf krefur. 3. Spartla yfir sprungur og aðrar ójöfnur. 4. Ef ætlunin er að mála yfir pappír, veggfóður eða striga, þá er best að bera lím yfir allan flötinn fyrst. Það má vera útþynnt trélím eða veggfóðurlím. Leiðbeiningar um þetta eru yfir- leitt prentaðar á dósirnar og sama er að segja um grunnmeðferð nýrra veggja. Þegar búið er að velja liti og kaupa málningu er hægt að hefjast handa og byrja þá á að mála loftið. Nauðsynlegt er að breiða blöð eða plastdúk á gólfið og taka niður lampa, eða a.m.k. að losa lampafæt- ur þannig að mála megi á bak við þá. Ef rúllan er nýþvegin þegar mál- að er yfir loftið, getur verið mjög óþægilegt að mála með henni upp fyrir sig. Það er af því að allmikið vatn situr í rúllunni eftir þvottinn og veldur það miklum leka bæði niður handfangið og á gólfið. Til að mála út í hom og kverkar verður auðvitað að nota pensil t.d. flatan pensil 2 til 2 ’/■<“ breiðan. Eftir þvott á rúllu eða pensli er nauðsynlegt að vera óspar á skol- vatn til að skola vel úr niðurfallsrör- inu líka. Vatn sígur best úr rúllunni ef hólkurinn hefur verið tekinn af henni og reistur upp á endann þar, sem vatnið getur runnið frá honum. Pensilinn er best að hengja upp á skaftinu eft.ir þvottinn, þá geta hárin verið bein og hann heldur góðri og jafnri lögun. Málningarlímband er nauðsyn- legt að eiga. Það kemur sér vel þegar málað er t.d. meðfram dyra- karmi, gólflistum eða gluggum og annars staðar þar sem litaskipti eiga að vera. Þegar sami liturinn er notaður á veggi og loft er hægt að halda rak- leitt áfram við að mála veggina þegar lokið hefur verið við að mála loftið, Sé hinsvegar verulegur lita- munur og þú treystir þér ekki til að strika með pensli þar sem ioft- og veggmálning kemur saman en ætlar þér þess í stað að nota límband til að marka skil litanna, þá er rétt að láta loftmálninguna þorna í tvær stundir áður en límbandið er sett upp. Olíumálning — akrýlmálning Ef við ætlum að mála hurðir, dyrakarma, glugga eða aðra tré- hluti svo sem húsgögn ýmiss kon- ar, ræð ég eindregið til þess að nota olíumálningu. Olíumálning á best við efniviðinn. Sé um að ræða hráan, þ.e. omálaðan við, þá er rétt að þynna hæfilegan hluta af máln- ingunni fyrir fyrstu umferð. Olíu- málning þynnist með svolítilli hreinsaðri terpentínu. Venjulega þarf að spartla yfir grunnmálning- una, þ.e. þegar hún er þurr orðin. Þegar spartlið hefur þornað vel er pússað yfir með fínum sandpappír. Sé flöturinn ekki nógu sléttur eftir eina spartlumferð þarf að mála yfír spartlið og spartla og pússa á nýjan leik, þegar málningin er þurr. Best- ur árangur næst ef málað er tvisv- ar yfir seinni spartlumferð og síðan málað yfir með lakkmálningu síðast. Ef við ætlum að mála yfir hús- muni sem hafa verið olíubornir, þá er þörf á að pússa olíuna dálítið yfir áður en grunnmálað er. Hreinsum áhöldin Að lokinni notkun, megu... ekki gleyma að þvo áhöldin vel, hvort sem um er að ræða pensla, rúllur, bakka eða önnur áhöld. Þessi áhöld eru dýr og auk þess eru hrein- ir notaðir penslar t.d. betri til notk- unar við oliumaiun neiuur en nýir ónotaðir penslar. Penslar sem notaðir hafa verið í olíumálningu verður að þvo úr terp- entínu fyrst og síðan með góðri sápu svo sem grænsápu eða sól- skinssápu og vatni á eftir. Gangi ykkur vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.