Morgunblaðið - 23.01.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.01.1990, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR ÞRŒXJUDAGUR 23. JANÚAR 1990 B 5 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞREÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1990 HANDKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ II HANDKNATTLEIKUR / 1. PEILD KVENNA FH-stúlkur á mikilli siglingu Morgunblaðið/Einar Falur Kristín Pétursdóttir, FH, svífur hér inn af línunni og skorar örugglega eftir góða línusendingu frá Berglindi Hreins- dóttur, en þær tvær áttu góðan leik þegar FH sigraði Víking á laugardag. FH vann 17:14 og liðin eru nú jöfn í þriðja sæti deildarinnar. FH sigraði Víking á laugardag 17:14 og er iiðið greinilega á uppleið eftir að hafa byrjað ís- landsmótið illa. Stjarnan átti ekki í erfiðleikum með Hauk- ana, sigraði 29:19, og Vals- stúlkur báru sigurorð af Gróttu á heimavelli, 21:18. Víkingar byrjuðu af miklum krafti gegn FH. Liðið lék sterka vörn sem ráðleysislegur sóknarleikur FH mátti sín lítils ^■■■■1 gegn. Víkingar náðu Katrín því snemma góðu Friöriksen forskoti, en eftir að skrifar FH-stúlkur náðu að jafna undir lok fyrri hálfleiks snerist dæmið við og þær voru yfir í leikhléi 8:10. Síðari hálf- leikur var jafn en FH var sterkari á endasprettinum líkt og í þeim fyrri og uppskar sigur 14:17. Heiða Erlingsdóttir og Svava Baldvinsdóttir voru bestar í liði Víkings, sérstaklega nýtti Heiða færin sín vel í hægra horninu. Aðr- ar Víkingsstúlkur voru frekar dauf- ar. Hjá FH voru Kristín Péturs- dóttir og Berglind Hreinsdóttir mjög góðar, börðust vel bæði í vörn og sókn. Þá var Rut Baldursdóttir sterk. Barátta í Valsheimilinu Fyrri hálfleikur í leik Vals og Gróttu var í járnum. Bæði lið lögðu mikla áherslu á varnarleikinn, lítið var skorað en staðan í leikhléi var 7:7. í síðari hálfleik náðu Valsstúlk- ur sér á strik Valsstúlkur og voru komnar með sex marka forskot um miðjan hálfleikinn. Gróttustúlkur brugðu á það ráð að taka tvö útispil- ara Vals úr umferð, en allt kom fyrir ekki. Undir lok leikins náði Grótta að laga stöðuna aðeins, en öruggur Valssigur var í höfn, 21:18. Sigur Vals var sigur liðsheildar- innar, og flestar áttu ágætan leik. Skytturnar áttu þó erfitt uppdráttar yegna þess hve framarlega Grótta spilaði vörnina, en horna og línu- spil naut sín þess betur. Sóknarleikur Gróttu var frekar einhæfur og líkt og hjá Val voru skytturnar atkvæðalitlar. Liðið skoraði mikið úr hraðaupphlaupum sem voru mörg hver vel útfærð. Systurnar Brynhildur og Elísabet Þorgeirsdætur voru atkvæðamiklar og áttu báðar góðan leik. Öruggt hjá Stjörnunni Stjarnan hafði mikla yfirburði gegn Haukum í fyrri hálfleik og hafði níu marka forystu í leikhléi 4:13. Haukar mættu ákveðnir til leiks eftir hlé, en þrátt fyrir jafnan síðari hálfleik, var forskot Stjörn- unnar í þeim fyrri of mikið fyrir Haukana. Leiknum lauk því með öruggum sigri Stjörnunnar, sem enn fylgir Fram eftir sem skugg- inn, á toppi deildarinnar. Haukalið- ið er hins vegar enn án stiga, en hefur sótt sig mjög siðustu leiki. ■ Úrslit/ B 6 ímém FOLK ■ GUÐMUNDUR Guðmunds- son, línumaður KA-manna, fiskaði sjö vítaköst í leiknum gegn FH. Hann skoraði hins vegar ekkert mark sjálfur. KA fékk alls átta víta- köst og misnotaði fjögur þeirra, þar af varði Bergsveinn Bergsveins- son tvö. ■ FH og Haukar hafa löngum eldað grátt silfur saman í hand- boltanum. FH-ingar báru höfuðið hátt í Hafnarfirði á laugardaginn því á undan leik FH og KA í 1. deild léku B-lið FH og Haukar í 2. deild. B-lið FH sigraði, 28:26, og þótti það sanna yfirburði FH- inga á handboltasviðinu. Kvennalið Hauka í 1. deild mátti einnig þola tap, 29:19 fyrir Stjörnunni úr Garðabæ. FH-ingar fullkomnuðu þrennuna á laugardaginn er kvennalið félagsins sigraði Víking, 17:14, í 1. deild kvenna. HANDKNATTLEIKUR / SPÁNN Teka og Granollers fylgja Barcelona fasl eftir KRISTJÁN Arason var marka- hæstur í liði Teka með fjögur mörk er lið hans sigraði Lag- isa, 22:14, í spænsku 1. deild- inni í handknattleik um helg- ina. Geir Sveinsson gerði tvö mörk fyrir Granollers í 31:27 sigri á Alicante og Alfreð gerði þrjú mörk er Bidasoa tapaði fyrir Cuenca. Barcelona heldur enn forystu sinni í 1. deild með 28 stig og hefur enn ekki tapað leik. Um helgina sigraði liðið San Antonio á útivelli, 21:23. Barcelona var tveimur mörkum undir, 20:18, þeg- ar tíu mínútur voru eftir, en þá misstu heima- Atli Hiimarsson skrifar frá Spáni menn sinn besta mann, Obucina, útaf og það nýtti Barcelona sér og sigraði. Milan Kalina lék sinn síðasta leik með Barcelona, því Júgóslavinn Portner mun taka stöðu hans. Teka, lið Kristjáns Arason, þurfti ekki mikið að hafa fyrir sigrinum gegn Lagisa á heima- velli sínum, 22:14. Kristján Ara- son átti góðan leik og var marka- hæstur í liði sínu með 4 mörk. Cuenca sigraði Bidasoa, 25:24, í jöfnum og spennandi leik. Cuen- ca var yfir nær allan tímann, en Alfreð og félagar náðu að jafna 22:22, en heimamenn voru sterk- ari á endasprettinum. Daninn, Kim Jacobsen, var í miklu stuði í liði Cuenca, skoraði 12 mörk og er nú markahæstur í deildinni með 115 mörk. Bogdan Wenta og Romero skoniðu 6 mörk fyrir Bidasoa og Alfreð gerði 3 mörk. Granollers átti í miklu basli með Alicante á heimavelli en sigr- aði þó, 31:27. Leikur Granollers var frekar slakur og þá sérstak- lega varnarleikurinn sem hefur verið aðall liðsins. Masip var markahæstur í liði heimamanna með 7 mörk. Geir Sveinsson gerði tvö. Norðmaðurinn, Rannekleiv, var markahæstur í liði gestanna með 7 mörk. Önnur úrslit: Michelin — Malga.................21:20 Valencia — Pontevedra............30:22 Palaútordera — Cúja Madrid.......15:23 Arrate — Atletico Madrid.........15:30 Staðan: Barcelona 28, Granollers og Teka 25, Atletico Madrid 24, Bidasoa og Valen- cia 20, Caja Madrid 18, Arrate 15, Cuen- ca og Michelin 11, San Antonio 10. „Að fá á sig sautján mörk í einum hálf- leik gengur ekki“ - sagði Jakob Sigurðsson, lyrirliði Vals „VIÐ vorum kvíðnir fyrir leikinn, en þetta var slakt hjá okkur í fyrri hálfleik. Það var engin samvinna samvinnan fvörn- inni, menn töluðu ekki saman og það var engin færsla. En við vissum að við gátum betur og sýndum það eftir hlé,“ sagði Jakob Sigurðsson, fyrirliði Vals, við Morgunblaðið eftir níu marka sigur gegn Gróttu, 34:25, en staðan í háifleik var 17:17. Varnarleikur liðanna var ekki til að hrópa húrra fyrir í fyrri hálfleik og sérstaklega voru Valsar- arnir slappir. Menn voru í vörninni, en spiluðu hana ekki, og gestirnir skoruðu nánast að vild. Heimamenn náðu samt þriggja marka forystu um miðjan hálfleik- inn, en héldu ekki út. Leikmenn Gróttu nýttu sér það og tókst að brúa bilið fyrir hlé. Allt annað var að sjá til Vals- manna í seinni hálfleik og þá sýndu Steinþór Guöbjartsson skrifar „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa þetta,“ sagði Kristján Signjundsson, markvörður Víkings, eftir að hafa lokað markinu gegn Stjörnunni. „Bara eins og í gamla daga“ - sagði Kristján Sigmundsson sem lokaði marki Víkings í sigri á Stjörnunni KRISTJÁN Sigmundsson og Birgir Sigurðsson voru menn- irnir á bakvið fyrsta sigur Víkings síðan í 2. umferð er lið- ið fékk Stjörnuna f heimsókn. Birgir gerði 12 mörk og átti frá- bæran leik og Kristján Sig- mundsson lokaði markinu í síðari hálfleik. í fyrri umferðinni sigraði Stjarnan með tíu marka mun en nú sneru Víkingar blað- inu við og sigruðu örugglega, 28:23. Þetta var bara eins og í gamla daga,“ sagði Kristján Sig- mundsson, brosmildur í leikslok. „Þetta var hreint ólýsanlegt og ég ■■■■■■■ hélt ekki að ég ætti Logi B. eftir að upplifa Eiðsson þetta. skrifar Við höfðum trú á liðinu og hver og einn gerði sitt besta. Auk þess held ég að Stjaman hafí eiginiega verið búin að afgreiða þennan leik áður en hann hófst,“ sagði Kristján. Víkingar náðu snemma yfír- höndinni og í leikhléi höfðu tveggja marka forskot, 13:11. Stjarnan komst í fyrsta sinn yfír, 17:18, þeg- ar sextán mínútur vom til leiks- loka, en þá lokaði Kristján markinu og færði félögum sínum dýrmæt hraðaupphlaup. Víkingar juku for- skot sitt smám saman og sigur þeirra var öruggur. Birgir Sigurðsson átti frábæran leik, í vöm sem sókn, gerði 12 mörk og fiskaði þrjú vítaköst. Framgöngu Kristjáns er lýst hér að framan og hann kom liðinu yfir erfiðan hjalla. Karl Þráinsson og Bjarki Sigurðsson náðu vel saman hægra megin og á miðjunni lék Ingimundur Helgason af miklu ör- yggi- Leikmenn Stjörnunnar byrjuðu ágætlega en brotnuðu við mótlætið í síðari hálfleik. Skúli Gunnsteins- son og Hafsteinn Bragason áttu þó góðan leik og Gylfi Birgisson byrj- aði vel en varð útundan í sókninni í síðari hálfleik. Með þessu tapi minnka verulega möguleikar Stjömunnar á meistara- titli en sigurinn er að sama skapi dýrmætur fyrir Víkinga, enda staða þeirra ekki glæsileg. þeir sitt rétta andlit. Vörnin vakn- aði til lífsins, Einar, sem hvfldi sig síðustu mínútur fyrri hálfleiks, fór aftur í markið og nánast lokaði því og þetta gerði útslagið. Grótta átti sér ekki viðreisnar von og gerði aðeins átta mörk í hálfleiknum gegn 17 mörkum Vais. „Ég er ánægður með þennan sig- ur og stöðu okkar í deildinni, en nú höfum við tvo mánuði til að fylla upp í götin og lagfæra það sem er að. Að fá á sig 17 mörk í einum hálfleik gengur ekki og má ekki koma fyrir aftur,“ sagði Jakob. Jóhann Ingi Árnason skrifar tap IR ívetur (BVtókÍR í kennslustund Eyjamenn kafsigldu ÍR-inga í síðari hálfleik í Vest- mannaeyjum á laugardaginn, eftir jafnan fyrri hálfleik. Loka- tölur urðu 26:16 og hefur ÍR ekki tapað svo stórt í vetur. Eyjamenn eru þar með komnir upp fyrir ÍR í deildinni, með 11 stig í fímmta sæti, en ÍR er með 10 stig. ÍR-ingar komu grimmir til leiks og höfðu frumkvæðið lengst af í fyrri hálfleik. ÍBV gerði fyrsta markið en náði ekki að komast aftur yfír fyrr en á síðustu mínútu fyrri hálfleiks, 10:9. í síðari hálfleik var eins og annað ÍBV-lið kæmi inn á völl- inn. Allt gekk upp liðinu og það náði fljótlega fimm marka for- skoti. Þá var eins og allur vind- ur væri úr ÍR-ingum og stóð ekki steinn yfír steini og stærsta tap þeirra í vetur var staðreynd. ÍR-ingar reyndu of mikið að taka Sigurð Gunnarsson úr umferð og við það losnaði um Guðmund Albertsson og Sig- bjöm Óskarsson sem gerðu sam- tals 11 mörk í leiknum. Valdimar Grímsson lék vel fyrir Val gegn Gróttu. Hann skoraði mörg glæsileg mörk úr í fæðingu. Sigtryggur Albertsson, markvörður Gróttu, kemur engum vörnum við. „Höfum tekið stefnuna á titilinn“ - sagði Þorgils Óttar Mathiesen eftir sigurinn á KA MorgunblaÖið/Einar Falur hraðaupphlaupum og er eitt þeirra hér „EG er að sjálfsögðu ánægður með sigurinn, en leikurinn var ekki góð- ur. Það vantaði einbeitingu og engu líkara en að leikmenn hafi vanmetið andstæðinginn,11 sagði Þorgils Ótt- ar Mathiesen, þjálfari og leikmaður FH, eftir 26:21 sigur á KA. „Við höfum nú tekið stefnuna á islands- meistaratitilinn. Staða okkar er óneitanlega góð nú þegar hlé er gert á deildinni f ram yf ir Heims- meistarakeppnina." FH og Valur hafa teklð afgerandi forystu í 1. deild og virðist fátt geta komið í veg fyrir að annað hvort þessara félaga hreppi íslandsmeistaratitilinn. Stjaman er væntanlega úr leik í þeirri baráttu eftir tapið gegn Víking- um og KR tapaði dýr- mætu stigi til HK. FH-ingar áttu í mesta basli með KA- menn í fyrri hálfleik og þá sérstaklega Erling Kristjánsson. Jafnt var nánast á öllum tölum upp í 7:7. Þá var tveimur KA-mönnum vísað af leikvelli samtímis og síðan þriðja leikmanninum skömmu ValurB. Jónatansson skrifar síðar, nánast af ástæðulausu. FH-ingar færðu sér þetta í nyt og náðu fjögurra marka forskoti fyrir leikhlé, 13:9, og það gerði útslagið. KA náði byijaði vel í síðari hálfleik og minnkað bilið í tvö mörk, en FH setti þá í þriðja gír, bmnaði framúr og hafði fimm mörk yfír 20:15 er 15 mín. voru til leiksloka. Eftir það var ekki aftur snúið og KA náði aldrei að ógna forystu FH. Leikurinn var ekki í háum gæða- flokki. Sóknarleikur FH var fálmkenndur á stundum og eins og leikmenn legðu sig ekki fram nema þeir þyrftu þess nauðsynlega. Héðinn og Guðjón voru yfírburðamenn hjá FH. Bergsveinn, sem stóð í markinu í síðari hálfleik, varði vel. KA-menn léku skynsamlega, langar sóknir og reyndu að koma vel út á móti FH í vörninni. Erlingur var bestur, lék vel bæði í vörn og sókn. Sigurpáll var sterkur í vinstra horninu. Guðmundur Guðmundsson fiskaði sjö vítaköst, en það gekk ekki eins vel að nýta þau. ■Sóknarnýting FH í leiknum var 67 prósent, en 55 prósent hjá KA. KR úr leik í toppbaráttunni Morgunblaýið/Einar Falur Þjálfararnir, Þorgils Óttar Mathies- en og Erlingur Kristjánsson, báru saman bækur sínar eftir að dæmt var vítakast á KA. „Eg tók bara svona laust utan um hann,“ gæti Erlingur verið að segja við Þorgils Óttar og er greinilega_ ekki ánægður með víta- kastsdóminn. KR-ingar misstu endanlega af lestinni í toppbaráttunni er þeir náðu aðeins jafntefli gegn neðsta liði deildarinnar, HK, 17:17, í Digranesi á laugardaginn. Leikurinn var af- spyrnu slakur og und- irrituðum er til efs að hafa séð jafn lélegan 1. deildarleik áður. Mikið jafnræði var með liðunum allan tímann og jafnt á flestum tölum. KR-ingar virtust hafa tryggt sér sigurinn 20 sek. fyrir leikslok er Páll Ólafsson skoraði 16:17. HK- Hörður Magnússon skrifar menn drifu sig í sókn og KR-ingar misstu leikmann útaf og aðeins sjö sekúndur eftir. Knötturinn barst í hendur Gunnars Más Gíslasonar, sem skoraði efst í hægra markhomið framhjá Gísla Felix, markverði. Leik- menn HK fögnuðu ákaft en KR-ingar gegnu hnípnir og skömmustulegir af leikvelli. HK-menn verðskulduðu annað stigið fyrir mikla baráttu í vörninni og góða frammistöðu Bjarna Frosta- sonar í markinu. Leikur þeirra átti þó lítið sameiginlegt við handbolta. Lítil ógnun var í sóknunum og stóðu þær yfír í fjórar til fimm mínútur. Reyndar var eina skytta þeirra, Magnús Sigurðsson, í strangri gæslu allan tímann. KR-ingar voru kærulausir og virk- uðu mjög áhugalausir. Sóknin var slök og hreint furðulegt að sjá til einstakra leikmanna í sókninni. Sig- urður Sveinsson stóð þó fyrir sínu og gerði sex falleg mörk úr horninu. Gísli Felix stóð í markinu allan leik- inn og komst vel frá sínu. Þetta var leikur sem KR-ingar vilja gleyma sem fyrst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.