Morgunblaðið - 23.01.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.01.1990, Blaðsíða 2
MMKð 2 B MORGUNBLAÐIÐ , . *rrost< IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1990 John McEnroe fór yfir strikið. McEnroe úr leik Vísað úr keppni fyrir slæma hegðun John McEnroe er úr leik á opna ástralska meistaramótinu í tenn- is eftir mikið uppistand um helgina. McEnroe var vísað úr keppni fyrir slæma hegðun, ósæmilegt orðbragð og að bijóta spaðann sinn. Hann hafði yfirhöndina í leik gegn Svían- um Mikael Pemfors en leikurinn var stöðvaður og Pernfors dæmdur sigur. Ekki voru allir sáttir við þessa ákvörðun og Boris Becker tók upp hanskann fyrir McEnroe. „Það er ekkert grín að hlaupa í fjóra tíma í steikjandi sólinni. Menn geta misst stjóm á sér, enda erum við engin vélmenni," sagði Becker. Margir sögðust þó fagna þessum dómi en McEnroe hefði þó oft verið verri. Aðalleikurinn í 8,-manna úrslitum er viðureign Boris Beckers og Mats Wilanders. Becker hefur fengið erf- iða leiki og í 16-manna úrslitum sigraði hann Miloslav Mecir. í hin- um leikjunum mætast Stefan Ed- berg og David Wheaton, Ivan Lendl og Andrei Tsjerkasov og Yannick Noah og Mikael Pemfors. Leikið verður í 8-manna úrslitum í dag í kvennaflokki. Þar mætast Steffi Graf og Patty Fendick, Mary Joe Femandez og Zina Garrison, Helena Sukova og Katarina Maleva og Angelicá Gavaldon og Claudia Porwik. Gabriela Sabatini, helsti keppina- utur Steffi Graf, varð að hætta keppni vegna meiðsla og það þykir auka möguleika Graf á sigri. Éfóm FOLX ■ BELGÍSKA knattspyrnuliðið Beveren rak í gær þjálfara sinn, Rik Pauwels í kjölfar fjögurra ósigra liðsins í deildinni. Greinilegt ' er að miklar kröfur em gerðar til þjálfara í Belgíu því Pauwels er sá áttundi sem rekinn er í vetur. ■ ÍRSKI Iandsliðsmaðurinn John O’Neil hefur farið í mál við John Fashanu hjá Wimbledon vegna brots sem átti sér stað í leik Wimbledon og Norwich í desemb- er 1987. O’Neil, sem lék áður með Leicester og QPR, var að leika sinn fyrsta leik með Norwich er hann fékk spark í hnéð frá Fash- anu. O’Neil hefur ekki getað leikið knattspyrnu síðan og hefur nú kraf- ið Fashanu um skaðabætur. ■ FRAKKAR unnu Kuwait, 1:0, i vináttulandsleik í knattspymu í Kuwait á sunnudaginn. Laurent Blanc skoraði sigurmarkið á 73. mínútu með kollspyrnu. Þrír Frakkar léku sinn fyrsta landsleik í Kuwait; Gilles Rousset, mark- vörður, Remi Garde, miðvallarleik- maður og útherjinn, Pascal Va- hirua. KÖRFUKIMATTLEIKUR / ÚRVALSDEILD Haukar komnir á mikinn skrið HAUKARNIR eru nú komnirá mikinn skrið í úrvalsdeiidinni í körfuknattleik en helsttil seint til þess að komast í úrslita- keppnina. í fyrradag unnu þeir góðan sigur, 94:82, á íslands- meisturum Keflvíkinga ífjörug- um og skemmtilegum leik. í hiéi höfðu meistararnir 6 stiga forystu, 46:40, en Haukarnir léku af ofurkrafti í seinni hálf- leiknum og slökktu fljótt sigur- vonir Keflvíkinga. Leikur beggja liða var lengstum mjög hraður og góður. Hauk- amir höfðu forystu framan af en um miðjan fyrri tókst Keflvíkingum að loka vel vörn sinni. Haukar fundu á henni fáar glufur og langskot þeirra rötuðu ekki í körf- una. Samtímis vora ívar Webster og Jonathan Bow hvíldir og veiktist vörn Hauka við það. Náðu Keflvík- ingar því undirtökum um miðjan fyrri hálfleik og breyttu stöðunni á nokkram mínútum úr 25:17 fyrir Hauka í 37:29 sér í hag. Haukar hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti sem fyrr segir, skoruðu 11 stig á fyrstu tveimur mínútunum án þess að Kef lvíkingar fengju svarað og breyttu stöðunni úr 40:46 í 51:46. íslandsmeisturan- um tókst þó fljótlega að jafna en þegar 12 mínútur voru til leiksloka og staðan 58:57 fyrir Hauka tóku heimamenn leikinn í sínar hendur. Með góðum varnarleik tókst þeim að koma lengst af í veg fyrir að Keflvíkingar kæmust í skotfæri; náðu hvað eftir annað af þeim knettinum og skoruðu grimmt sjálf- ir. Átti Pálmar Sigurðs þá stórgóð- an kaf la og skoraði 11 stig á tæpum þremur mínútum. Leikinn í gegn spilaði hann félaga sína hvað eftir annað upp og gaf sendingar sem þeir þökkuðu fyrir með því að skora. Haukar náðu 20 stiga forystu, 83:63, þegar fimm mínútur vora eftir. Slökuðu þeir þá á og Keflvík- ingum tókst að minnka muninn. Sigurkarfa á lokasekúndunni Guðmundur Bragason tryggði Grindvíkingur sigur á Þór, 71:69, á síðustu sekúndu leiksins, eftir æsispennandi lokamínútur. ^■■■■1 Jón Örn Guð- Frá Frímanni mundsson náði for- Ólafssyni ystu 69:68 fyrir Þór iGrindavik þegar 39 sekúndur voru til leiksloka með tveimur vítaskotum. Grindvík- ingar áttu misheppnað skot, náðu Agúst Ásgeirsson . skrifar frákastinu og Guðmundur Braga- son skoraði sigurkörfuna fyrir UMFG. Lokastigið kom síðan úr vítaskoti Guðmundar. Leikurinn sjálfur var jafn og spennandi. Þórsarar spiluðu af skynsemi í vörninni og Grindvíking- ar áttu í miklum erfíðleikum með svæðisvöm þeirra. Þeir héldu hins vegar út og töpuðu leik sem þeir gátu eins sigrað. Dan Kennard var yfirburðamaður hjá Þór, skoraði tæpan helming stiga þeirra og hirti ein 22 fráköst. Konráð Óskarsson átti góða spretti í fyrri hálfleik en lenti í villuvandræðum í þeim seinni pg sama er hægt að segja um Jón Örn Guðmundsson. Njarðvíkingar gerðu 66 stig í fyrrí hálfleik Njarðvíkingar áttu ekki í mikl- um erfiðleikum með að sigra slaka Valsmenn í Njarðvík á sunnu- daginn. Heimamenn sýndu oft ^■■1 meistaratakta í fyrri Björn hálfleik þegar þeir Blöndal gerðu út um leikinn, skrifar en f hálfleik höfðu þeir 33 stiga forskot 66:30. Lokatölurnar urðu 115:88 og nú virðist Njarðvíkurliðið vera að komast í gang aftur eftir nokkra lægð. Bræðurnir Matthías og Magnús Matthíassynir léku ekki með Val að þessu sinni þar sem þeir voru í leikbanni og fjarvera þeirra veikti liðið greinilega. Njarðvíkingar fóru hreinlega hamföram í fyrri hálfleik eins og sjá má á hálfleikstölum, sýndu á köflum afbragðs leik og höfðu Valsmenn ekki roð við þeim. Síðari hálfleikur var mun jafnari því Njarðvíkingar leyfðu varamönn- um sínum að spreyta sig lengstum og lauk honum reyndar með sigri Hlíðarendaliðsins. Reynisliðið hvorki fugl né fiskur Reynismenn vora ekki erfíður biti að kyngja fyrir KR-inga er liðin mættust á Seltjarnamesi á sunndagskvöld. 47 stig skildu liðin að í lokin, 108:61. KR-ingar léku með byijunarlið sitt aðeins fyrstu mínút- urnar síðan fengu varamennirnir að spreyta sig. Það skipti engu máli því Reynisliðið er hvorki fugl né fískur að undanskild- um David Grissom, sem var besti leikmaður vallarins. Athygli vakti góð frammistaða Harðar Gauta Gunnarssonar KR-ings sem kom' af bekknum, stóð sig vel og gerði 19 stig. Hörður Magnússon skrifar Morgunblaðifi/Einar Falur Pálmar Sigurðsson átti frábæran leik fyrir Hauka gegn ÍBK. Hér er hann kominn innfyrir Magnús Guðfínnsson og býr sig undir að læða boltanum í körfu Keflvíkinga. Mikil spenna á Króknum Það var mikil spenna er Tinda- stóll mætti IR á Sauðárkróki á sunnudaginn. Leikurinn var hnífjafn nær allan tímann og aldrei munaði meira en sjö FráBirni stigum. Heimamenn Björnssyniá vora þó sterkari í Sauðárkróki tokin og Sverrir Sverrisson gerði sig- urkörfuna, 64:63, þegar 40 sekúnd- ur voru til leiksloka. Tindastóll lék án tveggja lykil- manna, Vals Ingimundarsonar, sem var í leikbanni, og Bo Heydens, sem var settur úr liðinu fyrir agabrot. Liðið sýndi þó mikla baráttu, lék af skynsemi og sterk vörn, með Sturlu Örlygsson og Ólaf Adolfsson sem bestu menn, færði liðinu sigur. ÍR-ingar fengu fimmtán mínútna upphitun eftir langa bílferð og voru nokkurn tíma að komast í gang. KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA—DEILDIN James Worthy (t.h.) átti mjög góðan leik gegn Detroit. Lakers losaði takið Náði loks að sigra Detroit Los Angeles sigraði Detroit Pist- ons um helgina á útivelli, 107:97, og losaði þarmeð um tak sem meistararnir höfðu á þeim. Detroit hafði sigrað Frá Gunnari í síðustu sjö leikjum, Valgeirssyni þar af fjórum úr- / Bandaríkjunum glitaleikjum í vor. Leikurinn um helgina var mjög góður og jafn lengst af. Lakers náði þó yfirhönd- inn með því að gera tólf fyrstu stig- in í síðari hálfleik og hélt tíu stiga forskoti til leiksloka. Leikurinn var nokkuð harður og var Isiah Thomas vikið af velli fyrir slagsmái. James Worthy var bestur í liði Lakers og gerði 26 stig í fyrri hálf- leik og 31 stig alls. í leik efstu liðanna í austurdeild- inni sigraði Chicago New York, 117:109. Með þessum sigri setti Chicago met, vann 15. heimasigur sinn í röð. Michael Jordan fór á kostum og gerði 42 stig. í síðustu tveimur leikjum hefur hann gert 12 þriggja stiga körfur og hefur nú sett stefnuna á skotkeppnina í Stjörnuleiknum en segist hafa misst áhugann á troðslukeppninni. Þetta var reyndar annar leikur liðanna í vikunni en sá fyrri var mjög sögulegur. New York sigraði 109:106 en staðan var jöfn, 106:106, þegar 0,1 sekúnda var til leiksloka. New York fékk innkast og Trent Tucker greip boltann og sendi hann beint ofaní. Leikmenn Chicago mótmæltu og á myndbandi mátti sjá að tæp sekúnda leið frá því að Tucker greip boltann þar til hann sleppti honum, en dómurinn stóð. Los Angeles Clippers hefur geng- ið vel að undanförnu en liðið varð fyrir miklu áfalli í vikunni er Ron Harper, sem kom frá Cleveland, meiddist alvarlega og verður líklega frá keppni í tæpt ár. Larry Bird er kominn á fulla ferð og gérði 37 stig fyrir Boston gegn Golden State. Það dugði þó ekki til því Boston tapaði, 115:120.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.