Morgunblaðið - 23.01.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.01.1990, Blaðsíða 8
IÞRvTflR KNATTSPYRNA Setfyssingar fá tvo sóknar- leikmenn frá Júgóslavíu Sóknarleikmaðurfrá Ljubljana hefur gengið til liðsvið Eyjamenn SELFYSSINGAR, sem leika f 2. deild, hafa gengið frá samningum við tvo júgóslav- neska leikmenn. Það eru þeir Salih Porca, 24 ára og Izudin Dervic, 26 ára, sem hafa leik- ið með Olimpija Ljubljana. Júgóslavarnir koma hingað 4. febrúar. Það er styrkur fyrir okkur að fá þá. Okkur hefur vant- að sterka sóknarleikmenn undan- farin ár,“ sagði Njáll Skarphéðins- son, formaður Ungmannafélags- ins Selfoss. Selfyssingar fá Pál Guðmundsson aftur, en hann lék með Skagamönnum. Heimir Karlsson þjálfar Selfyssinga, sem hafa misst tvo leikmenn frá sl. keppnistímabili. Ólaf Ólafsson til Víkings og Inga Björn Albertsson, sem er þjálfari Valsliðsins. Vestmannaeyingar hafa einnig tfyggt sér Júgóslava. Ahdreja Jeria mun leika með ÍBV í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu í sumar. Jeria, sem er 25 ára sókn- arleikmaður, lék með 2. deildarlið- inu Slovan Ljubljana. Hann kemur til Eyja í febrúar. Eyjamenn eru hættir við að hafa tvo Júgóslava í herbúðum sínum. KARFA Bo Heiden. Heiden á heimleid Bandaríkjamaðurinn Bo Heiden, sem leikið hefur með úrvals- deildarliði Tindastóls í körfuknatt- leik í vetur, er hættur hjá félaginu. ^^■■■i Hann heldur til síns Frá Bimi heima síðar í þessari Björnssyniá viku. Sauðárkróki Heiden lék ekki gegn ÍR um helgina: Var settur úr liðinu vegna þess að hann hafði ekki farið að fyrirmæl- um þjálfarans, Vals Ingimundar- sonar. Þrátt fyrir þetta voru forr- áðamenn körfuknattleiksdeildar Tindastóls tilbúnir að hafa leik- manninn út tímabilið, en það vildi hann ekki. Heiden þjálfaði yngra flokka hjá Tindastóli, auk þess að leika með meistarafiokki, og í gær- kvöldi var honum boðið að halda áfram þjálfuninni til loka keppn- istímabilsins, þó svo hann hætti að leika sjálfur, en hann gekkst ekki inn á það. Lið Tindastóls verður því án út- lendings í þeim leikjum sem eftir eru, í deild og bikar. SKOTFIMI Carl jafnaði ÓL-lágmarkið Carl J. Eiríksson jafnaði ólympíulágmarkið í riffilskot- fími á innanfélagsmóti SR í Bald- urshaga sem fram fór um helgina. Carl hlaut samtals 590 stig. Þor- steinn Guðjónsson varð annar með 567 stig og Gunnar Jarnason í þriðja sæti með 565 stig. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Bogdan hefur kallað á Bergsvein BOGDAN Kowalczyk, lands- liðsþjálfari í handknattleik, hef- ur kallað á Bergsvein Berg- sveinsson, markvörð úr FH, til að æfa með landsliðinu. Berg- sveinn erfimmti markvörður- inn ílandsliðshóp Bogdans, en í hópnum eru 26 leikmenn. Markverðirnir fímm eru: Einar Þorvarðarsson, Val, Hallg- rímur Jónasson, IR, Leifur Dagf- innsson, KR og FH-ingarnir Guð- mundur Hrafnkelsson og Berg- sveinn Bergsveinsson. Landsliðshópur Bogdans er að öðrú leiti óbreyttur. Landsliðið æfir nú á fullum krafti, eða níu sinnum í viku. Leikmennimir sem leika á Spáni, Alfreð Gíslason, Geir Sveins- son og Kristján Arason koma til iandsins 4. febrúar og þá verður KNATTSPYRNA fækkað í landsliðshópnum í nítján eða tuttugu leikmenn. Sá hópur mun taka þátt í lokaundirbúningn- um fyrir heimsmeistarakeppnina í Tékkóslóvakíu, sem stendur yfír frá fimmta til 25. febrúar. Sextán leik- menn fara til Tékkóslóvakíu. Landsliðshópurinn er skipaður þessum leikmönnum, fyrir utan markverði: Þorgils Óttar Mathiesen, FH, Birgir Sig- urðsson, Víkingi, Jakob Sigurðsson, Val, Konráð Olavson, KR, Guðmundur Guð- mundsson, Víkingi, Bjarki Sigurðsson, Víkingi, Valdimar Grímsson, Val, Gunnar Beinteinsson, FH, Héðinn Gilsson, FH, Sig- urður Gunnarsson, ÍBV, Óskar Ármanns- son, FH, Sigurður Bjamason^ Stjömunni, Jón Kristjánsson, Val. Guðjón Árnason, FH, Magnús Sigurðssoh, HK, Júiíus Gunnars- son, Val, Júlíus Jónasson, Asniers, Kristján Arason, Teka, Sigurður Sveinsson, Dort- mund, Alfreð Gíslason, Bidasoa og Geir Sveinsson, Granollers. Bergsveinn Bergsveinsson. /JmflflR FOLK ■ HÁLFTÍMA áður en leikur Arsenal og Tottenham hófst var hliðunum að vellinum lokað. Það var gert af öryggisástæðum og tal- ið er að um 7-10.000 áhorfendur með miða, hafi orðið eftir fyrir utan. ■ ARSENAL hefur keypt varnar- manninn Colin Pates frá Charlton á 600 þús. pund — andvirði 60 millj. ísl. kr. Pates, sem er 28 ára, er mjög fjölhæfur leikmaður. Hafsteinn í KA HAFSTEIIMN Jakobsson, miðvallarleikmaöur úr Leiftri á Ólafsfirði, hefur ákveðið að ganga til liðs við íslandsmeistara KAfyrir komandi keppnistímabil knattspyrnumanna. Hafsteinn er ekki með öllu ókunnugur KA- búningnum því hann leikur blak með félag- inu, og er einn besti leikmaðurinn þar á bæ. Hann hefur allan sinn knattspyrnuferil leikið með Leiftri og verið burðarás í liðinu. Hann var með félaginu þegar það sigraði í 3. deild 1986 og vann sér svo rétt til að leika í 1. deild árið eftir. Hafsteinn lék síðan alla 18 leiki félagsins þegar það var í 1. deild sumarið 1988. Þess má geta að Birgitta Guðjónsdóttir, eigin- kona Hafsteins, frjálsíþróttakona frá Selfossi, er einnig í herbúðum KA. Hún leikur blak með félag- inu, auk þess að þjálfa frjálsíþróttafólk Ungmenna- félags Akureyrar. Hafsteinn Jakobsson klæðist KA-peysunni næsta sumar. FRJALSAR Ben Johnson. Ben Johnson sviftur heimsmetum Alþjóða fijálsíþróttasámbandið hefur svift Ben Johnson heims- meti sínu í 100 metra hlaupi, sem hann setti í á heimsmeistaramótinu í Róm 1987. Hann hafði áður verið sviftur heimsmetinu sem hann setti á Ólympíuleiknum í Seoul, þar sem hann féll á lyfjaprófi. Johnson hljóp 100 metrana á 9,79 sek. í Seoul, og á 9,83 sek. í Róm 1988. Hann hefur viðurkennt að hafai neytt ólöglegra lyfja frá 1984. Carl' Lewis á nú gildandi heimsmet í 100 metra hlaupi, 9,92 sek. sem hann setti á Ólympíuleikunum í Seoul, er hann varð annar á eftir Johnson. Johnson var einnig sviftur heims- metunum í 50 og 60 metra hlaupi innanhúss. Met hans í 50 m var 5,55 sek., en hefur nú verið afmáð og Manfrd Kokot frá A-Þýskalandi og James Sanford skráðir fyrir metinu, sem er 5,61 sek. Met Johnsons í 60 m hlaupi var 6,41 sek, en verður nú í höndum Lee McRae frá Bandaríkjun- um, 6,50 sek. og var það sett 1987. Kanadíska hlaupakonan, Angella Issajenko, var einnig svift heimsmeti sínu í 50 metra hlaupi kvenna innan- húss. Hún hefur viðurkennt að hafa tekið ólögleg lyf allt frá árinu 1979. Met hennar var 6,06 sek. og sett 1984. Heimsmetið er nú 6,11 sek. og er í eigu Maritu Koch frá Austur-Þýska- landi. ENGLAND asti leik- urinn“ - sagði Þorvaldur Örlygsson, eftirsígur á Derby Þetta var án efa erfiðasti leikurinn sem ég hef spilað í deildinni. Völlurinn er lítill og mikil harka í leiknum,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, eftir að lið hans, Nottingham Forest, hafði sigrað Derby á útivelli, 0:2. „Það var mikil stemmning á vellinum og uppselt eins og yfirleitt í leikj- um þessara liða,“ sagði Þorvald- ur. „Ég var nokkuð ánægður með minn hlut í leiknum og held að ég hafi sloppið nokkuð vel frá honum,“ sagði Þorvaldur. Nottingham Forest mætir Tottenham í ensku bikarkeppn- inni á morgun en eftir leikinn fá leikmenn Forest vikufrf og sleikja sólina í Tenerife. Þor- valdur fer hinsvegar í þveröfuga átt — í snjómokstur heima á Akureyri. ■ England / B3 GETRAUNIR: 111 221 1X1 X X 1 LOTTO: 2 14 17 27 29 + 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.