Morgunblaðið - 23.01.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.01.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1990 ------------------—----------—------------:---- B 3 SKIÐI / HEIMSBIKARINN I ALPAGREINUM Vreni Schneid- er sigraði Í31.sinn á heims- bikarmóti VRENI Schneider náði besta tímanum i báðum umferðum svigsins í Maribor í Júgóslavíu á sunnudag. Þetta var 31. sigur hennar í heimsbikarnum á sex ára keppnisferli. Mateja Svet sigraði á heimavelli sínum í stórsviginu á sama stað á laug- ardaginn. Schneider, sem misti af nokkr- um mótum fyrir jólin vegna hnémeiðsla, sýndi það um helgina að hún er búin að ná sér að fullu. Hún heldur þó við fyrri staðhæfingu sína að hún nái ekki að verja titil- inn í ár. „Wachter er í mjög góðri æfingu og yfirveguð og verðskuldar að vinna heimsbikarinn. Ég er án- ægð ef mér tekst að halda titlinum í svigi,“ sagði Schneider efstir sig- urinn i Maribor á sunnudaginn. Svet á heimavelli Mateja Svet, heimsmeistari í svigi 1987, náði sér vel upp á heima- velli í stórsviginu sem fram fór á laugardaginn. Svet vann þar sjötta heimsbikarsigur sinn og þann fyrsta á þessu keppnistímabili. Anita Wachter frá Austurríki, sem hefur forystu í heimsbikamum, varð önn- ur og Maria Walliser frá Sviss þriðja. „Ég var viss um að æfingarnar að undanförnu mundu skila sér fyrr eða síðar. Þetta var í fyrsta sinn í vetur sem ég náði tveimur góðum ferðum í sama mótinu,“ sagði Svet, sem æfði alla síðustu viku í brekk- unni sem keppt var í og þekkti því vel til. Atlí Skárdal frá Noregi stal senunni í bruninu í Kitzbiihel á laugardaginn. HANDBOLTI / EM KVENNA Óhreint mjöl...? Vestur-þýsku handboltastúlkurnar í Bayer Leverkusen voru gráti næst eftir síðari viðureign sína gegn Spartak Kiev í IHF-keppn- inni um helgina, en leikurinn fór fram í Kiev. Þær unnu fyrri leikinn á heimavelli, 21:15, en töpuðu um helgina 17:24 og eru úr leik — töpuðu samanlagt 38:39. FráJóni Það var ekki einungis vegna úrslita síðari leiksins Halldóri sem v-þýsku stúlkurnar vom sárar, heldur ástæða taps- tertarswnii jns ag þejrra mati; framganga júgóslavneska dómara- v' Yskalandl parsins. Þeir svartklæddu gerðu sér lítið fyrir og útilok- uðu eina Leverkusen-stúlkuna, fyrir litlar eða engar sakir að sögn Þjóðveija, vísuðu síðan þjálfara liðsins upp í áhorfendapalla og síðast en ekki síst fékk sovéska liðið 14 — fjórtán — vítaköst 5 leiknum. Þar af það síðasta á lokasekúndu leiksins, og með marki úr því komst sovéska liðið áfram. Þjóðhátíð hjá IMorðmönnum Zurbriggen vann tvíkeppnina og hef- ur nú örugga forystu í stigakeppninni NORÐMENN stóðu sig vel í heimsbikarnum íalpagreinum f Kitz- búhel í Austurríki um helgina. Atli Skárdal sigraði í brunkeppn- inni á laugardag og Ole Kristian Furusedt varð í öðru sæti, á eftir heimsmeistaranum Rudolf Nierlich ísviginu á sunnudag. Pirmin Zurbriggen sigraði ítvíkeppninni og er nú lang efstur í heildarstigakeppni heimsbikarsins. Atli Skárdal, sem aldrei áður hafði unnið heimsbikarmót, kom, sá og sigraði í 50. Hahnen- kamm heimsbikarmótinu í bruni. Hann hafði næst besta tímann eftir fyrri ferð, 0.16 sek á eftir Helmut Höflehner frá Austurríki. I síðari umferðinni gerði Skárdal engin mistök og var 2/100 hlutum úr sek. á undan Höflehner. Skárdal, sem er 23 ára, hefur oft verið nefnd- ur skógarmaðurinn fýrir hve glannalega hann keyrir og fer oft út úr brautunum. „Ég bjóst við að vinna heims- bikarmót í vetur, og það var gaman að sigurinn kom hér á 50. Hahnen- kamm-mótinu. Ég var taugaóstyrk- ur eftir fyrri umferðina, en þjálfari minn, Dieter Bartsch frá Aust- urríki, gaf mér góð ráð fyrir síðari umferðina. Hann bað mig að taka ekki of mikla áhættu, en skíða samt ákveðið,“ sagði Skárdal. Höflehner, sem hefur í hyggju að hætta eftir þetta keppnistímabil, varð vonsvikinn að ná ekki að sigra á heimavelli. „Ég var óheppinn. Þegar maður tapar með svona litl- um mun getur það ekki verið ann- að. Ég gerði ekki mörg mistök, en það er ekki hægt að ráða við heppn-' ina,“ sagði Höflehner. Z urbriggen hlaut „Hanakambinn" Zúrbriggen hafnað í þriðja sæti í bruninu eftir að hafa náð besta tímanum í síðari umferðinni. „Ég eyðilagði sigurmöguleika mína í fyrri umferðinni vegna þess að ég var ekki með rétta áburðinn undir skíðunum," sagði Zúrbriggen. Hann getur þó verið ánægður með árangurinn því hann vann „Hanakambinn" sem eru verðlaun sem veitt eru fyrir tvíkeppnina (brun og svig). Hann varð í 12. sæti í sviginu og sagði að hann hafi skíðað með bremsurnar á. „Ég náði að stíga skrefi nær fjórða heimsbikartitlinum. Ég gat ekki tekið áhættu í sviginu þar sem of mikið var í húfi.“ Þetta var 11. heimsbikarsigur hans í tvíkeppni. Hann hefur nú 210 stig í heimsbikarkeppninni samanlagt, 42 stigum meira en Norðmaðurinn Furusedt, sem er í öðru sæti. Armin Bittner er í þriðja sæti, 66 stigum á eftir. „Ég var heppinn“ Heimsmeistarinn austurríski, Rudolf Nierlich, átti frábæra seinni ferð í svigkeppninni á sunnudag og það nægði honum til sigurs eftir að hafa verið níundi eftir fyrri umferð. Ole Kristian Furusedt varð annar 0,88 sek á eftir og Armin Bittner, Vestur-Þýskalandi, í þriðja sæti. „Ég var ekki ánægður með síðari ferðina," sagði Nierlich. „Ég var lánsamur að hafa rásnúmer sex því brautin var þá mjög góð. Síðan fór að rigna þannig að brautin versnaði er á leið og margir sem á eftir komu gerðu mörg mistök. Ég gerði sjálfur mistök í efri hlutanum og tók síðan mikla áhættu." ■ Úrslit / B7 KNATTSPYRNA / ENGLAND Syrtir í álinn hjá United Stórliðið er nú í fjórða neðsta sæti eftirtap gegn Norwich ÚTLITIÐ er heldur dökkt hjá stórliðinu Manchester United. Liðið hefur sýnt að peningar og árangur fara ekki alltaf saman og þrátt fyrir liðið hafi keypt marga bestu leikmenn Bretlands er það íþriðja neðsta sæti. Á sunnudaginn tapaði liðið fyrir Norwich og þær raddir, er vilja Alex Ferguson úr f ramkvæmdastjórastöð- unni hjá liðinu, gerast æ háværari. Robert Fleck gerði bæði mörk Norwich, hið fyrra eftir send- ingu frá Andy Townsend á 75. mínútu og hið síðara eftir mistök Jim Leightons í FráBob marki United. Hennessyi Efstu liðin, Englandi Liverpool og Aston Villa, unnu bæði um helgina. Liverpool sigraði Crystal Palace, 2:0. Ian Rush gerði 18. mark sitt í deildinni og Peter Beardsley bætti öðru við. Aston Villa vann mikilvægan sig- ur á Southampton, 2:1. Kevin Gage tryggði Aston Villa sigur á 79. mínútu. „Það er ekki hægt að bera liðið núna saman við liðið í fyrra. Við vitum að við getum unnið hvaða lið sem er og setjum stefnuna á titilinn,“ sagði Gage, eftir leikinn. Þetta var þrettándi sigur Aston Villa í síðustu sextán leikjum. Arsenal sigraði Tottenham á Highbury en hvorki Guðni Bergsson né Sigurður Jónsson komu þar við sögu. Tony Adams gerði sigurmark Arsenal á 62. mínútu. „Við áttum ekki skilið að tapa þessum leik og ég er mjög ánægður með lið mitt,“ sagði Terry Venables, fram- kvæmdastjóri Tottenham eftir leik- inn. Sóknardúett Chelsea, Kevin Wil- son og Kerry Dixon, tryggði liðinu sigur á Charlton, 3:1. Þeir hafa leik- ið mjög vel og gert samtals 28 mörk fyrir liðið í vetur. Sheffield Wednesday hefur ekki unnið deildarleik á Goodison Park í 29 ár og það breyttist ekki um helgina. Kevin Sheedy tryggði Everton sigur með tveimur glæsi- legum mörkum. Luton og QPR gerðu jafntefli, 1:1. Danny Wilson fékk tækifæri til að tryggja Luton sigur en víta- spyrna hans fór í þverslá. Þetta var fjórða vítaspyrnan sem liðið misnot- ar og er Wilson ábyrgur fyrir þrem- ur þeirra. ■ Úrslit B/6 ■ Staöan B/6 Tony Adams fyrirliði Arsenal. HANDKNATTLEIKUR / HM Hópferd til Tékkóslóvakíu Ferðaskrifstofur keppast við að bjóða hópferðir á heimsmeist- arakeppnina í handknattleik í Tékkóslóvakíu. Ferðabær hf. býður upp á ferð, sem er skipulögð þann- ig að boðið verður upp á leiki í milliriðli og úrslitaleikina. Farið verður til Amsterdam 3. mars og gist þar eina nótt. Síðan verður flogið til Prag 4. mars og ekið þaðan til Bratislava og gist í fimm nætur á mjög góðu hóteli. Gist verður svo í tvær nætur í Prag. Flogið verður heim frá Prag 11. mars, til Amsterdam og þaðan til Keflavíkurflugvallar. Verð á ferðinni er 67.980 kr. Innifalið í því verði er flug, gisting í tvíbýli, hálft fæði í Bratislava og Prag, gisting með morgunverði í Amsterdam, aðgöngumiðar á leiki, akstur á milli Prag og Bratislava og fararstjórn. (Fréttatilkynning) Fótboltaþjálfari óskast á Reyðarfjörð næsta sumar. Verður að vera sterkur leikmaður, þjálfa meistaraflokk og tvo til þrjá yngri flokka. Laun samkomulag. Gott starf fyrir sólar- dýrkendur. Upplýsingar í síma 97-41322 á kvöldin;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.