Morgunblaðið - 27.01.1990, Side 3

Morgunblaðið - 27.01.1990, Side 3
oeeí mauhai>*ís HUDAdáAotjAJ aiuAuöMuojioiv MORGÚNBLAÐIÐ LAUGÁRDÁGÚR 27. JANÚAR 1990 Craig Raine þýðingu en mér fannst hún tilgerð- arleg. Setningar eins og t.d. „hún er bundin í hlekki" hljómuðu an- kannalega. Það notar enginn svona orðatiltæki í nútímamáli. Svo ég ákvað að færa leikritið nær okkur í tíma, til ársins 1953. Ég gerði málfarið nútímalegt, endurskrifaði leikritið að miklu leyti og færði í bundið mál. Miller líkaði ekki þýð- ingin. Hann er sjálfur frægur fyrir að færa verk fram í nútímann og vildi líklega ekki að aðrir gerðu það. Hann setti síðan verkið upp í klassískum búningi, sem mér finnst ekki passa, enda var sýningin mis- heppnuð að mínu mati. Nú ætlar BBC að setja upp mína gerð og við erum að reyna að fá Sellars til að leikstyra því. Að mínu mati er ekki hægt að blanda hversdagslegum og marg- tuggðum tilsvörum saman við átakamikinn skáldskap, án þess að útkoman verði tilgerðarleg. Það gengur alls ekki upp í dag. En í óperu klæðir tónlistin orðin upp í hátíðarklæði og slær þannig á þennan mun. Það er því miklu erf ið- ara að skrifa leikrit í bundnu máli en óperutexta, því leikritið verður að standa eitt og óstutt. Núna hef ég því breytt um skoðun frá því ég skrifaði þessa athugasemd við ummæli Audens. Ég held að þetta sé hægt, þó að það sé auðvitað mjög erfitt." Nú ert þú ekki bara ljóðskáld, heldut; bókaútgefandi. Er lífvænlegt í enskri ljóðagerð í dag? „Það er erfitt að alhæfa nokkurn skapaðan hlut um ljóð eða skáld- skap. Maður heyrir undireins ef ljóð er áhugavert og öðruvísi. Röddin er ný. Alveg eins og maður heyrir strax ef einn söngvari syngur betur eða ferskar en annar. Það er aug- ljóst. Alveg eins og það er öllum ljóst ef einhver hefur þrjú augu og sex eyru. Ég hef tekið sjö ný ljóð- skáld til okkar frá 1981. í raun er starf mitt auðvelt. Maður skoðar viðfangeefnið, teeknina, hljómfallið, rím- og myndmál, og svo hvort eitthvað heyrist í þeim — hvort það sé einhver gauragangur. Ég kann vel við þetta starf. Það er í raun gott og hollt að vera ekki alltaf sitjandi við sitt eigið skrifborð og bíða eftir ljóði.“ Nú rímar þú á stöku stað. Eru rímuð ljóð að færast í aukana? „Já, sumir eru helteknir af rími. Menn eins og David Wallcott og Josef Brodsky, og nú er James Fenton farinn að ríma. Rím á aug- ljóslega ekki að vera aðalviðfangs- efnið, heldur einungis,aukaforði. Ég hef oft rímað, ef það hefur átt við, t.d. er þýðingin á Andromaque rímuð. Mér finnst það mjög auð- velt. Rím er eins og Morse-lykill, maður veit alltaf hvað kemur næst og hvað rímar við hvað. Og svo er alveg klárt hvenær ljóðið er búið. Að ríma er eins og að vera í fríi. Rím og bragarhættir eru bara skemmtun. Það er allt annað að yrkja án þess, því að þá verður þú að hlusta eftir hljómfallinu, eftir ólíkum og óvæntum hlutum. Það er miklu meira spennandi. Tony Harrisson rímar alltaf, en það þýðir ekki endilega að kvæðin hans séu auðveld. Fyrsta bókin hans, „The Loiners", er mjög erfið, en hún er öll rímuð. Hann beitir rími tíl að tengja sig við trúbadúr- hefðina, og gerir þar með ljóðin alþýðlegri. Rímuð ljóð eru oft að- gengilegri, en rím gerir þau auðvit- að ekki betri. Harrison er samt yfirleitt auðveldur. Hann getur ort ljóð eftir pöntun, eins og þegar hann orti ljóð um dauðadóm mú- slima yfir Salman Rushdie, sem birtist í Observer nánast í sömu vikunni og þeir atburðir gerðust. Hann er ein tegund af skáldi. Philip Larkin þóttist vera auðveld- ur, en var mjög erfiður. Og svo eru til skáld eins og Geoffrey Hill, sem krefjast svo mikillar íhugunar, að maður þakkar fyrir að hann yrkir ekki mikið!“ í úrvali nútímaljóða sem kom út árið 1982 er nýr stíll í enskri ljóða- gerð kallaður „Martian“ eftir einu kvæða þinna, „A Martian sends a Postcard home“. Finnst þér það nafn eiga vel við? „Ég býst við að öll svona f lokkun í bókmenntum og listum hafi þann tilgang að láta fólk slappa af. Auðvitað eru svona heiti ónákvæm, þó að þau séu að vissu leyti nauð- synleg. Fólk er ekki rólegt fyrr en það getur sett allt í bása, hvort sem það á við eða ekki. Það er t.d. einkennilegt að í ljóðabókinni „Rich“ reyndi ég að gera nýja hluti og finna upp nýjar aðferðir. Mig langaði að þjarma að enskunni og reyna á þolrif hennar. En enginn gagnrýnandi skildi eða nefndi hvað ég var að fara, því þeir voru svo uppteknir af þessari gömlu skil- greiningu. Kánnski náðu þeir því hreinlega ekki. Flestir gagnrýnend- ur eru latir og nenna ekki að lesa ljóð nákvæmlega. Þegar ég var gagnrýnandi þurfti ég að gagnrýna ljóðabók eftir Geoffrey Hill. Ég hafði aldrei lesið hann áður svo að ég las allt sem hann hafði skrifað, og einnig þau verk sem hann vísaði í, eins og Robert Southwell. Ég gat ekki unnið gagnrýnina öðruv- ísi. En það gera fáir. Það eru t.d. sárafáir gagnrýnendur starfandi sem ég vísa í með góðri samvisku." Það er kannski erfitt fyrir þig sjálfan að átta þig á því, hvað það sé sem gerir ljóð þín ólík ljóðum annarra, eða hvaða höfundar hafi haft mest áhrif á þig sem ljóðskáld? „Nei, það eru James Joyce, Ted Hughes og Robert Lowell. Þeir höfðu allir mikil áhrif á mig, og ég fann eitthvað hjá þeim sem hentaði mér. Ég hafði sem betur fer tíu ár til að afmá mark þeirra á kvæðun- um, svo nú sjást áhrif þeirra varla! Ulysses opnaði augu mín upp á gátt. Ég vissi ekki að þægt væri að nota tungumálið á svona meðvit- aðan hátt. Hann lýsti ómerkilegum atvikum alveg blátt áfram, t.d. ef einhver fer inn í búð og kaupir nýru í matinn. Þá brá mér. „Svo að maður getur gert þetta," hugs- aði ég, „lýst gjörsamlega hvers- dagslegum hlutum." Ég býst við að það sé einmitt þessi hugljómun sem gerði kvæðin mín öðruvísi en annarra. Ég lýsti venjulegum hlut- um og kringumstæðum, jafnvel heimilislegum atburðum. Það var ekki gert á þessum tíma. Ég notaði einnig mikið sjónarhorn barna. Ted Hughes skrifaði um dýr og Philip Larkin var auðvitað í nöp við börn. En nú skrifa allt í einu allir um börn. Svo að ég hef hætt því. Mér finnst mikilvægt að sjá hlut- ina skýrt og greinilega, hnykkja á orðunum svo að hægt sé að skoða umhverfið á nýjan hátt. Það er t.d. stórkostlegt að sjá fólk gera hluti vitlaust. Þá kemur nýtt sjónarhorn í ljós. Ég notaði líka myndhverfing- ar mikið. Fyllti ljóðin af þeim, svo að þeir sem þekktu ekki metafísísk ljóð héldu jafnvel að kvæðin væru í þeim dúr. Hraðinn truflaði fólk. í bókmenntum er fjöldinn allur af reglum. Maður verður að finna reglurnar og btjóta þær. Það er t.d. bannað að blanda saman tveimur myndlíkingum; svo að ég gerði það. Á þeim árum sem ég byijaði að yrkja skoðaði ég mikið kúbismann; sérstaklega Picasso. Ég kunni best við þær myndir þar sem maður gat greint hvað hann vay að mála, þó að hnikað væri við mörgu. En samt var fyrirmyndin Ijós. Það var það sem mig langaði að gera í ljóði; skrifa kúbísk ljóð. Það var ég t.d. að gera í kvæðinu um slátrar- ann. Ég lýsi ólíkum smáatriðum í slátrarabúðinni sem loks raðast saman í eina mynd. En hún er skökk. Sérhver lýsing er á skjön við aðra en þó er alveg einstætt hvar við erum stödd, Við finnum lyktina. Bókmenntastofnunin endar líklega með að taka mig fastan!“ Craig Raine Fæddur 1944 Ljóðabækur: Onion, Memory, Oxford University Press, 1978. A Mnrtian sends að postcard home, Oxford University Prcss, 1979. A free translation, Salam- ander Press, 1981. Rich, Faber & Faber 1984. Tónleikar í febrúar eftir Rut Magnússon Nú er sá árstími þegar aukin spenna getur fylgt því að standa fyrir tónleikum. Ofan á venjulegan undirbúning bætast áhyggjur af biðröð lægða vestur af landinu. Þriðjudaginn 9. jan- úar stóðu fyrir dyrum mjög kyrrl- átir tónleikar í Langholtskirkju með Paul Zukofsky og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, sama dag og ein dýpsta lægð í manna minnum gekk yfir landið. í þetta sinn höfðu veðurguðirnir samúð með húsnæðisleysi tónlistarinnar og það lægði nóg til að hægt var að halda tónleikana í sæmilegum friði. En varanlegur friður fæst ekki fyrr en veðurhljóðhelt hús rís. Nú er þorri nýlega genginn í garð og skulum við vona að hann sé músíkalskari en mörsugur reyndist vera, og láti tónleika mánaðarins í friði. Laugardaginn 3. febrúar mun vísnasöngvarinn Axel Falk og gítarleikarinn Bengt Magnusson halda upp á 250 ára afmæli Carl Michael Bellmans í Norræna hús- inu og verða þeirtónleikar endur- teknir á mánudagskvöldið. Öll laugardagskvöld leika þeir Tómas R. Einarsson og félagar í jazz í Café ísland og í Café ísland (Hótel ísland) kl. 23.30. Öll sunnudagskvöld í febrúar verður hægt að hlýða á jazz í Duus húsi kl. 21.30. Ómar Ein- arsson og tríó ásamt Guðmundi Ingólfssyni leika 4. febrúar, og viku seinna, 11. febrúar, þeir Fiiðrik Karlsson og Reynir Sig- urðsson. ''Forstjórafimman: Kvartett Ólafs Stephensens ásamt Fi-iðrik Theódórssyni mun sjá um fjörið sunnudaginn 18. febrúar og 25. febrúar verða Gammarnir endurreistir. Háskólatónleikar verða að venju í Norræna húsinu á mið- vikudögum kl. 12.30. 7. febrúar verða slagverkstónleikar með Martin van der Valk, Árna ‘ Áskelssyni, Pétri Grétarssyni og Eggert Pálssyni og tónlist eftir Áskel Másson. Viku seinna, á degi heilags Valentínusar, munu Hrefna Eggertsdóttir, og Kjartan Óskarsson f lytja tónlist fyrir bas- saklarinett og píanó eftir Pál P. Pálsson og Helmut Neumann. 21. febrúar verða gítartónleik- ar með verkum eftir Granados, Barrios og Scheidier sem Símon ívarsson og Thorvald Nielsson flytja. Síðasta dag mánaðarins munu þeir Gunnar Kvaran og Gísli Magnússon flytja sellósó- nötu eftir Schostakovitsh. Hörður Áskelsson orgelleikari leggur land undir fót og leikur verk eftir Buxtehude og Bach í Grundarfjarðarkirkju þriðjudag- inn 6. febrúar og í Akureyrar- kirkju sunnudaginn 11. febrúar. Fimmtudaginn 8. febrúar verða hinir fyrstu, þar sem frum- flutt verður „Tilbrigði um silfur“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson, ein- leikari er Martial Nardeau, flautuleikari. Önnur verk verða Posthorn Serenade eftir Mozart og Tapiola eftir Sibelius. Stjórn- andi er Osmo Vánska. Fimmtudaginn 15. febrúar munu þrír nemendur úr Tónlist- arskólanum í Reykjavík spila með hljómsveitinni sinn konsertinn hver og er það hluti af einleikara- prófi þeirra frá skólanum. Arna Einarsdóttir, flautuleikari leikur Konsert eftir C.P.H.E. Bach, Hulda Bragadóttir píanóleikari. Píanókonsert eftir Chopin og Vigdís Klara Aradóttir saxófón- leikari verk eftir Villa Lobos. Stjórnandi verður Páll P. Pálsson. Fimmtudaginn 22. febrúar leikur Selma Guðmundsdóttir einleik með hljómsveitinni í Píanókonsert eftir Khatsaturian. Auk þess verður flutt 9. áinfónía Schuberts. Stjórnandi verður Ja- mes Lockhard. Sunnudaginn n. febrúar kl. 17.00 í Langholtskirkju mun Hákon Leifsson stjórna íslensku hljómsveitinni í verkum eftir Þor- kel Sigurbjömsson, Atla Heimi Sveinsson, Hróðmar Sigurbjörns- son og Dvorák. Einsöngvarar verða Elísabet F. Eiríksdóttir sópran og Jóhanna V. Þórhalls- dóttir alt. Um kvöldið kl. 20.30 í Hafnar- borg verður Örn Magnússon með píanótónleika á vegum EPTA — Evrópusambands píanókennara og flytur verk eftir Bartók og Debussy. Þessir tónleikar verða endur- teknir á Kjarvalsstöðum mánu- daginn 19. janúar kl. 20.30. Mánudaginn 12. febrúar verða ljóðatónleikar í Gerðubergi kl. 20.30 þar sem Sigríður Gröndal sópran og Jónas Ingi- mundarson flytja lög eftir Mend- elssohn, Fauré, Duparc, Satie og íslensk þjóðlög. Þessir tónleikar verða endur- teknir í félagsheimilinu Vina- minni á Akranesi að öllum líkind- um miðvikudaginn 13. febrúar. Kainmersveit Reykjavíkur heldur sína 3. tónleika á þessum vetri í Áskirkju kl. 17.00 sunnu- daginn 18. febrúar. Flutt verða verk eftir Beethoven og Schu- bert. I Listasafni Siguijóns verður tónskáldið John Speight kynnt í tali og tónum þrfðjudaginn 20. febrúar kl. 20.30. Laugardaginn 24. febrúar kl. 17.00 í Tónskóla Sigurjóns að Hraunbergi 2 verða haldnir styrktartónleikar þar sem þær Gerður Gunnarsdóttir f iðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari leika verk eftir Beet- hoven, Schubert og César Franck. Sunnudaginn 25. febrúar verða tónleikar í Hallgrímskirkju kl. 20.30, dagskrá með Olav Anton Thommessen tónskáldi og í Bústaðakirkju kl. 20.30 verða tónleikar á vegum Kammer- músíkklúbbsins þar sem flutt verða verk eftir Matiegka-Sc- hubert, Mozart, Beethoven og Martinu. Síðast en ekki síst verður frumsýning í íslensku óperanni föstudaginn 23. febrúar kl. 20.00. Þar verða sýndar tvær óperur undir stjórn Robin Staple- ton: Carmina Burana eftir Carl Orff og Pagiiagi eftir Leonca- vallo. Ónnur sýning verður laug- ardaginn 24. febrúar. ,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.