Morgunblaðið - 27.01.1990, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.01.1990, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1990 M.enningarborg Evrópu GLASGQ Glasgow, er þetta árið, menningarborg Evrópu, eins og þegar hefur verið greinf frá hér í Morgunblaðinu. Það vakti mikla furðu þegar borgin var útnefnd, því hún hefur haft orð á sér fyrir annað en ást og sinnu á listum. A 8. áratugnum var hún kölluó Chicago Evrópu og hún var skítug og draslaraleg. En Skotar voru ákveðnir í að þvo af sér slyðruorðið, sóttu óhræddir um sess meðal menningarborga - höfðu þá enda þvegið borgina hátt og lágt um nokkurra ára skeið og hafinn var undirbúningur fyrir mikla \ menningarveislu. Og víst er, að Glasgow hefur vinninginn, ef meta á magn og gæði menningarársins, meðal þeirra borga sem heiðurinn hafa hlotið. Skotar hófu hátíðina 1. janúar og hún stendur óslitið til 31. desember 1990. Við höfum þegar kynnt það helsta sem verða mun í boði á árinu, en ætlum nú að fylgja því eftir upplýsingum um næstu vikur, til glöggvunar þeim sem eru á leiðinni í styttri eða lengri heimsóknir til Glasgow. RISINN. GREGORY NASH DANSFLOKKUR- INN ú þegar hafa nokkrar myndlistar sýningar verið opnað- ar og standa þær eitthvað áfram. Má þar nefna The British Art Show 1990, sem South Bank Centre í London hefur skipulagt fyrir MeLellan galleríið. Á sýningunni eru verk eftir um 40 nútímalista- menn á þrítugs- og fertugsaldri og spannar sýningin nánast öll form myndlistar, allt frá teikningum og málverkum, til myndbandalistar og gjörninga. Sýning stendur til 11. mars, er opin alla daga og aðgang- ur er 1 'A pund, sem er um hundrað og fimmtíu krónur. í Glasgow Print Studio stendur yfir sýning á mónótýpum eftir skoska listamenn, meðal þeirra Pet- er Howson, Barbara Rae, Ian McCulloch, Ádrian Wiszniewski og Peter Wilson. Sýningin er opin mánudaga til laugardaga, klukkan 10.00 til 17.30 og stendur til 15. febrúar. í Collins-galleríinu er * verið að sýna tréskúlptúra frá Aust- ur-Afríku og nefnist sýningin Mak- onde. Á sýningunni er verk eftir Makonde-þjóðflokkinn, sem á sér rætur á Maconde-sléttunum í norð- urhluta Mósambik. Verkin byggja á helgidönsum - og siðum þjóð- flokksins - sem höfðu mikil áhrif á trúboða á 5. og 6. áratugnurp. Á sýningunni er reynt að skoða hvaða áhrif þessi list hefur haft á vest- ræna menningu. Sýningin er opin alla daga, nema sunnudaga, og stendur til 17. febrúar. Communicado er einhver þekkt- asti leikhópur Skota, hefur nýlega frumsýnt nýtt verk, sem er sam- vinnuverkefni rithöfundarins Liz Lochhead, leikstjórans Gerard Mulgrew og leikmynda- og bún- ingahönnuðarins Keith Mclntyre, auk 25 leikara og söngvara. Sýn- ingin sem er í Tramway’s leik- húsinu fjallar um'Burn’s Supper, árlega hátíð sem Skotar efna til, til að minnast þjóðskáldsins góða Robert Burns. Efnistök leikhópsins eru með eindæmum og hefur verið lýst sem ósvífnum. Leikritið sem heitir Jock Tamson’s Bairn, verður á fjölunum til 24. febrúar. Hægt er að fá miða á 7 pund og 3 '/■■ pund og er miðasala í síma 041- 227-5511, ef fólk hefur áhuga á að tryggja sér miða áður en haldið er _af stað. í Listasafni Glasgow (Glasgow Musemum of Art) stendur-yfir sýn- ing á hestum. Þó ekki lifandi, held- ur er hér um að ræða Seton Murray Thomson-safnið, sem hefur að geyma hundruð líkana af hestum; forn og ný, algeng og þekkt likön, einnig mjög óvenjuleg, nákvæmlega skorin í tré, hesta í útsaumi, mál- verkum, teikningum. Sýningin, sem er haldin kínverska nýárinu til heið- urs, er opin alla daga og stendur til 1. april. Third Eye Centre, er merkiieg listamiðstöð, sem er vel þess virði að heimsækja. Þar verður stöðug dagskrá allt árið, en áherslan er einkum á myndlist og dans. Til 10. febrúar ve'rða Lloyd Newson og Nigel Charnock frá DV8 dans- hópnum en sá hópur var, var með sýninguna „Dead Dreams of Monochrom Men,“ sem vakti mikla athygli árið 1988. Ef les- endur vilja fá nánari upplýsingar er símanúmerið í Third Eye Centre 041-332-7521. I Burrell-safninu er sýning sem enginn, sem leið á til Glasgow, ætti að láta fram hjá sér fara, en það er sýning á verkum um konur eftir Edgar Degas. Sem kunnugt er fjölluðu V-i hlutar verka Degasar um konur og á sýningunni eru myndir af hefðarkonum, ballerín- um, söngkonum, gleðikonum, þvottakonum og svo framvegis. Burrell-safnið er opið alla daga og sýningin stendur til 25. febrúar. Skoska óperan kemur til með að hafa nóg að gera þetta árið, því alls mun hún setja upp fimm sýn- ingar fyrir hátíðina. Sú fyrsta var frumsýnd í gærkvöldi og er Duke Bluebeard’s Castle,“ eftir Bela Bartok. Leikstjóri og hönnuður sýn- ingarinnar er Stefanos Lazaridis. Hann sló í gegn með „Oedipus Rex“ á síðastliðnu ári og sú sýning verð- ur sýnd samhliða „Duke Blue- beard’s Castle" í Glasgow núna. Næstu sýningar á Kastala Blá- skeggs verða 14. febrúar og 1. mars. Hægt er að fá miða frá 5 pundum til 25 punda og miðapant- anir eru í síma 041-331-1234, eða 041-332-9000, í Glasgow. / FEBRÚAR Tónlist Sex stórar hljómsveitir frá Glasg- ow verða með 14 tónleika í febrú- ar. Scottish Chamber Orchestra verður með tónleika 2. febrúar og á efnisskránni eru verk eftir Dvor- ák, Britten og Prokofiev. Næstu tónleikar sveitarinnar verða 7. febr- úar og á efnisskránni verða verk eftir Schumann, Prokofiev og Brahms. Þriðju tónleikar sveitar- innar verða 16.febrúar og verða flutt verk eftir Wagner, Mozart, Schubert og Haydn. Síðustu tón- leikar sveitarinnar verða 28. febrú- ar. Allir tónleikarnir eru í City Ilall, og hefjast klukkan 19.30. Scottish National Orchestra verður einnig með ferna tónleika í febrúar. Þeir fyrstu verða 3. febrú- ar og leikin verða verk eftir Borod- in, Rachmaninov og Dvorák. Næstu tónleikar verða 10. febrúar. Á efnis- skránni verða verk eftir Mozart og Dvorák. Þriðju tónleikarnir verða 15. febrúar - og endurteknir 17. febrúar. Leikin verða verk éftir Berlioz, Prokoviev og Tchaikovsky. Fjórðu tónleikarnir verða 24. febrú- ar, en á þeim verða flutt verk eftir Liadov, Mussorgsky, Elgar og Ra- vel. Allir tónleikarnir verða í City Hall og hefjast klukkan 19.30. Hollenski sellóleikarinn Anner Bylsma, leikur á .tónleikum með „Scottish Early Music Consort," sem sérhæfir sig í tímabilum tón- listarsögunnar. Á tónleikum, sem haldnir verða 16. febrúar mun Ann- er Bylsma leika, ásamt 18. aldar hljómsveit SEMC, hinn víðfræga sellókonsert í D-dúr eftir Haydn. Miðaverð er 5’A pund og 3 pund og miðapantanir eru í síma 041- 332-5057 og 041-227-5511, í Glasgow. Söngkonan Christine Cairns, messósópran og píanóleikarinn Graeme McNaught, verða með tónleika í „Westbourne Church," þann 18. febrúar, klukkan 15.00. Efnisskrá þeirra er fjölbréytt, með- al annars sönglög eftir Sehubert og Schumann og verk eftir Berg, Duparc og breska tónskáldið Quilt- er. Ópera Annað verkefni Skosku óperunn- ar verður La Forza del Destino," eltir Verdi. Leikstjóri er Elijah Moshinsky og hljómsveitarstjóri John Mauceri. Aðalhlutverkin syngja: Andrea Gruber, Della Jones, Stefano Algieri, Vladimir Chernov og Alexander Morosov. Sýningar verða 13, 17, 20, 22, febrúar og 3. mars, í Theatre Royal," og hefjast klukkan 19.15. Miðapantanir eru í síma 041-331- 1234 og 041-227-5511. Leiklist og dans í „Third Eye Centre" hefst, þann 22. febrúar, kynning á ungum og efnilegum danshöfundum. 22, 23 og 24. febrúar gefur þar að líta Nomads-dansflokkinn, Mike May- hew og Becky Edmunds. Allar sýn- ingar hefjast klukkan 2Ó.00 og miðaverð er 2 ’/z pund og 3 ‘A pund. Miðapantanir eru í síma 041-332- 7521 og 041-227-5511. Borderline-leikhópurinn verður með sýningar á hinum vinsæla gamanleik Mistero Buffo, eftir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.