Morgunblaðið - 27.01.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.01.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1990 B 7 FEBRUAR Dario Fo, í King’s Theatre. Sýn- ingarnar verða 13-17. febrúar og hefjast klukkan 19.30. Með aðal- hlutverkið fer einn frægasti gaman- leikari Skota, Robbie Coltrane. Mis- munandi miðaverð er á Buffo, eftir því hvar fólk vill sitja, en miðapant- anir eru í síma 041-227-5511. Gregory Nash-dansflokkurinn, sem er einn frægasti nútímaballett- flokkur Skotlands, verður með tvær sýningar í febrúar. Flokkurinn frumsýnir nýjan ballett, Giants (Risar), sem er í fullri lengd, en það mun vera í fyrsta sinn í fjögur ár, sem þessi dansflokkur sýnir ballett í fullri lengd. Risarnir verða á fjöl- unum 27. og 28. febrúar í Tram- way Theatre og hefjast sýningar klukkan 19.30. Miðaverð er 3 pund og 5 pund og miðapantanir eru í síma 041-22,7-5511 og 041-332- 7521. í Tron-leikhúsinu verður skoski leikhópurinn Theatre PFK með endursýningar á The Brus eftir George Byatt. Leikritið fjallar um hetjulega baráttu skosku and- spyrnuhreyfingarinnar, undir stjórn Wallace og Bruce. Sýningar verða 27. febrúar til 11. mars og hefjast klukkan 19.30, öll sýningarkvöld. Miðaverð er 5 pund og 2’A pund og miðapantanir eru í síma 041- 227-5511 ítalski leikritahöfundurinn, Luigi Pirandello, velti mikið fyrir sér átökum milli fantasíu og veruleika. Árið 1922 skrifaði hann leikritið Enrico Four (Hinrik fjórði) þar sem hann fjallar um persónuleik- ann, geðveiki og heilbrigði. Sýning- ar verða í Citizens-leikhúsinu, frá 2. febrúar til 3. mars og hefjast klukkan 17.30. Miðaverð er 5 pund og 1 pund og miðapantanir eru í síma 041-429-0022 og 041-227- myndlistarmaður Bretlands og hlýt- jr hvarvetna lof gagnrýnenda. Sýn- ingin stendur til 3. mars. Ýmislegt Hér hefur verið talið upp það helsta sem er á döfinni í Glasgow í febrúar. Þó er hér fátt eitt talið. Smærri myndlistarsýningar, tón- leikar og leiksýningar verða allan mánuðinn. Má þar nefna að frá 1-28. febrúar verða sýningar á Sailmaker eftir Alan Spence, í Cumbernauld-leikhúsinu. I Cathk- in Community-leikhúsinu verður alhliða listadagur fyrir ungt fólk, 2. febrúar. Þar koma fram söngvar- ar, hljóðfæraleikarar, dansarar, lát- bragðsleikarar, skáld og rithöfund- ar af yngri kynslóðinni. Spánski gítarleikarinn Josep Henriquez verður með einleikstónleika í tón- leikasal háskólans í Glasgow, þann 2. febrúar, klukkan 19.30. Frá 3. -28. febrúar verður sýning á tveimur skissuröðum eftir Picasso, „The Burial of Count Orgoz“ og „Le Cocu Magnifique," í Glasgow Museum and Art Gallery. Hlómsveit Háskólans í Glasgow verður með tónleika þann 14. febrú- ar í háskólanum, klukkan 19.30. Leikinn verður 3. píanókonsert Beethovens. For ’A’ That - Ex- hibition er yfirskrift myndlistar- sýningar, sem verður í Lillie Art Gallery dagana 17. febrúar til 10. mars. Þar verða sýnd verk eftir nútímalistamenn, svo sem Redfern, Wyllie, Currie og Hambling, sem sækja öll myndefni sitt í líf og starf hins ástsæla skoska skálds, Robert Burns. Samantekt/Súsanna Svavars- dóttir ROBBIE COLTRANE 5511. Myndlist í Compass-galleríinu, verður opnuð sýning sem ber heitið Five Girls from Glasgow, þann 10. febrúar. Þar verða sýnd verk fimm kvenna sem útskrifuðust frá Lista- háskóla Glasgowborgar fyrir fáum árum og hafa á síðastliðnum fimm árum vakið töluverða athygli. Myndlistarkonurnar heita Victoria Cassidy, Lesley Burr, Shona Kinloch, Lesley Banks og Ashley Cook. Myndverk þeirra eru af ýms- um toga; skúlptúrar, málverk, litó- grafíur á handunninn pappír og fleira. Sýningin stendur til 8. mars og er opin alla daga, nema sunnu- daga, frá klukkan 10.00 til 17.00. I miðborg Glasgow er mikið af fögrum byggingum og í Stiriing Library er nú verið að undirbúa sýningu á byggingarlist borgarinn- ar, þróun hennar og sögu. Til sýnis verða bæði teikningar og módel. Sýningin verður opnuð 21. febrúar og stendur til 31. október - og verður opin alla daga, nema sunnu- daga, frá klukkan 9.30 til 20.00. Drawing in the Eighties er yfirskrift sýningar sem opnar 10. febrúar í listaháskólanum í Glasg- ow. Á sýningunni verða teikningar eftir myndlistarmenn sem útskrif- ast hafa frá skólanum síðastliðin tíu ár, en meðal þeirra eru Stephen Barclay, Rosemary Beaton, Ken Currie, Alison Watt og Steven Campbell, en sá síðastnefndi er um þessar mundir einhver eftirsóttasti Evridís eftir Þorkel Sigurbjörnsson flutt afÁshildi Haraldsdóttur í Mexíkó Nú er stödd í Mexíkó Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari átónleikaferðalagi með mexíkönsku hljómsveitinni Filharmnicaó del Bajío, en annar stjórnandi h(jómsveitarinnar er Örn Óskarsson. Á efnisskrá tónleikanna eru eingöngu verk eftir norr- æna tónskáld, þar á meðal flautukonsertinn Evridís eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Heiðurinn af þessu framtaki á hljómsveitarstjórinn Örn Óskarsson. / g held þetta sé eitt af fyrstu skiptunum sem íslenskt hljómsveitarverk er flutt á tónleikum utan Evrópu, ef frá eru talin verk eftir Jón Nordal, sem flutt hafa verið í New York og hugsanleg verk Hafliða Hallgrímssonar. Þetta er því mikill viðburður fyrir íslenskt tónlistarfólk,“ sagði Áshildur í samtali við Morgunblaðið. Filharmnicaó del Bajó er fylkishljómsveitin í Gu- anajuato fylki í Mexíkó, og eru þrír þessarar fimm tónleika haldnir í samnefndri höfðuðborg fylkisins. Að'sögn Áshildar eru þeir í aðaltónleikasal borgarinn- ar, frægu 19. aldar húsi, sem hún sagði að virtist ekki síður draga að sér áheyrendur en efnisskráin eða flyjendumir. „Ég hef á tilfinningunni að þó nokkur hluti áheyrenda séu ferðamenn. Sjálfir eru mexíkan- amir alveg yndislegir.“ Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari. Viðtöl við Áshildi hafa birt í mexíkönskum blöðum og fjallað hefur verið um Þorkel Sigurbjömsson og verkið, að sögn Arnar Óskarssonar. Áshildur útskrifaðist frá Tónlistarskóla Reykjavíkur 17 ára, fór síðan til Bandaríkjanna til náms í New England Conservatory í Boston, þaðan sem hún lauk BA prófi vorið 1986 og tveimur ámm síðar lauk hún meistarprófi frá Juilliard skólanum í New York. í haust f luttist hún til Parísar þar sem hún sækir eink- atíma, en hefur einnig nokkuð að gera við tónleika- hald. Framundan hjá henni em tónleikar í Svíþjóð og Bretlandi. Öm Óskarsson var í þijú ár við nám í hljómsveitar- stjórn við Tónlistarháskóla Washingtonfylkis í Seattle í Bandaríkjunum, en hann lauk prófi þaðan vorið 1989. Örn sá hljómsveitarstjórastöðuna hjá Filharmnicaó del Bajío auglýsta þegar hann var á ferð í Mexíkó um svipað leyti, sótti um og fékk stöðuna. Hversu lengi Örn verður í Mexíkó er óráðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.