Morgunblaðið - 27.01.1990, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.01.1990, Qupperneq 8
8 B MORGUNBLAÐID UUGAHDAGUK 27. JANÚAR 1990 Sjónvarpsmanninn Sig- mund Erni Rúnarsson þekkja víst flestir landsmenn og hafa áreiðanlega gert sér nokkuð glögga hugmynd um hvern mann þetta kunnuglega andlit hefúr að geyma. Ljóðskáldið Sigmund Erni Rúnarsson þekkja líklega færri þó hann hafi gefíð út þrjár ljóðabæk- ur, þá síðustu nú fyrir nýliðin jól, Stundir úr lífí stafrófsins. Tvær hliðar á sama mannin- um, ljóðskáld og andlit á skjánum; snarlegur frétta- maður og íhugult, innhverft skáld. Eg hef fengist við ljóða- gerð allar götur frá því ég var í Menntaskól- anum á Akureyri. Eins og fleiri á þeim árum var ég með ritræpu og skrifaði ljóð og smásögur sem birtust í skólablaðinu. Fyrstu ljóðabókina, Kringumstæður, gaf ég út 1980, árið áður en ég útskrifaðist úr MA,“ segir Sigmundur Ernir þeg- ar ég spyr hann um upphaf ljóða- gerðarinnar. Ljóðagerð er greini- lega ekkert stundargaman í lífi Sigmundar Ernis því þremui árum síðar gaf hann út aðra ljóða- bók, Óstaðfest ljóð 1984. „Það má segja að ljóðin í þessum tveim- ur bókum séu leit að efniviði," segir hann um fyrri bækurnar. „Stundir úr lífi stafrófsins er ólík þeim fyrri hvað varðar vinnu- brögð, þau eru agaðri og virðing- in fyrir orðinu er meiri. Ljóðin eru einnig persónulegri en í fyrri bók- unum.“ Eiga áhorfendur þínir úr sjón- varpi erfitt með að taka þér sem ljóðskáldi? „Ég hef alltaf verið mjög dreyminn í mér og ljóðrænn, sem í mínum huga er staðfesting á því að ljóðagerð og ljóðalestur er fyrst og fremst spuming um kar- akter. Blaða- og sjónvarps- mennska eru kannski taldar and- stæður slíkra eiginleika og sumum finnst það hugsanlega sýndar- mennska að ég þurfi að trana mér inn á svið ljóðlistarinnar. En ég þarf greinilega að gera það og mínum huga getur þetta farið ágætlega saman. Andstæðurnar Ljóðabækur eru mínar kirkjur bæta hvor aðra upp. Ég held að fjölmiðlamenn séu fyrst orðnir hættulegir þegar þeir hugsa ekki um annað en fjölmiðla. Ljóðið er vitaskuld miðill en sá miðill sem er jafnframt fjarlægastur sjón- varpi. Ef sjónvarp er æsilegasti miðillinn þá er ljóðið sá einlæg- asti. Áhorfendur sjónvarps og les- endur ljóða eru tvær ólíkar skepn- ur og menn ætlast ekki til sömu hluta af sjónvarpi og ljóðum nema ef vera skyldi heiðarleika í báðum tilvikum. Ég á ekki von á að rugla sjónvarpsáhorfendur í ríminu þó ljóðin birti aðra hlið á minni per- sónu. Ég vona að þeir skilji að ég er maður.“ Hvar tengjast þessar andstæð- ur í þínum huga? „Sjónvarp er hraður, uppá- þrengjandi, óvæginn og hávaða- Sigmundur Ernir Rúnarsson segir frá hinni hliðinni - Ijóðskáldinu í sjálfum sér samur miðill - ljóðið er alger andstæða þess. Fjölmiðlun er tækifæri til að kynnast sviðum þjóðlífsins, kynnast alls konar fólki, alls konar tilfinningum. Þetta gerist mjög hratt og maður hefur úr meiru að moða. Engu að síður er öfgafullt að fást við þetta tvennt. Blaðamenn og fréttamenn eru ekki aðeins gagn- rýndir fyrir slæmt málfar, þeir eru líka gagnrýndir ef þeir gerast of háfleygir. Maður þarf alltaf að sigla lygnan milliveg í tjáningu í sjónvarpi. Ljóðin veita tækifæri til að sleppa taumnum lausum.“- Er þá ekki oft erfitt að halda aftur af sér og sigla milliveginn? „Jú, en fólk hringir og segir skoðanir sínar umbúðalaust og maður fær jafnt skömm í hattinn fyrir einhæft sem uppskafið mál- far. Það er stundum þrúgandi að leita að orðum og orðtökum sem nokkuð öruggt er að fiestir skilji. Leita sífellt að lægsta samnefnar- anum í tungumálinu. Þó er auð- veldara að leyfa sér fallegt, lit- skrúðugt mál í blaðagreinum - lesandinn hefur orðin fyrir framan sig og getur melt þau í róleg- heitum. Fram að þessu hefur ekki verið hægt að fletta skjánum sem er hræðilegur ókostur við sjón- varp. Sjónvarp er oftast meiri tal- miðill en ritmiðill og þar er beitt eðlilegu talmáli sem er aðeins u.þ.b. 2.000 orða forði.“ . Er þetta þá hin þægilegasta sambúð á milli ljóðskáldsins og sjónvarpsmannsins? „Nei, það eru oft átök á milli þeirra á þann hátt, að þegar mað- ur losnar úr vinnunni er maður orðinn þreyttur á fólki sem er uppistaða ljóða. í mínum huga er ljóðagerð frá sjónarhorni ljóð- skálda, ekki síst þeirra eigin íhug- un og afslöppun - ljóðagerð krefst mikillar kyrrðar og afslöppunar. í>etta tvennt er vitaskuld mjög nauðsynlegt eftir erilsaman dag. Ljóðabækur eru mínar kirkjur.“ Hvað með sjónvarpið? Er það ekki miðillinn til að slappa af yfir fyrir sjónvarpsmanninn sjálfan? „Ég horfi lítið á sjónvarp nema þegar ég er þannig stemmdur að ég vilji láta mata mig eins og ungbarn. Það er mjög hollt fyrir þá sem vinna við sjónvarp að vera ekki alltaf að góna á þennan sama glugga. Þeim er hollara að horfa á það sem gerist utan hans. Þar er það að finna sem um á að fjalla. Sjónvarp - rétt eins og Ijóð - á ekki að fjalla um sjálft sig.“ Um hvað fjalla þá ljóðin þín? „í mínum ljóðum er ég að reyna að nálgast fólk og atburði á þann hátt sem sjónvarpi er illmögulegt. Ég er að lýsa líðan og tilfinning- um, segja frá upplifunum og draumum og þrám með þeim orð- um sem hæfa efniviðnum best - akkúrat það sem ekki er hægt í sjónvarpi. Þar er aldrei hægt að meitla nokkurn skapaðan hlut án þess að eiga á hættu að fólk mis- skilji það. Líkingar hæfa ekki í sjónvarpi. Ljóðin í Stundir úr lífi stafrófs- ins eru mjög persónuleg og bókin er eins konar uppgjör mitt við náin kynni. Ég held að Ijóð muni alltaf fást við fólk og ég reyni að segja skoðun mína á fólki um- búðalaust vegna þess að í mínum huga eiga ljóð ekki að hafa neinar umbúðir. Þau eiga að segja sína meiningu á eins meitlaðan hátt og orðin geta megnað. í ljóðinu er maður alltaf einn - einn með orðinu - og við ljóðagerð er mað- ur ákaflega samkvæmur sjálfum sér og ekki upp á aðra kominn. Maður þarf því i engum tilvikum að sýnast, með öðrum orðum; ljóð eru til þess gerð að öskra, gráta og hlæja. Slíkt gerir maður helst ekki í sjónvarpi, a.m.k. ekki þeir sem stjórna þáttum og koma fram sem andlit sjónvarpsstöðva. Þar gildir hin hlutlausa gríma og snyrtilegur bindishnútur." Viðtal: Hávar Sigurjónsson Guðrún r Einarsdóttir. Ainogu að taka hér heima Ung myndlistarkona, Guðrún Einarsdóttir, opnar í dag sýn- ingu í Gallerí Nýhöfti við Haftiarstræti í Reykjavík. Það er óhætt að segja að þetta sé önnur einkasýning Guðrúnar, en fyrri sýning hennar, í Hafnargalleríi árið 1988, kom til með litlum fyrirvara skömmu eftir að hún útskrifaðist frá Mynd- lista- o g handíðaskóla íslands og stóð uppi skamman tíma. Sýningin í Nýhöfn á sér öllu lengri aðdraganda og segist Guð- rún hafa verið að vinna að henni í tæpt ár. Morgunblaðið/Keli Þegar Guðrún útskrif- aðist úr málaradeild Myndlista- og handí- ðaskólans sagði hún ekki alveg sagt skilið við skólann, því hún bætti þar við sig einu ári í fjöltæknideild (áður nýlistadeild). „Fjöltæknideildin er örðuvísi en málaradeildin, það fara þar fram aðrar umræður og meira farið út í efni og rými. Ég hafði mjög gott af því að bæta þessu ári við mig, það víkkaði sjóndeildarhringinn og viðhorf mitt til lista varð annað. Það gaf mér líka ákveðið frelsi og opnaði sýn á aðra möguleika. Mér finnst til dæmis að það skipti ekki máli hvaða efni þú notar og hvernig þú notar það heldur hvc-r útkoman verður." Myndir Guðrúnar hafa tekið nokkrum breytingum síðasta árið og litir eru horfnir úr nýjustu myndum hennar, sem eru annað hvort svartar eða hvítar. „Það er eðlilegt að verkin taki breytingum þegar maður er sjálfur alltaf að Guðrún Einarsdóttir sýnir í Nýhöfn breytast og svo má líka segja að allt sem ég geri séu tilraunir. Ég fer á flug í því sem ég er að hugsa, framkvæmi síðan og svo gerist eitthvað á fletinum sem hefur áhrif á það sem ég fram- kvæmi næst, en ég ákveð ekki beint hvað ég ætla að gera. Þann- ig leiðir eitt af öðru og þannig hurfu litirnir smám saman úr myndunum sem voru með lit því þegar sumar þeirra voru orðnar alveg hvítar gerðu hinar kröfu um að verða það líka. En það er ekki það eina sem hefur breyst í verk- unum, því þau eru orðin meiri „relief" verk (lágmynd). Það er komin í þau þriðja víddin. Ég mála út frá umhverfinu, í víðum skilningi, og myndirnar eru mín upplifun á þeim hughrifum sem ég verð fyrir. Ég skissa aldr- ei, en tekur stundum Ijósmyndir niðri í fjöru, af steinum, þara, sandi og jafnvel himninum." „Ég var búin að fá inni sem gestanemandi í Kunstfall skólan- um í Stokkhólmi, en Svíðþjóð frei- staði mín ekki nógu mikið til að ég væri tilbúin til að rífa mig upp og fara þangað með fjölskyld- una,“ svarar Guðrún því hvort hún sé ekkert á leiðinni í framhalds- nám erlendis. „Ég er líka svo barnaleg að mér finnst af nógu að taka hér. Við erum hvort eð er öll samhangandi, hluti af sömu heildinni, hvar svo sem við erum. Hitt er annað mál að það hafa allir gott af því að fara út og þá til að komast í annað andrúmsloft og snertingu við aðra strauma. Draumurinn er auðvitað að geta farið út, helst tvisvar á ári á ólíka staði, dvelja þar í einhvern tíma og vinna, ef maður hefði til þess aðstöðu og peninga til að kaupa efni.“ MEO »

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.