Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1990 ÞVÍ GÓDA Á EKKIAD TAKA SEM SJÁLFSÖGDIil HLUT Hanna Ólafsdóttir Forrest hefur verib med leikfimiþcetti á handarískum sjónvarpsstöbvum í 20 ár, skrifaó hcekur og búid til myndbönd um líkamsrækt. eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur/myndinÁrni Sæberg Ég hét því aö næöi ég naér skyldi ég fara vel meó heilsuna og hjálpa öórum sem ætlu vió heilsubresl aó stríóa. Þaó væri gaman aó ná ■ kynslóóina sem er komin yfir sexlugt og hefur aldrei stundaó leikfimi aó ráói. ^7 Flísamyndir. Plokkfískur Önnu. HÚN HEFUR stuttklippt ljóst hár og er í leðurdressi, vöxturinn er eins og hjá ung- píu og andlitið kátt. Hanna Ólafsdóttir Forrest virðist búa yfír mikilli lífsorku og hefúr smitandi hlátur. í tutt- ugu og fímm ár hefur hún verið búsett í Bandaríkjun- um en komið heim oft á ári og langar að vera hér lengur í senn. Þegar hún var barn að alast upp á Húsavík fékk hún hina svokölluðu Akur- eyrarveiki og ólag komst á starfsemi tauga til hjartans svo að hún þurfti að liggja rúmföst rúmt ár og átti lengi við þessi veikindi að stríða. Hún segir það hafí verið mikil reynsla fyrir ungt barn og átti sennilega drýgstan þátt í að seinna dreif hún sig í íþróttakennaraskólann. Nokkru síðar giftist hún til Bandaríkjanna og fór að fást við leikfímikennslu og heilsurækt löngu áður en það komst í tísku þar í landi. Hún hefúr verið með sjónvarps- þætti um leikfími í banda- rískum sjónvarpsstöðvum svo árum skiptir, nánar til- tekið 20 ár, og hún hefúr gert myndbönd og skrifað bækur um leikfími sem hafa selst í stórum upplögum. Nú er hún hér með nokkurra vikna námskeið í Dansstúdíói Sóleyjar og vonast til að vinna lengur á ári hveiju hér heima. „Börnin eru farin af höndum og ég hef rýmri tíma og mér fínnst það gæti verið spennandi verkefni," segir hún. 1 hitti hana á heimili vinkonu hennar, Rúnu Brynjólfsdótt- ur, sem bjó lengi í Ohio og var þekkt fyrir- sæta. Við borð- uðum gómsætt döðlubrauð sem Rúna bar fram. Ég spurði: Hvern- ig er fyrir barn að vera bundið við rúmið á þeim aldri þeg- ar athafna- þörfin er á fullu? „Það var mjög erfitt. Lengi vel varð ég að fara varlega og þoldi ekki geðshræringu, hvorki til gleði né sorgar. En þar sem allt fór vel get ég séð að þessi lífsreynsla þroskaði mig og ég hugsaði öðru- vísi eftir. Ég lofaði sjálfri mér þá að n'æði ég mér skyldi ég alltaf fara vel með heilsuna og reyna að hjálpa öðrum sem ættu við heilsu- brest að stríða. Ég var lengi að ná eðlilegum þrótti en með leikfimi og varkárni kom þetta smám saman. Þegar ég hafði lokið skólanámi sótti ég um inngöngu í íþróttakennara- skólann á Laugarvatni og fannst það mjög gott og gagnlegt nám. Fyrir nú utan að ég gerði mér enn betur grein fyrir því hvað leikfimin átti vel við mig.“ Þetta var löngu áður en almenn- ur áhugi varð fyrir líkamsrækt. Enn var verið að útvega sér vottorð til að losna við leikfimina og heilsu- fæði var varla nema fyrir sérvitr- inga. Nokkru eftir íþróttakennarapróf giftist Hanna Bandaríkjamanni og f luttist út með honum. Þau eignuð- ust 3 börn og fluttust alfarin út 1964. Hver var svo aðdragandi að sjón- varpsleikfiminni? „Eins og ég sagði skildist mér það bami að góð heilsa er það dýr- mætasta sem maður á. Eftir að ég f luttist út og við settumst að í Col- umbus í Ohio fór ég að kenna í offiseraklúbbi og var með líkams- ræktarnámskeið og fékkst við sund- þjálfun. Það var prýðilegt enda varð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.