Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1990 „ ég veit ekk) hvaá fetta-er, en þetta er nytt og erdurbottt^svof>aí hlifhirri ventgotb!* * Ast er... .. .að sýna riddara- mennsku. TM R«fl. U.S. Pat Off.—all riflhta rasarved ® 1990 Los Anfletas Times Syndicate Þú hefðir ekki átt að hrósa súpunni hennar svona æð- islega... HÖGNI HREKKVÍSI „HAKJVJ VAMN ATA í PÓKBK, EINU SINMI EXJM." Á FÖRIMUM VEGI Frá uppboði á Fiskmarkaði Hafnarfjarðar. „Brögð væru að því, að íslenskir f iskkaup- endur seldu léttsaltaðan fisk til Dan- merkur eða Englands, þar sem hann væri síðan fullsaltaður. Þaðan færi hann til Spánar, Portúgals og Ítalíu og væri seldur á sama markaði og fiskur, sem fullunninn erá íslandi." Hart barist um fískinn ÞRÍR fiskmarkaðir hafa verið starfræktir á undanförnum árum í höfuðborginni og nágrenni hennar; Faxamarkaður í Reykjavík, Fisk- markaðurinn í Hafharfirði og Fiskmarkaður Suðurnesja. Blaðamað- ur Morgunblaðsins brá sér á uppboð hjá Fiskmarkaðinum í Hafiiar- fírði í vikunni og var þar líf í tuskunum, hart barist um hvern físk. Kvörtuðu menn yfír of litlu fískframboði og þar af leiðandi of háu verði. Starfsmenn markaðarins höfðu mætt til vinnu klukkan sex um morguninn til að taka á móti fiski úr bátunum og undirbúa uppboðið, sem hófst klukkan níu. Þá tók upp- boðshaldarinn að falbjóða fiskinn og seldi allt frá þremur steinbítum í kassa upp í mörg bretti af karfa. Hátt í þijátíu fiskkaupendur fengu númer, sem þeir síðan réttu upp þegar uppboðshaldarinn nefndi krónutölu sem þeir töldu viðunandi. Margir kaupendanna höfðu verið á uppboði á .Faxamarkaðinum, sem hófst klukkan hálf átta um morgun- inn, og áttu eftir að bjóða í fiskinn í Grindavík um þrjúleytið. Margir þeirra fara á alla markaðina nánast hvem virkan dag ársins. Einn þeirra er Ingvi Guðjónsson, starfsmaður Hvaleyrar hf. í Hafnarfirði. Hann kvaðst ekki aðeins vera kaupandi því hann væri einnig viðriðinn söl- una, sem fram fer á mörkuðunum, því útgerðarfyrirtækið Samheiji á Akureyri ætti stóran hlut í Hval- eyri. Ingvi kvartaði undan fiskverð- inu á mörkuðunum að undanfömu og sagði að ufsinn hefði daginn áður farið á þreföldu lágmarksverði Landssambands íslenskra útvegs- manna. Hann kvað þessi viðskipti reyna nokkuð á taugastyrk kaup- endanna, því þeir tækju oft tals- verða áhættu. Þeir vissu sjaldnast hvaða fiskur og hversu mikið yrði í boði daginn eftir og hvort hag- stæðara væri að bíða með kaupin. í Þýskalandi væm uppboðin hins vegar skipulögð langt fram í tímann og þar væri því hægt að skipu- leggja fiskkaupin betur. Gísli Geirsson, sem rekur Sjávar- fisk sf. í Hafnarfirði ásamt föður sínum, var fyrsti fiskkaupandi Fisk- markaðarins í Hafnarfirði, sem hóf starfsemi sína fyrir rúmum tveimur ámm. Hann keypti um tvö tonn af þorski, en fyrirtæki hans vinnur saltaðan, hertan og frystan fisk. Hann kvartaði yfir of litlu fisk- framboði og sagði mikinn kvóta hafa verið fluttan af svæðinu. Þá Víkverji skrifar Nú hefur verið tekið í notkun nýtt ruðningstæki til þess að hreinsa snjó af gangstéttum í borginni. Er þessi snjóplógur hinn afkastamesti, og þar sem honum hefur verið beitt reynist greiðfært fyrir gangandi vegfarendur. Er að sjálfsögðu þakkarvert að svo skuli að málum staðið, en þó er rétt að minna á að til er önnur aðferð til að halda gangstéttum snjólausum, öllu áhrifameiri og þægilegri i alla stáði. Hér er átt við að notað sé afrennsli hitaveitu- vatnsins til þess að hita upp gang- stéttirnar og bræða af þeim snjó- inn. xxx Víkverji er satt að segja undr- andi á að þessi aðferð skuli ekki almennt notuð hér í borg- inni. Margir álíta vafalaust að það sé vegna kostnaðarins, en hann yrði tiltölulega lítill, ef rör væru lögð í gangstéttirnar um leið og gengið er frá þeim. Vatnið kostar ekkert, þetta er afrennslisvatn, sem þegar hefur hitað hýbýlin, en með þessu móti er það nýtt enn betur áður en það vermir skolp- ræsin. Vissulega verður framkvæmdin dýrari, ef taka þarf upp gangstétt- arhellur sérstaklega til þess að leggja rör undir þær. En á hverju ári er unnið meira eða minna að viðgerðum á gangstéttum og skipt um hellur, eða gangstéttirnar teknar upp vegna viðgerða á öðr- um lögnum. Ymsir hafa notfært sér þetta og látið í leiðinni leggja heitavatnsrör fyrir framan hús sín. Eru gangstéttirnar þar alltaf auðar. Víkverja var gengið um eina slíka götu nýíega. Þar höfðu langflestir nýtt sér þennan mögu- leika, en þó ekki allir. Fyrir fram- an eitt og eitt hús var snjó og slap. Sennilega hafa eigendur þeirra ekki áttað sig á hvílíkur munur það er að hafa gangstéttina fyrir framan húsið hreina — og þurfa ekki að vaða inn á blautum skón- um, kannski saltbornum. XXX Iraun má spyrja hvort það sé ekki borgaryfirvalda að hafa forgöngu um hitalagnir í gang- stéttir. Hvort að sú aðferð til að halda þeim snjólausum sé ekki gáfulegri en snjóruðningar á vetr- um. Víkverji hefur ekki á reiðum höndum hver kostnaður af því yrði, en hann getur vel ímyndað sér að það margborgaði sig fjár- hagslega þegar til lengri tíma er litið. Eitthvað hljóta þessi nýju tæki að kosta að viðbættum kostn- aðinum við sjálfa hreinsunina. En hvað sem kostnaði líður er hitt víst að þau þægindi, sem það skapaði borgurunum, yrðu marg- föld á við það sem nú er, svo ekki sé minnst á hve slysahætta af völdum hálku minnkaði stórum. Vissulega hlýtur þetta að vera umhgusunarefni fyrir okkar dug- mikla borgarstjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.