Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1990 C 29 Leggjum „dýra“- landbúnaðinn niður Svar til fyrrverandi bónda Morgunblaðið/Ámi Sæberg kvað hann nauðsynlegt að hætt yrði að flytja út óunninn fisk, út- lendingar ættu að kaupa hann hér á landi og sitja við sama borð og íslenskir kaupendur. Hann bætti við að brögð væru að því að íslenskir fiskkaupendur seldu léttsaltaðan fisk tii Danmerkur eða Englands, þar sem hann væri síðan fullsaltað- ur. Þaðan færi hann til Spánar, Portúgals og Ítalíu og væri seldur á sama markaði og fiskur, sem fullunninn er á íslandi og seldur á vegum Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda. Jón Ægir Pétursson keypti um hálft tonn af ýsu og þijár vænar lúður fyrir fiskbúðina Hafrúnu. Hann sagði verðlagið fara „hratt stígandi eins og í öðrum kommún- istaríkjum" en kvaðst þó þokkalega sáttur við kaup dagsins. Hann lagði áherslu á að fiskmarkaðirnir hefðu stuðlað að auknum gæðum þar sem „tossarnir" fengju ekki lengur sama verð og þeir, sem temdu sér vand- aðri vinnubrögð. Uppboðið stóð í um klukkutíma, en þá tóku starfsmenn markaðarins til við að koma fiskinum í vörubíla og gáma, þrífa og taka á móti fiski fyrir uppboð morgundagsins. Til Velvakanda. Fyrrverandi bóndi sendir nokkrar spurningar í dálki sínum vegna skrifa minna og vona um að loðdýra- iðnaðurinn fari sem fyrst á hausinn með söng og hljóðfæraslætti. Bóndinn spyr hvort farið sé illa með loðdýrin í loðdýrabúunum. Því er afarfljótsvarað kæri bóndi. Alveg örugglega fer vægast sagt illa um þau. Og alveg örugglega fer jafn illa ef ekki verr um kjúklingana í þessum helstefnubúrum sem nú ryðja sér til rúms um allan „kjúkl- ingaiðnaðinn". Einnig má slá því mjög föstu að svínUnum í svínabú- unum líði síst betur. Þetta ætti ekki að þurfa að deila um. Því tek ég fullkomlega undir ályktun þína að allur kjúklinga- og annar búraiðnaður landsins fari á hvínandi hausinn og því sömu leið niður skólpræsi markaðslögmálanna og loðdýraiðnaðurinn er að gera. Og klæða- og fæðueftirspurn okkar beinist í átt að jurtaríkinu í síaukn- um maeli. Ég vil aðeins benda þér á bóndi góður að skv. nýlegum rannsóknum sem ég var að lesa um í bandarísku tímariti þá eru yfir 90% allra þess- ara dýra, sem alin eru upp í búrum, sem og annarra þeirra dýra sem tjóðruð eru niður allan sólarhringinn og/eða sem aldrei ganga laus utan- dyra, eru alvarlega geðveikir ein- staklingar að mati dýrasálfræðinga. Þessi hegðun þeirra kemur m.a. fram í því að þau eru mjög afskipta- laus gagnvart afkvæmum sínum fái þau á annað borð nokkurn tímann að sjá þau eða umgangast, sem afar sjaldgæft er. Einnig eru viðbrögð og hegðan þessara dýra í hróplegu ósamræmi við hegðan svipaðra dýra sem fá að alast upp í faðmi fijálsu náttúrunnar. Allar rannsóknir á þessum vesalings eilífðarföngum okkar mannanna sýna svo ekki verð- ur um villst um þetta efni að: Fang- elsuðu dýrin eru bæði verulega sál- sjúk og stórlega geðveik að nánast öllu leyti sem rannsakað hefur ver- ið. — Þetta á ekki síður við um dýr í dýragörðum. Ég vil hins vegar fúslega viður- kenna það að skv. þessum sömu rannsóknum sem ég frétti af að hálfvillt dýr eins og t.d. mestallt íslenska sauðféð er, þ.e. dýr sem stóran hluta ársins eru fullkomlega* fijáls í villtri náttúru eins og íslensku kindurnar óumdeilanlega eru uppi á afréttum á sumrin (illu heilli afréttanna vegna), voru miklu síður geðveik og mun færri sálsjúk- ir einstaklingar voru í þeirra hópi miðað við hina alfangelsuðu saman- burðarhópa. Augaleið gefur líka að sauðfjár- hald Islendinga er þó miklum mun mannúðlegri skepnuskapur heldur en þessi helför sem alifuglarnir og loðdýrin í búrunum standa nú í vegna siðferðisskorts menningar okkar mannanna (munið: Homo Sapiens = Hinn hugsandi maður.) Það er ekki rétt hjá þér bóndi góður að landbúnaðurinn brauðfæði þessa þjóð. Landbúnaðurinn er stór- kostlegur baggi á þjóðinni, bæði fjárhagslega og heilsusamlega. Það er sjávarútvegurinn sem heldur allri þessari veislu hér uppi, — einnig landbúnaðinum. Það er ekki bara ég og aðrir námsmenn sem eru byrð- ar sjávarútvegsins, heldur allir bændur landsins líka. Bændur eru eina stéttin hér á landi sem fær að stunda vemdaðan sportatvinnuveg á kostnað almennings upp á 12-18 milljarða á ári eftir því hvernig reiknað er. Og það allt saman verð- ur sjávarútvegurinn að borga með myrtum þorskum og loðnum í hundruðum milljóna- og þúsunda milljónatali af þessum einstakling- um. Við þurfum semsagt að kúga og myrða þorskinn til að hafa efni á að kúga og myrða búpeninginn sem er í helsi landbúnaðarins hér. Smekklegt það? Eða er það ekki? En ég hef ekki nokkrar áhyggjur af því að þjóðin kæmist ekki af þó rándýri „dýra“-landbúnaðurinn legðist af fljótlega, t.d. í byijun næstu aldar, og sjávarútvegurinn síðan fljótlega á eftir. Við getum og ættum (ekki síst heilsu okkar vegna) að taka upp síaukna græn- metis- og ávaxtaneyslu, sem að lok- um útrýmdi þessari helför dýranna sem og okkar eigin ekki síður. Og ég bara vorkenni ekkert þess- um hræætum hér í mannheimi að þurfa að leggja sér til munns heil- brigðari og.umfram allt siðferðilega miklu betri mat en þessir náir eru. Siðmenntað fólk á ekki að láta bjóða sér að setjast til borðs þar sem lík eru á boðstólum. Magnús H. Skarphéðinsson Til hvers var kos- ið um hundahald? Til Velvakanda. Lengi var Reykjavík talin ein hreinasta höfuðborg heims. Hér var lítil mengun og sóðahverfi (slum) fyrirfundust ekki. Margir erlendir gestir tóku eftir að hér voru götur hreinar og höfðu orð á að ólíkt því sem víða gerist erlendis væru stræti og torg í Reykjavík laus við hundaskjt. Enn er borgin hreinleg þótt mengun hafi aukist með sívaxandi bílafjölda. Sóða- hverfi er hér heldur ekki að finna þð miðbærinn líkist helst slíkum hverfum um helgar. En einu er aft- ur farið. Nú er kominn hundaskítur á ýmsar götur í úthverfum, enda þótt miðbærinn virðist ennþá laus við þann ósóma — en hve lengi? Flestum er í fersku minni að meirihluti þeirra sem greiddu at- kvæði um hundahald í Reykjavík var andvígur slíku dýrahaldi. Urslit atkvæðagreiðslunnar voru ótvíræð. Það var því sem hnefahögg í andlit fóiks sem er annt um hreina borg, að niðurstaða var hundsuð og því lýst yfir að hundahald yrði áfram um sinn en með hertum reglum. Nú er komin nokkur reynsla á þessar svokölluðu hertu reglur. Einn borgarfulltrúi meirihlutans lýsti yfir að frá því nýjar reglur tóku gildi yrði stranglega bannað að hafa lausa hunda nema á upp- fyllingu í minni Elliðaáa. Bannað yrði að láta hunda vaða um Óskjuhlíð og fleiri útivistarstaði sem tilteknir voru. Eigendur hunda eða umráðamenn væru skyldir að hreinsa upp skít eftir hunda sína o.fl. og fleira. Hvernig er svo framhaldið? í Öskjuhlíðinni eru lausir hundar hvern dag og nú er svo komið að margir þeir sem gengu um þessar slóðir sér til ánægju og heilsubótar forðast staðinn. Hundafólk kemur með hundana í bílum. Sleppir þeim upp í hlíðina og í nágrenni og situr í bílnum og reykir meðan kvikindin hlaupa og skíta. Sama saga er með leiðina upp frá Nauthólsvik. Þangað koma margir akandi, sleppa hund- unum út og aka svo á eftir þeim meðan þeir hlaupa, en gangandi fólk sem gjarnan er á slóðinni verð- ur fyrir verulegu ónæði og stundum ásókn, því oft sýna hundarnir tenn- ur. Þetta er nú heilsubótin sem hundahaldarar telja fram málstað sínum til stuðnings: Að hundurinn þurfi hreyfingu og þá sé eigandinn nauðbeygður að fara með hann í gönguferð. Viðurkennt skal að þetta gera einstaka og þá helst á svæðinu við Elliðavog. Hinir eru allt of margir, sem hundsa reglur og fara sínu fram. Þetta er til mik- illar vansaémdar fyrir jafn ágætan stað og Reykjavík. Vesturbæingur Djasstónleikar sunnudag kl. 21.30 Hljómsveit Kristjáns Magnússonar Kristján, píanó - Þorleifur Gíslason, saxófónn - Tómas R. Einarsson, kontrabassi - Guðmundur R. Einarsson, trommur. Efni m.a.: The Real Book. Heiti potturinn Fisctiersundi Stjórn verkamannabústaða Garðabæ. UMSÓKNIR. Stjórn verkamannabústaða í Garðabæ óskar eftir umsóknum um kaup á 8 tveggja til fjögurra her- bergja íbúðum í verkamannabústöðum í Garðabæ vegna framkvæmda á árinu 1990. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilmála þessara íbúða gilda lög nr. 81/1988. Umsóknareyðublöð verða afhent á bæjarskrifstof- um Garðabæjar, Sveinatungu, frá 29. janúar 1990. Umsóknum skal skila eigi síðar en 21. febrúar 1990. Garðabær Búta- og rýmingarsala ! Bútar og gluggatjaldaefni í metratali SKIPHOLTI 17A. SÍMI 12323 Cvlvivjf/Xv, fepil J IKr • J 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.