Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1990 C 15 endaði með því að ég var beðin að sýna leikfimi í þættinum. Ég var mjög feimin en herti mig upp og það gekk bærilega. Eftir það var mér boðið að hafa minn eigin þátt sem á nú 20 ára starfsafmæli í febrúar. Fyrsti þátturinn var kallað- ur „Qje feminine with Hanna“ og sjónvarpsstöðin seldi hann út um allt, til fjölda stöðva í mörgum ríkjum. Ég hafði í boði alls konar æfingar til dæmis fyrir konur sem sitja mikið, ég lagði áherslu á maga- æfingar, æfingar fyrir fólk með gigt, enn aðrar fyrir ófrískar konur og svo fyrir þær sem voru í góðu formi.“ Og slóstu í gegn? Hún hló. „Ég held að þetta hafi orðið svona vinsælt af því að það var eitthvað fyrir alla. Ég notaði fjölbreytta músík sem féll að æfing- unum. Svo fylgdu þessu ferðalög út um allt og ég tók þátt í sjónvarps- þáttum víðar og ég notaði tækifær- in og kynnti mér ýmsar nýjungar o.fl. o.fl. Seinna setti ég á stofn heilsuklúbb og það leið ekki á löngu uns ég var komin á fulla ferð. Ég hafði afar gaman af þessu.“ Þau hjónin skildu um það leyti sem hún hóf að gera þætti fyr- ir sjónvarp. „Eftir skilnaðinn fannst mér að félli ég frá ættu börnin mín eiginlega engan að. Svo ég hugsaði mér að flytj- ast heim til íslands en krakkarnir festu hér ekki yndi og eftir nokkurra mánaða dvöl fórum við aftur til Columbus. Ég leigði mér íbúð og byijaði upp á nýtt. Þá setti ég þennan heilsuklúbb á lagg- irnar sem ég minntist á og hann var samtímis myndbanda- klúbbur þannig að kona gat komið hve- nær sem henni hent- aði, fengið spólu og gert prívat sínar æf- ingar. í hádeginu var heilsumatur, salöt og léttar samlokur og það varð mikil aðsókh og við seldum meira að segja mat líka í fyrirtæki í grenndinni. Þama komu að stað- ___ aldri yfir 100 konur og ég neita því ekki að þetta var allt ansi mikið streð en bömin mín voru mjög dugleg að hjálpa mér. Sjón- varpsþættir bættust við og þó allt kostaði mikla vinnu fór þetta smám saman að skila árangri. Það er mikil vinna að sjá ein um 3 börn án hjálpar en ég er montin af því að hafa getað þetta ein og mér finnst það hafa gert mig sterka og sjálfstæða.“ ég að fást við eitthvað því að ég var einmana og fánnst ég dálítið einangruð. Ég var úr stórri fjöl- skyldu og saknaði fólksins míns. Var ekki sterk í málinu og fannst ég hálf umkomulaus. Það æxlaðist einhvem veginn svo að ég fór sem áhorfandi á sjónvarpsþátt NBC sem verið var að taka upp og spyijand- inn kom á eftir til áhorfenda og fór þá meðal annarra að spjalla við mig. Þegar hann heyrði ég var frá íslandi fylitist hann áhuga og spurði hvort ég vildi vera gestur hans í sjónvarpsþætti daginn eftir því að Frankie Avalon sem átti að vera í þættinum hafði orðið strandaglópur í New York. Hann bað mig líka að koma með einhveija íslenska gripi og sýna. Og ég mætti galvösk með íslenskt gæruskinn, sláturkepp og skart og var alveg að farast úr feimni. En ég reyndi að útskýra eftir bestu getu hvað þetta var — og þegar að slátrinu kom vafðist mér tunga um tönn því eins og ég sagði var ég ekkert of sleip í ensk- unni. Svo barst talið að því ég feng- ist við að kenna leikfimi og það Börn Hönnu eru nú öll farin að heiman, sú elsta er í framhaldsnámi í tölvukennslu, sonur hennar er læknir og er í sérnámi og yngri dóttirin lærði snyrtingu og íhugar að fara í háskólanám. Allir krakk- arnir skilja íslensku og tala hana allbærilega enda hafa þau oft kom- ið heim. „Sjálf finn ég það æ betur eftir því sem árin líða hvað ég er tengd þessu landi og þarf á því að halda að geta verið hér. Mig langar til að vera hér til að vinna og fara út til að slappa af. Hingað til hefur þetta verið alveg öfugt. Svo er margt sem kallar á mig, ég á hér aldraða móður sem hefur komið út til mín árlega í 20 ár en hún á orð- ið örðugra með ferðalög og þarf meiri hjálp en áður.“ Ertu þekkt í Bandaríkjunum. Hún hlær við. „Ég er nú engin Eiizabeth Taylor. En auðvitað kann- ast margir við mig af því ég hef verið með sjónvarpsþættina í 20 ár, myndbandasölu og bækur mínar hafa selst vel. Fólk kannast kannski oft við andlitið en er ekkert endi- lega með það á hreinu hvar það hefur séð mig. En ég býst við ég geti sagt að í Ohio sé ég þekkt.“ Eftir að Hanna festi rætur í Ohio hefur hún tekið virkan þátt f félagslífi Islendinga þar og vinkona hennar nefndi að heimili hennar væri stundum líkt og félagsmiðstöð; oft er námsfólk þar til lengri eða skemmri dvalar og hún hefur sam- band við íslenskar konur eða ís- lenskar fjölskyldur sem f lytja þang- að. Hún segir sjálf að hún hafi mjög gaman af því að hafa gesti eða Islendinga hjá sér og auk þess muni hún hvernig henni leið forðum tíð þegar hún var nýflutt. Fyrir fjórum árum gerði Hanna nýjan samning við Tempo-stöðina sem er kapalkerfi með 400 stöðvar og þar komst hún inn með þætti og enn meiri snældúsala fylgdi. „Það var heilmikill áfangi," segir hún. „Mér finnst alveg stórgott hvað viðhorfin til hreyfingar og leik- fimiæfinga hafa breyst, hvað fólk er meðvitað um að hollt mataræði, góð hreyfing og leikfimi getur auk- ið vellíðan og bætt heilsu. Mig lang- ar líka að fá týndu kynslóðina inn í leikfimiiðkun. Fólk sem aldrei hefur stundað leikfimi að ráði og þá á ég við fólk sem er komið yfir sextugt. Þó ekki væri nema kenna fólki að standa beint, sitja rétt og ýmislegt sem mörgum finnst bara smotterí en ræður miklu um líðan okkar. Þó fæst ég aðallega við að kenna yngri konum, 30 og 50 og ég legg áherslu á að hjálpa þeim að ná kvenlegu útliti því ég held að konum finnist það ýta undir sjálfstraust. Ég er með æfingar fyrir mjótt mitti, flatan maga og mjúkar mjaðmalínur og fallegar hreyfingar. Þess vegna eru flestar mínar æfingar gólfæfingar og margar erfiðar en eftir því árang- ursríkar. En þar sem ég hef einnig unnið með læknum og sjúkraþjálf- um, gert myndbönd fyrir þá, langar mig líka til að vinna með atvinnu- hópum sem vegna vinnu sinnar fá vöðvabólgu, bakverk og axlaþreytu á besta aldri og þurfa að fara í sjúkraþjálfun og gleypa verkjapill- ur. Ef við náum þessu fólki nógu snemma þarf ekki að verða úr þjóð- arsjúkdómur. Leikfimivinnan\ er mjög fjölbreytt og spennandi fyrir utan það að halda sjálfri mér í fínu formi! Það gefur mér einnig tæki- færi til að velja mér hvenær og hvar ég vinn. Fyrir nokkru var ég með námskeið í Kaliforníu milli þess sem kenndi í Ohio og svo hér heima. Ég hef gaman af að ferðast og vinna svo með fólki úr öllum áttum.“ Ertu alveg á kafi í leikfiminni eða sýslarðu við fleira? „Mikil ósköp, það er §vo margt sem er spennandi. Ég mála á postulín, spila á gítar og mér þykir skemmtilegt að halda veislur og skemmta mér með góðum vinum. íslendingar skemmta sér betur en nokkrir aðrir. Ég spila og syng allt- af íslensk iög og kann alla söng- bókina utan að. Það fer í taugarnar á mér að fá Islendinga í heimsókn sem kunna ekki íslenska texta og ég set þeim strax fyrir og heimta að þeir læri fyrir næsta partí.“ Hvenær fórstu að mála? „Fyrir nökkrum árum fór ég að læra að nota liti og ég byijaði á að skreyta eldhúsið hjá mér. Málaði á f lísarnar og þetta var mjög líf legt. Allt annað að vinna í svona um- hverfi. Það var svo hringt í mig frá f lísafyrirtæki í Columbus og ég var beðin að niála á flísar fyrir fólk. Ég fékkst töluvert við það í ein þrjú ár. Skreytti flísarnar með grænmeti, ávöxtum eða hinu og öðru sem mér fannst passa. Þegar ég keypti raðhús fyrir nokkrum árum datt mér í hug að mála ekki aðeins myndir heldur fékk ég upp- skriftir hjá vinum og kunningjum og skreytti flísamar í eldhúsinu með þessu. Það er fallegt fyrir aug- að og svo er það praktískt.“ Þú virðist hafa gaman af mörgu og vera fjarska jákvæð manneskja. „Er maður ekki alltaf að reyna að kynnast sjálfum sér og þrosk- ast? Maður verður að reyna að vera sáttur við lífið og njóta þess. Vera við .fólk eins og maður vill að það sé við mann. Mér þykir vænt um fólk og á marga vini sem hafa ver- ið styrkur fýrir mig. Svo hef ég svo gaman af því sem ég er að gera. Mér finnst að við þurfum að reyna að uppræta alls konar neikvæðar tilfinningar sem við erum fædd með, hatur, öfund, sjálfselsku og skapillsku. Ég er ekki að segja að mér hafi tekist þetta. Þá væri ég nú víst alger dýrlingur. En ég reyni og ég glími við sjálfa mig. Reyni að hugsa sjákvætt, halda húmorn- um og sjá ekki alltaf það versta í öllu. Maður á ekki að taka það góða sem sjálfsagðan hlut heldur vera þakklátur fyrir það. Svo finnst mér margt fólk vera með áhyggjur af því sem það getur ekki ráðið við eða gert neitt í. Ef ég er einmana eða hrygg reyni ég að hugsa um hvað margir eiga bágt í alvöru út um allan heim og hvað mínar áhyggjur eru lítilfjörlegar og þá hlýtur maður að dauðskammast sín. En sumir þrífast á vansæld og áhyggjum. Auðvitað er maður und- ir niðri smeykur um að eitthvað komi fyrir en ég verð að vona að ég væri þá manneskja til að taka því.“ Finnst þér íslendingar stressaðir? „Já, ég held það. Öllum finnst þeir hafa mjög mikið að gera enda hefur eiginlega allt gerst á svo stuttum tíma. Ohio-búar eru rólegri — þó er auðvitað ekki hægt að al- hæfa. Þeir eru penir og sparsamir, íhaldssamir og kurteisir. Kannski þessi smágeggjun okkar sé hluti af íslenska sjarmanum. Hvað held- urðu um það? íslendingar eru auð- vitað alveg ömurlegir með víni og oft óheflaðir. Þeir segjast oft vera rómantískir en gera svo allt til að leyfa rómantíkinni ekki að blómstra. En hvað sem þessu nú líður langar mig að vera hér meira. Ég nýt hvers dags og þykir flest gaman. Það sem mér finnst mest heillandi við íslendinga eru þessi tengsl við landið. Sú tilfinning er áreiðanlega hvergi sterkari en hér. IIOIII ItOlii; 00 ára Öo%ldutllboðíhád Ba^skur„gískr3^ B0RÖIÐÁ BORGltiHI Afmœliskaffi frá kl. 15.00. Kaffihladborð, rjúkandi pönnukökur ogsúkkulaði með rjóma. Nýr matseðill frá kl. 18.00. Sænsk list Ulla Hosford í andyrmu á Hótel Borg. HefurÓu reynt „Fondu“? BorÖapantanir ísíma 11440. Vertu með, láttu einn góðanfjúka ogfáðu dómnefnd til að brosa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.